Morgunblaðið - 18.12.1943, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.12.1943, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIfi Laugardagur 18. des. 1943. Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Óla' Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. Á ystu nöí ÞAÐ ER AÐ VERÐA AUÐSÆTT, að Framsóknarmenn skammast sín sumir hverjir undir niðri fyrir það, hvernig þeir ljetu kommúnista teyma sig á asnaeyrunum á síðasta þingi í skattamálunum. Að þeir skyldu ganga hlið við hlið kommúnista í flutningi og fylgi við ýmsar tillögur á þessu sviði, sem.í sjálfu sjer hefðu boðað hreint tilræði við at- vinnulíf og efnahagsstarfsemi landsmanna, ef náð hefðu fram að ganga. Hermann Jónasson hlaut þá einnig þann dóm frá for- manni Framsóknarflokksins fyrir flutning sinn á eigna- aukaskattsfrumvarpinu, ásamt kommúnistum, að með- ferð þess’ máls hefði verið „skrípaleikur einn“ af hálfu kommúnista og þeirra, „er næst þeim standa“, þ. e. Her- manns og hans nánustu. Þinginu bárust mótmæli sjómanna og útgerðarmanna fyrir tilraunir „vinstri“-þrenningarinnar til þess að eyði- leggja nýbyggingarsjóðina, og þar með framtíð útvegsins. Nú þegar búið er að molda þessi hræ, — verstu skatta- tillögurnar hafa dagað uppi á þinginu, — væntanlega eins og nátttröll fyrir heiðríkju heilbrigðari hugsunarháttar, er Tíminn að reyna að þvo hendur Framsóknarmanna. Hann reynir að afsaka fylgi Framsóknarmanna við eignarnámsfrumvarpið um eignaaukaskattinn með því að Sjálfstæðismenn hafi, í sambandi við tilraunir til myndunar samstjórnar allra flokka í árslokin 1942, eftir alþingiskosningarnar, ljeð máls á álagningu eignaauka- skatts til fjáröflunar í dýrtíðarsjóð. í þessu sambandi verður að vekja alveg sjerstaka at- hygli á því, að er Sjálfstæðismenn ljeðu máls á þessu, var það undir alveg gjörólíkum kringumstæðum, sem að þeirra áliti var grundvallarskilyrði þess, að slíkur skattur gæti komið til álita. En forsendurnar voru vitanlega þær, að það atriði væri liður í heildarsamstarfi allra flokka — og alveg sjerstaklega liður í raunhæfum dýrtíðarráðstöf- unum, sem lækkuðu dýrtíðina, drægju verulega úr verð- bólgunni, og gerðu þar með eignir manna jafnframt á þann hátt stórum verðmeiri en ella væri. Nú er engu slíku til að dreifa. Hvorki sýnt fram á þjóð- fjelagsþörf þeirra ríkistekna, sejn ráðgert er að afla, nje nokkrar ráðagerðir um að verja þeim til verðgildisaukn- ingar eigna manna og öryggis atvinnulífsins. Þvert á móti var feld breytingartillaga Sjálfstæðismanna um að verja væntanlegum tekjum eignaaukaskattsins til dýrtíðarráð- stafana. Þegar þannig er í pottinn búið, dylst ekki, að um beint skatta-rán og ofsókn á eignarrjett og efnahagsstarfsemi einstaklinganna er að ræða. Sjálfstæðismenn á þingi munu áreiðanlega beita öllu bolmagni sínu til þess að verjast slíkum ófarnaði, og Fram sókn fær ekki þvegið hendur sínar, en af kommúnistum vita allir, að ekki var annars betra að vænta. Sjálfstæðisflokkurinn markaði ákveðið afstöðu sína á Landsfundi í sumar til þeirra dulbúnu þjóðnýtingartil- rauna, sem nú eru gerðar af kommúnistum ,,og þeim er næst þeim standa“, þ.e.a. leggja einkareksturinn að velli með skattaráni. Landsfundurinn samþ. eftirfarandi till., sem ekki verður um villst: „Landsfundur Sjálfstæðisfl. telur, að nú þegar sje búið að ganga svo langt í skattaálögum á atvinnurekstur lands- manna, að öll viðleitni til hækkunar á þeim sköttum sje bein og vísvitaridi tilraun til þess að leggja einkaframtak- ið í rústir í því skyni, að koma með þeim hætti á opinber- um rekstri í stað einkareksturs. Landsfundurinn mótmælir því eindregið öllum frekari aðgerðum í þessa átt og krefst þess, að einkaframtakinu verði ekki með skattaálögum gert ókleift að skapa al- menningi lífvænleg atvinnuskilyrði að ófriðarlokum“. Öllum þorra manna er vel ljóst, að við erum komnir á ystu nöf í fávíslegum og furðulegum aðgerðum á sviði skattamála og að pú verður að nema staðar og sjá að sjer. Jens Kristinn Þorsleinsson í DAG Verður litli drengur- inn hann Jens borinn til hinstu hvíldar frá heimili sínu á Kaplaskjólsvegi 12. Hann kom til foreldra sinna og systkina eins og fagur sólargeisli, hann kom til þess að sameina þau öll enn betur og gera heimilið yndislegra. Það rættust á hon- um orð skáldsins: Yndi þinna þú varst alla stund, þín hin hreina, fagra barnalund átti hjer éi heima, hjelt til fegri geima, reynsluþruman þegar nísti grund. Og nú heldur Jens heilög og blessuð Jól hjá sjálfu afmælis- barni þessarar miklu hátíðar, þar sem fagrir englar vaka yfir hverju fótspori hans. Minningarnar lifa, hver blett ur er svo kær, þar sem litlu sporin hans lágu, er hann ljek sjer með gullin sín. Vinur. Jóhannes Stefánsson JÓIIANNES STEFÁNSSON heiir kvatt skammdegið og Iieilsað nýrri sólarnpprás. Hann andaðist að Vífilsstöð- um 13, des. síðastliðinn. Jóhannes var borinn í Hrappsey á Breiðafirði 23. sept. 1860. Foreldrar hans, Jóhanna Jóhannesdóttir og Stefón Guðmundsson, voru kynborin Breiðfirðingar. Bjuggu þau lengst af í Arney og stýrði' stóru búi. Jóhannes vat á æskuskeiði, er faðir hans fjell frá. Um fermingar- aldur rjeðst hann til versl- unarstarfa hjá Riehter í Stykkishólmi. Aíla tíð síðan og þar til á síðastliðnu vori, synti hann slíkurn störfum. Innan við tvítugt stundaði hann verslunarnám í Kaup- mannahöfn, en rjeðst að því loknu til Fischersverslunar í Reykjavík. Eftir að hann hvarf þaðan stundaði hann, verslunarstörf víða um land Jóhannes var kvæntur Hólm fríði S. Þorsteinsdóttur. Þeim var auðið 5 barna, e n tvö þeirra komust til fullorðms- ára. Ilrefna, ekkja Árna lækn is Helgasonar á Patreksfirði og Soffía, gift Lúðvíki Krist- jánssyni frá Isafirði. Konu sína misti Jóhannes 2. júní 1928. Eftir það dvaldi hann á heimili Soffíu dóttur sinnar, uns hún Ijest fyrir tveim árum. Var hann eftir það hjá Lúðvík tengdasyni sínum, eða þar til á síðastliðnu sumri, . Breiðfirðingur. Slæm bókakaup. ÓÁNÆGÐUR BÓKAMAÐUR skrifar mjer eftirfarandi brjef: „Afmælisdagabók dr. Guð- mundar Finnbogasonar hefir ver ið ófáanleg lengi, en hún var af- ar vinsæl á sínum tíma. Mjer þótti það því góð tíðindi, er jeg heyrði að ný afmæisdagbók væri komin á markaðinn. Jeg labbaði rakleitt niður í bæ og keypti eitt eintak af bók þessari án þess að skoða hana neitt nákvæmlega.- En mjer brá heldur en ekki í brún þegar jeg fór að blaða í henni. Þegar heim kom. Jeg sá að jeg hafði keypt köttinn í sekknum. Bókin er í einu orði sagt stórgölluð og illa og óvand- lega frá henni gengið. Jeg sakn- aði margra ágætra afmælisvísna, en fann fullt af ljelegum skáld- skap — jafnvel leirburði í stað- inn. Hortittir, prentvillur og rit- villur blómstra þar á hverju strái. Sölvi Helgason er settur þar á skáldabekk, en ýmsir höf- undar eru þar lítt þekktir eða algerlega óþekktir. Sá, sem valdi vísurnar og raðaði niður á dag- ana hefir verið svo smekklegur að setja áramótavísu á daginn 15. júní, — um hásumarið!! — Fleira er eftir þessu og sumstað ar eru vísur góðskálda beinlínis rangfærðar og hirði jeg ekki að nefna dæmi hjer, en þau eru mýmörg. Loks er ekki hægt að skrifa nema þrjú nöfn við hvern dag og með herkjum þó! Svona á ekki að gefa út bæk- ur. Þetta er að svíkja kaupendur. Jeg vona að þú, Víkverji góður, sjert sammála mjer í því, enda ert þú málsvari okkar — almenn ings. Bókaflóðið er mikið og margar góðar og vandaðar bækur koma út, og það er gott, en ó- vandaðar bækur má aldrei þola. Með þökk fyrir birtinguna. Óánægður bókamaður“. 9 Fyrirtæki, sem kend eru við hið opinbera. A. O. skrifar mjer brjef um mál, sem mjer- finst mjög tíma- bært að drepið sje á, en það er sá siður, sem tíðkast hefir lengi, það er að kenna firma nöfn við hið opinbera. Þessi stuttahugleið ing A. O. gæti ef til vill komið af stað umræðum um þetta mál, sem vissulega er þess vert að það sje athugað. Brjefið er á þessa leið: „Mjer finst það varla viðeig- andi og jafnvel beilínis villandi að einkafyrirtæki gangi undir nöfnum bæja og jafnvel ríkisins sjálfs, en eru þeim á engan hátt frekar viðkomandi en öll önnur fyrirtæki. Jeg tek sem dæmi: Bifreiðastöð íslands. Gætu ekki ókunnugir — svo jeg tali nú ekki um útlendinga — álitið að þarna væri um ríkisfyrirtæki að ræða? Svo skulum við athuga nöfnin: Bæjarbókasafn Reykjavíkur — sem er rekið af bæjarfjelaginu. Þá koma, Bifreiðastöð Reykja- víkur, Hattabúð Reykjavíkur, Skóbúð Reykjavíkur, Þvottahús Reykjavíkur o. fl. o. fl. Eftir nöfnum þessum að dæma er ekki gott að átta sig á hvað er við- komandi rekstri Reykjavíkur- bæjar og hvað ekki. Gætu menn ekki spurt: Hver á Bæjarsjóð Reykjavíkur, éins og um hvert annað fyrirtæki? • Um skort á leirtaui og glysvarning. HÚSMÆÐUR hjer í bænum hafa verið í stökustu vandræjS- um undanfarið vegna skorts á leirtaui. Ein af húsmæðrum bæj- arins, frú Soffía M. Ólafsdóttir skrifar mjer eftirfarandi um þessi vandræði: „Nú mun vera um ár síðan að hægt var að fá bollapör í bæn um, svo heitið geti. Kemur það sjer ákaflega illa fyrir heimilin, því þetta er sú leirvara, sem mest er notuð á hverju heimili daglega, gengur mest úr sjer, og þarf því mestrar endurnýjun ar við. Þó nokkrar smásendingar hafi komið, þá hafa þær verið rifnar út á augabragði svo ekki hafa nokkra úrlausn fengið nema örfá heimili. Nú er það svo að allir búðar- gluggar eru enn uppfullir af hverskonar varningi, en hvergi sjást bollar. Munu mörg hver heimilin vera í standandi vand- ræðum hvað þetta spursmál snertir. Nokkuð er rætt um það manna á meðal að þeir er bolla- parasendingar fái, verði að selja þau sjer til skaða, og fer þá að verða skiljanlegt, hvað þarna er kipt að sjer höndunum. Vont er að kaupa hlutina dýrt verra þó að Já ekki þegar um nauðsynlega hluti er að ræða, er heimilin mega ekki án vera. — Þeir, sem hafa með þessi mál að gera, eða geta greitt fram úr þeim, eiga að gera sitt til að úr rætist, og það sem allra fyrst". Guðmundur í Móum sextugur í dag er Guðmundur Guð- mundusson bóndi í Móum í I£jalarneshreppi 60 ára. — Guðm. er fæddur og uppal- inn í Nesi við Seltjörn og sonur merkishjónanna Guð- munar sál. Guðmundssonar og Kristínar Ólafsdóttur, er enn býr í Nesi með frábær- um dugnaði og myndarskap og komin yfir áttrætt. Guðm. vandist snemma við allskonar störf, landbún að og sjósókn og gerðist skipstjóri ungur maður. Oll þau ár, sem Guðm. var skipstjóri, var hann talinn með dugmestu og aflahæstu skipstjórum fiskiflotans. Arið 1932 flytur Guðm. úr Rvík ásamt fjölskyldu sinni og hættir skipstjórn og kaupir jörðina Móa á Kjal- arnesi og hefir búið þar síð- an. — í Móum hóf Guðm. mikla jarðræktarstarfsemi og bygði upp og endurbætti öll hús jarðarinnar, svo nú er sú jörð meeð álitlegustu jörðum hjeraðsins, og öll umgengni þar hin prýðileg- asta. Sem bóndi er Guðm í Móum, eins og hann nú al- ment er kallaður, vel met- inn, traustur bóndi í sinni sveit, sem nýtur virðingar sveitunga sinna. Er starf- andi í hreppsnefnd Á þessum 60. afmælisdegi Guðm. í Móum, viljum við vinir og sveitungar f-æra honum, konu hans frú Krist ínu Teitsdóttur, ásamt börn um þeirra, bestu heilla- og árnaðaróskir og óskum þeim allrar blessunar. Heill sje sextugum Guðmundi í Móum. Sveitungi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.