Morgunblaðið - 08.01.1944, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.01.1944, Blaðsíða 12
12 Framhald raf- virkjunar íyrir Suðvesturland Á FUNDI bæjarráðs í gær var Steingrími Jónssyni raf- magnsstjóra falið að annast um samanburðarrannsókn á því, með hverjum hætti verður hægast að byggja nýja vWbót við raforkuver bæjarins. Eins og kunnugt er, hefir rafmagnsnotkun aukist svo ört hjer í bænum, að hin 10 þús. hestafla viðbót, sem kemur í notkun við Ljósafoss í næsta . mánuði, mun ekki nægja fyrir Reykjavík, Hafnarfjörð og aðra staði, sem þaðan fá rafmagn, nema næstu 2—3 ár, ef þörfin eykst áfram eins og verið hef- ir, ,um 1500 kílóvött á ári. Rafmagnsstjóri skýrði frá því á fundi bæjarráðs, að eftir lauslega athugun, gætu fleiri leiðir komið til greina en sú, að byggja nýtt orkuver við Sog ið. Ennfremur er óvíst hvort hentugra verður, að virkja Sog ið fyrir ofan eða fyrir neðan Ljósafoss. Fyrirhugaðar rannsóknir á þessu máli verða gerðar í sam- vinnu við RafmagnSeftirlit rík- isins. Oftást hefir verið um það talað, að halda áfram að virkja Sogið. En rafmagnsstjóri segir að það verði tiltölulega dýr orkustöð, er fyrst verður byrjað á við efra eða neðra fallið þar. h’ví gæti komið til mála, að byggja nokkurra hestafla stöð á • einhverjum þeim stað, þar sem ódýrara er að virkja þetta afl, . og viðráðanlegra. Hefir í þvi sambandi komið til mála að virkja Botnsá í Hvalfirði eða 'Andakílsá, og fá þaðan þá raf- magnsviðbót. sem nauðsynleg verður eftir 2—--3 ár. Drykkjarvatn úr sjó Þessi liðsforingi, sem er í ameríska flughernum, er að drekka sj<ý við þorsta, Belgurinn, sem hann drekkur úr er ný uppfinding' og er svo hagleg, að hún breytir sjó í hrein- asta drykkjarvatn. FlugTnenn Bandaríkjahersins hafa þessi tæki með sjer, ef þeir þurfa að nauðlenda á hafi úti og komast á fleka. Það er hægt að vinna einn líter af drykkjarvatni úr sjó á 20 mínútum með tæki þessu. 60 daga fangelsi fyrir að slá hermann PILTUR UM TVITUGT- var í gær dæmdur í 60 daga fang- elsi, óskilorðsbundið. Hann hafði slegið amerískan her- mann með flösku í höfuðið og særðist hermaðurinn nokkuð. Hermaðurinn átti enga sök í þessu. Ilann hafði setið með öðrum hermanni á veitinga- stofu hjer 1 bænum. Á veit- ingastofuna kom Islendingur- inn og var hann drukkinn, og hafði meðferðis brennivíns- flösku. Þegar hermennirnir tveir fóru af veitingahúsinu, elti ís- lendingurinn þá og rjeðst að öðruru þeirra og greiddi hon- um höfuðhögg með brennivíns- flöskunni. þjóðminjasafn og Iðnskóli við Baronsstíg BYGGINGANEFND Iðnskól- ans hefir farið fram á, að bær- inn láti lóð undir fyrirhugað- an Iðnskóla á lóðaspildunni milli Egilsgötu og Eiríksgötu, fvrir austan Barónstíg. Var þetta rætt á fundi bæjarráðs í gær. En áður hefir þjóðminjavörð ur Matthías Þórðarson farið fram á, að bærinn ljeti af hendi mikinn hluta lóðdrspildunnar milli sömu gatna, alt frá aust- anverðu Skólavörðutorgi að Barónstíg. Hefir það mál lengi verið til athugunar hjá skipulagsnefnd. Nauðsynlegt er að báðar þessar stofnanir fái hentugar lóðir til umráða. Því ekki má það dragast lengi, að bygður verði Iðnskóli, nje heldur að þjóðminjasafnið fái byggingu fyrir þau ómetanlegu verð- mæti, sem það hefir að geyma, en nú er ilt eða að heita má jpkkert húgnæði fyrir. Kvikmyndin „Hrs. Miniver" komin til Gamla Bíó GAMLA BÍÓ hefir fengið hingað kvikmyndina „Mrs. Miniver”, sem talin er ein af bestu, ef ekki albestu kvik- myndum, sem gerðar hafa ver ið úm styrjaldarefni, frá því að þetta stríð braust út. í kvikmynd þessari er sagt frá breskri fjölskyldu. Byrjar kvikmyndin að segja frá lífi fjölskyldunnar árið 1939, er stríðið braust út og endar um það bil er orustan um Bret- land stóð sem hæst, haustið 1040. Aðalhlutverkin í „Mrs. Mini ver” leika þau Greer Garson og Walter Pigdeon, og fara þau bæði snildarlega með hlutverk sín. Mrs. Miniver hefir fengið ó- venjulega góða dóma bæði í Ameríku og Englandi og hefir víða verið tekin fram yfir „Á hverfanda hveli”, sem einnig þótti ein af bestu kvikmyndum, sem gerðar voru í Ameríku árið 1942. „Mrs. Miniver” mun bráð- lega verða sýnd í Gamla Bíó. Bestu kvikmyndaleik- arar 1943 HOLLYWOOD í gær: — Bestu kvikmyndaleikarar árs- ins 943, sem valdir eru árlega af kvikmyndagagnrýnendum Bandarikjanna. voru kosin Greer Garson, fyrir leik henn- ar í „Random Harvest” og Paul Lukas, fyrir leik hans í „Watch on the Rhine”. Næst kemur sænska leikkon- an Ingrid Bergman, fyrir leik hennar í „For whom the Bell Tolls”. Þar næst er Jamos Cagney, fyrir leik hans í „Yankee Doodle Dandy”. Mikill veður- ofsi í Ifalíu London í gærkveldi. Á tTALÍUYÍGSTÖÐVUN- UJf eru veðurskilyrði til hern- aðaraðgerða ennþá mjög óhag- stæð. Snjókoma er feikimikil með hörkufrosti og stormi. Þrátt fyrir þessi slæmu veð- urskilyi-ði og harða mótspyrnu Þjóðverja, hefir 5. herinn und- ir stjórn Clarks hershöfðingja, sótt fram og náð fjallinu Moimt Majo, sem er 3500 fet á hæð. á sitt vald. — Taka þesya fjalls hefir það í för með sjer, að leiðin milli Viti- cuso og Gervaro hefir verið allur flutningur milli hæjanna ]>að sjer mjög illa fyrir þýska heriiín, sem herst þama. — Breskar hersveitir í 5. hern- um tóku 80 fanga í dag. Indverskar hersveitir í 8. hernum hafa tekið mikilvægar stöðvar 3 mílur frá ströndiuni. Flugskilyrði hafa verið mjög erfið vegna véðurofsans, en þrátt fyi'ir það gerðu flug- vjelai' Bandamanna árásir ;i ýmsar stöðvar óvinanna, að- allega fallhyssustöðvar og hyrgðastöðvar hak við víglín- una hjá Cervaro og Aquino, ennfremur á flutningalestir á vegunum skammt frá Róm. Breskir kolanámumenn gera verkfall LONDON í gær: — 2500 kola námamenn í Islington lögðu nið ur vinnu í dag. Kolanámamenn þessir hafa framleitt um’ 3000 smálestir af kolum á dag. Það er búist við að samkomulags- tilraunir í verkfalli, þessu hefj- ist á morgun. — Reuter. Enn eitt innbrot í fyrrinótt ÞAÐ LÍÐUR varla sú nótt síðan um nýár, að rannsóknar- lögreglunni sje ekki tilkynt, að framið hafi verið innbrot ein- hversstaðar í bænum. Hefir geisað hinn mesti þjófnaðar- og innbrotsfaraldur í bænum. I fyrrinótt var brotist inn í veitingastofu á Skólavörðustíg 8 og stolið þar 50—60 krónum í peningum og nokkrum öl- flöskum. Rahnsóknarlögreglan hefir mikið að gera þessa dagana vegna innbrota og þjófnaða. Hefir einn piltur verið settur í gæsluvarðhald, grunaður um að eiga einhvern þátt í inn- brotunum undanfarna daga. Stúlka dæmd fyrir þjófnaði NÍTJÁN ÁRA gömul stúlka hjer í bænum hefir verið dæmd í 60 daga fangelgi fyrir þjófnaði. Hafði hún stolið peningum og fleiru víða í húsum. Þetta voru ítrekuð brot. Hellisheiðin var fær í gær í GÆR var færðin austur yf- ir fjall með ágætum, sagði vega málastjóri blaðinu í gærkveldi. Á Hellisheiði voru snjóýtur að verki. Hafði þeim tekist að halda leiðinni opinni I vikunni kom bifreið að norð an, var þá enginn snjór á Holtavörðuheiði. Þetta kann þó að hafa breyst síðan. Höfðingleg gjöf Berg'ur G. Gíslason, fulltrúi, hefir afhent Barnaspítalasjóði Hringsins 10 þús. kr. að gjöf, frá föður sínum, Garðari Gísla syni, stórkaupm., og börnum hans. Kærar þakkir. Stjórn Kvenfjelagsins Hringurinn. Laugardagur 8. janúar 1944. Styrkurinn til skálda og lista- manna MENTAMÁLARÁÐ hefir skift styrkupphæð þeirri, er síð asta þing veitti til skálda og listamanna. Er það hlutverk Mentamálaráðs, að skifta upp- hæðinni milli fjögurra deilda Bandalags isL listamanna, en síðan annast hver deild úthlut- unina til einstakra manna. Árið sem leið var styrkupp- hæðin samtals, er þingið veitti, 100 þúsund krónur. Skifti Mentamálaráðið upphæð þess- ari þá þannig, að hver deild bandalagsins fjekk hlutfalls- lega sömu upphæð og meðlim- ir þeirra höfðu fengið, meðan Alþingi veitti styrki til ein- stakra manna, að því Undan- teknu, að Fjelag ísl. leikara fjekk kr. 5000, en leikarar höfðu sama og enga styrki feng ið hjá Alþingi. Síðasta þing hækkaði heild- arupphæðina um 50 þúsund krónur, svo nú komu 150 þús. kr. til skifta milli deilda Banda lagsins. Mentamálaráð hefir nú ákveð ið að skift verði viðbótinni, 50 þús. kr„ jafnt milli hinna fjögra deiida Bandalagsins, og varð með því upphæðinni skift þannig. Til rithöfundafjel. kr. 77.500 — myndlistarm. — 32.500 — tónlistarm. . . — 22.500 — leikarar .... — 17.500 Skauiasvell á Tjörninni. — Kensla í skauiahlaupi SKAUTAFJELAG REYKJA- VÍKUR hefir nú tekið skauta- svellið á Tjörninni í sína um- sjá. Svellið er sópað dags dag- lega, en skautafólki til skemt- unar eru hljómleikar. Reykjavikurbær hefir á und anförnum árum styrkt fjelagið með fjárframlögum, til að standast kostnað af skautasvell inu. Þá hefir fjelagið á prjónun- um, að gera tilraun til kenslu í skautahlaupi. Fjelagið efnir til kaffidrykkju í húsi V. R. n. k. föstudag. Það sama kvöld mun jafnframt verða fyrsta kvöld kenslunnar. Þetta er fyrsta skifti, sem gerð er tilraun til að kenna þessa skemtilegu og hollu í- þrótt, og ekki þarf að efa, að þátttaka veiiði mikil. Góðar gæftir undanfarið GÓÐAR GÆFTIR HAFA ver ið hjer við Faxaflóa undan- farna daga og hefir aflast sæmi lega, þegar bátar hafa komist á sjó. í gær reru bátar frá Sand- gerði og öfluðu alment 10—12 skippund. Haesti afli í gær hjá Sandgerðingum var 19 skip- pund.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.