Morgunblaðið - 09.02.1944, Síða 1
31. árgangur. 30. tbl. — Miðvikudagur 9. febrúar 1944 Isafoldarprentsmiöja h.f.
RIJ8SAR TAKA IMIKOPOL OG KAMEIMKA
Þriðja stór-
a i
Frankfurt
London í gærkveldi.
Einkaskeyti til Morjfunblaðsins
frá Reuter.
. AMERÍSK fljúgandi virki
fóru í dag til árásar á Frank-
furt am Main í Þýskalandi.
Var þetta mikil árás og þriðja
stórárásin, sem Bandaríkja-
menn gera á þessa miklu þýsku
iðnaðarborg á s.l. 10 dögum.
Eins og í fyrri árásum á borg-
ina voru orustuflugvjelar í
fylgd með sprengjuflugvjelun-
um, þeim til varnar. Flugmenn,
sem þátt tóku í árásinni, láta
vel yfir árangrinum og telja
mótspyrnu Þjóðverja með veik
ara móti.
Suðurvígstöðvarnar í Rússlandi. Nikopol gert á kortinu.
Enn er barist um
bvert bús í Cassino
Loí'tsóknin í algleymingi.
Stórir hópar flugvjela banda
manna flugu í dag til árása á
ýmsa staði í Norður-Frakk-
landi og herteknu löndunum.
Fóru. margskonar tegundir
flugvjela til árása handan Erm-
grsunds, miðlungsstórar og litl
ar sprengjuflugvjelar og hinar
svonefndu orustusprengjuflug-
vjelar. Bandamenn skutu niður
t.vær þýskar flugvjelar. Sam-
kvæmt þeim upplýsingum, sem
þegar liggja fyrir, mistu banda
rpenn 1 meðalstóra sprengju-
flugvjel, 1 litla og tvær orustu-
sprengjuflugvjelar í öllum á-
rasum sínum á meginlandið í
dagt
Einn skotmanna í Marauder-
flugvjel, sem tók þátt í árás-
um, sem Marauder og Spitfire
ílugvjelar gerðu í sameiningu,
lýsti árásunum með þessum
orðum:
,,Þetta var sannkallaður
djöfladans eyðileggingar“.
Fáar orustuflugvjelar Þjóð-
yerja ljetu sjá sig og skothríð
Úr loftvarnabyssum var sums-
siaðar lítil, en á öðrum stöðum
allhörð.
London í gærkvöldi. — Einkaskeyti til Morg-
unblaðsins frá Ueuter.
FRJETTARITARI REUTERS með fimta hernum á Ítalíu, Haig
Nicholson, símar í dag, að bandamenn hafi náð fjórða hluta af
Cassino á sitt vald, en Þjóðverjar berjist sem óðir. Er barist um
hvert einasta hús. Þjóðverjar hafa fengið liðsauka til borg-
arinnar.
Bandaríkjamenn halda uppi j
stöðugri skothríð á borgina
með stórskotaliði og er ætlan
fórusí í jarð-
skjálftunum
í Tyrklandi
iýNKARA í gærkveldi —: Það
var opinberlega tilkynt hjer í
kvöld, að 2500 manns hefðu far
ist í jarðskjálftunum miklu á
dögunum, en alls særðust og
fórust um 5000 manns. Það er
ekkert, sem bendir til, að sam-
göngum hafi enn verið komið
í lag á jarðskjálftasvæðinu.
—- Reuter.
þeirra augsýnilega að gera
Þjóðverjum ómögulegt að hald
ast við í borginni.
-Á brúarsporði bandamanna
við Anzio hefir verið lítið um
bardaga á landi í dag, en flug-
lið beggja hefir haft sig allmik
iið í frammi. Þjóðverjar hafa í
dag sent sveitir af orustu- og
orustusprengjuflugvjelum til
árása á stöðvar bandamanna
við ströndina. OrUstuflugvjel-
ar bandamanna tvístruðu flug-
sveitum’ Þjóðverja áður en þær
komust til strandar. Hafa loft-
orustur verið háðar alla leið
norður undir Rómaborg. •
19 þýskar flugvjelar voru
skotnar niður í dag. 4 amerísk-
ar orustuflugvjelar voru skotn
ar niður í loftbardögum.
Bandamenn hafa gert ’olt-
árásir á stöðvar Þjóðverja víða
á ítaliti.
Tvær þýskar flugvjelar hafa
gert loftárás á hersjúkrahús
hjá Anzio. Fórust þar 26 sjúkl-
ingar og starfsmenn og 43
sjúklingar og starfsmenn
sjúkrahússins slösuðust. Meðal
þeirra, sem fórust, voru tvær
amerískar hjúkrunarkonur.
Sjúkrahúsið var greinilega
merkt og er ekki talinn minsti
vafi á, að flugmennirnir hafi
gert árásina af ásettu ráði. —
Þeir skutu á sjúkrahúsið með
vjelbyssum og vörpuðu niður
tímasprengjum.
Þjóðverjar taka
stríðsfanga af lífi
London í gærkveldi.
ÞÝSKA frjettastofan birtir í
dag fregn frá Rómaborg, þar
sem sagt er, að breskir stríðs-
fangar, sem hafi farið huldu
höfði í Rómaborg, frá því Ital-
ir gáfust upp, hafi nú verið
handteknir og hafi nokkrir
þeirra verið teknir af lífi. -
Fylgir freg'ninni, að 'stríðsfang-
ar þessir hafi stjórnað skemd-
arverkum.
Breska stjórnin hefir falið
sendisveitinni, sem gætir hags-
muna Breta hjá Þjóðverjum,
að kynna sjer þetta mál og
ganga úr skugga um hvort
þýska stjórnin vilji staðfesta,
að fregn þessi sje rjett. — Ef
fregnin reynist á rökum reist,
fer breska stjórnin fram á, að
rannsókn fari fram þegar í
stað á því, hvort ekki hafi
í alla staði verið fylgt samþykt
þeirri, sem stórveldin gerðu
með sjer og kend er við Genf,
um meðferð stríðsfanga.
Samkvæmt þeirri samþykt,
er skylt að tilkynna ríki því,
sem gætir hagsmuna ófriðar-
þjóðar, ef stríðsfangar eru
dæmdir til dauða og má ekki
framkvæma dóminn fyrr en að
þrem mánuðum liðnum, eftir
að viðkomandi ríkisstjórn
hefir fengið allar upplýsingar
Hrekja Þjóðverja af
eystri bökkum
Dnjeperfljóts
London í gærkvöldi — Einkaskeyti til Morgu*-
blaðsins frá Reuter.
STALIN MARSKÁLKUR birti tvær dagsskipanir í dag
með tæplega klukkustundar millibili og tilkynti stbrsigra
Rússa við Dnjeperfljót. í fyrri tilkynningunni var skýrt
frá því, að Þjóðverjar hefðu verið hraktir að fullu og öllu
af brúarsporði þeim, sem þeir höfðu á eystri bökkum
Dnjeperfljóts á Zaporozhe-svæðinu. Ennfremur var skýrt
frá falli borganna Kamenka og Bolshaya-Lepetikha, á-
samt fjörutíu öðrum borgum og bæjum. í síðari dagsskip-
an Stalin var skýrt frá falli Nikopol á vestri bakka Dnjep-
erfljóts.
Björn Björnsson
blaðamaður fer
lil Stokhólms
BJÖRN BJÖRNSSON blaða-
maður, sem dvalið hefir hjer á
landi í 2 V2 ár, sem blaðamaður
fyrir annað stærsta útvarpsfje-
lag Bandaríkjanna, National
Broadcasting Company, og
amerískar frjettastofur, er á
förum hjeðan til Stokkhólms.
Björn fer til Stokkhólms fyr
ir N. B. C. og' á að útvarpa það
an frjettum til Ameríku, en
Stokkhólmur er nú ein af hin-
um fáu frjettamiðstöðum hlut-
lausra landa í Evrópu. Sýnir
það traust það, er N. B. C. ber
til Björns, að honum skuli vera
falin svo mikilsverð staða.
Það er ekki að fullu ákveðið
hvenær Björn fer hjeðan, en
það mun sennilega verða í
næstu viku.
Björn hefir, eins og bræður
hans, kynt sig sjerstaklega vel
hjer og eignast fjölda vina.
Næg mjólk
í bænum
ídag
NÆGILEG MJÓLK verður í
mjólkurbúðum Samsölunnar í
dag.
Bílum þeim, er komu að aust
an í gær, gekk ferðin mjög að
óskum, en eins og kunnugt er,
hefir verið unnið að því að
opna Þingvallaleiðina að und-,
anförnu, en þar eð veður spilt-
ist mjög í fyrradag, teptist leið,
in austur að nokkru leyti.
Mikill sigur Rússa.
Rússar hafa með þessu
unnið stóra sigra. Bríiar-
sporður Þjóðverja á eystri
bökkum Dnjeperfljóts var
120 kílómetra breiður með-
fram fljótinu og 35 km aust-
ur frá fljótsbökkunum. — í
fjögra daga sókn hafa Rúss-
ar eytt þarna sjö þýskum
herfylkjum, tekið mikið her
fang og um 2000 þýska
fanga.
Nikopol.
Nikopol er mikil iðnaðar-
borg. Voru bardagar afar-
harðir um borgina. Þjóð-
verjar eyðilögðu þar allt, er
þeir máttu áður en þeir hörf
uðu úr borginni, en mesta
þýðingu hefir Nikopol frá
hernaðarlegu sjónarmiði
vegna mangannáma þeirra
sem eru hjá borginni. Er
þar efni í jörð, sem notað er
við stálframleiðslu, til herð
ingar stáls. Án þessa efnis
er ekki hægt að framleiða
gott stál og Þjóðverja vant-
ar þetta efni tilfinnanlega,
missa um 60% af mangan-
framleiðslu sinni með tapi
Nikopol, sem þeir hafa haft
á valdi sínu í hálft annað ár.
Herstjórnartilkynningin.
í herstjórnartilkynningu
Rússa í kvöld (þriðjudag),
segir svo m. a.:
„Fyrir norðan og norð-
vestan Sokolmiki hjeldu
hersveitir vorar áfram sókn
og tóku nokkra bæi og þorp.
Norður af Zvenigorodka og
Shpola var haldið áfram að
eyða innikróuðum hersveit
um Þjóðverja. Var hringur-
inn um þá hertur og nokkr-
um borgum og bæjum náð“.
,,Um leið hrundu hersveit
ir vorar tilraunum Þjóð-
verja til að brjótast inn í
hring hinna innikróuðu her
sveita Þjóðverja fyrir vest-
an Zveinigorodka".
Framhald á bls. 12