Morgunblaðið - 20.02.1944, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.02.1944, Blaðsíða 8
8 M 0 R G U N B L A Ð I Ð Sunnudagur 20. febrúar 1944 7 Siqurður Pál mason I l| Hvammstanga j. sextugur I Á MORGUN, 21. febrúar, er Sigurður Pálmason kaupmað- ur á Hvammstanga sextugur. Hann er fæddur að Gautsdal í Laxárdal 21. febrúar 1884, sonur hjónanna Pálma Sigurðs sonar og Sigríðar Gísladóttur. Voru þau hjón systrabörn og báðar ömmur Sigurðar systur þeirra bræðranna Erlendar Pálmasonar sýslunefndarmanns í Tungunesi og Jóns Pálma- sónar alþm. í Stóradal. Sigurður Pálmason fluttist li ára gamall með foreldrum sínum að Æsustöðum í Langa- dal og ólst þar upp. Hann byrj aði garðyrkjunám hjá Einari Helgasyni í Gróðrarstöðinni í Reykjavík 18 ára gamall. Vet- urna 1903—4 og 1904—5 var hann á Hólaskóla. Var skólinn þá á sínu mesta blómaskeiði undir stjórn hins ágæta manns Sigurðar Sigurðssonar síðar búnaðarmálastjóra. Árin 1905 til 1907 stundaði Sigurður jarðræktar og bústörf heima á Æsustöðum og víðar. En haust ið 1907 fór hann til Noregs og stundaði þar garðyrkjunám um 2ja ára skeið. Munu fáir eða engir menn hjerlendis hafa á þeim tíma aflað sjer víðtækari þekkingar á garðyrkju. Eftir heimkomuna varð Sigurður starfsmaður Ræktunarfjelags Norðurlands við jarðyrkjuleið- beiningar og jarðabótamæling ar í Húnavatnssýslu, sem þá var óskift heild. Jafnframt hóf hann garðyrkju í stærri stíl en þá þektist heima á Æsustöðum og gróðursettf trje og runna o. fl. Hafa trjen dafnað vel fram á þennan dag og verða áfram fögur minnistákn um hinn öt- ula garðyrkjumann. Árið 1914 flutti Sigurður frá Æsustöðum að Hvammstanga og byrjaði þar verslun, sem hann hefir rekið síðan með miklum dugnaði og hagsýni. Hann kvæntist árið 1912. Er kona hans Steinvör Benónýs- dóttir frá Kambhóli í Víðidal, fróðleiks kona og ágæt hús- freyja. Þau hjón eiga 5 börn og eru þau þessi: 1. Sigríður, gift Halldóri Sigurðssyni, verslun- armanni í Borgarnesi, 2. Guð- hún, gift Einari Faristveit loð- dýraræktarforstjóri í Reykja- vík, 3. Pálmi, nú við nám í Noregi, 4. og 5. Jóhanna Benny og Sigrún, báðar heima. Sigurður Pálmason er þjóð- kunnur maður vegna dugnað- ar síns og margvíslegrar starf- semi. Verslun hans hefir blómgast og notið mikilla vin- sælda, enda þótt hún hafi jafnan haft við harða sam- kepni að etja. Hafa vinsældir hennar bygst á frábærri þekk- ingu og viðskiftalipurð eig- andans, sem jafnan hefir neytt allra ráða til að fullnægja þörf um og vilja sinna viðskifta- vina um vörubirgðir, vörugæði og verðlag á aðkeyptum vör- um og innlendum. Saga Sigurðar verður ekki sögð hjer, en hún er merkileg sönnun þess, hve einbeittur, vilji, fyrirhyggja og hagsýni fær til vegar komið. Sigurður er gáfaður maður, aðgætinn og prúðmenni í allri framkomu. Hann hefir verið bjargvættur sumra nánustu frænda og annara. Heimili hans er hið prýðilegasta. Er þar oft margt gesta, sem allir njóta alúðar og risnu hinna ágætu húsbænda. Á þessum tímamótum æfinn ar senda frændur og vinir og venslamenn Sigurði Pálmasyni ,kærar kveðjur og hugheilar óskir um gleði og hamingju á komandi árum, ásamt bestu þökkum fyrir ánægjulegar samverustundir og vinsemd á liðnum tíma. J. P. Sextugur: Jörundur Brynjóifsson alþm. SEXTUGS AFMÆLI á Jör- undur Brynjólfsson alþingis- maður, bóndi í Skálholti, á morgun (mánudag). Jörundur er fyrir löngu landskunnur maður fyrir þátt- töku sínum í stjórnmálum og margháttaðri fjelagsstarfsemi, fyrst í Reykjavík, meðan hann dvaldi þar, og síðar, eftir 'að hann reisti bú i Árnessýslu, í bygðarlagi sínu. Þá hafa honum og verið falin ýms önnur trún- aðarstörf af Alþingi og hjer- aði. Jörundur var fyrst kosinn á þing i Reykjavík 1916, en var ekki í kjöri að enduðu því kjör tímabili fyr en 1923, að hann var kosinn aftur á þing í Ár- nessýslu, en síðan hefir hann setið á þingi óslitið sem full- trúi þeirrar sýslu. Jörundur hefir um mörg ár verið forseti neðri deildar og jafnan gengt starfi með rögg- semi og háttprýði. Jörundur lauk ungur kenn- araprófi, en að því loknu varð hann kennari við barnaskóla í Reykjavík og hjelt hann þeirri stöðu þangað til hann hóf bú- rekstur austan fjalls. Hefir hann nú um langt ára- bil búið í Skálholti og reist þar stórbú. Jörundur er maður vinsæll. Munu vinir hans og kunn- ingjar senda honum hlýjar kveðjur og árnaðaróskir á sex- tugs afmælinu. P. Fjölbreytt skemtun verður haldin í dag kl. 2 í Gt.-húsinu, fyrir börn úr öllum barnastúk- unum hjer. Grímur Sigurðsson sexlugur í DAG á sextíu ára afmæli einn af velþektum borgurum þessa bæjar og það að öllu góðu. Grímur Sigurðsson, verk- stjóri, er fæddur 20. febrúar 1884 að Garðsvík á Svalbarðs- strönd í Suður-Þingeyjarsýslu. í fyrstu stundaði hann sjó- mensku eins og títt var um unga og duglega menn í þá daga. Árið 1912 fluttist hann til Reykjavíkur og hefir því dval- ið hjer í bæ í 32 ár. Fyrstu tvö árin hjer stund- aði hann fólksflutninga á mót- orbát úr farþegaskipum, sem þá lágu oftast á ytri höfninni, því þá var engin höfn bygð. Var það erfitt og vandasamt verk. Áfið 1914 byrjaði hann að fást við akstur bifreiða og við- gerðir þeirra. Hefir hann und- anfarinn aldarfjórðung verið verkstjóri á bifreiðaverkstæði Bifreiðastöðvar Steindórs, sem er eitt af umíangsmestu bif- reiðaverkstæðum landsins. Er hann einn af fremstu bif- reiðaviðgerðarmönnum 'hier í bæ og mikið hefir hann að starfa, að hafa eftirlit með hin- um mörgu bifreiðum sem stöð- in notar til akstur víðsvegar um landið. Leysir hann það verk prýðilega af hendi og mega hinir fjölmörgu farþegar, sem með þeim bifreiðum ferð- ast, þakka honum ágætt ör- yggi, einnig mættu þeir, er önn uðust akstur farþega úr erlend- um skemtiskipum, hugsa í dag hlýlega til hans, fyrir vel unn- in störf. Grímur er framúrskarandi skyldurækinn við störf sín og vel liðinn af öllum, sem með honum starfa. Hann er Ijettur í lund og hrókur alls fagnaðar þegar þvi er að skifta. Hann er sannur vinur vina sinna Aog hjálpsamur með afbrigðum. Giftur er hann Margrjeti Gíslínu Jónsdóttur frá Sönd- um í Dýrafirði, og hafa þau eignast einn son, Snæland bif- reiðaviðgerðarmann hjer í bæ. Við vinir þínir* Grímur send um þjer heillaóskir í dag, og taka margir undir þær óskir með okkur. Lifðu lengi, dáðadrengur. Vinur. Áttatíu ára verður á morgun, frú Guðrún F. Jónsdóttir, Grett isgötu 48. Ódýr leikföng Blöðrur Hringlur Flugvjelar Rellur Púslespil Barnaspil Orðaspil Asnaspil Myndabækur Lúðrar Dúkkubörn Armbandsúr kr. 0.50 — 2.00 — 3.00 — 1.00 — 4.00 — 2.00 — 1.50 — 1.00 — 1.00 — 4.50 — 3.50 — 3.00 K. Einarsson j & Björnsson ] Eggert Claessen Einar Asmundssott hæstarjettarmálaflutningsmeni., — Allskonor löfífrœðistörf — OlMfellnwhusiá Sími 1171, Lokað næstu viku frá mánudegi til sunnudags, vegna hreingerningar. Sundhöll Reykjavíkur. (OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO0OOOOOOOOÖOOOOOOOOOOOOO X - 9 Eftir Hnbert Storm ThlANK NEAMBN NO ONE /5 FOLLOWIN6 /HE...I'LL takb nim ■ TO A NOSPITAL AND ThlEN SLIP AWAW.. ^ 'iii' s h) n.li- ,n< . !•!. , Wnrld MBANWhULB...TNB VOUThl WHO WITNESSED ThtE ACC/DENT — M GOLLW, ShtE ^CTED QUBER... SCAZED-LIKEÍ BHE WU6HT DUMP THAT POOR 6UW OUTA THE CAR — ThllNK I EOT NER. license num&er/ Jfe ij ia-i3 Strokufanginn, Alexander mikli, lenti í bílslysi og er nú ekið í burt. Stúlkan við stýrið (hugsar): — Þetta er hræði- legt. En lögreglan má ekki komast að öðru slysi. Guði sje lof að enginn veitir mjer eftirför .. . Jeg fer með hann í sjúkrahús og i'er síðan burtu. Á meðan hugsar drengurinn, sem var eina vitnið að slysinu: Fjandi er hún skrítin .. . Virtist vera hrædd. Ef til vill kastar hún manninum út úr bílnum ... Jeg held jeg muni númerið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.