Morgunblaðið - 20.02.1944, Síða 12

Morgunblaðið - 20.02.1944, Síða 12
Sunnudagur, 20. febrúar 1944 Fræfjur slaður í rúslum í síðustu stórárás breskra flugvjcla á Leipzig, fjellu margar sprengjur niður á hið fræga kaupstefnusvæði þar í borg, þar scm heimskaupstefnur voru haldnar fyrir styrjöldina. Mynd in hjer að ofan var tekin úr lofti eftir árásina og má glögt sjá að mikið af byggingunum á kaupstefnusvæðinu er í rústum ORUSTUR BYRJA VIÐ KRIVOI-ROG Rússar segja Stimmer mann failinn 12 Nýja flugvjei- in komin NÝJA íslenska flugvjelin er komin til landsins. Eigendur hennar eru: Krist- inn Olsen, Sigurður Ólafsson og Alfreð Elíasson. — Þeir fje- lagár keyptu vjelina að loknu námi í Kanada. Flugvjelin er af ,,Stinson“ gerð, knúin 450 hestafla vjel, ber fjóra farþega og flugmann og getur lent bæði á sjó og landi. Með komu þessarar vjelar eiga Islendingar tvær flugvjel- ar, þar sem sjóflugvjel Flug- fjelags íslands eyðiiagðist á dögunum á Hornafjarðarós. Slysavarnaijelagið fiefir merkjasölu í dag. KVENNADEILÐ SLYSA- VARNAFJELAGS ÍSLANDS i Reykjavík hefir valið þenna dag, fyrsta góudag, fyrir merkjasöludag til eflingar fje- Jagssjóðs deildarinnar. Deild- inni er það áhugamál, að bygð- ur verði hið bráðasta björgun- arbátur, sem ávalt verði til taksins, ef skipi berst á hjer nærlendis, eða af öðrum or- sökum verður þörf skjótra björgunaraðgerða. Þetta er hih mesta nauðsyn, og ættu allir sem einn maður að telja sjer það sjálfsagða skyldu að leggja lítinn skerf til þess Ef til vill má segja, að þeir fari að verða nokkuð margir árlega þessir merkjasöludagar, og það með nokkrum sanni. En hvað eru þeir? Og hvað er merkjasala? Þetta er ekkert annað en leitun almennra sam- taka til góðs máls, sem styrks þurfi er. Fjárhæðin, sem hver og einn er beðinn að leggja fram, er svo lítil, margfalt minni en nokkur okkar'mundi vilja leggja fram ef hann ætti að skrá nafn sitt og framlag á samskotalista. Nafnlausi gef- andinn, sá sem merkið kaupir, getur verið þess viss, að gjöf hans er vel þegin, og verður að gagni, þótt ekki sje hún stór. Það, sem að er stefnt með merkjasölu, er þá ekki annað en það, að ná til allra. sem annars mundu segja: Hvað munar um tvær eða fimm krón ur frá mjer? Get jeg verið þekt- ur fyrir að gefa svo litla upp- hæð? Tvær krónur, fimm krónur. Þetta eru þær upphæðir, sem þjer í dag verðið beðnir um að leggja í guðskistu slysavarn- anna. Yður er í sjálfsvald sett, iivort þjer gerið það eða ekki. En ólíkt væri það Reykvíking- um, að margir skærust úr leik. Ungmennadeild Siysavarna- f jclagsins. Meðlimir deildarinn- ar eru beðnir að aðstoða kvennadeild Slysavarrjafjelags- ins í dag við sölu merkja og fleira. Komið á skrifstofu fje- lagsins í Hafnarhúsinu, sem fyrst. Kvennadeild Slysavarnafje- íagsins skorar á allar konur í deildínni að hjálpa til við sölu merkja og fleira, í tilefni af söfnunardegi deildarinnar í dag London í gærkveldi. Einkaskevti til Morgunblaðsins frá Reuter. Þýska frjettastofan segir í kvöld, að RúSsar hafi að nýju byrjað allhörð áhlaup við Krivoi-Rog, og sæki fram beggja megin borgarinnar. Seg- ir frjettastofan, að Rússum hafi sumsstaðar tekist að rjúfa skörð í þýsku varnarstöðvarn- ar, og sje nú baríst af grimd á þessum slóðum, en úrslit sjeu enn óviss: Rússar hafa ekki get- ið neitt um þessar viðureignir enn. Rússar segja í tilkynningu sinni í kvöld, að sókninni vest- ur frá Staraya Russa sje hald- ið áfram, énnfremur fyrir sunn an og suðvestan Luga og þar kveðast Rússar hafa tekið nokk ur þorp, og allstóra járnbraut- arstöð, Plessya að nafni. Þá segir tilkynningin, að fyr- ir sunnan Ilmenvatn hafi Rúss- ar sótt fram til suðurs og tekið mörg þorp og bæi, þar á meðal járnbrautarstöðina Maggov- skaya. Annarsstaðar á vígstöðvun- um segja Rússar aðeins að fram varðaskærur og fallbyssuskot- hríð hafi átt sjer stað. Þá tilkynna Rússar að lokum, að í nótt sem leið, hafi mikill flokkur rússneskra sprengju- flugvjela gert árás á bækistöð Þjóðverja í Pskov, bæ þeim, sem þeir stefna að í sókn sinni. Tekið er fram, að aðallega hafi verið varpað sprengjum á járn- brautarstöðina, og járnbrautar- lestir eyðilagðar þar. Lík Stcnimermanns finst. Fregnir höfðu borist um það, að yfirmaður hinna innikróuðu þýsku hersveita, Stimmermann hershöfðingi, hefði flúið frá mönnum sínum. í kvöld til- kynna Rússar, að þeir hafi fund ið lík hans á vígvöllunum. Enn- fremur birta Rússar langan lista yfir það tjón, sem Þjóð- verjar hafi beðið í orustunum við Korsun. Als kveðast Rússar hafa felt 55 þús. manns af Þjóð- verjum á þessum slóðum. Þjóðverjar tilkynna varnarsigra. Þjóðverjar segja, að lokið sje nú annari sóknaratlotu Rússa við Vítebsk, og hafi hún staðið síðan 5. þ. m. — Segjast Þjóð- verjar þarna hafa gert Rússum mikið tjón þarna, og hafi sókn- in fjarað út af þeim orsökum. Lesbókin í dag í Lesbókinni í dag eru m. a. þessar greinar: Fyrsta greinin er frásögn frú Astrid Friid blaðafulltrúans norska um þátttöku og afrek norsku kvenþjóðarinar í styrj- öldinni. Þá er síðari hluti endurminn- inga Arngríms Fr. Bjarnasonar um Guðmund Guðmundsson skáld. Frásögn úr Klausturpóstinum um það, er Bretar sendu skip hingað til lands til að sækja ís, og hina miklu hrakninga þeirra. Brjefkafli frá Svíþjóð um flótta menn sem flýja yfir Eyrarsund, og hvernig þeim er tekið meðal Svía. Tvær smásögur eru í Les- bókinni, grein um kvenrjett- indamál o. fl. Bretar hreinsa skarð London í gærkveldi. I tilkynningu Mountbattens í dag er sagt, að sveitir úr 14. hernum breska, vinni nú að því að hrekja Japana á brott úr skarði því á Arakanvígstöðvun- um í Burma, er mest hefir ver- ið barist í að undaníörnu. Hefir Bretum orðið allvel úgengt í þessu efni, og var mannfall nokkurt í liði Japana. — Norð- ar í Burma eru og háðír bar- dagar. — Reuter. Fiskfram- leiðsla þessa árs seld Frá samninganefnd utan- ríkisviðskifta hefir blað- inu borist eftirfarandi: Samningur milli Banda- úkjanna, Bretlands og ís- ands um sölu á þessa árs ’iskframleiðslu var undirrit •ður í dag og er verðið ó- breytt frá því, sem gilti síð- tstliðið ár. Samtímis var undirritað- tr samningur um sölu á út- Tutningskjöti af framleiðslu trsins 1943 og er verðið :ama og framleiðsla ársins 1942 var seld fyrir. Samningarnir voru und- 'rritaðir fyrir hönd Banda- ’íkjanna af H. H. Fiedler °orstjóra fiskideildar For- eign Economic Administra- tion, fyrir hönd Bretlands af F. S. Anderson forstjóra fiskideildar Breska Mat- vælaráðuneytisins og fyrir hönd íslands af Magnúsi Sigurðssyni bankastjóra. Þormóðsslysið: Skýrsla sjóðsins DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefir sent blöðunum útdrátt úr skýrslu sjödóms um Þormóðs- slysið. Meginefni skýrslunnar er um breytingar þær, sem gerðar höfðu verið á skipinu, en um þær hefir margt og mikið ver- ið skrifað að undanförnu. Vit- anlega er ekki á valdi annara en sjerfræðinga að dæma um þær. Eftir breytingarnar fekk skipið haffærisskírteini hjá skipaskoðun ríkisins, sem að sjálfsögðu hefir gengið úr skugga um, að tryggilega væri frá öllu gengið. .Annars mátti skipaskoðunin ekki gefa úr haf- f ær issk í rteinið. Sjódómurinn komst ekki að neinni niðurstöðu um það, hver hin raunverulega orsök Þor- móðsslyssins muni vera. „Verð- ur ekki ráðið með neinni vissu, hvort skipið hefir steytt á grunni eða farist af völdum ofviðrisins“, segir í niðurlagi skýrslunnar. Aldrei tókst að ná upp flaki því, sem fundist hafði á sjáv- arbotni við Garðskaga, en sterkar líkur (eða öllu heldur vissa) er fyrir því að þar muni flak Þormóðs vera. Sjódómur- inn gerði ráðstafanir til þess að ná flakinu upp, en vegna óhag- stæðs veðurs tókst það ekki. Ný rannsóknárstofnun Stokkhölmi: — Bygginga- nefnd sænska ríkisins hefir beðið stjórnina að veita 100 þús. krónur til þess að koma á fót nýrri sýklarannsóknarstofnun við háskólann í Lundi. Fyrir stofnun þessa er ákveðið að reisa alg'jörlega nýja byggingu og er kostnaðurinn áætlaður 525 þús. krónur. —

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.