Morgunblaðið - 23.02.1944, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.02.1944, Blaðsíða 2
2 M 0 R G U N B L A Ð T Ð Miðvikudagur 23. febr. 1944, LOFTSÚKIMIIM HORN8TEIIMN IIMIMRÁ8AR Churchill aðvarar bjartsýnismenn WINSTON CHURCHILL, forsætisráðherra Breta gaf yfirlit yfir styrjöldina í neðri málstofunni í gær, óg er það í fyrsta skifti, sem hann flytur ræðu á þingi, eftir að hann kom frá Norður-Afríku, eftir veikindi sín þar. Var for- sætisráðherranum vel fagnað. Churchill hóf mál sitt á því, að vara hina bjartsýnu við því, að enn væri löng og hörð barátta fyrir höndum, og sagðist aldrei hafa gefið neina yfirlýsingu um það, að stríðinu í Evrópu lyki á þessu ári, þar sem Þjóðverjar væru enn óhemju sterkir, hefðu 300 góð herfylki undir vopnum. Einnig kvað Churc hill liðsstyrk bandamanna í innrásinni myndu verða jafn- an fyrst í stað. Hann ræddi einnig lofthernað, sjóhernað og flugvjelaframleiðslu, ásamt styrjaldarafrekum Breta að undanförnu. Aðvörun til ofbjartsýnis- manna. „Jeg hefi“, mælti Churc- hill fyrst, „aldrei reynt að fullvissa neinn um það, að endir stríðsins sje nærri, og hefi engar fullvissanir lát- ið í ljós í því efni. Hitler hefir enn í höndum sínum full yfirráð yfir öllu í Þýska landi, og alt bendir til þess, að hershöfðingjarnir sjeu á- kveðnir í því að fylgja Naz- istaflokknum að máliun framvegis. Enn hafa Þjóð- verjar 300 herfylki undir vopnum, að vísu mannfærri sum, en ætlast er til um slík en alt liðið er mjög vel bar- dagahæft, eins og bardag- arnir á Ítalíu hafa sýnt“. Loftsóknin verður enn aukin. Þessu næst ræddi Churc- hill loftsóknina, og kvað hana haft allmikil áhrif á hergagnaframleiðslu Þjóð- verja, auk þess, sem hún hefði valdið því, að Þjóð- verjar hefðu nú % af or- ustuflugvjelum sínum heima við, og mikið af sþrengjuflugvjelum líka. — Hjálpar þetta Rússum mjög. Churchill kvað samveldis- löndin bresku hafa fullan rjett til þess að vita um hversu mikið hernaðarátak heimsveldisins hefði verið að undanförnu. Sagði Churc hill þetta vera Rússum hjálp í sókninni. Því næst lýsti Churchill hernaðarframlagi Breta. — Hann sagði að Bretar hefðu sökkt helmingi allra þeirra þýskra kafbáta, sem fangar hefðu verið teknir af. Einnig hefSi mörgum her- skipum óvinanna verið sökkt og samtals 316 kaupskipum þeirra. Samtals yfir 400 þús. smál. Manntjón Breta er einn- ig mikið, sagði Churchill, frá stríðsbyrjun hafa 41.000 manns fallið úr flotanum, eða um 30% af liðsstyrk hans í stríðs- byrjun, og á síðasta ári hefir flotinn mist 95 herskip. — Af kaupskipaflotanum hefir fallið um fimti hver maður. Flughcrinn. Þá sagði Churchill, að Bret- ar hefðu að mestu hlotið heíð- urinn af því, að gera loftárás- ir á Berlín. Frá stríðsbyrjun kvað Churchill breska flugher inn hafá mist 38.300 flugmenn og flugliða, en 10.000 væri saknað. Einnig hefði flugher- inn mist yfir 10,000 flugvjel- ar, en farnar hefðu veriö um 900.000 flugferðir yfir Norður Evrópu. Breski herinn hefði barist á flestum vigstöðvum, og væri nú orðinn mjög öfl- ugur. Þá sagðí Churchill að nú færi ameriski flugherinn í Bretlandi að verða fjölmennari en hinn breski, og vjek síðan að hinum síðustu loftárásum, sem hann kvað hafa verið mjög skæðar og hefði alls verið varpað 9000 smál. sprengja á 48 klst. Einn- ig kvað Churchill árásir frá Italíu verða auknar, og ekki dytti bandamönnum í hug að draga neitt úr loftárásunum, sem væru hornsteinn innrásar- innar, heldur auka þær, hvað sem hver segði. Hefndarárásir Þjóöverja. Churchill kvað hefndarárás- ir Þjóðverja nokkuð hafa auk- ist að undanförnu og mætti bú- ast við að þær hörnuðu enn. — Einnig kvað Churchill þ^ð vit- að mál, að Þjóðverjar væru að búast til meiriháttar árása á Bretland með miklu af nýjum vjelum án flugmanna og jafn- vopnum, sem væri verið að koma fyrir í Frakklandi, flug- vel rakettum, en bandamenn gerðu alt sem hægt væri til þess að hindra það að þessar árásir kæmust í framkvæmd. Þá sagði Churchill að flugvjela framleiðsla Breta væri orðin miklu meiri en flugvjelafram- leiðsla Þjóðverja, framleiosla Rússa væri álíka og Breta, en Bandaríkjamanna miklum mun meiri. Japanska flugflot- ann kvað hann vera að ganga saman. ---- —.......PJS. Vonbrigði í Ítalíu. Ekki kvað ráðherran bera að leyna því, að hæg framsókn bandamanna á ítaliu, síðan Napoli var tekin, hefði valdið vonbrigðum, og sagði að þessi hæga sókn hefði orsakast af vondu veðri og af því, að Þjóð- verjar drægju stöðugt að sjer meira lið, myndu nú alls hafa 18 herfylki á Suður-Ítalíu. -— Bandamenn hefðu ofurefli flug Framh. á 8. síðu. íslenskir stúdentar í Danmörku vilja heim í Kaupmannahafnarblað- inu B. T. birtist fyrir nokk- uru mynd og viðtal við sex íslenska stúdenta og nefnist greinin „íslendingamir, sem frusu í Danmörku“. Grein- arhöfundur er Karen Aa- bye. Fer greinin hjer á eft- ir. Hun varpar nokkru Ijósi á tilfinningar íslenska stúd- enta, er nú verða að dvelja í Danmörku: ÞANN 9. APRÍL 1940 urðu að engu ráðagerðir flestra þeirra íslendinga, sem þá voru staddir í Danmörku, um að snúá aftur heim til Islands. Þegar þetta er ritað dvelja hjer um 100 Islendingar, og er heitasta ósk þeirra að komast heim til Sög'ueyjarinnar hið allra fyrsta. Sex þessara Islend inga sitja núna fyrir framan mig, fúsir að bregða upp leifturmyndum af tímanum frá 9. apríl — síðan þeir „frusu fastir“ í Danmörku. ★ Gísli Kristjánsson er sá þeirra, sem er bundinn sterk- ustum böndum við Danmörku. Hann er bóndason af Norður- landi, en hefir dvalið um 12 ára skeið hjer og er giftur danskri konu. Hann kom hing- að til þess að stunda nám við landbúnaðarháskóla og æðri skóla, m. a. hefir hann verið í alþjóðaháskólanum við Helsing ör og íþróttaskólanum i Olle- rup. Ennfremur fjekk hann styrk til náms í Uppsölum í Svíþjóð og er danskur landbún aðarkandídat. Nú vinnur hann við rannsóknarstofu landbún- aðarins. Böndin, sem binda hann við Danmörku eru sterk, en samt sem áður segir hann: „Jeg vil út til Islands strax, þegar tækifæri gefst. Jeg væri kominn þangað fyrir löngu, ef stríðið og 9. apríl hefðu ekki komið í veg fyrir það. Óræktað land hefir altaf mikla framtíð- armöguleika. Þessvegna trúi jeg á Island, og þessvegna vil jeg l.eim“. ★ Tryggvi Briem hafði lagt stund á verslunarfræði í 3—4 ár heima í Reykjavík áður en hann kom til Kaupmannahafn- ar til þess aÓ læra endurskoð- un. — Fyrir hálfu öðru ári, seg- ir Tryggvi Briem, lauk jeg prófi í endurskoðun. Sam- stundis fjekk. jeg vinnu hjá endurskoðunarfyrirtæki í Kaup mannahöfn, svo að fjárhags- lega kemst jeg vel af. Jeg held að óhætt sje að segja, þegar öllu er á botnina hvolft, að fjárhagslega hafi íslendingarn- ir hjer komist vel af „biðtím- ann“. En það er ekki alt feng- ið með því. Við viljum helst — jeg vil það að minsta kosti — leggja fram krafta okkar heima á Islandi. ★ Óskar Þórðarson er læknir með lyflæknisfræði sem sjer- grein. Hann er 35 ára gamall. — Jeg útskrifaðist læknir á íslandi, segir Óskar læknir, en Viðtal við inga í var kominn til Hafnar til þess að stunda framhaldsnám við sjúkrahús hjer, þegar stríð ið hnepti mig í fjötra. Árið 1940 var ferð heim til Islands um Petsamo. Það var þegar Finn- land var hlutlaust. Þá hafði jeg ekki lokið námi, en nú er það búið og jcg vil helst af stað nú þegar. — Þráið þjer að komast heim? — Jeg er ekki neinn sjerstak ur tilfinningamaður. Menn óska eftir að fá atvinnu, sem hægt er að liía af í framtíðinni. Sem stendur hefi jeg vinnu við handlækningadeild rikisspítal- ans, en þar sem jeg er ekki danskur læknir, hefi jeg ekki leyfi til þess að reka sjálfstæða læknisstofu. Hjer eru alls 15 íslenskir læknar, sem hafa fengið leyfi til, fyrir milli- göngu heilbrigðisstjórnarinnar, að taka við læknisstörfum við dönsk sjúkrahús, en að „prakt- isera“ kemur ekki til greina. — Um fjárhagsörðugleikana? ; Maður verður að lifa sparlega og svo að bæla niður heim- þrána og treysta því, að þetta ástand vari ekki að eilífu. ★ Ingibjörg Böðvarsdóttir er eini Islendingurinn af þessum sex, sem hreinskilnislega við- urkennir, að hún líði af ákafri heimþrá. Hún er mjög ljós yf- irlitum, með sterkblá augu eins og stúlkurnar í Islendingasög- unum. — Jeg er lyfjafræðikandídat frá Reykjavík. En þar sem jeg hefi ekki tekið kandídatspróf- ið í Danmörku, hefi jeg ekki leyfi til að „praktisera“ í lyfja- búð hjer. Þegar stríðið braust út, hefði jeg átt að vera kom- in heim til Islands. Jeg geri ráð fyrir, að jeg hafi ekki átt- að mig nógu fljót't á hlutunum. Mjer hefði fallið það mjög þungt að þurfa að fá fjárhags- lega aðstoð frá sendiráðsskrif- stofunni, og hjálp að heiman hefði alls ekki náð til mín. Til allrar hamingju fjekk jeg stöðu sem lyfjafræðingur við ,,Ferrosan“ lyfjagerðina, þar sem jeg vinn nú. En eins fljótt og auðið er vil jeg heim til Islands. Jeg þrái það. ★ Sveinn Björnsson er tann- læknir. — Einnig jeg er „frosinn fast ur“ í Danmörku, en sem betur fer hefi jeg atvinnu. Strax er jeg hafði lokið dönsku tann- læknisprófi, rjeðist jeg sem að- stoðarlæknir til tannlæknis í Kaupmannahöfn. Framtíðar- starf mitt er ekki í Danmörku, það er á Islandi. Þegar leiðin opnast heim aftur, verða þar nóg not fyrir mentaða æsku. Gísli Kristjánsson er formaður nefndar, sem rannsaka á sex Islend- Höfn möguleikana á sameiginlegrl ferð íslendinga, sem í Dan- mörku eru, heim. Við erum mörg, sem vonum, að þessar ráðagerðir takist. ★ Rögnvaldur Þorkelsson er. verkfræðingur. Hann er 26 ára, Kom til Danmerkur 1937, til þess að nema byggingarvcrk- fræði. Faðir minn er veðurstofu stjóri í Rví. Jeg lauk prófi í janúar og fjekk þá þegar at- vinnu við verkfræðistörf. Ef jeg á þessu augnabliki fengi tækifæri til þess að fara heim, já, þá myndi jeg nota það, vegna þess að jeg vil sjá ísland aftur. En ef atvinnu- möguleikar eru ekki betri þar en hjer, þá vil jeg heldur vera í Danmörku. Jeg vil vera þar sem möguleikarnir eru mest- ir, en það má ekki skilja það svo að mjer þyki ekki eins vænt um ísland fyrir það. Jeg’ get fengið sting í hjartað af þrá eftir að sjá miðnætursólina, á henni verður maður aldrei þreyttur. Hún er besta meðal- ið fyrir veikar taugar, hún er unaðsleg — og síðast en ekki síst ísland. ★ Að lokum segir Gísli Krist jánsson: Það hlýtur að vera stærsta hugsjón okkar, er lok- ið höfum námi hjer, að taka nú virkan þátt í uppbygg- ingu,íslands framtíðarinnar. —• Þær fáu raddir, sem heyrast að heiman, gefa einnig ’ til kynna, að þeir þar óska eftir þátttöku okkar í lausn hinna ýmsu þrauta. Á meðal vina í Danmörku erum við eins og heima, en framtíðarstarf okkar er á föðurlandinu, landinu, er við erum fæddir í og aldir upp. Við vonum því að á næsta ári -- þegar miðnætursólin varpar geislum sínum á íslensku jökl- ana — verðum við aftur heima hjá okkur sjálfum. Helgi P. Briem, ræðismaður heiðraður Frá utanríkismála- ráðuneytinu: UTANRÍKISMÁLARÁÐU- NEYTINU hefir borist frjett um það, að „Commerce and Industry Association of New York“ (Verslunarráð New York borgar) hafi kjörið aðal- ræðismann íslands dr. phil. Helga P. Briem heiðursfjelaga í viðurkenningarskyni vegna góðrar samvinnu við menn í New York, sem hafa haft við- skifti við ísland, og aðstoðar til þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.