Morgunblaðið - 23.02.1944, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 23.02.1944, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 23. febr. 1944. MORGUNBLAÐIÐ 5 Víðtæk mannúðarstörf Rauða Kross íslands Frá því að Rauði kross íslands tók til starfa. hefir hann ávalt einu sinni á ári •— á öskudaginn — snúið sjer til þjóðarinnar í því skvni að fá fjárhagslega stoð og fulltingi. Þetta gerir hann einnig nú. Eins og kunnugt er, er Rauði Krossinn alþjóðleg líknarstofn- un, fjelagsskapur, sem rekur án efa stórbrotnustu og viður- kendustu mannúðarstarfsemi, sem sögur fara af í heiminum. Hann er í eðli sínu hópur þjóð- legra fjelaga sitt í hverju landi, sem vinna óháð hvert öðru en lúta þó öll yfirstjórn alþjóða Rauða Kross-nefndarinnar í Genf. Rauði krossinn var fyrst stofnaður í þeim tilgangi að lina þjáningar særðra manna í ófriði og draga úr böli styrjalda. Síðar tók hann einnig að annast líknarstarfsemi á friðartímum, með því að leitast við að mæta afleiðingum ýmissa náttúruham fara, svo sem jarðskjálfta, eld- gosa, stórflóða og fellibylja, með því að rjetta þeim hjálpar- hönd, sem harðast urðu úti. Rauði Kross Islands var stofn aður árið 1924. Árið 1926 var stofnuð Rauða Kross-deild á Akureyri. 1940 tóku til starfa 2 Rauða Kross-deildir, önnur á Sauðárkróki en hin á Isafirði. 1941 bættust 4 Rauða Kross- deildir í hópinn, í Vestmanna- eyjum, Hafnarfirði, Siglufirði og Akranesi. 1942 var stofnuð deild í Keflavík, 1943 Rauða- Kross-deild á Seyðisfirði. Eru því als starfandi 9 Rauða Kross- deildir í Rauða Kross íslands og fjelagstala hans og deilda .hans nú á þriðja þúsund. Árið 1939 tók til starfa ungl- ingadeild Rauða Kross íslands. Voru deildir fyrst stofnaðar í Barnaskóla Reykjavíkur. Eru nú starfandi um 30 U. R. K. í. með tæplega eitt þúsund með- limum als. Málgagn deildanna er barnablaðið Unga ísland. Sjúkraflutningar. Fram til síðustu ára hefir starfsemi Rauða Kross íslands eigi miðast við hernaðaraðgerð ir, enda Islendingar eigi hern- aðarþjóð. Var eitt af fyrstu verk efnum Rauða Kross íslands að sjá sjúkum og særðum fyrir tækjum til flutninga, er sjúkra- flutningur var nauðsynlegur. Hefir Rauða Kross Islands nú tekist að endurnýja sjúkrabif- reiðarnar, er voru orðnar mjög úr sjer gengnar. Hafa 2 nýjar bifreiðar verið keyptar til sjúkraflutninga í Reykjavík. Onnur þeirra stór og getur hún flutt 4 sjúklinga í einu. Hefir Rauði Krossinn nú 3 sjúkrabif- reiðar Í Reykjavík. Þá hefir ein sjúkrabifreið verið útveguð Rauða Kross-deild Akureyrar og er hún nýtekin í notkun þar. Ókomin er ennþá ein sjúkrabif- reið, sem ætluð er Rauða Kross deild Seyðisfjarðar. Mun hún annast sjúkraflutninga á Aust- urlandi eftir því sem vegakerfi leyfir. Hafa þessi bifreiðakaup orðið fjelaginu og fjeiagsdeild- unum mjög kostnaðarsöm, sem að líkindum lætur. Árið 1943 hafa aðeins i Reykjavík verið farnar 1890 ferðir í sjúkraflutningaskyni, Fjársöfnunardagur í dag Sjúkrabílar Rauða Krossins í Reykjavík. að-vísu mest innan bæjar. Þó hafa verið farnar um hálft á annað hundrað ferðir út um land á ári hverju. Slökkvistöðin í Reykjav. hefir, eins og kunn- ugt er, annast sjúkraflutning Rauða Krossins þar og ávalt leyst það starf af hendi með mestu prýði. Þá hafa verið teknir í notkun sjúkrasleðar. Eru slíkir sleðar mjög nauðsyn- legir, þar sem skíðaíþrótt er iðkuð til muna. Hentugum sjúkrakössum hef ir verið dreift víða um land. Innihalda þeir öll nauðsynleg tæki og umbúðir, er nota þarf við hjálp í viðlögum. Hafa þeir oft komið að góðum notum. Hjúkrunarnámskeið. Hjúkrunarkona Rauða Kross Islands hefir haldið hjúkrunar- námskeið víða um land við góða aðsókn og lengi veitti hún forstöðu forskóla hjúkrunar- nema Landsspítalans. Undan- farin haust hafa verið haldin námskeið um hjálp í viðlögum hjer í Reykjavík, þar sem bæði læknar og hjúkrunarfólk önn- uðust kenslu. Voru námskeið þessi vel sótt. Helstu námsgrein ar voru: heilbrigðisfræði, um slysfarir, beinbrot og meðferð þeirra, sár og sárameðferð, blæðingar, eitranir, lost, lífgun úr dauðadái, umbúðatækni, hjúkrun sjúkra og sjúkraflutn- ingur. Nýlega hefir Ameríski Rauði Krossinn fært Rauða Krossi íslands að gjöf mjög góða kvikmynd um hjálp í við- lögum svo og sýningarvjel. Mun kvikmyndin verða sýnd á námskeiðum fjelagsins. I Sandgerði hefir Rauði Kross Islands komið á fót sjúkraskýli. Er það hið myndarlegasta. Geta Iegið þar 6 sjúklingar. Hefir R. Kr. Islands rekið sjúkra- skýli þetta undanfarandi ver- tíðir. Hefir það verið starfrækt sem sjúkraskýli mán. janúar til maí ár hvert. Hjúkrunar- kona veitir skýlinu forstöðu, hjúkrar hinum sjúku og veitir þeira, er til skýlisins leita, nauð synlegustu hjúkrunaraðgerðir. Læknir í Keflavík hefir eftirlit. með sjúklingunum og rannsak- ar þá svo oft, sem nauðsynlegt tímaritinu verið ágætlega tek- þykir. í sjúkraskýlinu eru al- ið. Þó er áskrifendatala þess menningsböð. þ. e. steypiböð og mjög mismunandi í ýmsum auk þcss finsk baðstofa. Al- sveitum landsins.og þarf að auk meningsböðin eru ágætlega sótt ast enn tij mikilla muna, eink- af sjómönnum. Auk þess hafa um þó hjer í Reykjavík. Fyrir skólabörnin haft aðgang að böð nokkrum dögum kom út 3. og unum. Hefir hjúkrunarkonan 4. hefti þriðja árgangs og mun einnig haft nokkurt eftirlit með mönnum verða gefinn kostur hreinlæti almennt meðan á ver- tíðinni stóð. Finska baðstofan hefir verið notuð mjög, bæði af þorpsbúum og sjómönnum, enda reynist hún ,þin prýðileg- asta. Árið 1943 voru þannig látin í tje tæp tvö þúsund böð á sjúkraskýlinu, þá 41/2 mánuð, sem það var starfrækt. Sama ár dvöldu 29 sjúklingar á skýlinu. Legudagar voru 224. Hjúkrun- arkonan framkvæmdi um 1200 hjúkrunaraðgerðir og fór í 254 hjúkrunarvitjanir í sjóbúðir og hús í nágrenninu. Er óhætt að fullyrða að sjúkraskýlið eigi miklum vinsældum að fagna í Sandgerði og meðal sjómanna þar, enda sýna þeir oft vináttu hug sinn til þess og reyna að styrkja það í hvívetna. Hefir fjelagið hug á að auka þessa starfsemi. Er verið áð rannsaka, hvort eigi væri þörf fyrir smá sjúkraskýli á Rauf- arhöfn, og yrði það þá starf- rækt yfir síldveiðitímann, en þá safnast þar saman fjöldi fólks eins og kunnugt er. Sumardvol barna. Fjögur síðastliðin sumur hefir Rauði Kross íslands ann- ast framkvæmdir á sumardvöl- um Reykjavikurbarna í sveit- um landsins. Hefir starfsemi þessi verið víðtæk einkum þrjú síðastliðin sumur. En þar sem ríki og bær hafa að mestu bor- ið kostnað sumardv7alanna skulu þær eigi raktar nánar hjer. Rauði Kross íslands hefir nokkra útgáfustarfsemi með höndum. Eins og vikið var að áður, gel'a Unglingadeildir Rauða Kross íslands út barna- blaðið Unga ísland. Árið 1941 byrjaði Rauði Kross íslands að gefa út tímaritið Heilbrigt líf. Eru 3 fyrstu árgangar þessa rits komnir út í tveim tvöföld- um heftum hver. Ritstjóri tíma ritsins er dr. med. Gunnlaugur Claessen. Virðist rit þetta, eins »og vænta mátti undir rit.stjórn hans, þegar vera að ná tilgangi sínum, en hann er sá að fræða lesendurnar um ýms efni, er að heilbrigðismálum lúta. Hefir á, að gerast áskrifendur að rit- inu jafnframt því, sem þeim verður boðið að gerast meðlim- ir í Rauða Kross Islands. Það gat eigi hjá því farið, að ófriður sá, sem nú geisar, hefði mikil áhrif á starfsemi Rauða Kross íslands. Frá því sumarið 1940 hefir hann, eins og önnur Rauða Kross fjelög, reynt að starfa sem einskonar upplýs- ingastöð milli hernaðarþjóð- anna. Fjöldi skeyta og brjefa hafa verið send víða um lönd. Ennfremur sendingar til stríðs- fahga í Bretlandi. Sendingar þessar hafa farið fram með að- stoð breska Rauða Krossins og eðlilega aukið mjög starf Rauða Krossins hjer. Oryggisráðstafanir. En frá því að ófriðarblikan nálgaðist land vort, hefir aðal- starf Rauða Kross íslandS ver ið að vinna að auknu öryggi landsmanna. Hefir honum ver- ið falið að annast þann hluta loftvarnanna, er felur í sjer ráð stöfun og meðferð særðra og sjúkra. Hin höfðinglega gjöf Ameríska Rauða Krossins, styrkti hann mjög og gerði hann færari um að inna slíkt starf af hendi. Yrði of langt mál að rekja nánar aðgerðir Rauða Kross íslands á þessu sviði. enda áður oft getið í sambandi við loftvarnirnar. Störf Rauða Kross íslands hafa verið rakin hjer stuttlega. Ber y.firlitið með sjer. að starf- semin er allvíðtæk, enda ört vaxandi undanfarin ár. Rauði Kross íslands er fátæk og ung stofnun. sem tæplega enn hefir náð því valdi og þeirri aðstöðu, sem samsvarandi fje- lög hafa í öðrum löndum. Hann hefir þrátt fyrir þetta síðustu ár. leitast við að taka upp og vinna að málefnum, sem ótví- rætt miða til almennings heilla meðal þjóðarinnar, þó í smá- um stíl sje ennþá. Fjársöfnunardagur. Einu sinni á ári, á öskudag- inn hefir hann snúið sjer til þjóðarinnar og heitið á hana sjer til stuðnings og fulltingis, og þetta hefir eigi brugðist, einkum á hinum síðari árum. Fjelagstala Rauða Kross ís- lands hefir farið ört vaxandi, og merkjasalan á öskudaginn hefir margfaldast. Og nú er öskudagurinn kom- inn. Mejdd Rauða Kross íslands munu verða seld í dag, nálega um land alt. Börnin, sem' til ýð- ar kunna að koma og bjóða merki hans, eru mörg meðlimir í Unglingadeildum hans. Þau hafa kynst hugsjónum Rauða Krossins og bjóða fram fórnar- lund sína. Rauði Kross íslands hefir fjársöfnun fyrir sig þennan eina dag ársins. llann væntir þess, að hver og einn og þjóðin öll kunni að meta það starf, sem hann leitast við að inna af hendi. Viðurkenning þess felst í árangri fjársofnunarinnar í dag. Styrkið Rauða Kross íslands. Gerist meðlimir Rauða Kross íslands. Kaupið tímaritið Heil- brigt líf. Skrifstofa Rauða Kross íslands er i Ilafnarstræti 5, Mjólkurfjelagshúsinu. Vjestur-lslending ar í bo5i for- seta 8þ. Á MÁNUDAGSKVÖLD hafði forseti sameinaðs þings, Gísli Sveinsson kvöldboð að Hótel Borg, þar sem hann bauð nokkr um Vestur-Islendingum, sem hjer eru staddir. Var þessi dag- ur valinn vegna 25 ára afmæl- is Þjóðræknisfjelagsins vestra. Þangað var boðið öðrum for- setum Alþingis, ráðherrum, formönnum þingflokkanna og fleirum. Gísli Sveinsson ávai'paði gest ina og þá fyrst og fremst Vest- ur-íslendinga þá, er viðstaddir voru. Ág. H. Bjarnason mælti fyrir minni Vestur-íslendinga og rakti nokkuð viðskifti og kynni þeirra við heimaþjóðina á síðustu áratugum. Sjerstak- lega mintist hann Stephans G. Stephanssonar, en hann mun haía verið sá fyrsti, er boðinn var hingað í - kynnisför, sum- arið 1918, og Rögnvaldar Pjeturssonar, er var fyrsti for- seti Þjóðræknisfjelagsins vestra og ötulasti forvígismaður þess fjelagsskapar til dauðadags. Engan mann kvaðst Á. H. B. hafa þekt, sem borið hefði eins ríka ást í brjósti til íslands sem Rögnvaldur Pjetursson, enda hafði hann komist svo að orði, að sjer hefði verið rænt að heiman barnungum. Hann flutt ist vestur tveggja ára gamall. A. H. B. lýstí m. a. heimsókn sinni til Klettafjallaskáldsins, en i'æðumaður dvaldi eitt sinn nokkra daga á heimili Stephans G. Stephanssonar. Síðasta kvöldið, sem hann var þar, sýndi Stephan honum heima- grafreit á hæð nokkurri nálægt heimilinu. Þar stóðu þessi orð yfir ,,sáluhliði“: „Kominn heim“. Á. H. B. spurði Step- han, hvað hann meinti með þeirri áletrun, og fjekk þá að vita, að í þann reit hefði Step- han látið ofurlítið af íslenskri mold, er hann tók með sjer, þegar hann fór hjeðan í hinsta sinn. Þeirri mold kvaðst Step- han ætla að sameinast, er þar að kæmi. Valdimar Björnson sjóliðs- foringi hafði fyrstur orð fyrir Vestur-íslendingum. Þakkaði hann fyrir hönd þeirra gest- risni og hlýhug, sem Vestur- íslendingar hafa mætt hjer á landi, er gerði þeim veruna hjer ánægjulegá og ógleyman- lega. Hann mintist sjerstaklega á Dóra Hjálmarsson majór, er var meðal gestanna, en hann hefir nú hæstu stöðu af ís- léndingum í Bandaríkjaher. Vildi svo til. að þessi dagur var 35 ára afmælisdagur Dóra, en forseti Gísli Sveinsson hafði áður skýrt frá því. Valdimar vjek m. ,a. máli sinu að starísemi Þjóðræknis- fjelagsins vestra, sem þyrfti að vera annað og meira en ræður og fundahöld. Þjóðræknisstarf ið þyrfti að ná til heimilanna, og svo væri vissulega á mörg- um vestur-islenskum heimil- am. Sr. Friðrik Hallgrímsson dómprófastur mintist kynna Framh. á bls, 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.