Morgunblaðið - 25.02.1944, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.02.1944, Blaðsíða 2
2 MORG-.DNBLAÐIÐ Föstudagnr 25. febrúar 1944 AFMÆLISHÁTÍÐ ÞJÓÐRÆKIMISFJELAGS ÍSLEIMDIIMGA í VESTURHEIMI Winnipeg. 21. febrúar. SIGURGEIR SIGURÐSSON, biskup íslands, kom í dag fram sem fulltrúi íslendinga á af- rnælishátíð Þjóðræknisfjelags- ins í Winnipeg. Hátíðina sitja fulltrúar frá Kanada og Banda- ríkjunum. Til hátíðarinnar var efnt í Good Templar Hall, én þar hafa margar menningar- og fjelagslegar athafnir þessarar aðalborgar íslenskrai' menn- ingar í Ameríku farið fram. A leiksviðinu í Good Templar Hall ljek frú Guðrún Indriða- dóttir í fyrsta skifti Höllu í „Fjalla Eyvindi11. Þar komu einnig frú Stefanía Guðmunds- dóttir og dætur hennar fram og margir helstu fræðimenn ísiands, þar á meðal Einar Hjörleifsson Kvaran, síra Kjart an Helgason og Síeingrímur Matthíasson. Prófessor Richard . Beck ^kynti biskupinn, en fundar- menn risu úr sætum sínum og fögnuðu komu hans. Prófessor Beck Ijet svo um mælt, að sag- an endurtæki sig, því fyrir. 24 árum síðan hafi íslendingafje- lagið á íslandi gengist fyrir því, að síra Kjartan Helgason færi fyrirlestraferð vestur um haf. Prófessor Beck komst svo að orða: ,,Við þetta tækifæri hefir íslenska ríkisstjórnin gert oss þann heiður að senda sem fulltrúa sinn á þessa afmælis- hátíð annan hæfileikum búinn og virðingarverðan meðlim kirkju íslands; í þetta skifti sjálfan forvígismann kirkjunn- ar(‘. Þá las prófessorinn upp brjef undiri'itað af utanrikis- rnálaráðherra íslands, Vil- hjálmi Þór, þar sem biskupin- um voru falin fulltrúastörf fyrir hönd Islands á afmælis- hátíðinni. Prófessor Beck mintist á helstu atriði í stefnuskrá Þjóð- ræknisfjelagsins: Fyrst og fremst, aðstoða íslendinga til þess að verða betri borgarar. í öðru lagi, styðja og efla hina íslensku tungu og menningu. í þriðja lagi, efla samvinnu milli íslendinga í Ameríku og íslendinga heima á íslandi. Prófessorinn vottaði Þjóðrækn isfjelaginu, sem starfar á ís- láhdi, þakklæti sitt, fyrir vin- eemd og samvinnuhug meðlima þess og forseta, Árna Eylands. Hann þakkaði íslensku þjóðinni fyrir gestrisni hennar í garð amerískra borgara, sem komið hafa til íslands, þar á meðal Hjálmar Björnson, fulltrúi Láns- og leigusamninga Banda ríkjanna. Sem annað dæmi um vinsemd íslendinga mintist prófessorinn á stofnun sjóðs, sem nota skyldi til þess að styrkja Bandaríkjamenn og Kanadamenn af islenskum ætt um til náms við Háskóla Is- Jahds. Beck mintist einnig á vinsemd þá, sem Bandaríkin höfðu sýnt íslendingum gegn um Upplýsingaskrifstofu Banda ríkjanna, með því að halda uppi s.-mbandi milli íslands og Ameríku, og þó einkum með því að gera út sjerstakan * Setning háiíðarinnar, - ræða biskups, - kveðjuávarp rík- isstjóra, - kveðjur Þjóðrækn isijelagsins hjer, - ávarp for- sela Alþingis. frjettaritara, til þess að rita um ferð biskupsins. - Er pi'ófessor Beck hafði vott að íslensku ríkisstjórninni og Vilhjálmi Þór utanríkismála- ráðherra þakklæti sitt, kynti hann biskupinn fyrir fundar- mönnum. Er fundarmenn höfðu fagnað biskupi, var leikin hljómplata, sem ríkisstjórinn, Sveinn Björnsson, hafði talað inn á. Árni Eylands kynti rík- isstjórann á hljómplötunni, en kveðja, sem Guðmundur Finn- bogason, hinn kunni fræðimað- ur, hafði samið, var einnig les- in upp af plötunni. Guðmund- ur Finnbogason er vel kunnur meðal Vestur-íslendinga fyrir ritgerðir sínar og fyrirlestra. Að þessu loknu tók biskupinn til máls og flutti nú fyrstu ræðu sína fyrir amerískum áheyrend um. Hjer birtist útdráttur úr ræðu biskupsins: „Dagurinn í dag er merkis- dagur í lífi mínu; það hefir lengi verið draumur minn að heimsækja ykkur Islendinga í Ameríku og ávarpa ykkur á málinu, sem við öll virðum og elskum. Það er ekkert efamál, að Þjóðræknisfjelagið og kirkj an eru þau öfl, sem haldið hafa hinni íslensku tungu og íslensk um erfðavenjum lifandi í Am- eríku. Vegna þessara tveggja stofnana höfum við lært að m skilja hvorn annan, elska hvorn annan og heyra hjartslátt hvors annars, vegna tengsla þeirra, sem sameiginleg þjóðararf- leifð hefir tengt okkur. Aldrei áður hafa íslending- ar verið jafn tengdir ykkur sem nú. Að sumu leyti er það því að þakka, að fjarlægðirnar hafa verið sigraðar, sem gerir kleift fyrir báða aðila að hafa tíð skifti á gestum til hvors 'annars. Framfarir á sviði iðn- aðarins og jafnvel ófriðurinn, með öllum sínum hryllingum, hefir treyst tengslin okkar á milli. Hin þægilega framkoma íslenskumælandi manna í her Bandaríkjanna á Islandi hefir unnið þeim virðingu og vináttu íslensku þjóðarinnar. Það mætti jafnvel segja, að hin rót- króna andúð íslensku þjóðar- innar á einkennisklæddum her mönnum hafi dvínað, er mað- ur, sem klæddist einkennisföt- um, gat mælt á íslenska tungy. Tengslin okkar á milli munu haldast jafn traust og innileg nú, fyrir áhrif þriggja afla: Trúar okkar, tungu okkar og hinnar sameiginlegu þjóðar- arfleifðar okkar. Guð hefir stjórnað aðgjörðum okkar hing að til og hann mun ekki yfir- gefa okkur nú. Við Islending- ar erum honum einkum þakk- látir fyrir að hafa hlíft okkur við hinum hræðilegu þjáning- um þessarar styrjaldar. Mig langar til þess að mæla hjer í dag af hálfu Fjallkon- unnar. Jeg ér viss um, að hún hefir glæðst hátíðarbúningi sínum við þetta tækifæri. Jeg veit, að hún er ykkur þakklát fyrir aðstoð ykkar, er hún þurfti á nýjum skipum að halda, til þess að flytja vörur yfir úthöfin. Hún minnist með þakkarhug þeirra ykkar, sem voru viðstaddir 1000 ára af- mælishátíðina 1930. En hún heíir ekki gleymt ást þeirra, sem ekki gátu komið. Hún er ykkui^*þakklát, því með því að lifa í anda hinnar norrænu þjóðararfleifðar ykkar, hafið þið aukið álit íslendinga og Is- lands meðal framandi þjóða. Mjer hvarflar í hug smá- atvik, sem kom fyrir á Þing- völlum 1930. Jeg sá gest einn frá Ameriku standa á Lögbergi, þögulan og berhöfðaðan. Jeg sá, að hann var með tárin i aug unum, og jeg heyrði hann biðja þess, að Guð hjeldi verndar- hendi sinni „yfir þessu bless- aða og fagra landi“. Jeg kem frá „þessu fagra og blessaða landi“ og jeg færi ykkur þakk- læti og ástarkveðjur þjóðarinn ar, sem þar býr, jeg hefi verið beðinn fyrir svo margar kveðj- ur, að jeg get ekki hafið lestur þeirra allra“. Biskupinn las nú upp kveðj- ur frá Kirkju Islendinga til Is- lenska kirkjufjelagsins, Hjálp- arfjelags kvenna og íþróttafje- lagsins. Aðrar kveðjur, sem Þjóðræknisfjelaginu bárust, voru frá Þjóðræknisfjelaginu á íslandi, frá Þórunni Kvaran, Agnari Klemens Jónssyni og nokkrum Akureyrarbúum. Sjer stakar kveðjur bárust einnig frá Thor Thors, sendiherra ís- lands í Bandaríkjunum, og dr. Helga Briem, ræðismanni ís- lands í New York. Ræða biskupsins tók 28 mín- útur. Hann talaði með alvöru og mælsku, sem hreif áheyrend ur hans. Það er ekkert efamál, að biskupinn hafði mikil áhrif á áheyrendur sína. Kveðjur hjeðan ER BISKUP ÍSLANDS, hr. Sigurgeir Sigurðsson, lagði af stað til Vesturheims, til þess að sitja 25. ársþing Þjóðrækn- heimi, sem fulltrúi íslands og isfjelags íslendinda, í Vestur- heima þjóðarinnar, hafði hann meðferðis frá Þjóðræknisfjelag inu hjer hljómplötu er ríkis- stjóri Islands, Sveinn Björns- son, hafði talað á ávarp til ís- lendinga vestra, samkvæmt til mælum stjórnar Þjóðræknis- fjelagsins. Hljómplatan hófst á kynn- ingarorðum forseta fjelagsins, Árna G. Eylands, og endar með þjóðsöngnum. Ávarp ríkisstjóra var á þessa leið: liæða ríkisstjóra: „Kæru landar vestan hafs. Ungur átti jeg í föðurhúsum kost á því að sjá einstaka Vest- ur-íslendinga, sem komu hing- að til lands í heimsókn. Mjer fanst þá flestir þeirra vera eins og útlendingar. Árið 1913, þegar verið var að undirbúa stofnun Eimskipafje- lagsins, komu hingað í umboði Vestur-íslendinga nokkrir menn að vestan. Erindi þeirra var að ræða við okkur á hvern hátt landar okkar handan hafs ins gætu rjett hjálparhönd til þess að koma í framkvæmd þessu þjóðþrifafyrirtæki, sem þá var talið Grettistak fyrir okkar fámennu og fátæku þjóð. Þá fann jeg að Vestur-íslend- ingar voru ekki útlendingar. Þótt þeir væru borgarar í öðru landi, var hugur þeirra hjer heima og umhyggja þeirra fyr- ir velferð Islands engu minni en okkar hjer á Islandi. Fyrir 25 árum stofnuðu þið Þjóðræknisfjelagið í því skyni að halda uppi á virkan hátt rækt við Island, íslenska menn ingu og tungu. Fjelagið hefir unnið að þessu sleitulaust síð- an í aldarfjórðung og sýnir ekki á sjer nein ellimörk. Þið Vest- ur-íslendingar urðuð löngu á Undan okkur á Islandi um að skipa fylkingu um þjóðleg, ís- lensk verðmæti. Jeg sje í huga mínum fjölda ágætra Vestur-íslendinga streyma úr mörgum áttum, suma um langan veg, til árs- þings fjelagsins. Það eru hvorki vonir um glys, veraldarauð nje eitthvað annað, sem í askana verður látlð, sem draga ykkur til þessa fundar, Það er taug, sem er miklu dýrmætari. Hún er spunnin af sama toga, sem sú hin ramma taug „er rekki dregur föðurtúna til“. Þið hafið gert ísland stærra og verið okkur íslendingum hjer heima til heilbrigðrar á- minningar um skyldu okkar við þjóðleg verðmæti*. Þetta hlýjar okkur um hjartaræturn- ar. Hafið þúsundfaldar þakkir fyrir. í nafni íslensku þjóðarinnar færi jeg Þjóðræknisfjelaginu hugheilar árnaðaróskir á 25 ára afmælinu. Og þeim óskum fylgja alúðarkveðiur til ykkar allra, hvers einstaks. Ávarp Þjóðræknis- íjelasins Ennfremur hafði hr. biskup- inn, Sigurgeir Sigurðsson, sem er einn af þeim, er eiga sæti í fulltrúaráði fjelagsins, með- ferðis skrautritað ávarp frá Þjóðræknisfjelagi íslendinga í Reykjavík, til Þjóðræknisfje- lags íslendinga í Vesturheimi, Dr. Guðmundur Finnbogason samdi ávarpið, en Tryggvi Magnússon málari, skrautrit- aði. Ávarpið hljóðar á þessa leið: „Um fjórðung aldar hafið þjer nú af miklum skörungs- skap skarað langelda íslenskr- ar tungu og menningar á Furðu ströndum. Það verður aldrei full þakkað. Þjer hafið sjeð, að: „brandr af brandi brennur uns brurninn er, funi kveikist af funa“. Haldið því öruggir eldinum við. Ljómann ber hingað heim, og vjer gleðjumst. Grannar yð- ar gefa þessum eldi æ meiri gaum. Látið hann lýsa þeim og verma þá, ef þeim þykir ekki annar betri. „Góð brú er Bifröst“. Þjer gætið hins vestari endans, vjer hins eystri. Heill og heiður öllu yðar starfi um ókominn aldur“. Stjórn Þjóðræknisfjelags Is- lendinga í Reykjavík. Reykjavík í febrúar 1944. Árni G. Eylands. , Ofeigur J. Ófeigsson. Valtýr Stefánsson. Að sjálfsögðu sendi Þjóð- ræknisfjelagið skeyti vestur, í tilefni af setningu árþingsins, þann 21. þ. m. •— í gær barst forseta fjelagsins Árna G. Ey- lands, svohljóðandi skeyti frá Winnipeg: „Jeg er mjög þakklátur al- úðarkveðjum færðum af bisk- upi, og skeyti. Hjartans þakkir og kveðjur". Þjóðræknisfjelag íslendinga, Beck, forseti. Kveðjur forseta Alþingis VEGNA 25 ára afmælig Þjóðræknisfjelagsins í Vestur- heimi sendu forsetar Alþingis Richard Beck forseta Þjóð- ræknisfjelagsins svohljóðandi skeyti: „í nafni Alþingis sendum vjer fjelaginu árnaðaróskir með þökk fyrir 25 ára starf- semi í þágu íslands og ís- lenskrar menningar11. I dag barst forsetum Alþing- is svohljóðandi skeyti: „Alúðarþakkir til yðar og Alþingis fyrir heillaskeyti, kveðjur og árnaðaróskir“. Þjóðræknisfjelagið — Beck forseti. Timburútflutningur Svía minkar. Stokkhólmi: — Útflutningur trjáviðar frá Svíþjóð var minni árið 1943, en mörg undanfar- andi ár, eða 200 þús. standarð- ar á móti 335 þús. standard ár- ið 1942 og 744 þús. standard 1939. — Þýskaland keypti á s. 1. ári -144 þús. standard, en af þeim er álitið að 33.000 hafi farið til Noregs og Danmerkuc til þarfa Þjóðverja í þeim lönd um. —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.