Morgunblaðið - 25.02.1944, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.02.1944, Blaðsíða 12
12 Skömtun á kaffibæti hefst l.mars SAMKVÆMT reglugerð út- gefinni 22 þ. rn. verður tekin ui>p skömmtun á kaffibæti þann 1. mars n.k., verður þá skamtaður sá kaffibætir, sem. til er í landinu. Tjthlutað verður seðli f.vrir 250 grömmum af kaffibæti, til allra þeirra er náð hafa 12 ára aldri, það er að segja, til allra þeirra er fætídir eru fyj'ir 1. raars 1932, og skal hverjum þeim er náð hefir þeirn aldri afhentur einn reit- ur gegn afhendingu stofns af núgildandi matvælaseðli. — Verður þessum reitum ekki úthlutað til þeirra, er kynnu að hafa glatað stofnunum. Veitingahús, gistihús og aðr ar slíkar stofnanir sem kynnu að óska að koraa til greina við úthlutunina, eiga að snúa sjer til skömmtunarskrifstof- tinnar hjer í hæ. Skildinganesskólinn á Melunum Sridgekeppnin Siefs! á sunnudag- mn 8 SVEITIR taka þátt í Tneistaraflokkskeppiri Bridge- f jelags Reykjavíkur, sem hefst n.k. sunnudag kl. 1,30 e. Jx. að Ilótel Borg. — Bpilaðar verða sjö umferðir, þar af fjórar á Ilótel Borg, en þrjár úti í bæ. — Þessar sveitir keppa og skipa þessir menn: 1 Sveit Gunnars Guðmunds- sonar, hana skipa, auk hans, liárus Karlsson, Benedikt .Tóliannsson og Árni M. Jóns- son. 2. Sveit Lárusar Fjeldsted, I’jetur Magnússon, Guðmixnd- ur ,G\iðmundsson og Brvnj- ólfur Stefánsson. 3. Sveit Harðar Þórðarson- ar, Einar Þorfinnssoiij Torfi Jóliannsson og Gunnar Pálsson 4. Sveit Stefáns Þ. Guð- mundssonar, ITelgi Guðmunds- son, Sigurhjörtur Pjetursson og Oli Hermannsson. 5.. Sveit Axels Böðvarssonar TTelgi Eiríkss., Stefán Stefáns- son og Einar B. Guðmundsson 6 Sveit Ársæls Júlíussonar, I’.aldur Möller, Þorgeir Stein- þórsson og Magnús Björnsson. 7. Sveit Brands Brynjólfs- sonar, Tngólfur Isebarn, Ing- ólfur Guðmundsson og Eggert ITíinnah. 8. Sveit Gunngeirs Pjeturs- sonar, Orn Guðmundssou, Skarphjeðinn Pjetursson og Einar Ágústsson. Keppninni stjórna Pjetur Sigurðsson, Árni Snævarf og Gámnlaugur G. Björnsson. — Pólverji njósnar. Stokkhólmi: — Pólski þjónn- inn Stanislaw Wysokinsky, sem Ixandtekinn hefir verið hjer fyr ír að stela skjglatösku með leyniskjölum frá liðsforingja einum. hefir enn ekki getað gert grein fyrir því, hvað af skjölunum varð. BLAÐAMÖNNUM var í gær gefinn kostur á að sjá líkan af nýrri skólabyggingu, Skildinga nesskóla á Melunum. — Verð- ur hafist handa um byggingu hússins, þegar á næsta vori. Skólinn er reistur fyrir börn í Skildinganesskólahverfi, sem nú er, en þar að auki er ætl- ast til, að hann ljetti að veru- legu leyti af Miðbæjarskólan- um. Skólinn tekur tvísettur 13—1400 börn, en gert er ráð fyrir að þar vei’ði til kennslu 1200 börn. Myndi skólinn þá taka við um 800 börnum. sem nú eru skólaskyld til Miðbæj- arskólans, en það þýddi aftur, að Miðbæjarskóli gæti Ijett af Austurbæjarskólanum. Skólahverfi hins nýja skóla tekur væntanlega til megin- hluta Nessóknar (að Seltjarn- arnesi undanskyldu) og ef til vill nokkurs hluta Vesturbæj- arins. Skólahyggingin. Skólabyggingin er þrílyft steinsteypuhús auk kjallara. — Þriðja og efsta hæð hússins er samt ekki bygð upp úr nema að nokkru leyti, þar sem breið- ar svalir eru framan við kenslu stofur á þriðju hæð. Útbygg- ingar eru við skólann að vest- an og austan, önnur er leik- fimlshús skcðans, en hin er fyrir fatageymslur (neðri hæð) og kennarasofur (efri hæð). Aðalleikvangur skólans er suðaustanvert við bygginguna og ganga börnin frá leikvangi inn í hina hringmynduðu við- byggingu um þrennar dyr. — Neðri hæðin er hólfuð niður fyrir fatageymslur og liggur þaðan greiður gangur um veg- legan skála, sem ér anddyri hússins, og, greinast þaðan leið- ir barndnna um stiga og ganga inn í kenslustofur og aðrar vist arverur. Skálinn er í beinu sambandi við leikfimishúsið, en auk þess er sjerinngangur í það utan frá. I kjallara hússins eru kenslu stofur fyrir matreiðslu, smíðar og annað verklegt nám. Þar eru og salerni og snyrtiherbergi fyrir drengi og stúlkur. íbúð umsjónarmanns er í suðaustur horni byggingarinnar í kjallar- anum, 3 herbergi og eldhús. Á fyrstu hæð eru 7 kenslu- stofur og lækna og hjúkrunar- herbergi skólans. Kenslustofur á fyrstu hæð eru ætlaðar yngstu börnunum og er sjer- inngangur fyrir þau frá leik- vangi þeirra, sem er suðvestan við bygginguna og aðgrexndum frá aðalleikvangi. Á annari hæð eru 11 kensiu stofur og áhaldaherbergi. Á þriðju bæð eru 4 kenslu- stoíur og aðalsamkomusaiur skóians. Frá þessum stoíum og samkomusalnum er gengt uí. á j svalir skólans. Tilætlunin ei', l að í þessum stofum fari fram framhalds kenslan á vorin. | Samkomusalur verður þann- ig útbúinn að þar geti farið fram leikfimi yngstu barnanna og hafa þa« þar sjer búnings- herbergi og böð. í skólanum verða þannig 22 , kenslustofur og auk þeírra 5 ! stofur fyrir verklegt nám í kjallara. j Vel er sjeð fyrir skólastjóra og kennurum hvað húsrunx snertir í efri hæð hinnar hring- mynduðu útbyggingar. x leikfimishúsi skólans er sal- ur 10 X 20 m að innanmáli með tilheyrandi búningsher- bergjum og böðum o. fl. Auk þess er gert ráð fyrir að byggja útisundlaug með sólbyrgi og fatageymslum á skólalóðinni við leikfimishúsið. Uppdrátinn að skólabygging unni gerði húsameistari bæjar- ins, Einar Sveinsson. Líkanið af skólanum, sem ljósmyndin er af, gerði Axel Helgason. Á skipulagsuppdrætti bæj- arins sunnan Hringbrautar, er skólanum ætlaður staður á Mel unum ca. 160 m suður af Reyni mel og austanvert við götu, er stefnir á Elliheimilið við Hringbraut. Á næsta bygging- arreit við skólann er gert ráð fyrir að Neskirkja verði reist. (Um fyrirhugaða Neskii'kju er ritað um á öðrum stað í olaðinu). Riíssar taka Rogachev og Dno London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgunhlaðsins frá Reuter. RÚSSAR tiíkyntu með dag- skipan Stalins í kvöld, að þeir hefðu tekið tvo nafngreinda bæi á norðurhluta Austurvíg- stöðvanna í dag, Rogachev, er stendur við Dnieper ofarlega og Dno, sem er járnbrautarbær um miðja vegu milli Staraya Rússa og Pskov. Þjóðverjar höfðu áður tilkynt að þeir hefðu yfirgefið Rogachev. Orustur byrjuðu um Roga- chev í desember síðastliðinn, en þá tókst Þjóðverjum að stöðva sókn Rússa, en í fyrra- dag tilkyntu svo Þjóðverjar, að Rússar hefðu hafið nýja sókn þarna og brotist í gegnum vai'n arljnur þeirra. í dag sögðust þeir svo hafa yfirgefið bæinn. Rússar segjast einnig hafa sótt nokkuð fram í vesturátt frá borginni Kholm og tekið þar nokkur þoi'p. Þjóðverjar segja frá allhörð- um orustum á Narvasvæðinu og eins fyrir vestan Krivoi- Rog. en Rússar geta ekki um bar- daga sunnar ^yx við Rogachev, nema þá þýðingarlitlar, stað- bundnar viðureignir. Bandaríkjaþing ómerkir neifun Rooseveifs London í gæi'kveldi. Fulltrúadeild Bandarikja- þings hefir með meii'a en % atkvæða samþykt að ómerkja neitun Roosevelts fox’seta við því að staðfesta skattalög þings ins, og er álitið að öldunga- deildin muni gera hið sama; — Þetta mál vekur óhemju at- hygli um Bandaríkin, ekki síst vegna þess, að leiðtogi Demo- krataflokksins (flokks Roose- velts) í öldungadeildinni, og einn af mestu stuðningsmönn- um forsetans, sagði af sjer, er forsetinn neitaði að staðfesta áðurnefnd lög. Var það Bax'k- ley öldungadeildarþingmaður. í dag fór fram kjör formanns Demokrataflokksins í deildinni og var Barkley endurkosinn. — Eigi er þó enn fullvíst að hann taki endurkosningu þar senx hann sagðist ekki geta verið lengur leiðtogi Demokrata í öld ungadeildinni samvisku sinnar vegna. , — Reuter. Föstudagur 25. febrúar 1944 — Neskirkja Framh. af 1. síðu. fyrir sig. bent á kosti og galla. Byggingarnefnd hefir svo í samráði við þá veitt verðlaun- in. 1. verðlaun hlaut Ágúst Páls ?on, 2. veTðlaun Bárður ísleifs- on og 3. verðlaun Sigurður Gruðmundsson og Eiríkur Ein- arsson. Uppdráttur sá, er 1. verð- laun hlaut, stingur í stúf við alt það, sem hingað til hefir þekst í kirkjubyggingum hjer- lendis, en miðar að því að gera kirkjuna sem fullkomnasta, miðað við það starf, sem þar er unnið. Byggingin er 20 ,m. þar sem hún er hæst, en hækkar frá austri til vesturs. Skágluggar aru á hliðum, sem varpa bii't- unni inn í kórinn. Undir kórnum er lesstofa með innmúruðum bókaskáp. og fyrir framan hana kaffield- hús, hólfað í tvent, með veit- ingaborði, hentugt til afnota með samkomusalnum. Sam- komusalurinn hefir 150 sæti, forstofu með fatageymslu og snyrtiklefum. Salurinn er út af fyrir sig, en hefir gott sam- band við aðalkirkjuna, þannig að hægt er að nota hann við guðsþjónustur, ef kirkjugestir eru það margir. Skrúðhús með snyrtiklefa og fataskáp liggur við hliðina á kórnum. Yfir skrúðhúsi er orgel og söngkór ætlaður staður. Líkgeymsla er við norðurdyr, þar eru tvær dyr til hægðarauka. Aðaldyr eru í gafli forstofunnar og and spænis þeim skal hafa minn- ismerki og nöfn látinna manna skráð á veggina í kring með smáletri. Forstofan er með hækkandi lofti inn að minnis- merkinu, Kirkjan hefir 400 sæti. Framan við hin föstu sæti má bæta 50 aukasætum og aft- an við 63 sætum. Grátur erú færanlegar. Ágúst Pálsson segir m. a. í skýi'slu, sem hann lætur fylgja uppdrættinum: „Jeg hefi hagað lögun kirkj- unnar fyrst og fremst með til- liti til þess, að hljómflutning- ur og áhrif birtu fái notið sín. Alt, sem snertir guðsþjónust- una, fer fram í kórnum. Hið hækkandi loft gerir það að verk um, að það, sem gerist í kórn- um, ræða, tón og söngur, he.vr- ist jafn vel, hvar sem er í saln- um. Jafnframt hefi jeg- gefið veggjum salsins þá lögun, að hósti og önnur slík hljóð frá kirkjugestum berist tæplega inn í kórinn. Aftan við prjedikunarstólinn er skábretti til að beina tali prestsins sem best fram til á- heyrenda. Hið síhækkandi loft og hið mikla Ijóshaf, sem leikur um kórinn, gefa honum tignarleg- an og áhrifaríkan svip og draga athygli að því, sem fram fer þar. Aftur á móti hefir sal- urinn dempaða birtu aftan til“. Ekki er enn ákveðið, hvort þessi uppdráttur eða einhvex' annar verður notaður, en kirkjan verður reist á stað þeim, er henni er ætlaður á Einarsstaðatúni. Uppdi’ættirnir verða til sýn- is í Háskólanum frá kl. 4—7 í dag, á morgun og á sunnudag- inn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.