Morgunblaðið - 25.02.1944, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.02.1944, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 25. febrúar 1944 Sjötug: Frú Kristín Bjarnadóttir, Vík Utför síra Jóhanns Þorkelssonar HINN 9. febrúar s. 1. varð írú Kristín Bjarnadóttir í Vík í Mýrdal sjötug. Var þá mjög gestkvæmt á heimili hennar, því margir samborgarar henn- ar heimsóttu hana þá til þess að árna henni heilla, enda nýt- ur hún almennrar virðingar og vinsemdar. Kristín er fædd að Herjólfs- stöðum í Álftaveri 9. febrúar 1874, en þar bjuggu þá foreldr- ar hennar, Bjarni Þorsteinsson og Valgerður Bárðardóttir. — Þegar hún var á 2. ári, flutt- ist hún með þeim að Holti og skömmu síðar að Hraunbæ í sömu sveit, en þar andaðist faðir hennar, þegar hún var 12 ára gömul. Móðir hennar, sem var tvígift, hafði þá eignast 12 böm, en af þeim lifðu 9 og voru mörg þeirra í ómegð. Brá ekkjan búi þá um vorið, og fóru börnin í ýmsa staði til skyldfólks síns. Komust þau öll til manns án opinberrar hjálp- ar. Frá Hraunbæ fluttist Kristín til fóstursystur sinnar, Krist- ínar Þorsteinsdóttur á Herjólfs stöðum og manns hennar, Þor- steins Bjarnasonar og ólst þar upp til 18 ára aldurs. Dvaldi hún síðan í vinnumensku, fyrst á Söndum í Meðallandi 5 ár, en síðan í Norður-Vík í Mýr- dal 6 ár. Þaðan fluttist hún að Suður-Vík, þá heitin ísleifi Þorsteinssyni frá Hvammi, og giftust þau þar árið 1908. Bygðu þau sjer þá íbúðarhús í Víkurkauptúni, og hefir Krist ín átt þar heima síðan. ísleifur maður hennar stundaði dag- launavinnu og sjóróðra í Vik, þar til að hann ljest árið 1917. Hafði hann nokkrum árum áð- ur lent í sjóhrakningi i Vík og aldrei komist til fullrar heilsu eftir það. Þau Kristín og ísleifur eign- uðust 2 börn, Þorstein Bjarna, sem nú býr með móður sinni í Vík, og Elínu, nú til heimilis í Reykjavík. Auk þess höfðu þau tekið til fósturs systurson Krist inar, Eggert Einarsson, þegar hann var á 2. ári. Þegar ísleifur Ijest, voru böm þeirra 5 og 6 ára, en fóstursonurinn 10 ára. Liggur í augum uppi, að ekki hefir þá litið glæsilega út með afkomu einstæðings ekkju með 3 börn og lítil efni önnur en íbúðarhús, ekki síst með tilliti til þeirra atvinnumöguleika, sem þá voru fyrir hendi, og fyr- ir annara augum voru því nær engir. Var fóstursyninum, þótt ungur væri þetta þegar ljóst og kveið hann því mjög, að hann yrði að yfirgefa fóstru sína, en hún sagði honum að hún mundi láta eitt yfir hann og sín börn ganga, og áleit hann þá sínum hag vel borgið. Þótt Kristín hafi ýmsu and- streymi mætt um æfina, þá hefir hún að öðru leyti mátt telj ast mikil gæfumanneskja. Hún hefir eignast mjög myndarleg börn og komið þeim og fóst- ursyni sínum með mikilli ráð- deild, myndarskap og dugnaði og af eigin ramleik til ágæts þroska. Stafar það af farsælli skapgerð, sem hún hefir hlot- ið í vöggugjöf. Hún hefir verið mjög prúð í framgöngu, róleg og ekki afskiftasöm um annara hagi, enda ekki ónáðað aðra með áhyggjum sínum. Henni mun þegar í æsku hafa skilist það, að guð hjálpar þeim, sem hjálpar sjer sjálfur og aldrei efast um það, að sjer mundi takast að sigrast á örðugleik- unum. í beinu framhaldi af því kom svo umhyggja hennar fyrir eigin heimili, þegar hún átti sjálf húsum að ráða. Virðist henni hafa verið í blóð borið að heimta alt af sjálfri sjer, en telja ekki til skuldar hjá ná- unganum. Eins og sýnilegt er, er það ekkert meðalmanns verk, sem Kristín hefir leyst af hendi um æfina, enda nýtur hún nú á- vaxta iðju sinnar á hinu snotra og myndarlega heimili sonar síns, þar sem henni virðist líða prýðilega. Mætti henni auðnast að njóta þess vel og lengi. , J. Þ. AUGLYSING er GULLS IGILDI Attræð: Jóhanna Jónsdóttir í DAG er 80 ára Jóhanna Jónsdóttir, Vitastíg 13. Jóhanna er fædd á Grund á Kjalarnesi 25. febr. 1864, dóttir Margrjet- ar Árnadóttur og Jóns Jóns- sonar. 19 ára gömul giftist Jó- hanna Jörundi Jóhannessyni frá Hliði á Álftanesi og bjuggu þau saman í .37 ár. Tvær dæt- ur eignuðust þau, Rannveigu, er Ijest 8 ára gömul, og Mar- grjeti, er hún dvelur nú hjá. Fimm fósturbörn ólu þau upp, auk þess, sem þau höfðu 25 börn, sem þau tóku yfir sum- artímann, þegar foreldrarnir voru að leita sjer atvinnu. — Jörundur dó 7. september 1921, en í 7 ár eftir það bjó Jóhanna á Hliði, en til Rvíkur flutti hún 1928. Ekki mun ætíð hafa verið um auðugan garð að gresja hjá Jóhönnu, hvorki í foreldrahús- um nje eftir að hún stofnaði sitt eigið heimili, en hún treysti „guði sínum“, eins og hún seg- ir, og treystir honum enn í dag. 11 ára gömul fór Jóhanna úr foreldrahúsum til þess að ljetta undir með pabba og mömmu, enda var hópurinn stór, 9 börn og efnin lítil. En fram á þenn- an dag er Jóhanna komin, 80 ára í dag. Langur vinnudagur það, en hún hefir unnið vel og lengi. Þótt hún fái ekki laun sín greidd hjer, þá fær hún þau greidd í ríkum mæli fyr- ir handan hafið, þar sem eilíf sól og sumar er hjá guði Jóhanna er sístarfandi, ætíð með prjónana sína. Hún er minnug vel, kann frá mörgu að segja, vel skýr í hugsun og tali, og þeir, sem sjá hana í dag, geta ekki ímyndað sjer, að þetta huggulega og áferðar- fallega gamalmenni eigi 80 ár að baki. Jóhanna, þeir verða margir, sem hugsa til þín í dag með hlýjum hug, enda hefir þú mörgum kynst og mörgum leið beint og rjett hjálparhönd af þínum litla jarðneska auði. Auðurinn þinn er öllum auð fremri: trú þín á Guð þinn. — Við vinir þínir óskum þjer alls hins besta og að yfir æfikvöldi þínu logi ljós dýrðarinnar, ljós Guðs þíns. — Guð blessi þig með 80 árin. A. B. .TARÐARFÖR síra .Tóhanns Þorkelssonar fór fram í gær að viðstSddu miklu fjölmenni. Athöfnin hófst í Dómkirkjunni kl. 1,30. — Ræður í kirkj- unni fluttu dómprófastur síra Friðrik ITallgrímsson og vígslu biskup síra Bjárni Jónsson. Á undan ræðunum og milli þeirra voru sungnir sálmarn- ir: „.Teg lifi ogjeg veit, hve löng er mín bið“, „Sæll er hver sem deyr í drottni" og „Að kveðja heim, sem kristnum ber“. I kirkju voru 16 prestar hempuklæddir. Báru prestar kistuna úr kirkju, og gengu þeir fyrir líkfylgdinni suður í gamla kirkjugarð ■— Sókn- arnefndarmenn úr öllum Þjóð- kirkjusöfnuðunum í Reyiíjavík báru kistuna að gröf. Kistan var öll blómum skrýdd, en á henni var mjög vandaður silfurskjöldur er söfnuðirnir gáfu, er einnig kostuðu alla útförina. Athöfn- in var öll liin virðulegasta Kraftpappír 90 cm. fyrirliggjandi. Verðið mjög lágt. Eggert Kristjánsson & Co. h.f. i i f f 1 Afgreiðslur okkar og skrifstofur verða lokaðar allan laugardaginn 26. febr. J. Þorláksson & Horðmann 4 í~:~:~:**:~:~:~:~:~:~:~:**:~:~:~:~:~:~:~:~:**:~:~:~:~:~:~:~:~:~:*.:*.:~:~:~:~»X'.:..x..x«x..:. IMæturvarsla Vandaður og réglusamur eldri maður getur fengið fasta og góða atvinnu við næturvörslu innanhiiss. Sendið nöfn yðar í brjefi til Morgunblaðsins fyrir 28 fcbr. merkt „Næturvarsla“. Verslunarhús við miðbæinn y Maður, sem hefir ráð á verslunarlóð, á ágætum stað við miðbæinn og er að hefja bygginem. óskar eftir leigtitilboðum í ca 160—180 fermetra gólfflöt á 1. hæð. Tilboð merkt „Sölubúð" sendist blaðinu fyrir laug- ardagskvöld. WHAT'6 THATh VOU GAWA AIAN 6BT^rin BV A CAR,JUSTA FEW MINUJES A&Ol &HE WAS PRETTy 6000- LOOKIN/ TOO...WHEN I SAlD WE OU&HTA REPORT THE ACClDENT, &HE <SOT IN HER CAR AN' V DROVE AWAVÍ Quick! what )ID HE LOOK ■IKE ? WHERE HE &&, HU&KV 6UV...T. HELPED 6ET HIM INTO THE LADV'E CAR! V HE 1ID 60 AND VOU CAN'T REMEMBER HER UCENSB . NÚMBER1 E/ X-9: — Hvað ertu að segja? Sástu mann verða fyrir bíl rjett áðan? Drengurinn: — Já, herra minn. X-9: — Hvernig leit hann út? Hvert fór hann? Fljótur nú. Drengurinn: — Hann var stór og kraftalegur náungi. — Jeg hjálpaði stúlkunni til að koma hon- um upp í bílinn. Hún var reglulega lagleg. Þegar jeg sagði henni, að við yrðum að skýra frá slysinu, fór hún inn í bílinn og ók af stað. X-9: — Og þú getur ekki munað númer þílsins. Drengurinn: — Nei, það virtist vera sjö og x í því.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.