Morgunblaðið - 05.03.1944, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.03.1944, Blaðsíða 2
2 110 li G U N I I L A Ð T Ð Sunnudagur 5. mars 1944, Ríkisstjóri kjörinn heiðursfjelagi Norræna- fjelagssins Virðulegt 25 ára afmælissamsæti ÍSLANDSDEILD Norræna fjelagsins mintist s. 1. föstu- dagskvöld 25 ára afmælis Nor- ræna fjelagsins á Norðurlönd- uxn, með samsæti að Hótel Borg. Fór samsætið mjög virðulega fram og sátu það m. a. ríkis- stjóri íslands og frú hans, for- sætisráðherra og utanríkismála ráðherra, sendiherrar og serrdi- fulltrúar Norðurlanda, forseti Sameinaðs Alþingis, ýmsir al- þingismenn og fjöldi fjelags- raanna. Formaður fjelagsins, Stefán Jóhann Stefánsson alþingismað ur, setti hófið og stjórnaði því. Aðalræðu kvöldsins flutti dr. Björn Þórðarson forsætisráð- herra. Er hún birt hjer á eftir. Tómas Guðmundsson flutti afburða þróttmikið og fdfeurt kvæði frumorkt í tilefni afmæl- isins. Hlaut skáldið mikið lof og hrifningu áheyrenda að kvæðislaunum. í lok borðhaldsins lýsti for- maður fjelagsins því yfir, að stjórn þess hefði fyr um daginn samþykt einum rómi að kjósa Svein Björnsson ríkisstjóra heið ursfjelaga fjelagsins í viður- kenningarskyni fyrir mikilvæg an skerf hans til norrænnar samvinnu, forgöngu hans að ntofnun fjelagsins hjer á landi og mikilsverðan stuðning æ síð- an. Afhenti formaður síðan rík- isstjóra skrautritað heiðursfje- lagaskýrteini og merki fjelags- ins úr gulli. Flutti ríkisstjóri síðan stutta ræðu. Er hún birt hjer á eftir, ,Meðan borðhaldið stóð, söng ívöfaldur kvartett undir stjórn Halls Þorleifssonar nokkur lög. Fór alt samsætið prýðilega fram og fjelaginu til sóma. í dag kl. 1,30 verða svo haldn ir norrænir tónleikar í Gamla Bíó. Svarp ríkissijóra Jeg þakka Norræna fjelaginu fyrir þá persónulegu sæmd er það hefir sýnt mjer með því að kjósa mig heiðursfjelaga sinn við þetta hátíðlega tækifæri. Og jeg þakka fofmanni fje- Jagsins fyrir þau hlýju orð, sem hann mælti til mín. Jeg hefði óskað að hafa unnið meira til þess, en jeg hefi gert. Aðrir, sem hafa borið hita og þunga dagsins af ósjerplægni í þágu þess fjelagsskapar, eiga skilið þakkir okkar allra. Ef stofnun Norræna fjelags- ins bar fyrst á góma hjer á ís- landí, mínnir mig að einhver hafi sagt: „Hvað höfum við upp úr svona fjelagsskap?" Og skíldist mjer þá hugsað um fjárhagslegan hagnað. Hvorki jeg nje aðrir gátum lofað nokkru um hærra verð á fiski, kjöti, lýsi eða ull og gærum, þótt fjelagið yrði stofnað. Við könnumst öll við þessi orð: „Þú hefir áhyggjur og um- svif fyrir mörgu, en eitt er r.euðsynlegt“. Hættir okkur okki oft við því að láta áhyggj- vir og umsvif fyrir því einu, «em í askana verður látið, gleypa um of orku okkar? Og 1 gleymist þá ekki um leið að annað getur verið nauðsynlegt engu að siður? Það yrði of langt mál að skilgreina nákvæmlega alt það, sem kalla mætti nauð- synlegt í þessu sambandi. Það er margvislegt. Og eitt getur verið öðru fremur nauðsynlegt. En jeg tel starfsemi Norræna fjelagsins einmitt vera á þessu sviði. Hún er verðmæt, mjög verðmæti, án þess að skila þeim sem höndina leggja á plóginn, hagnaði, sem mældur verður með peningakvarða. Jeg hefi átt kost á því að fylgjast með og taka þátt í starfsemi systrafjelaganna á Norðurlöndunum hinum. Hefi jeg sannfærst betur og betur um verðmæti þesarar íjelags- starfsemi. Og sannfærst um að við Is- lendingar höfum ekki ráð á að taka ekki þátt í henni. Samtímis hefi jeg orðið var við vaxandi skilning meðal Is- lendinga á því, hvers virði það er að halda hópinn með hinum Norðurlandaþjóðunum. For- sætisráðherra hefir hjer í kvöld lýst því, að í þeim hópi eigum við fyrst og fremst heima. Um nær aldarfjórðung hefi jeg haft aðstöðu til að kynnast því að allar ríkisstjórnir, sem hafa farið með völd hjer á íslandi þetta tímabil, hafa verið sama sinnis. Og jeg hygg að það sje í sam- ræmi við skoðun okkar flestra hjer á landi. Að vísu segir máltækið: „Svo íyrnast ástir sem fundir“. En mjer finst það ánægjulegt að geta sagt að þótt fundum okkar hafi ekki getað borið sam an við hinar Norðurlandaþjóð- irnar nú svo árum skiptir, þá er hugur okkar óbreyttur um það, að við Islendingar munum hvergi fá notið okkar betur en í þeim frænda- og vinahóp. Raunir hinna Norðurlanda- þjóðirnar undanfarið hafa gefið okkur tilefni til nýrra samúðar og nýrrar aðdáunar, sem reyn- ast munu engu haldminni, en þótt fundirnir hefðu orðið fleiri þessi árin. Jeg árna Norrænu fjelögun- um og íslenska fjelaginu allra heilla á komandi árum. Ræða iorsælisráðh. I kvöld erum við saman kom in til að minnast þess, að. fyrir 25 árum var hafist handa um samtök til þess að vinna mark- visst að innbyrðis kynningu milli Norðurlandaþjóðanna, til þess að efla samhug þeirra og möguleika til samstarfs. Það voru skandinavisku löndin þrjú, sem hófu þessa viðleitni. En litlu áður hafði deilum vor íslendinga og Dana verið ráð- ið giftusamlega til lykta, svo að vjer gátum sem jafnrjett- isaðili tekið þátt í hinu áform- aða starfi, og síðast fylti Finn- land hópinn. Frá því að starf Norrænu fjelaganna hófst og næstu 20 árin, mun mega fullyrða, að starfið hafi borið þann árang- ur, sem frekast mátti búast við í uppbafi. Það varð að fara með fullri gætni. Hjcr var áform- að, að saman störfuðu sem jafningjar fyrrum yfirþjóðir og þjóðir, sem til skamms tima höfðu ekki notið fullrjettis. Að samstarfið gat haldið áfram viðstöðulaust og misfellulaust um 20 ára skeið, eða þangað til það var rofið af utanað- komandi ofbeldi, er næg sönn- un þess, að hjer var hafið starf, sem var lífvænt, og engin á- stæða er til að efast um, að samstarfið hefjist af nýju með auknum styrk, þegar óöld þeirri ljettir, er nú stendur yfir. Vjer íslendingar erum ekki þess megnugir að hafa veruleg áhrif á það, með hverjum hætti norræn samvinna verður rekin á komandi árum, heldur er fvr- ir oss aðeins um það að ræða, að hve miklu leyti vjer megn- um að taka þátt í samstarfinu. Jeg held að segja megi, að áhugi fyrir norrænni samvinnu hafi verið mikill hjer j .'andi og meðlimafjöldi deildar Nor- ræna fjelagsins hjer getur gef- ið nokkra bendingu um það. Þetta var nú svo. En nú kynni að mega spyrja, hvort ýmislegt í fari og framferði voru hin síðustu ár, bendi ekki til dvínandi áhuga eða jafnvel til síefnubreytingar. Austan yfir hafíð hefir borist ómur af því, að Island væri á vestur- leið. Þaö er ekki nema von, að sú hugsun vakni hjá frænd- um vorum, sem hljóta að hafa heyrt einhvern ávæning af því, að síðan sambandið við þá slitn aði, hafi hjer verið lifað glöðu lífi og jafnvel í sukki og solli undir vernd Ameríkumanna, og að mikiö dálæti væri á þeim, og færi jafnvel vaxandi. Vjer vorum nú ekki valdir að því, að sambandið austur á bóginh var rofið fyrir nær 4 árum, og aðrar þjóðir heimsóttu oss síðan, fyrst Bretar og síðan Bandaríkjamenn. En þessar þjóðir hafa farið hjer mikil- vægra erinda, alveg vafalaust í þökk og þágu allra Norður- landaþjóoa, því að frá þessu landi hefir verið haldið uppi vörn og sókn fyrir frelsi þeirra. Með þessum hætti hefir þetta land komið hinum Norðurlönd- unum að ómetanlegu gagni í núverandi styrjöld. Þótt ekki sje það að þakka íslensku þjóð- inni, sem á landið og byggir það. Þótt sambúð vor viö Vest- mennina hafi yfirleítt tekist vel, þá sannar það ekki, að „Island sje á vesturleið“, eins og það er orðað, heldur ber að- eins vitni um það, að umgengn ismenning beggja aðila sje í sæmilegu lagi, og að sá mál- staður hafi samúð þjóðarinn- ar, er herafli sá berst fyrir, er hjer hefir aðsetur. En vjer verðum að líta svo á, að þeir bræður vorir austan hafs hafi of næma tilfinning fyrir athöfnum vorum, er telja oss fjarlægjast Norðurlöndin með því að gera verslunarsamn inga við núverandi viðskifta- þjóðir vorar. Slík skoðuu er ekki fyllilega skiljanleg, eins og nú standa sakir. Aftur á móti er það skiljan- legt, að hávaði sá, sem orðið hefir hjer öðru hvoru hin siö- ustu ár í sambandi við áform- aða niðurfelling hinna dansk- íslensku sambandslaga og stofn un lýðveldis hjer á landi, kunni að hafa snert tilfinningar sumra unnenda norrænnar samvinnu utan íslands. Hávaðinn hefir stafað af ágreiningi um það, með hve miklum hraða, sökum breyttra aðstæðna, ætti að fara að þessu áður setta marki, og ennfremur af mismunandi skilningi á því, hvað væri iög- legur og hæfilegur hraði. Sa ágreiningur, sem hjer hefir ver ið um þetta og nú er úr sög- unni, fyrst og fremst á Alþingi, og væntanlega einnig með þjóð inni, hefir reyndar alveg verið óviðkomandi viðhoi'fi íslend- inga til norrænnar samvinnu. Upphaf hennar og þróun hinn liðna aldarfjórðung hefir ekki bygst á stjórnarfarslegum tengslum einnar þjóðar við aðra, heldur algerlega á óháðri samvinnu þeirra innby.rðis. Sambandslagasamningurinn er mál fyrir sig, og þótt hann verði nú feldur úr gildi, þá höfum vjer og Danir áfram eigin sjermál, sem verða tekin til meðferðar svo fljótt, sem ástæður leyfa. Það er trú mín, að Norðurlandaþióðirnar þurfi ekki að bera iieinn kvíðboga fyrir úrslitum þeirra mála. Sá skilningur, sem ríkt hefir und- anfarin 25 ár í viðskiftum beggja þjóðanna, mun einnig sýna sig þá. Það er viðbúið, að einhverjir góðir frændur vorir og unnend- ur norrænnar samvinnu telji það varhugaverðar aðgerðir fyrir framtíð vora að leysa á þessum tímum aldagömul stjórn arfarsleg bönd við annað Norð- urlandaríki, og bendi oss á, hver áhætta það sje‘fyrir vora litlu þjóð að ætla sjer að sigla sinn eigin sjó. En það er nú einu sinni svo, að þessi sjálfstæðisþrá er oss í blóð borin. Góð ráð og bend- ingar stöðva hana ekki. Að þessu leyti rennur víkingablóð- ið oss enn í æðum. Vjer sjáum, að oss er háski búinn á margan veg, en vjer látum oss ekki skiljast, að hann verði umflú- inn þótt hin fyrri stjórnafars- legu bönd væru hnýtt saman aftur að styrjöldinni lokinni. Þjóðin teldi sig bregðast hug- sjón sinni, ef hún ljeti hætt- urnar og óvissuna, sem fram- undan eru, aftra sjer frá því að renna skeiðið á enda. Nálægt fjórðung af síðustu 30 árum hefir leiðin austur á bóginn hjeðan verið annað hvort lokuð með öllu eða lítt fær, en aðrar leiðir opnai'. Hjer við bætist svo það, að stórveld- in uppg'ötvuðu landið, ef svo má að orði kveða. Ný viðhorf hafa myndast og vjer verðum að laga háttu vora eftir þess- um aðstæðum. En það eru fleiri en frændur vorir austanhafs, sem telja tví- sýnt hvert leið vor liggur. Eitt merkasta dagblað heims- ins mintist íslensku þjóðarinn- ar, að gefnu tilefni, 11. október 1941. Eftir nokkur hlý og lof- samleg ummæli um þjóðina, kemst blaðið að orði á þessa leið: „Hið hernaðarlega mikil- vægi íslands 1 nútíma styrjöld hefir sýnt sig að fullu, og land- ið hefir, góðu heilli, komist rjettu megin inn í stjórnmál heimsins. En hvort þetta leiðir til þess, að hin þjóðlega menn- ing landsins deyr smámsaman út eða ekki, mun seinni tíminn leiða í ljós“. Hjer er talað af raunsæi og rósemi um efnið, eins og við mátti búast. Mjer urðu þessi orð minnisstæð af því, að þau voru sögð með svo miklu lát- leysi, en einnig festust þau í minni mínu sökum þess, að í ríkisútvarpið íslenska var flutt ur um sama leyti langur er- indaflokkur um þjóðir, sem týndust. Þessi erindaflokkur var ó- skemtilegur. Það kemur við hjartað í íslendinum þegar tal- að er um þjóð, serh dó út eða týndist. íslendingar fóru einu sinni í vesturveg og festu þar bygðir og bú. Þeir mynduðu þjóðfjelag, sem stóð um nokkr- ar aldir, en svo fór að lokum, að þetta fólk týndist. Þetta fólk var snar þáttur af íslensku þjóð inni og það hvarf með öllu, af því að norræn samvinna brást. Þetta er ein hin ömurlegasta saga í annálum Norðurlanua. Það vill engin þjóð týnast, og það er því ekkert sjerkenni- legt þótt íslenska þjóðin sje ráðin í að reyna að týnast ekki. Hún trúir því, að henni muni takast að lifa enn um langan aldur, þrátt fyrir allan heims- ósóma, sem kann að hafa hent hana nú allra síðustu ár. Það ætti einnig að verða henni stoð í lífsbaráttunni, að „landið hefir, góðu heilli, komist rjettu megin inn 1 stjórnmál heims- ins“, það er, sama megin og hinar Norðurlandaþjóðirnar eru í hjarta sínu. Það lítur nú út fyrir það, að engin þjóð, hvort hún er stór eða lítil, máttug eða ómáttug, muni í framtíðinni geta komist hjá því að gerast aðili í stjórn- málum heimsins. Ætla má og það, að norræn samvinna eigi mikið undir því, að Norður- landaþjóðirnar geti staðið sam- an í þessum stjórnmálum. Vjer íslendingar ráðum engu um það, hvoru megin bræðraþjóð- ir vofar munu standa í fram- tíðinni í stjórnmálum heims- ins hverju sinni. En það vitum vjer, að þær munu ávalt vera, ekki aðeins rjettu megin, held- ur rjettarins megin. Þótt ofbeldi hafi sundrað Norðurlandaþjóðunum og slitið sundur norræna samvinnu um skeið, þá megnar það ekki að kúga þann anda, sem ávalt mun sameina þær, anda rjettarins og anda frelsisins. Þeim megin í stjórnmálunum, er þessi andx ríkir, viljum vjer íslendingar standa og eiga hlut í norrænm samvinnu. jy

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.