Morgunblaðið - 05.03.1944, Síða 6

Morgunblaðið - 05.03.1944, Síða 6
6 M 0 R G U N B L A Ð 1 Ð Sunnudagur 5. mars 1944. Útg.: H.Í. Arvakur, Reykjavík FramkvÆtj.: Sigfús JónssoD Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) rrjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Arni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla. Austurstrœti 8. — Sími 1600. Askriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlanda. kr. 10.00 utanlands ! lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með JLesDók. Stoín og grein ÞAÐ kemur æ bétur í ljós, hversu mjög varhugaverð sú stefna er, sem horfið var að, þegar skipuð var nú- verandi ríkisstjórn, með þeim hætti, er þá átti sjer stað. Það var algerlega nýtt spor, án nokkurs fordæmis í stjórnmálasögu okkar, eftir að við hlutum fullveldisvið- urkenninguna 1918, og raunar eftir að við fengum heima- stjórnina 1904, að skipuð væri ríkisstjórn án atbeina Al- þingis eða án meirihlutastuðnings þingsins á venjulegan þingræðislegan hátt. Hjer höfðu að vísu verið skipaðar stjórnir án þess að þær hefðu meiri hluta þings að baki, en þá aðeins til bráðabirgða og jafnan með sem mestum fá- anlegum þingstuðningi. Sjálfstæðisflokkurinn beitti sjer eindregið gegn þess- ari nýju þróun og varaði við þeim annmörkum er henni myndu verða samfara og því fordæmi, er hún gæti skapað. ★ Hjer í blaðinu hefir oft áður verið sýnt fram á, að nú- verandi stjórnarfyrirkomulag bryti algerlega í bága við það þingræðisskipulag, er við Islendingar hefðum tileink- að okkur og stjórnskipunarlög okkar ráðgerðu. Reynslan hefir nú hvað eftir annað sýnt veilurnar í ríkjandi stjórnarfyrirkomulagi í æ skýrara ljósi og stað- fest, að til frambúðar má ekki við svo búið una. Sú stað- reynd hefir þá líka hlotið viðurkenningu allra nú, og einnig ríkisstjórnarinnar, eins og menn minnast frá síð- ustu eldhúsumræðum, er fram fóru frá þinginu. ★ Núverandi stjórn settist að völdum með þá stefnuyfir- lýsingu og höfuðmarkmið, að vinna bug á dýrtíðinni. — Þegar hún lagði dýrtíðarfrumvarpið sitt fyrir þingið á öndverðu síðastliðnu ári, fjekk það verri útreið og meiri hrakninga en dæmi eru til um stjórnarfrumvörp. Stjórn- in ljet sjer samt meðferðina á því lynda. Tapaði að vísu raunverulega einum fimta hluta af sjálfri sjer, og e. t. v. álíka hluta af virðingu sinni. Areiðanlega óx vegur þings- ins ekki að heldur. Það eina, sem hjelt velli, var dýr- tíðin! Við hvern var svo að sakast? Stjórnin sagði: Það var þingið, sem spilti málum fyrir mjer. Þingið sagði: Stjórn- in átti að standa eða falla í sínum stefnumálum. Báðir höfðu nokkuð til síns máls. Það sýndi sig, að í stjórnar- fyrirkomulagið var búið að mynda einskonar „þjóðgat" ábyrgðarleysis, eða einskonar lofttómt rúm, ef svo mætti segja, þar sem ábyrgðin var ekki vegin. Á fyrsta mánuði yfirstandandi árs, var vísitala dýrtíð- arinnar 263 stig, þrátt fyrir miljónagreiðslur úr rík- issjóði. Á fyrsta mánuði síðastliðins árs var vísitalan einn- ig nákvæmlega 263 stig. Þar stóðst á endum jafnvægi og samræmi! ★ Nú hefir fjármálaráðherra gefið skýrslu á Alþingi um fjárhagsafkomu ríkissjóðs árið, sem leið, og horfurnar fram undan. Hann þykist sjá í svartan bakkann fram- undan, en var það ekki þingið, segir hann, sem afgreiddi hin ógætilegu háu fjárlög yfirstandandi árs, — mjer þótti nóg um, og „eigi veldur sá, er varar“! Enn segja þing- menn: Sjálfur fjármálaráðherrann gat ekki látið bjóða sjer kollvörpun á fjárlagafrumvarpi sínu með jafnaðar- geði. Þar er hans að standa eða falla! Báðir aðiljar færast undan ábyrgðinni. Báðir hafa nokkuð til síns máls. En verður það þá ekki ráðleysið á fjármálasviðinu, eins og dýrtíðin á hinu leytinu, sem eitt heldur velli? ★ Þing og stjórn geta aldrei með góðu móti verið tvent eftir okkar stjórnskipunarlögum. Samkvæmt þeim er rík- isstjórnin hverju sinni í raun og veru ekki annað en grein af stofni þingsins. Ef stofninn er aflimaður þessari grein býður hann stóran hnekki við. Hin afstýfða grein nýtur ekki lengur þeirrar næringar, er hún dregur frá .stofn- inum og laufskrúð hennar fölnar fyrr en varir. KIRKJAN í flestum styrjaldarlandanna eru einhversstaðar bækistöðvar, þar sem fleiri eða færri ungir og eldri menn eru saman komn ir, þar sem þeir eru innilokaðir til ófriðarloka og fá ekkert sam band að hafa við umheiminn, því þetta eru að dómi yfirvald- anna hættulegir menn. I sum- um löndum er meira að seg.ia ekkert verið að hafa íyrir aö ala slíka menn, heldur eru þeii sendir yfir í eilifðina án allra vífilengja. Þessir menn eru sviftir l'relsi sinu og lokaðir inni vegna þes.s, að þeir hafa neitað að gegna herþjónustu, samvisku sinnar vegna. Þeim finst það ekki geta samrýmst þeirri trú, sem þeir játa, hinni kristnu trú, að ganga út og drepa menn, sem ern kristnir eins og þeir, —- jg meira en það, þeir geta ekki skilið, að maður eigi yfirleitt að vega mann, hver sem er hör- undslitur hans og trúarbrögð. Þessir menn eru venjulega kallaðir bleyður og hugleysingj ar af almenningi styrjaldarland anna, sem hinn vilti stríðsáróð- ur hefir svift miklu af dóm- greind sinni. Varðmenn þeirra horfa á þá með andstygð, eins og þetta sjeu menn haldnir af viðbjóðslegum sjúkdómi, — þeim, að vilja ekki drepa menn. ★ Og meðan herirnir geysa um loft og láð, meðan þúsundir hníga og æfaforn listaverk eru lögð í rústir og slíkum afrek- um fagnað, sem frama fyrir menninguna, leynist inst í hug- skoti flestra manna draumur- inn um frið sem ekki verður rofinn, og altaf er sagt að hver styrjöld sje háð einmitt til þess að binda enda á allar styi'jaldir. — En ætli vísirinn að haldgóð- um friði sje ekki frekar falinn í bækistöðvum þeim, sem kristn ir friðarvinir eru kyrrsettir, heldur en í háværum loforðum stjórnmálamanna um „aldrei framar stríð“. Menn segja það, að allur agi verði upphafinn, og öll lög- hlýðni fari út ufn þúfur, ef menn neiti að-gegna herskyldu. — Aðrir álíta að frqmur beri að hlýða guði en mönnum, og það er hann, sem bannar að deyða mann, en ekki kristin lög gjöf, ef hún telur ,,nauðsyn“ bera til þess að kristnir menn vegi hverjir aðra og steypi með slíku kynslóð sinni í neyð og skelfingu, færi tíma þróunar- innar aftur um margar aldir. ★ Jafnvel á styrjaldartímum er varla haft hærra um nokkurn hlut, en þann frið, sem mann- kynið þurfi, það þurfi nauð- synlega frið, og til þess að svo megi veröa, verður að heyja stríð. Og jafnframt þessu tala ófriðaraðilar um sigur og dýrð I sigursins. en ætli dýi'ð sigursins verði ekki mikil í rústum landa I sigurvegaranna, — í sundur-1 sprengdum borgum þeirra, í , sorgmæddum fjölskyldum! þeirra, Sem alla von hafa mist, J sem tengdi þær við lííið og fram j \Jilverji áhripar: lyjr dcic^lecýci ítfi tíðina? Góður árangur. HJER í ÞESSUM dáikum hafa mörg mál verið rædd og allmarg ar hugmyndir bornar fram. Hef- ir tillögum mínum og brjefi’itara, sem mjer hafa skrifað, yfirleitt verið Vel tekið og mörg mál hafa náð fram að ganga, sem reifuð hafa verið á þessum vett- \>angi. Tilgangurinn með umræð um um málefni í þessum dálk- um er ávalt hinn sami, að reyna að bæta úr göllunum og benda á það, sem betur má fara á ýms- um sviðum. Það er gleðilegt, þegar menn sjá árangur af starfi sínu, en í engu máli hefi jeg haft eins mikla ástæðu til að gleðjast yf- ir árangrinum eins og í fánamál- inu. Það er ekki liðið ár síðan fyrst var farið að ræða fánamál- ið hjer í dálkunum. Strax varð jeg var við mikinn áhuga hjá mönnum fyrir því, að hefja fána landsins til vegs og virðingar og nú er svo komið, að ]>eir alþing- ismennirnir Gunnar Thoroddsen og Sigurður Bjai'nason flytja tillögu um málið á Alþingi. Það má vafalaust ganga út frá því sem gefnu, að tillagan verði samþykt, því hvað, sem annars má um blessaða alþing- ismennina okkar segja, dettur vonandi engum í hug, að þeir sjeu annað en þjóðræknir menn. Nú er lag...... ÞAÐ ER ekki nokkur vafi á, að hjá þjóðinni er að vakna á- hugi fyrir fánamálinu. Lýðveld- isstofnunin í vor mun enn auka á þann áhuga. Þessvegna er nauðsynlegt að grípa nú tæki- færið og láta ekkert hindra það, að þjóðin taki sig saman sem einn maður í virðingunni fyrir fánanum. Það þarf að gera ráð- stafanir til að allir, sem vilja geti eignast fána og fánastöng. Hjer eiga við orð Jóns Sig- urðssonar, er hann viðhafði í sambandi við sjálfstæðismálið: Róið, Islendingar nú í lag. • Lýðveldisfrímerki. ÞAÐ ER orðið það langt síð- an, að póststjórnin íslenska hef- ir gefið út ný frímerki„að ganga má út frá því sem vísu, að hún noti hið einstaka tækifæri, sem býðst I vor til að gefa út frí- merki, en tækifærið er stofnun hins íslenska lýðveldis. Það er ekki hægt að hugsa sjer betri auglýsingu fyrir hið unga lýðveldi, en smekkleg frímerki. Frímerkin fara á brjefum um allan heim. -En ef ekki hefir þeg ar verið farið að hugsa fyrir slíkri frímerkjaútgáfu, þarf að gera það hið fyrsta. Skemtilegast væri, ef hægt væri að prenta lýðveldisfrí- merkin hjer á landi. Ætti það í rauninni að vera okkur metnað- armál. Það segja mjer glöggir prentarar, að íslenskar prent- smiðjur hafi orðið þau tæki, að þær geti tekið að sjer frímerkja- prentun og leyst það verk sóma- samlega af hendi. Um gerð nýrra lýðveldisfrí- merkja má búast við að deilt verði um. En væri ekki viðeig- andi að hafa t. d. Jóns Sigurðs- sonar merki? Annars er það ekki aðalatriðið, heldur hitt, að hafist verði handa nú þegar og ákveðið verði að gefa út lýðveld- isfrímerki, sem kæmu út um leið og lýðveldið vérður stofnað. • Kórónan. HVAÐ verður um kórónuna á inu íslenskri skiftimynt, skjaldar- merki Islands á innsiglum em- bættismanna og víðar, þegar lýð veldi verður stofnað? spyrja menn. Vitanlega verður krónan að hverfa og eitthvað annað að koma í staðinn. ísland verður ekki lengur konungsríki og því ekki hægt að nota hið konung- lega höfuðfat, sem merki ríkis- ins. Eitthvað verður að koma í staðinn og virðist eðlilegast, að það verði fálkinn. Skjaldar- merkið getur heldur ekki verið lengur eins og það er. Vafalaust verður það þó í höfuðatriðum eins, það er fánaskjöldurinn og landvættirnir. Þetta ér atriði, sem verður að athuga í tíma, eins og margt antiað í sambandi við lýðveldis- stofnunina. Frjettamyndir blaðanna. HJER Á DÖGUNUM birti jeg í gamni brjef, sem maður hafði skrifað blaðinu til að mótmæla stríðsmyndabirtingu. Vafalaust hefir brjefritarinn skrifað brjef sitt í gamni, eða hálfkæringi. En annar maður hefir tekið þetta alt alvarlega og skrifar mjer langt brjef, þar sem hann for- dæmir einnig stríðsmyndir í blöðum. Brjefið er svo langt, að ekki er hægt að birta það í heild, en þar sem þetta mál virðist hafa vakið einhverja athygli, er best að segja nokkur orð um það í alvöru. Frjettablöðin eru tímanna tákn. Þau verða að birta fleira en blaðamönnunum finst fallegt eða gott. I blöðunum eru bii'tir annálar þeirra tíma, sem eru að líða. Myndir eru til þess að skýra atvik og atburði, sem blöðin skýra frá, og þessvegna er ekki hægt að komast hjá því að birta stríðsmyndir og myndir af stríðs tækjum. Það munu ábyggilega allir fagna því, þegar á ný verð- ur ástæða til að birta myndir af friðsamlegum störfum mann- anna. En á meðan stríðsbrjálæð- ið heldur áfram í heiminum, verða blöðin að birta fregnir í rituðu máli eða myndum, af ]>ví, sem er að gerast. • Hreinlæti í brauð- sölubúðum. KUNNINGJAKONA mín ejn hringdi til mín í gær og hafði ljóta sögu að segja. „Góði talaðu um óhreinlætið í bi’auðsölubúð- unum“, sagði hún. „Það er orð- ið gjörsamlega óþolandi, að minsta kosti þar sem jeg versla“, sagði hún. „Það er nú ekki að tala um annað en að af- greiðslustúlkurnar taki öll brauð með berum höndum, en þær ættu þó að minsta kosti að hafa svo mikla sómatilfinningu, að standa ekki framan í viðskiftavinunum og bora upp í nefið með fingr- unum, áður en þær snerta á brauðunum. Þetta hefi jeg sjeð“. Ekki skal jeg rengja konuna, senx sagði mjer þetta. Jeg þekki hana að sannsögli og heiðarleik. En jeg vona, að fullyrða megi, að þetta dæmi, sem hún nefnir, sje hrein undantekning, en vit- anlega er það argasti sóðaskap- ur fyrir því. Jeg hefi minst á oftar en einu sinni, að afgreiðslufólk í mat- vöruverslunum þurfi að gæta meira hreinlætis en víða tíðk- ast. Það er sem betur fer ekki algengt, að afgreiðslufólk í biauðabúðum eða öðrum mat- vöruveýslunum sjýni slíkan sóða- skap, sem konaii lýsir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.