Morgunblaðið - 05.03.1944, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 05.03.1944, Qupperneq 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 5. mars 1944, Ingibjörg Sigurðardóttir Framh. af bls. 4. var venja kaupmanna, — held ur handa hinum fátækustu í hjeraði, svo að þeir yrðu ekki alls vana um jólin. Otaldar voru þær gjafir og greiði, er þau hjón veittu fátæklingum í nágrenni sínu. Um málleysingjana var hugs að í ,,Bogahúsi“. Þar var fóðrun og önnur meðferð húsdýra hin prýðilegasta, og fuglunum, sem leituðu þangað heimundir í vetrarsnjónum, var daglega gefið korn; var oft mikill fjöldi þeirra, er leituðu þangað vin- arhúsa. Jeg gat þess, að gestagangur var jafnan mikill í ,,Bogahúsi“, og var það síst að kynja, því að þótt veitingar væru þar með ágætum, var gestunum þó ekki minna virði að ræða við hús- bændurna. Fróðleikur þeirra, einkum í þjóðlegum fræðum, var mikill og frásagnargáfa. Fundvís voru þau hjón á það efni, er gestinum var hugleikn ast. Öllum leið þar vel, hvort sem viðstaðan var löng eða skömm. Frú Ingibjörg er vel mentuð gáfukona, fróð og minnug, glöð og reif, einörð og stefnuföst. Hugsunin er skýr og rök á hraðbergi, ef kapp kemur í um- ræður. Reglttsemi frábær, og er mjer kunnugt um, að hún var í miklu áliti yfirmanna sinna fyrir starfrækslu hennar á pósti og síma í Búðardal. Þótt hún láti skýrt og ákveðið í ljós skoðanir sínar, gerir hún það ekki með sáryrðum, og and- stæðingar hennar í landsmál- um bera jafnhlýjan hug til hennar og skoðanabræður. I Dölum vestur hafði frú Ingibjörg vináttu og virðingu þeirra, er kyntust henni, og var það ekki um skör fram. Þessi myndariega og fasprúða höfðingskona minnir mig oft á fornkonur vorar af bestu gerð, eins og þeim er lýst. Órofa trygð við vini og vandamenn, viðkvæm og hjálpsöm þeim, er minna mega, en ómjúk uppi- vöðslumönnum. Þótti skarð fyrir skildi í hjeraðinu, er hún fluttist á braut. Einkum fanst okkur Búðdælum sem þorpið væri mun ömurlegra, er hún var þaðan farin. Veit jeg það, að jeg má fyr- ir hönd Dalamanna og þá fyrst og fremst Búðdæla, flytja bestu hamingjuóskir hinni ást- sælu heiðurskonu á afmæli hennar, og vonum vjer, að hún megi lifa lengi og vel, og lengi mun orðstír hennar endast þar í vestursveitum. Þorst. Þorsteinsson. Skákþingi Reyfcja- víkur lokið SKÁKÞINGI Reykjavíkur lauk í fyrrakvöld með því, að Einar Þorvaldsson vann bið- skák af Árna Snævarr. Heild- arúrslit mótsins urðu þessi: í meistaraflokki: nr. 1 Magn ús G. Jónsson 6V2 vinning, nr. 2—3 Ásmundur Ásgeirsson og Einar Þorvaldsson 6 v. hvor, nr. 4—5 Árni Snævarr og Sturla Pjetursson 5 v. hvor, nr. 6 Pjetur Guðmundsson 2V2 v., nr. 7—8 Benóný Benónýsson og Óli Valdimarsson 2 v. hvor og nr. 9 Aðalsteinn Halldórsson 1 vinning. í fyrsta flokki: nr. 1—2 Pjet- ur Jónasson og Róbert Sig- mundsson 6 vinninga hvor, nr. 3 Ólafur Einarsson 5 v., nr. 4—5 Guðjón Sigurðsson og Guðjón Tómasson 3 V2 v. hvor, nr. 6—9 Ingimundur Guð- mundsson, Gunnar Ólafsson, Jón Ágústsson og Kaj Rasmus- sen 3 vr hver. í úrslitakepni um fyrsta sætið á milli Pjeturs og Róberts sigraði Pjetur. í öðrum flokki: nr. 1—2 Böð- var Pjetursson og Ingólfur Jónsson 61/2 v. hvor, nr. 3—4 Ágúst Ingimundarson og Sig- urbjörn Einarsson 6 v. hvor, nr. 5 Halldór Þorgrímsson 4x/2 v., nr. 6—7 Eiríkur Bergsson og Ingólfur Agnarsson 4 v. hvor, nr. 8 Jón Árnason 3% ;v., nr. 9—10 Mcignús Norð- dahl og Anton Sigurðsson 2 v. hvor. í úrslitakepni um fyrsta sæt ið milli Böðvars og Ingólfs sigraði Böðvar. AUGLYSING ER GULLS IGILDÍ Hilmar Jóhannsson. F. 4. mars 1924. D. 11. jan. 1944 Stutt var samveran, sorgin sker, sólin lífs míns er hnigin. Hjartkær vinur, mjer horfinn er, himnanna drottinn blessi þjer birtuna bak við skýin. Ástin sem tengdi hjarta og hönd, huga minn alltaf gleður. Aftur við hittumst á eilífðar- strönd, aldrei sem slitna kærleikans bönd; ■víst tilgangur lífinu er líður. Kveð jeg þig vinur og þakka þjer, þú varst mín hamingja mesta. Minning þín hrein og eilíf er, alltaf mun skína og lýsa mjer. Þú varst og verður það besta. Kveðja frá foreldrum og systkinum. Okkur finst sú þrautin vera þung, þegar deyja blómin okkar ung. Það er sárt að sjá þau falla fríð, frá oss burt á miðri æskutíð. Eina huggun okkar verður sú, af alhug treysta guði í von trú. Þetta líf er tími í reynslu rann, raunir allar bætir sumra hann. Systkinin klökk nú kveðja bróður sinn, kærust þeim verður hugljúf minningin. Þakka þau allar yndisstundir heitt, et* hann í þessu lífi fekk þeim veitt. Við viljum kveðja kæra soninn best, kærleik hans þakka, er gladdi okkur mest. Minningin hreina gleour, græðir sár, grátnar hún þessar sorgarinnar brár. A. G. Kvöldvaka Heim- dallar að Hólel Borg NÆSTKOMANDI þriðjudags- kvöld efnir Heimdallur, fjelag ungra Sjálfstæðismanna til kvöldvöku að Hótel Borg kl. 9 e. h. — Aðgangur að kvöld- vökunni er ókeypis fyrir fje- lagsmenn og er hverjum þeirra heimilt að taka með sjer einn gest. Kvöldvakan verður án efa ein sú besta, sem hjer hefir verið haldin, enda ekk- ert til sparað að fá góða skemtikrafta til að 'koma þar fram. Á milli skemtiatriðanna verða fluttar nokkrar stuttar ræður. Ræðumennirnir verða fyrverandi og núverandi for- ystumenn fjelagsins, einnig menn af mælskunámskeiði Heimdallar s.l. vetrar. Að lokum verður stiginrt dans fram eftir nóttu. Að- göngumiðar að þessari kvöld- vöku verða afhentir í dag í skrifstofu Sjálfstæðisflokksins, Thorvaldsensstræti 2, sími 2339 — Menn ættu þó strax að til- kynna þátttöku sína, en í síð- asta lagi fyrir kl. 5 e. h. á mánu dag 6. mars. Stjórn Heimdail- ar vonast eftir að sjá sem flesta fjelaga á þessari fyrstu kvöldvöku. Norskir læknar handlefcnir Frá norska blaðafulltrúanum: Norska stjórnin í London hefir fengið fregnir um það, að all- margir Norðmenn hafi verið handteknir upp á síðkastið. Meðal annars hafa frá Oslo bor ist íregnir um það, að margir fremstu læknar borgarinnar hafi verið settir í fangelsi. Með al hinna handteknu er yfirmað ur borgarsjúkrahúsa Osloborg- ar, Galtung, dr. med., og yfir- læknir taugasjúkrahússins í Oslo, Tandberg, dr. med., og yfirlæknir Radiumspítalans. Bridgekepnin. Þriðja um- ferð kepninnar fer fram í dag kl. 1,30 að Ilótel Borg Að- gangur verður ókeypis fyrir fjelagsmenn. Gengið inn um suðurdyr. Rússland Framh. af 1. síðu. geta nú Rússar sjerstaklega um orustur á suðurvígstöðvunum í tilkynningu sinni. Segjast þeir vera komnir yfir á eina fyrir sunnan Krivoi-Rog og hafa tek ið þar nokkur þorp. Þjóðverjar greina og frá mikl um orustum á þeim slóðum, og kveða þeir Rússa hafa brotist gegnum víglínur hjá þeim á einum stað. Annarsstaðar á vígstöðvunum geta Rússar einungis um stað- bundnar framvarðaskærur, og sumsstaðar allharða bardaga. Við Shepetowka segjast Þjóð verjar halda áfram loftárásum sínum gegn liði því, sem Rúss- ar sjeu að reyna að draga þar saman til sóknar vestur á bóg- inn, og hafi loftárásir þessar tekist eins og búist hafi verið við. Fyrir ströndum Norður- Noregs segja Þjóðv. frá árás rússneskra flugvjela á þýska skipalest, og kveða hana engan árangur hafa borið, en Rúss.ar hafi mist 3 flugvjelar. líu l\lor5nienn menn. Þá voru þesir fimm menn ennfremur líflátnir: P. Bruun verkamaður og H. Sunde, sjó- maður. Voru þeir ákærðir fyrir starf í þágu óvinaríkis og spell- virki, einnig sprengjutilræði og morðtilraunir. Hefir þýska lög- reglan elt Bruun síðan haustið 1942, eftir að árás var gerð á lögreglustöðina í Henrik-Ibsens gade í Oslo og einn af verst . lokkuðu lögreglumönnum Quisl ings var drepinn. Hinir fimm, sem teknir voru af lífi, voru allir járnbrautar- starfsmenn. Voru þeir ákærðir fyrir að hafa stolið birgðum til þýska hersins úr járnbrautar- vögnum. Þeir voru: A. Gunne- stad, f. 1904, K. Jensen, f. 1915, Th. Krogh, f. 1901, R. Andersen, f. 1888 og L. Aarnes, f. 1913. Ef Loftur feetur bað ekkl — bá hver? X - 9 Eftir Robert Storra pr ooocxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx^o^yoi DOCTOR \N!LLUMS! THE RADIO SAID TUAT ALEX TUE SREAT HAS BEEN HlT BV AN AUTO AND TNAT Tt-IE POLICE EXPECT TUE DRIVER TO BRlNÚ f-IIM ro ONE OP WELL, DON'T GET EXCITED, MARTPA.- THERE'S ONLV A 1 OLIM CHANCE THAT ALEX WILL &E BROU&HT HERE ! BUT...BUT HE'S A MURDERER! ;hts fescrved. ^ AND THE SIRL WHO HIT HIM DOESN'T E\JEN KNO\N WHO HE IS ! HMMl i'LL BE IN THE MATERNITV WARD.. IF THAT GlRL SHOULD REPQRT HERE WlTH ALEX, LET KNOW IMME D/ATELV ! r***|ía*««M -------------- * "■■•imáifi a ■ *« « « ú a sy At THIS /HOMENT...IN ThlE HOSPITAL PARKING COURl ISS3 Hjúkrunarkonan: — Willums læknir. Það var tilkynt í útvarpinu, að Alexander mikli hefði lent í bílslysi. Lögreglan gerir ráð fyrir, að það verði komið með hann í eitthvert sjúkrahúsið. Willums læknir: —• Einmitt það, vertu ekki svona æst, Martha. Það eru svo litlar líkur til þess, að komið verði með Alexander einmitt hingað. Martha: — En . . en, hann er jú morðingi, og stúlkan, sem ók á hann, veit ekki einu sinni hver hann er. — Læknirinn: — Humm — Jeg verð í fæðing- ardeildinni, ef stúlkan skyldi koma með Alexander hingað. Gerðu mjer þá aðvart þegar í stað. Á sama tíma stöðvaðist græn „drossía" við sjúkra húsið, og ung stúlka hljóp út úr henni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.