Morgunblaðið - 22.03.1944, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 22.03.1944, Blaðsíða 7
Miðvikudagur. 22. œars 1944. MORGCNBLAÐIÐ i VERNDUM LÝÐRÆÐIÐ LÝÐRÆÐI ER ORÐ, sem oft hefir verið misnotað. Fyr ir styrjöldina vorum við, er- lendu frjettaritaramir, orðn ir mjög tregir á að nota það. Það var notað sem skálka- skjól til þess að hylja stór- feldar yfirtroðslur, rotnun og spilt hugarfar. Einnig á tímabili því, þegar breska ,,friðar“-stefnan rikti og ár- angurslaust var reynt að kaupa Hitlir og Mussolini til þess að vera góðu börn- in, þá litum við, amerísku frjettaritararnir i Evrópu, yfir til heimalandsins og vor um í vafa um, hvort við í rauninni hefðum nokkurn tíma búið við lýðræðisskipu- lag. Þar sem hinar stóru vjelar stjórnmálaflokkanna drotnuðu ætíð yfír vilja kjós endanna í Bandaríkjunum, þar sem erindrekar stóriðj- unnar mútuðu löggjaíarvald inu og þar sem um 13.000.000 svertingja í Bandaríkjunum bjuggu í nokkrum Suður- ríkjanna við næstum eins bágborin kjör og Hitler hefði skapað þeim, þá kom- umst við að raun um það, að happasælast væri að nota ekki þetta orð. Það var alt í lagi, þótt stjómmálaskör- ungur rísi upp á afturfæt- urna og talaði fjálglega um hin þrjú lýðræðísríki — Bretland, Bandaríkin og Frakkland — en við blaða- mennirnir vissum gerla, að franskt stjórnmálalíf var gegnrotið, og Frakkland átti engan rjett til að kallast lýðræðisríki — hversu rúmt, sem menn vildu skilja það hugtak. Við vorum því þarna nokk ur hundruð þrautvanir blaðamenn, og vantaði þó rjetta orðið. Þegar styrjöldin hafði staðið yfir í heilt ár, vorum við enn hræddir við að nota þetta orð. Og hjer komum við að merkilegri staðreynd. Þið minnist þess ef til vill, að á því ári tóku Bandaríkja menn að tala um „gerfi“- stríð; Hin ómótmælanlega orsök þess, að fólkið heima í Bandaríkjuríum tók að nota þetta orð, var sú, að það vissi í hjarta sínu, að það gat ekki verið „lýðræð- ið“, sem við vorum að reyna að vernda, því að við áttum ekkert, sefn hjet því nafni. Hvað voru því Bretar að tala um? Var þetta aðeins notað í blekkingarskyni og var það breska heimsveldið, sem þeir voru að berjast til þess að vernda? Þannig hlaut það að vera. Það er barist nm lýðræði eða cinræði. ' EN EFTIR NOKKURN tíma — einkum vegna hinn ar harðskeyttu mótspyrnu Breta — tók það að síast inn í huga okkar, að það hlyti að vera eitthvað annað, sem væri þess valdandi, að Bret ar berðust svo vasklega — allir einstaklingar og stjett- ir. Bretar hlutu að eiga „eitt (hvað“. Þá steyptu Bretar ,,friðarsinna“-stiórninni af Eftir Negíey Farson Ilöfunclur eftirfarandi greinar er atnerískur blaða- maður. Leggur hann ríka áherslu á það að skapa beri sem fullkomnast Iýðræði í öllum ríkjum Evrópu eftir stríð. Ekki vill hann þó fallast á kenningar kommúnista um það, að fyrirmyndarríki þeirra, Rússland, sje hin sanna ímynd lýðræðisins. Greinin er þýdd úr enska tímaritinu „Britannia“. tif í I stóli, hófu Churchill valda og tóku að berjast af mikilli alvöru. Nú var tak- markþð fyrst og fremst að sigra. Um þetta leyti, þegar bresk ir stjórnmálamenn byrjuðu að nota orðið „lýðræði“ með nokkru meiri sannfæringu, tókum við Bandaríkjamenn einnig að veita því athygli. Varð það enn til að skerpa athygli okkar, að jafnhliða því, að Bretar höfðu nógu að sinna við styrjaldarrekst urinn, hóf breska þingið um ræður um heillavænlegar og nytsamar ráðstafanir til þjóðfjelagslegra endurbóta^ sem gagnrýnendur hjgrna megin hafsins sögðu að vísu, að hefðu fyrir löngu átt að vera komnar í framkvæmd. En einmitt vegna fordæm- is Breta, tók B?.ndaríkja- þjóðin að skiftast innbyrð- urðu, þegar til lengdar .ljet, is. Auðjöfrarnir 1 Banda- næstum óþolandi. Engipn, ríkjunum lýstu því hástöf- sem búið hefir við slíkt um yfir, að „Bretar væru á 1 stjórnskipulag, mun óska leið til vinstri“. Þetta fólk eftir því til langframa. Jeg löndum, þar sem öllu er stjórnað að ofan. Bjórstof- ur í Berlín eða Miinchen voru í upphafi þessarar styrj aldar fullar af fólki, sem ekki þorði að láta í ljós skoð anir sínar af ótta við það, að veitingamaðurinn, mað- urinn við næsta borð, eða jafnvel kunninginn, sem ver ið var að ræða við, væri Gestapomaður. Og heima gátu jafnvel börn þeirra svikið þá í henaur lögregl- unnar. Það er þarflaust að dylja þá staðreynd, að í Rússlandi var svipuðu máli að gegna. Erlendir sendi- menn hikuðu við að ræða opinskátt við erlenda frjetta menn — jafnvel í eigin her- bergjum — af ótta við að hljóðnema kynni að hafa verið komið fyrir í veggn- um. Frelsisskerðingarnar var og er enn næstum und- antekningarlaust andvígt Roosevelt og ráðstöfunum hans, einkum lögum þeim, þar sem verkamönnum var veittur rjettur til þess að gera heildarsamninga, en þann rjett hafði breski verkamaðurinn átt í rúm- lega sjötíu ár. Með trygging arráðstöfunum sínum var Roosevelt einnig aðeins að veita bandarískum borgur- um þau hlunnindi, sem Bretar höfðu notið alt frá Þeim tíma er Lloyd George vakti skelfingu í breska þinginu með fyrsta trygg- ingarfrumvarpi ,sínu árið 1911. Þetta á nú að gera enn fullkomnara eftir Bev- eridge-áætluninni. Lýðræð- ishugtakið var og er því ljos lega skilgreint beggja vegna hafsins. Og nú hafið þið ef til vill veitt því athygli, að Banda- ríkjamenn biðja ekki lengur um skýringu á því, vegna hvers styrjöld þessi sje háð. Það er önnur eftirtektar- verð staðreynd. Það. sem raunverulega hefir gerst, er það, að „lýðræðið“ hefir nú tekið á sig ákveðna mvnd í hugum flestra okkar. Við sjáum, að þótt gallar þess sjeu margir, þá eigum við þó í því skipulagi dálítið, sem einræðisríkin eiga ekki — hvort sem það er nasist- iskt, fascistiskt eða komm- únistiskt einræði. Frjálst veitingahúsahjal, eins og t. ‘d. i Bretlandi, er ekki til álít, að Rússar sjálfir muni ekki heldur óska eftir því, þegar þeir komast að raun um það, að þeir geti slakað á taumunum. Við verðum að fá aítur rjettindin, sem við höfum afsalað okkur. ÞÚ VERÐUR að Ijetta af huga þínum, ef þú vilt lifa heilbrigðu og hamingju- sömu lífi. Þú munt fá hug- sýki, ef þú ekki gerir það. Hvað, sem annars er hægt að setja út á lýðræðisrikin, Bretland og Bandaríkin, þá er hvorki hægt að saka breska þingið eða Banda- ríkjaþing um það, að- þau þjáist af þessari sýki. Á hinn bóginn kann svo að fara, að þú þurfir að hafa búið í landi, þar sem þú ert svift- ur málfrelsinu, áður en þú rjettilega getur skilið, hversu dýrmætt það er. En þau okkar, sem lifað hafa og starfað í hinum þremur einræðisrikjum, sem nefnd eru hjer á undan, skilja út í æsar, hversu hrvllilegt það getur verið að eiga ekki þenna rjett Og nú k; jeg að kjarna málsins. í styrjöld hafa jafn vel lýðræðisþjóðirnar afsal- að sjer mörgum rjettindum — jafnvel nokkrum hluta málfrelsisins — í þvi skvni að skapa löndum sínum nægilegan styrk í styrjöld- inni. Eftir styrjöldina vilj- um við aftur fá þessi rjett- indi, og það jafnvel með rentum. Það má ekki mis- skiljast, að einmitt fyrir þessu eru herirnir að berj- ast. Og hver eru „lýðræð- isrikin“? í dag eru aðeins tvö meiri háttar lýðræðis- ríki í heiminum: Bretland og Bandarikin. Eins og Smuts hefir sagt, þá mun ekki neitt kveða að Frakklandi um langan tíma. Svo kann að fara, að Frakk land verði ekki aftur stór- veldi meðan þessi kynslóð lifir, og jafnvel ekki á dög- um næstu kvnslóðar. Þrjú Norðurlandanna eru óvje- fengjanlega lýðræðisriki, og fyrir stríð hafði menningin komist á hæst stig undir kapitalistisku þjóðskipulagi í Noregi, Svíjþóð og Dan- mörku, en þrátt fyrir sið- ferðisleean þroska, er smæð þeirra þess valdandi, að þau munu ekki geta lagt þungt lóð á metaskálarnar við sköpun viðburðarásarinnar í heiminum i framtíðinni. Sama er að segja um Hol- land og Belgíu. Samt gætu þéssi fimm litlu Evrópu- ríki með tímanum myndað bandalag til verndar lýð- ræðishugsjóninni í heims- málunum. Þetta virðist ekki aðeins hugsanlegt, heldur einnig mjög sennilegt. Rússland og Kína eru ekki lýðræðisríki. RÚSSLAND og Kína eru ekki lýðræðisriki eftir okk- ar skilningi. Þetta er stað- reynd, þrátt fyrir allar þær framfarir, sem hægt er að benda á í Rússlandi og hina geysimiklu öldu mannlegra umbóta, sem nú er að hefj- ast meðal miljónanna í Kina. Nú er eftir að taka til yfirvegunar ríkin í Austur- Mið-' og Suðaustur-Evrópu. En það er einmitt hjer og hvergi an^ai's staðar, sem framtíð iyofæóisins mun verða að ganga i gegnum erfiðasta hreinsunareldinn. -— Því hvað er að gerast? Hvert einasta þessara rikja bjó við einhverskonar ein- ræðisskipulag, þegar stríðið braust út. Nokkur þeirra, sem nú eru talin meðal bandamanna okkar, hafa nú svokallaðar útlagaríkis- stjórnir, sem hafa 'aðsetur annað hvort i London eða Kairo. Þessar ríkisstjórnir leggja alt kapp á að láta líta svo út, sem þær sjeu raun- verulegir umboðshafar þjóða sinna, sem nasistar hafa hernumið. Þetta er mjög skiljanlegt. En stað- reyndirnar eru ekki ætið í samræmi við þessar full- yrðingar. I Grikklandi geis- ar nú innbyrðis styrjöld meðal föðurlandsvinanna, og hefir annar baráttuaðil- inn sent sendinefnd til Ge- orgs konungs i Kairo, og farið þess á leit, að Lann snúi ekki aftur til Gri-kk- lands fyr en þjóðáratkVæða- greiðsla hefir verið látin fram fara að striði loknu. Þeir fengu ekki þetta lof-' orð, og þeir fengu ekki einu sinni sæti í stjórn Georgs konungs í Kairo. í Júgóslav íu hefir verið stórkostleg og hlifðarlaus barátta milli hinna tveggja herja föður- landsvina, sem þektir eru undir nöfnunum Chetnikar og Partisanar. Eru það í rauninni Serber og Króatar, sem halda þarna áfram alda gömlum deilum sínum. Það er eftirtektarvert, að þetta konungsríki Serba, Króata og Slóvena er. í rauninni dá- lítið samband — sem þó er óhæft til þess að vera sam- band — og þessi lifandi of- anígjöf ætti að vera til við- vörunar þeim stjórnmála- mönnum þessara smáríkja, sem ala þá von í brjósti að geta — með tillögunni um Mið-Evrópu bandalag — trygt sig í stöðum sínum í framtíðarskipulagi þessara nú hernumdu landa. Pólska útlagastjórnin hef ir verið sjerstaklega áfjáð í að hrinda bandalagshug- mynd þessari í framkvæmd. En einmitt þessari hug- mynd hafa Rússar mótmælt, og það er vert að því sje gaumur gefinn. að það er þeirra hönd, sem hefir gefið slíku bandalagi rothöggið. Eins og jeg hefi bent á, er Sovjet-Rússland ekki lýð- ræðisríki. Starfsemi Stalins er þó lýðræðinu til efling- ar, ef . . . En það er einmitt þetta ,,ef“, sem er hin raun- verulepa áskorun til lýðræð isríkjanna, því að Stalin hef ir lýst því yfir, að Sovjet- Rússland sje andvígt slíku bandalagi, er komið verði á fót meðan stríðið stendur vfir. Rússar halda því fram, að þessar „útfluttu ríkis- stjórnir", eins og þeir kalla þær, sjeu ekki raunveruleg ir umboðsmenn sinna þjóða. Því verði að gefa þjóðum þessara smáríkja frjálsar hendur um að velja sjer það stjórnarfar, er þær helst vilja — eftir að þær hafa verið frelsaðar undan oki nasista. Þannig kemur það óbeint fram, að Rússar við- urkenna ekki útlagaríkis- stjórnir Póllands, Grikk- lands og Júgóslavíu. Ætla Bretar og Banda- ríkjamenn aS gefa Rússum frjálsar hendur í austri? ÞETTA ÞARF þó ekki að benda til þess, að Rússar ætli sjer að nota hið mikla vald sitt eftir stríð til þess að reyna að mnskapa Ev- rópu án tillits til hagsmuna eða óska Breta og Banda- rikjamanna. Jeg álit, að raunsæismenn í breska ut- anríkisráðuneytinu og í Washington hafi þegar talið það útkliáð mál, að hinir „sjerstöku" hagsmunir Rússa í Mið- og Suðaustur- E\rrópu muni verða viður- kendir. Ennfremur er það skoðun mín, að kænustu bresku og bandarísku stjórn Framhald á 8. síðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.