Morgunblaðið - 22.03.1944, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 22.03.1944, Qupperneq 12
12 MiÖvikudag-ui; 22. mars 1944. \ lostar um miljón króna ú setja Laxfoss ð stanó ÞESS hefir áður verið getið hjer í blaðinu, að tveim mönn- um, þeim Ásgeiri Sigurðssyni forstjóra Landssmiðjunnar og Ólafi T. Sveinssyni skipaskoð- ynarstjóra hafi verið falið að meta m.s. Laxfoss í því ástandi sem skipið nú er og einnig að gera áætlun um viðgerðar- kcstnað skipsins. Þessu verki er nú lokið og er Kiiðurstaðan þessi: Skipsflakið er meiið 142 þús. kr. virði. En að setja skipið í eíand og gera það úr garði eins og það var, er áætlað að kosti kv,- 997.600.00. Nú var vátrygging Laxfoss 240 þús. kr. Niðurstaðan á mati skipsins og áætlaður köstnað- ur við viðgerð þess sýna, að tijér er um að ræða fullkomið strand. Verður það því vá- tryggingarfjelagið, sem yfir- tekur skipið og ráðstafar því. Sfrandmennirnir komnir til bæjarins 38 STR A NI)M ANNANNA frá Kossfjöru eru nýkomnir í hæinn. Svo sem kunnugt er strönd- wðu ]u jú erlend skip á k'oss- fjöru á Síðu fyrir nokkru. Yar 41 manni bjargað. — Deii- ]>rír sem eftir eru ery rúníJiggjandi, er einn jieirra fótbrotinn, annar meiddist riiicið á öxl og hinn þriðji kalin á fótum. Jíinir 38 strandrnenn voru seifluttir að austan til Vík- w l'ar ýmist farið á hest- típi. gangandi eða í bílum. Yí .■ Tungufljót, en brúin þar ér ónýt, fóru mennirnir á fs.spöng. rétt ofan við brúna. Ferðin gekk vel, bótt hún v;r i miinimnum nokkuð erfið. j l'nnið ei' að björgun tv'f'ggja skipanna, er búið að dæla sjó úr skipunnm. og tek- ist liefir að rjetta skipin nokkurfi vegin. •—• Ynrðskip- ið Ægir starfar að björgun 43 myndir seidar á sýningu ións í>or- leifssonar SÝNING Jóns Þorleifssonar f Listamannaskálanum hefir verið fjölsótt þessa daga, síð- an hún var opnuð, og hafa sýningargestir yfirleitt lýst á- ) ægju sinni yfir listaygrkum þeim, sem þar eru. Enda hafa þ.egar verið seldar 43 myndir af 90, sem á sýningunni eru. Er það einhver mesta sala á málverkum, sem dæmi eru til að átt hafi sjer stað hjer í Reykjavík. Bæjarbúar ættu sem flestir að nota þetta tækifæri til þess að kynnast list þessa góðkunna juálara. Þassir búast við innrás ÞAÐ EK auðheyrt á fregnum Þjóðverja um þessar mundir, að þeir búast við innrás bandamanna á meginland Evrópu, hvenær sem vera skal, enda eru yfirmenn þeirra altaf að skoða varnarvirkin miklu, sem reist hafa verið á ströndum meginlandsins. — Myndin hjer að of- an, sem kom til Bandaríkjanna frá Lissabon fyrir skömmu og síðan hingað, sýnir Rundstedt marskálk (á miðri myndinni) vera að skoða varnarvirki við Ermarsundsstrendur. - Og þessir eiga að stjórna henni 1 HJER SJÁST innrásarforingjar bandamanna. Frá vinstri eru það þessir: Omar Bradley, yfirmaður iandhers Bandaríkjamanna, Bertram Ramsay, breskur flotaforingi, yfirmaður inn- rásarflotanna, Tedder flugmarskálkur, næstæðsti maður Eisenhowers, Eisenhower hershöfðingi, hæstráðandi innrásarherjanna, Montgomery hcrshöfðingi, yfirmaður bresku landhcrjanna, Taff- ord Lae Mallory, flugmarskálkur, yfirmaður innrásarflugherjanna og Walter B. Smith, Banda- ríkjahershöfðingi, herráðsforingi innrásarherjanna. Biskupnum vel fagnað í San Francisco SAN FRANCISCO, 17. mars: iHjer í borg hafa biskupi ís- | lands fulltrúa íslensku ríkis- stjórnarinnar og islensku kirkj unnar, verið veittar stórfeng- legar viðtökur, en biskupinn hefir nú þegar áunnið þjóð sinni marga vini meðal Banda- ríkjamanna. Hin opinbera móttökuviðhöfn fór fram í skrifstofum borgar- stjórans Rogers Lapham, í ráð- húsi San Francisco. Samkvæmt uppástungu borgarstjórans var ákveðið að fara 1 smáferðalag Er viðhöfninni í ráðhúsinu var lokið, höfðu frjettaritarar blaða og útvarps tal af biskupL Frjettaritararnir vildu einkum fræðast um framfarir á sviði menningar- og fjelagsmála á íslandi, og ræddi biskupinn lengi um þau málefni. Hann mintist á höggmyndasmiðinn Einar Jónsson, en verk hans eru vel kunn í Bandarikjun- um, og hann skýrði kerfi það, sem íslenska ríkisstjórnin starf að ieftir, við úthlutun styrkja til listamanna, rithöfunda og tónskálda. Um þrjúleytið ávarpaði bisk- upinn The Commonwealth Club of California, en það er fjelag forustumanna á sviði fjelags- og verslunarmála. Meðal á- heyrendanna var major gene- ral John Marston, yfirmaður Kyrrahafsdeildar landgöngu- liðs Bandaríkjamanna, en Mar- ston stjórnaði liði því, er gekk hjer á land 7. júlí 1941. — Er biskupinn hafði lokið ávarpi sínu, tók Marston til máls, hann bað biskupinn að flytja íslensku þjóðinni þakklæti sitt fyrir vinsemd hennar í garð amerískra hermanna, sem dval ist hafa á Islandi. Að kvöldi fyrsta dagsins, er biskupinn dvaldist í Kaliforníu korpu 23 íslenskir námsmenn á heimili síra Octavius Thorláks- sonar, til þess að fagna bisk- upi. Síra Thorláksson (sonur Níels Steingríms Thorláksson- ar frá Stóru-Tjörnum í Ljósa- vatnsskarði), aðstoðaði við stofnun fjelags íslenskra náms manna í Kaliforníu fyrir ári síðan, og hann bauð fjelags- mönnum að hafa afnot af heim ili sínu sem fundarstað. Hjer á eftir fara nöfn náms- fólksins, sem biskupinn hitti á heimili síra Thorlákssonar: Einar Kvaran, forseti fjelags- ins, Kristjana Eggertsdóttir, Kristin Halldórsdóttir, Einar Eyfells, Anna Ólafsdóttir, Ásta Lóa Bjarnadóttir, Iðunn Ey- lands, Sigríður Valgeirsdóttir, Grímur Tromberg, Bragi Frey- móðsson, Kristján Karlsson, Haraldur Kroyer, og kona hans Ragnheiður, Aðalsteinn Sig- urðsson, Jóhann Hannesson, Ólafur Thorarensen, Þórarinn Reykdal, Kolbrún Jónsdóttir, Helga Tryggva, Gunnar Sig- urðsson og kona hans, Elinborg Þórarinsson. Gunnar er á för- um til St. Louis Missouri, en þar rnun hann stunda nám við flugskólann Parks College. — Gunnar mun leggja stund á stjórnarstörf viðvíkjandi flug- samgöngum. Enn fremur var Sturla Ein- arsson, prófessor í stjörnufræði við háskólann í Kaliforníu og ráðunautur íslenskra náms- manna við háskólann, viðstadd ur. Frú Sigríður Benónýs frá Berkley, sem er gamal kunn- ug biskupnum frá stúdentsár- um hans, var gestur í veislu þessari. Júlíus Havsleen segir frá Hafoargerð Húsavíkur Júlíus Havsteen, sýslumaður Þingeyinga, er staddur hjer í bænum og með honum Karl Kristjánsson oddviti, Páll Kristj ánsson og Jón Guðmundsson. Eru þeir hingað komnir til þess að undirbúa framhald hafn- argerðarinnar í Húsavík. Er Jón Guðmundsson fulltrúi fyr- ir samvinnufjelag sjómanna í Húsavík, en Páll fulltrúi verka lýðsfjclags Húsavíkur í sendi- nefnd þessari. Aðalverkið sem eftir er við hafnargerð þessa, og það sem nú verður byrjað á, er að gera hafnargarð út frá Húsavíkur- höfða, vestur 1 víkina, svo hann, ásamt þeirri bryggju, sem þeg- ar er bygð, umlyki höfnina. Er tíðindamaður blaðsins átti tal við sýslumann um þetta mál, sagði hann m. a.: — Hugmyndin er, eins og mönnum er kunnugt, að reisa 9—10 þús. mála síldai'verk- smiðju á höfðanum, þegar hafn argarður er það langt kominn, að skilyrði sjer þar fyrir slík- um verksmiðjurekstri. Hefir stjórn síldarverksmiðjanna lagt til, að slík verksmiðja yrði þar reist, og Alþingi fallist .á þá tillögu. Á fyrra ári voru samþyktar á Alþingi breytingar á hafn- arlögum Húsavíkur, heimilað að auka þar hafnarmannvirki og leggja fram % kostnaðar við þau mannvirki, alt að 1,2 milj. króna, og heimild gefin fyrir ríkisstjórnina að ábyrgj- ast alt að 2,1 milj. króna lán til framkvæmda þessara, Áætlanir hafa verið gerðar á Skrifstofu vitamálastjóra um hafnargarðinn, en hann verður allmikið mannvirki. Koma til mála tvennskonar gerðir hans, og er kostnaður áætlaður með annari tilhöguninni 2,6 milj. kr., en 1,9 milj. kr. samkv. hinni. Veltur allmikið á því, hvar hæfilegt grjót fæst í garðinn, í nánd við Húsavík, ellegar sækja þarf það vestur yfir Skjálfanda. Björgin, sem nota þarf í þenna garð, verður að vera alt að 5 smálestir á þyngd hvert þeirra. Verður garðurinn mun dýrari, ef sækja þarf grjót ið langa leið. Vonumst við Hús víkingar eftir því, að það fáist skemst suðaustan við kauptún- ið, í Svonefndum Kötlum. Hafnargarður þessi þarf að vera 250 metra lengur, og eiga 190 metrar hans að liggja í beinni línu út frá höfðanum, en 60 metrarnir fremstu verða sveigðir meira í áttina að fremsta odda á bryggjunni, sem fyrir er. Sjávardýpið innan við þenna fremsta hluta garðsins verður 6—7 metrar. Er vonast eftir að hægt verði að byrja á þessu verki 1 vor. London í gærkveldi. — Banda- ríkjamenn hafa tilkynt, að landgöngulið þeirra á Admira- lity-eyjum hafi náð bar öllum þýðingarmestu stöðvam á sitt vald

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.