Morgunblaðið - 23.03.1944, Qupperneq 7
Fimtudagrur. 23- mars 1944.
MORGUNBLAÐIÐ
f.
Leynivopn vinna ekki styrjaldir
ÞAÐ HEYRÐIST flug-
vjelagnýr og brátt var him-
ininn þakinn flugvjelum,
sem allar stefndu yfir til
Frakklandsstranda. í frjett-
um daginn eftir var tilkynt,
að 1300 flugvjelar hefðu
gert sprengjuárás á ,,hern-
aðarstaði“ á norðvestur-
strönd Frakklands. Samtím-
is kvað við hjá öllum: Þarna
kemur það. Það eru „rak-
ettu“-byssumar — leyni-
vopn nasista".
Öllum er ráðgáta, hvað
það er, sem Þjóðverjar hafa
safnað saman á „rakettu-
ströndinni“. Ef til vill verða
lesendurnir enn, er þeir lesa
þessa grein, að velja á milli
staðfastra frásagna um rak-
ettubyssur, sem ætlað er að
sundra innrásarflota, eða
ímyndana um óhemjustór
skothylki, sem reiðubúin eru
til þess að varpa þrjátíu
tonna þráðlaust stjómuðum
risasprengjum yfir London
í gjöreyðingarskyni.
Nasistamir myndu frem-
nr kjósa, að því síðarnefnda
yrði trúað. Þeir eru sjer-
fræðingar í sálrænum hern
aði. Þeir reyna að hagnýta
óttann við hið óþekta á sama
hátt og villimaður beitir ó-
frýnilegu öskri sínu, í von
um að skelfa andstæðinginn
og gera hann að auðunnu
fórnarlambi fyrir hið fá-
brotna en þó árangursríka
vopn hans, exina.
Þar sem nasistar eru nú
að tapa í styrjöldinni, reyna
þeir að draga fram öll þau
leynivopn, sem finnanleg
eru í fórum vísindamanna
þeirra og áróðursmanna.
Auðnist þeim með þessu að
vekja taugaóstyrk hjá and-
stæðingunum, hræða fólkið
á heimavígstöðvunum hjá
þeim og skapa nauðsynlegt
sálarástand til þess að
tryggja Þjóðverjum samn-
ingsbundinn stundarfrið, þá
er höfuðtakmarki þeirra
náð.
Sannleikurinn er sá, að
alt of mikið er gert úr leyni
vopnum. Þau geta skapað
öðrum aðilanum stundaryf-
irburði, en þau ráða ekki
úrslitum. Þetta gildir jafnt
um bandamenn og möndul-
veldin. Einungis grunnhvgn
ir menn ganga með þá grillu
í höfðinu, að hinar nýju
gasknúðu flugvjelar Breta
muni á einni nóttu gera út
af við þýska flugherinn. —
Bretar birtu fregnir þessar
augsýnilega til gagnáróðurs
fregnum Þjóðverja um rak-
ettu-sprengjur, sjálfstýran-
leg tundurskeyti og rakettu
byssur. Þjóðverjar vita áreið
anlega eins mikið og hver
annar um hreyfillausar flug
vjelar, því að þeir voru
brautryðjendur í þvi að
knýja flugvjelar með gasi.
Á sama hátt geta Bretar
og Bandaríkjamenn komist
á snoðir um alt það, sem
þeir ekki vita um rakettur,
hjá Rússum, því að þeir
bvrjuðu að nota rakettu-
skevti gegn flugvjelum Þjóð
verja í umsátrinu um
Moskva árið 1941. Bjuggu
Eftir Patrick Thompson
Fyrri grein
Mörgum getum hefir verið leitt að því, hverskonar
leynivopn það muni vera, sem Þjóðverjar hafa hvað
cftir annað gefið í skyn að þeir ættu í fórum sínum og
myndu tryggja þeim úrslitasigurinn. I eftirfarandi grein
er rakin saga hinna ýmsu „leynivopna“ á liðnum öldum.
og kcmst höfundur að þeirri niðurstöðu, að slík vopn
ráði aldrei úrslitum styrjalda, nema þá ef til vill rjett
fyrst í stað.
Greinin er Iauslega þýdd.
þeir síðan út margfaldar.
rakettubyssur, sem einnig
gáíu skotið til hliðanna, og
komu fyrir rakettuhylkjum
í Stormovik-flugvjelar sín-
ar.
Leynivopnin verða að geta
knúið fram sigur
þegar í stað.
EF EKKI er hægt að gera
út af við óvininn þegar í \
stað, þá kemur leynivopnið
að engu haldi og getur jafn
vel komið þeim á kaldan
klaka. sem beitti þyí í upp-
hafi. í orustunni við Hera-
clea árið 280 f. Kr. beitti
Pyrrhus nokkur hundruð
fílum gegn skelfdum Róm-
verjahernum. Fimm árum
og tveimur orustum síðar
beittu Rómverjar sjálfir
fílum, og Pyrrhus varð að
hörfa heim aftur.
Sama gerðist í Cimbrai í
nóvembermánuði 1917. Bret
ar voru þar alvarlega orðn-
ir lamaðir andlega eftir or-
ustuna við Ypres, þar sem
120.000 skotliðar höfðu helt
yfir Þjóðverja 4.280.000 fall
byssuskotum, sem samtals
vógu 120.000 smálestir, en
fótgönguliðið hafði þó ekki
getað sótt fram nema rúa
níu kílómetra og mist
400.000 menn í þeirri sókn.
Við Cimbrai sendu Bretar
aftur á móti fram gegn víg-
línu Þjóðverja 4.000 her-
menn í 378 frumstæðum en
þó mjög stórvirkum skrið-
drekum. Þetta leynivopn
gerði Bretum í raun og veru
kleift að sækja fram um níu
kílómetra á tólf klukku-
stundum og missa aðeins
5.000 menn.
Tuttu og þremur árum
síðar voru sameinaðir herir
Breta og Frakka brotnir á
bak aftur með sama endur-
bætta breska leynivopninu.
Nú var það notað í stórum
stíl, og loftvarnarkúlur
bandamanna unnu ekki' á
brynvörnum skriðdrekanna.
Nýjar hernaðaraðferðir
gera leynivopn úrelt. Filip
l Makedoniukonungur fann
upp nýtt herskipulag. Var
það breiðfylking, vopnuð
lengri spjótum en áður tíðk
uðust. Beggja vegna við
I þessa fylkingu var skipað
| riddaraliði, én að baki þess
var stórskotalið með skot-
vörpur. Þar við bættist einn
ig við vjelfræðingasveit, sú
fyrsta, er hersagan getur
um. Þetta heilsteypta leyni-
vopn kom Grikklandi undir
veldi Makedoniumanna og
skapaði Alexander, syni
Fihpusar, heimsveldi.
Þegar tímar liðu, kyntu
Rómverjar sjer þessa ægi-
legu breiðfvlkingu Make-
doniumanna, á sama hátt og
Þjóðverjar siðar könnuðu
fyrirkomulag hinnar vold-
ugu Maginot-línu. Þeir
leistu vandamálið með næst
um sama hugviti og tæknis-
legum endurbótum og Þjóð-
verjar síðar notuðu. Sem
móteitur fundu þeir upp
annað leynivopn. Var það
eitt hundrað manna sveit
vopnuð kastspjótum og
stuttum sverðum. Var sveit
þessari skipað í þrefalda
röð. Fyrstu tvær raðirnar
vörpuðu spjótum sínum og
sóttu fram. Breiðfylkingin
stóðst þessa árás, en þá
geystist þriðja röðin fram
óþreytt, varpaði spjótum
sínum og greip síðan til
sverðanna. Rofnaði þá hin
trausta breiðfylking, sem
var svifasein vegna hinna
þungu vopna sinna.
Hugmyndirnar að nútíma-
vopnum eru flestar fyrir
löngu til orðnar.
ÞETTA VIRÐIST vera
langt sótt aftur í tímann. En
öll leynivopn hafa í ein-
hverri mynd komið fram
löngu áður en Hitler kom til
sögunnar eða hægt var að
hugsa sjer heimsstvrjöld,
þótt ekki væru þau eins
margbrotin og fullkomin og
nú. Þetta er i rauninni ekk-
ert undarlegt, þegar þess er
gætt, að í 3.600 ára þektri
sögu mannsandans er að-
eins getið 300 ára, sem full-
kominn friður hafi ríkt í
heiminum.
Mörg þýsku leynivopn-
anna miða að því að geta
gert út af við óvininn i það
mikilli fjarlægð, að hann
geti ekki náð til þeirra með
varnarvopnum sínum. En
Neanderthal maðurinn átti
frumrjettinn að þessari hug
mvnd.
Heilastarfsemi hans var
vakin við það, að hand-
leggjalöng vera í apalíki
nálgaðist helli hans með
þunga kylfu í hendi. Beind-
ist athygli hans þá að hrúgu
af lausilm steinflísum, sem
lágu við helismunnann.
Andartaki síðar hröklaðist
þessi ókunna vera á brott og
lagaði blóð úr nokkrum sár-
um á andliti hennar og lík-
ama. Varnartækni Neand-
erthals hafði hindrað það,
að óvinurinn kæmist í högg
færi við hann.
Hinir hraustu menn Ahi-
ezers endurbættu síðar Ne-
anderthals-aðferðina þann-
ig, að þeir vörpuðu steinum
með báðum höndum. Það
hefir ekki verið neitt gaman
undanfara hinnar nýtísku
að komast í kastfæri við
þessar mensku vindmyllur,
vjelbyssu og marghlevpu
pom-pom byssu.
Þegar Neanderthal-mað-
urinn dag nokkurn reikaði
út um þjetta skóga, kom
hann að liðlega vöxnum ná-
unga, sem stóð þar yfir ný-
feldu hreindýri. Neandert-
hal-maðurinn nálgaðist með
kylfu sína, og sá litli tók
upp langa og beina trjá-
grein. Neahderthal glotti,
því að honum myndi ekki
mikil hætta búin af iafn ve-
sælu vopni. En áður en
hann var kominn nóku ná-
lægt til þess að berja þann
litla i klessu með kylfu
sinni, rak hann upp öskur
mikið, riðaði og hneig hægt
til jarðar. í stað þess að
sveifla vopni sinu, hafði litli
skógarbúinn skyndilega og
af miklu afli stungið Ne-
anderthal í magann með
trjágrein sinni, sem var
með hvössum oddi, er hert-
ur hafði verið í eldi.
þriggja manna flokkinn. Ne
anderthal-maðurinn, sem
þannig var haldið í skefjum
framan frá og ráðist að hon
um frá báðunr hliðum, f jell
sem fyrsta fórnardýr tang-
arsóknar.
Sagan endurtekur sig.
MILJÓN ÁRUM siðar
gerðist þetta á ný í heims-
styrjöldunum. En nú voru
stríðsmennirnir orðnir svo
margir — milli þrjátíu og
fjörutíu þjóðir, . sem töldu
um miljarð manna — og alt
var orðið svo stórkostleg't
og flókið og hjálpartækin
svp margvísleg ,að hugsanir
manna urðu þokukendar,
rainningarnar óljósar, og
fæstir gerðu sjer ljóst, að
löngu fyrir daga þessai'ar
stórkostlegu myndar af vjei
um, sprengingum og stríð-
andi miljónum, hafði alt
þetta gerst áður á bernsku-
dögum mannkynsins.
Fyrsta leynivopninu. sem
sagan getur um, var beitt
í viðureign Davíðs og Goli-
ats í Elah-dalnum. Annars
vegar var ægileg mannvera,
risavaxin með hjálm á
höfði, leg'ghlífar úr málmi
og málmskjöid framan á
brjóstinu. Sverð hafði hann
að vopni og spjót með járn-
oddi og var þar að auki
vemdaður af skjaldbera,
sem stóð fyrir framan hann.
Þetta var i rauninni gang-
andi skriðdreki.
Hinsvegar var svo Davíð
litli. Gekk hann fram og
hrópaði: „Jeg kem til þin í
nafni guðs herskaranna.“
Þetta var einungis áróður
eða sálrænn hernaður, Da-
við hlaut að reiða sig á eitt-
hvað annað árangursríkara,
enda kom það brátt í ljós.
Tók hann fimm steina og
slöngu úr mal sínum. Steinn
inn, sem hann skaut, lenti
í enni Filistians og gerði
holu þar í. Goliát steyptist
á grúfu til jarðar. Dávíð
hafði skotið af fyrstu skrið-
drekabvssunni.
Mitci! umferSasly
Hvert vopnið leiðir annað
af sjer.
EN FYRSTA spjótið
gerði ekki út af við Ne-
anderthals-mennina. Sonur
inn fann líkama föður síns
og lagði nú hugann ræki-
lega í bieyti til þess að
revna að uppgötva það,
hvaða gailar hefðu verið á
árásarstríðsaðferðum föður
síns. Síðan fór hann heim,
skar beinvaxna grein af
ungu trje, um það bil alin
lengri en grein sú hafði ver-
ið, er varð föður hans að
bana, og þandi síðan þykka
hreindýraskinnshrygglengju
yfir ramma úr mjóvöxnum
greinum, sem hann batt
saman með tágum.
I Þannig vopnum búinn
hjelt hann til skógar til þess '
að leita skógarmanns, sem
ekki hefði endurbætt vopn
sín eða hugsað sjer nokkr-
ar gagnráðstafanir, ef ein-
hver hefði fundið upp varn-
ir gegn vopnum hans. Skóg '
armaðurinn beið lægri hlut. i
Neanderthal II. var nú orð- -----
inn stríðsherra nr. 1 og LONDON í gærkvöldi:
hjelt þeirri tign, þar til ein Þýska frjettastofan tilkynti í
hvern dreymdi um mann gær, að framvegis myndu þýsk
með sex handleggi, sex ar útvarpsstöðvar útvarpa frá-
fætur og sex augu og hóf sögn af árásum Bandaríkja-
gera þann draum að veru- flugvjela á landið, þannig, að al
þegar aðgerðir i þá átt að menningur í landinu geti fylgst
leika með því að skipu- með ferðum og gerðum flug-
leggja fyrstu herdeildina — vjelanna. Reuter.
London í gærkvöldi. —
SÍÐAN styrjöldin hófst, hafa
aldrei farist fleiri börn í Bret-
landi í einum mánuði af völd-
um umferðaslysa, en í febrúar
siðastliðnum. Ails biðu 108
börn bana, þar af 100, er voru
fótgangandi, er slysið bar að,
en 8 voru á reiðhjólum.
Alls fórust af umfei’ðaslys-
um i mánuðinum 545 manns,
en 8900 slösuðust meira eða
—Reuter.
minna.
Loftárásum útvarpað.