Morgunblaðið - 25.03.1944, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.03.1944, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 25. mars 1944. -HVALFJARÐARLEIÐIN ENN - Sumum kann ef íil vill að finnast, að það sje að bera í bakkafullan lækinn, au skrifa enn um Hvalfjarðarleiðina. Um hana hafa þegar birtst nokkrar greinar eftir ýmsa höfunda, en því miður hefi jeg ekki nema eina þeirra með höndum, þá síðustu,. sem jeg hefi sjeð um þetta mál, og get jeg þessvegna ekki tekið þær greinar til athugunar, enda þótt jeg teldi þess nokkra þörf í þessu sambandi, sem hjer um ræðir. Þó sjerstaklega grein Odds Hallbjarnarsonar. En í dagblaðinu Vísi birtist grein frá 7. þ. m. eftir Ólaf B. Björnsson, um Hvalfjarðarleið- ina. Og vil jeg taka hana lítið til athugunar, ásamt ýmsu fleiru, í sambandi við umrædda leið. Flestir þeir menn, sem um þessa leið hafa skrifað, eru hjer lítt kunnugir snjóalögum að vetrarlagi inn með Hvalfirði, og eiga því erfiðara með að dæma um hana í sambandi við vetrar leið inn fyrir fjörðin. En jeg veit ekki til, að nein rödd hafi heyrst um þessa leið, frá þeim, sem búið hafa við þessa leið um langt árabil, en þeim ætti samt að vera það töluvert kunn ara, en þeim, sem aðeins ferð- ast þar um að sumarlagi. Það er af þeim ástæðum að jeg tek mjer penna í hönd, ef það mætti verða til þess að þetta mál skýrðist ofurlítið betur fyrir þeim, sem ókunnugir eru þess- ari leið. Jeg vil taka undir það, sem Ól. B. segir í upphafi greinar sinnar ,,að málið sje rætt öfga- laust frá öllum hliðum“. En frá mínu sjónarmiði, finst mjer það vart hafa verið gert. Og það er ekki laust við að manni finnist, að nokkur togstreita hafi komið fram, milli Borgar- ness og Akraness um sjóleiðina. Og það má segja, að það sje ekki nema mannlegt að vilja fyrst og fremst hlúa að sjer og sínum, eða sínu bygðarlagi, bara að það sje ekki um of gert á kostnað annara. Á meðan er ekki hugsað að halda uppi vetrarferðum inn- fyrir Hvalfjörð, (með því auð- vitað að bæta þann veg, sem nú er), eru þeir sem við fjörð- in búa, alt frá Hvammi og út að Saurbæ, (að ekki sjeu taldir fleiri bæir), útilokaðir frá veg- arsambandi um langan tíma að vetrinum til. Þetta finst mjer nokuð veigamikið atriði, þegar rætt er um þessa leið. Á þessu svæði, sem á var minst, eru um 16—18 býli, þó ekki sje rekin búskapur á þeim öllum nú um stund, sem vonandi breytist áð- ur en langt líður. Þegar rætt er um samgöngúleiðir, hvort heldur er á sjó eða landi, finst mjer að beri að líta á þörf fjöld ans, og þeirra, sem verst eru settir í því sambandi. Stuttar og beinar leiðir eru góðar þar, sem fjöldin getur notið þeirra til fulls. Tökum lítið dæmi. Hugsum okkur mann, sem ætlar að ferð ast nteð skipi frá Reykjavík til ísafjarðar, eða Akureyrar. Fyr ir hann væri að sjálfsögðu þðegi legast að skiþið kæmi á, seþv fæstár hafhir,' eri almennitlgf- héill striðír ’þá á*' mótú Eftir Steina Guðmundsson finst að stundum áður hafi ver- ið gert full mikið að því að leggja eða laga vegi, sem skemsta leið, og þá að nokkru leyti miðað við skemtiferðafólk. Tökum t. d. á Kaldadalsveg. Skoðun mín er sú, að betur hefði þvi fje verið varið, sem á sínum tíma var varið til hans og komið fleirum að notum, t. d. að það hefði verið lagt í Hvalfjarðarveginn. Jeg held að fullyrða megi, að hefði : verið sæmilegur bygður vegur í vet- ur kringum Hvalfjörð, að flesta daga hefði verið hægt að koma mjólk til Reykjavíkur, án þess að um mikinn snjómokstur hefði verið að ræða. Þótt Ól. B. telji það gagnstæða í sinni grein og verður að því vikið. Hann segir: „Til skams tíma hefir Hvalfjarðarleiðin verið illa sumar-, hvað þá vetrarfær11. Nokkuð var til í þessu. En veit ekki ÓI. B. hvað mikið og vel vegurinn var lagður á síðast- liðnu vori? Og það svo, að hann var af kunnum talin, einn með bestu vegarköflum hjer í grend, og var þó aðeins um ruðning að ræða, en ekki byggingu. Það er mitt álit, og jeg er ekki einn um það, að það sje ekki tiltölu- lega meiri kostnaður að gera mjög sæmilegan'vetrarveg á þessari leið, en sumstaðar ann- arsstaðar, og að honum myndi als ekki hættara að spillast en mörgum öðrum vegum. Þessu til sönnunar, má benda á vegar- kafla, sem lagður var fyrir full- um 30 árum, norðan undir Reynivallahálsi, sem standa enn óhaggaðir, án nokurs viðhalds. Fyrir skömmu síðan átti jeg tal við bílstjóra um þessa leið, og búin er að keyra þvert og endilangt um landið, og oft og ^mörgum sinnum fyrir Hval- fjörð. Hann sagðist álíta, að sjálfsagt væri að leiðin lægi inn fyrir fjörðinn. Fólkið vildi losna við sjóleiðina, ef að þess væri kostur. Svona væri það með all an fjöldann. Jafnvel þó um | ferju á Hvalfirði væri að ræða, '■ myndi það ekki flýta mikið fyr 1 ir þeim, sem ætluðu áfram norð : ur, því ef um sjóleið væri að ræða, hvort heldur væri yfir Hvammsvík, heldur varð að fara sjóleiðina“. Ennfretnur segir hann: „Fyrir fáum dögum kom bifreið frá Reykjavík og var 30 tíma á leiðinni. Á leið- inni var skafl á veginum, sem bílstjórinn sagði, að 30 menn hefðu ekki annað að moka á tveim dögum. Jeg veit ekki vel, hvernig ber að skilja þetta. Fór þessi bíll ekki yfir þennan skafl eða voru svona margir menn með bílnum til að moka snjó- inn? Ekkr er þess getið í hvaða mánuði þetta átti að hafa ver- ið, sem að svo mikinn snjó hafi lagt á þesSari leið. Ekki er mjer kunnugt að reynt hafi verið að halda þessari leið opinni fyrir bíla, er þó flestum ljóst að ólíkt hægari er að koma snjó frá á þeim vegi, sem nokkuð hallar frá, en af vegi, sem liggur á jafn sljettu. Og hygg jeg, að ekki hefði þurft nema örlítið brot af því vinnuafli, sem vann í vet- ur í lengri tíma við snjómokst- ur á Mosfells- og Hellisheiði, til að halda Hvalfjarðarleiðinni opinni. Um miðjan febrúar átti jeg leið inn með Reynivallahálsi inn að Fossá. Fóru þá bílar hindrunarlaust þá leið og án þess að nokkuð hefði verið gert við veginn, eða rutt snjó af hon um. Og ekki var jeg var við, að grjót hefði hrunið á veginn á þessari leið. Það er ekkert eins dæmi þó bílum gangi ver að komast á- fram vetur en sumar. Mjög mörg dæmi væri hægt að benda á, sem gerst hafa á öðrum veg- um. En einnig geta orðið tafir á sjóferðalögum, og er þess ekki langt að minnast, og bíst jeg við að flestir kunnugir viti, hvað við er átt í því sambandi. Jeg held að fullyrða megi, að eins og tíðarfar hefir verið háttað mest af þessum vetri, að ef trygg flutningaleið hefði verið til inn fyrir Hvalfjörð, en hvorki um Borgarnes eða Akranes, hefði flesta daga ver- ið hægt, og það mun síðar sann- ast, að koma mjólk til Rvíkur. Eins og áður er sagt, kjósa flestir landleiðina, ef að þess er kostur, jafnvel þó að hún tæki eitthvað lengri tíma. Ól. B. Hvalfjörð, um Akranes, eða segir: „Um helmingur vegarins Borgarnes, fylgdu því oftast mun liggja undir snarbröttum nokkrar tafir. Sennilega væri fjallshlíðum, þar sem sumstað- það best, ef að fólk gæti valið ar er snarbratt fyrir ofan og um, hvort að það vildi heldur neðan. Þar er vatnsrcnsli víða sjóleiðina eða landleiðina. Og á veginum og grjóthrun. Klaki jeg er ekki í neinum vafa um og fannir miklar, þegar frost að flestir myndu kjósa þá síð- er og fannkyngi“. Það væri ari. Til þess að um öruggan veg varla von að ókunnugum litist sjé að ræða á þessari leið. Þarf á slíkri lýsingu. að byggja veg, (því víða á þess-J Ekki veit jeg, hvar Ól. B.Tel ari leið er aðeins um ruddan ur Hvalfjarðarveginn byrja, veg að ræða). Þó ekki ef til vill ega encjai En væri miðað við að ar umbætur óhaggaðar, og er þó þetta á einni þeirri leið, sem Ól. B. bendir á, að liggi undir snarblattri hlíð. Þetta sannar einmitt það, sem áður er sagt um vegarstæði á þessari leið, að það er ekki eins slæmt og margur ókunnugur hyggur. Bæði af því að vegur þessi liggur nærri sjó, og' auk þess nokkuð vindasamt, festir þar all-sjaldan mikinn snjó til lengdar. Þegar því væri búið, að leggja góðan veg á þessari leið, myndi hann ekki síður verða fær, að vetrarlagi, en margir aðrir nærliggjandi vegir Ól. B. vill halda því fram, að vegur á þessari leið geti aldrei orðið tryggur, en jeg er þar á annari skoðun, eins og jeg hefi reynt að sýna fram á. Hvorugur okkar getur sannað sitt mál, fyr en búið er að bæta veginn að mun, og þetta reynt til hlýt- ar. Og það er einmitt mitt álit, að eigi að gera, og það sein fyrst, svo að allir megi vel við una. Um ferju yfir Hvalfjörð legg jeg ekki mikið upp úr. Bíst við j að hún gæti í sumum tilfellum ibrugðist. Jeg álít því sjálfsagt, að sem mestir fólksflutningar fari fram á landi, og einnig töluvert af vöruflutningum. Hinsvegar sjeu vöruflutningar einnig látnir fara fram á sjó, þar sem það þykir hentara. Nú fyrir nokkrum dögum byrjuðu áætlunar-bílar að fara fyrir Hvalfjörð, án þess þó að vegur inn hafi verið lagaður. Ymis legt fleira mætti um þetta segja, því til stuðnings, er jeg hefi hjer drepið á, en því skal slept að þessu sinni. 16 mars 1944. Steini Guftmunclsson. Arngerðareyrar hjónin alstaðar. Færa brúna á Fossá encjann a Reynivallahálsi neðar, og veginn þá um leið. Eins og áður mun hafa verið vestan og svo um Saurbæ að of- anverðu við fjörðin. Þá held fyrirhugað, og ræsa vatnið frá.jeg að fullmikið sje að segja> veginum, þar sem þess þarf að ) Um helmingur vegarins með. Þegar þetta hehr verið ]iggi undir snarbröttum hlíð- gert, myndi sá vegur ekki síður ! umíl fær en ýmsir aðrir vegir, sem | Nú er langt liðið á 3ja vet_ ur, síðan að vegurinn var lagð- ur, (ekki bygður), milli í grein Ól. B. segiU'„Á þess- Hvamms og Hvítaness, og eru úm vetfi Vai’ ékkí I iflánaðái’- •! á þessari leið 2 vond gil, sem tímá hæ'gí áð'iflýtja ri4tiðsý'njáf ! margir óttuðust áð vorit' væri 'á' lafÁdl,'lei;éiría‘Írá ÚvÍÖiiéSi áð'áð tíiga'vlð. Ériti_'í"&dg eru þes$-’ sjálfsagt þykir að halda við all- an ársins hring. ri Halldór Jónsson. Frú Steinunn Jónsdóttir. Þann 5. mars s. 1. átti frú Steinunn Jónsdóttir, húsfreyja á Arngerðareyri við ísafjarðardjúp, fimtugsafmæli. En þann 28. febrúar hafði maður hennar, Halldór Jónsson, átt 55 ára afrnæli. Bæði eru þau Arngerðareyrarhjón harðfengt dugnaðarfólk. Hafa þau búið á Arngerðareyri síðan árið 1920, er Halldór keypti jörðina. Þau hjón hafa átt 11 börn og eru 9 þeirra á lífi, efnilegt fólk og dugandi. Arngerðareyri stendur á vegamótum. Þangað liggja leiðir yfir þrjár heiðar. Þar er því alloft gestkvæmt og því nokkurs viðbúnaðar börf. Arngerðareyrar-hjónin hafa verið þeim vanda vaxin, sem þetta skapaði þeim. Myndarskapur og röskleiki húsfreyjunnar hefir ekki síður en harðfengi og dugnaður bóndans átt sinn þátt í að gera heimilið á Arngerðareyri að einu af öndvegisheimilum við Djúp. Á þessum timamótum í lífi þeirra munu margir vinir þeirra fjær og nær óska þeim og heimili þeirra alls farnaðar í fram- tíðinni. S. Bj. <5> Myndarammar fallegir, í mörgum stærðum og litum koma í búðina í dag. BÓKA OG RITFANGAVERSL. Marino Jónsson * ¥ v <í> <1> 9 4> X X I X x X Vesturgötu 2. I "iO l '$>®®<$><$><$><$><$><$>®<$®Q><$><$>4><&$>i$>&§><&$><$><$><$><$><$><&<$<$><$><&<$><&$*$><$><&$><$>&$*$><&^<$' 'Ví>*rtod a tiuhii 1 , AUGLÝSING ER GULLS ÍGILDI TS'> itiúvnÚTíir. T’íy')*. .ojtwqöií

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.