Morgunblaðið - 25.03.1944, Blaðsíða 12
12
Laugardagur 25. mars 1944,
Samkór Tón-
iistarfjelags-
ins tekur
til starfa
EINS og áður hefir verið
skýrt frá hjer í blaðinu, þá
stofnaði Tónlistarfjelagið sinn
•eiginn kór á síðastliðinu hausti.
Pessi kór kevnur nú í fyrsta
sinn opinberlega fram á hljóm-
leikum fjelagsins í Gamla Bíó
á morgun.
Blaðið sneri sjer til hljóm-
sveitarstjóra Tónlistarfjelags-
ins dr. V. von Urbantschitsch,
sem jafnframt er aðalsöngstjóri
kórsins, og bað hann að segja
eitthvað frá hinum nýstofnaða
kór. Sagðist honum svo frá:
,,Enda þótt kór þessi sje ekki
formlega stofnaður fyr í vetur,
þá er þó flest söngfólkið gam-
alkunnugt og valið úr hópi þess
fólks, sem á undanförnum ár-
um hefur á vegum Tónlistar-
fjelagsins flutt hvert stórverk-
ið eftir annað, svo sem „Sköp-
unina“, „Messías“ og „Jóhann-
esarpassíuna", svo að eitthvað
eje nefnt.
í kórnum eru nú um fjörutíu
manns, allt góðar raddir og
margar ágætar. Tel jeg það
mikinn kost fyrir hinar fjöl-
þættu starfsemi Tónlistarfje-
lagsins, að hafa eignast sinn
eigin kór. Hingað til höfum við
orðið að safna fólki saman í
hvert skifti, sem ákveðinn hef-
ir verið kórflutningur og þá
venjulega orðið að leita til
karlakóranna um hjálp. Þetta
heíir að vísu alltaf gengið
sæmilega, en aðeins vegna góð
vildar karlakóranna og skiln-
ings þeirra á starfsemi fjelags-
ins, þvi að sjálfsögðu hefir
þétta truflað þeirra eigin starf-
sémi.
Þessi nýstofnaði kór okkar
lýtur sjerstakri stjórn, er vinn
ur í samráði við aðalsöngstjór-
ann og' er hún svo skipuð, að (
*Tónlistarfjelagið skipar for-
manninn og er það Olafur Þor-
grímsson hrlm., en sjálfur kýs
kórinn tvo meðstjórnendur,
sem nú eru frk. Sigríður Þor-
steinsdóttir og Sigfús Halldórs-
son.
Hljómleikarnir á sunnudag-
inn verða fyrir styrktarfjelaga
Tónlistarfjelagsins og vil jeg
nota tækifærið til að vekja at-
hygli á því, að þeir hefjast kl.
1,15, en ekki kl. 1,30, eins og
prentað er á aðgöngumiða. —
Verðum við að byrja stundvis-
lega, vegna þess hve sönngskrá
in er umfangsmikil. — Síðar
munum við endurtaka þenna
samsöng opinberlega, svo að
sem flestum gefist kostur á að
heyra hin fögru viðfangsefni
okkar.“ -
„En hver eru viðfangsefn-
in?“
„Hingað til höfum við aðal-
lega flutt andleg kórverk, en í
þetta sinn verða viðfangsefnin
veraldlegs eðlis og með píanó-
undirleik, sem Fritz Weishapp-
el annast. Tónskáldin, er við
höfum valið okkur núna, eru
Brahms og Schubert, eru verk-
in glæsileg og meisíaraleéa
aamin11.
Farmgjalda-
hæk!
hjá
Ríkisskip
ÞVÍ HEFIR verið haldið
fram í blöðum, að hækkun sú
á farmgjöldum hjá Ríkisskip
(25—33%), sem atvinnumála-
ráðherra hefir fyrirskipað, hafi
engin áhrif á vöruverð út um
land, því að hækkunin nái ekki
til sk'ömtunarvara.
Hvað er hið sanna í þessu?
Ilið sanna er, að Eimskipa-
fjelag ísiands hafði samning
við Ríkisskip um flutning á
umhleðsluvörum til hafna út
um land. Samkvæmt þeim
samnirigi skyldi Ríkisskip
flytja allar skömtunarvörur og
ýmsar aðrar nauðsynjavörur,
sem teknar voru í umhleðslu
hjer í Reykjavík, fyrir hálft
flutningsgjald.
Þessum samningi sagði Rík-
isskip upp frá síðustu áramót-
um. Eftir áramótin tók Ríkis-
skip aðeins skömtunarvörur og
fáeinar vörur aðrar (fóðurvör-
ur) til flutnings fyrir hálft
flutningsgjald. Af öllum öðrum
umhleðsluvörum er tekið fult
flutningsgjald með strandferða
skipum ríkisins; þar í eru ýms-
ar nauðsynjavörur, sem áður
voru fluttar fyrir hálft gjald.
Þegar svo atvinnumálaráð-
herra fyrirskipaði hækkun á
farmgjöldunum i strandflutn-
ingunum, kom 25% hækkun á
allar skömtunarvörur, sem
Eimskip sendir með strand-
ferðaskipunum í umhleðslu. En
á ýmsar aðrar umhleðsluvörur
nemur hækkun farmgjaldanna
150% frá fyrra samningi Eim-
skips við Ríkisskip.
Sjá allir af þessu, að hjer er
um að ræða mikla hækkun
farmgjaldanna. — Eitt blað-
ið hefir það eftir forstjóra
Skipaútgerðarinnar, að Eim-
skip verði látið taka þessa
byrði á sig. En einkennileg
væri sú ,,dýrtíðarráðstöfun“,
að ríkisstofnun væri að velta
byrðunum af sjer yfir á Eim-
skipafjelagið.
En þetta kann alt að skýrast
betur síðar.
uttWití>ií»
Þannig eru skriðdrekar Japana
Japanskir skriðdrekar eru nokkuð öðru vísi í útliti, eins
og sjá má af myndinni hjer að ofan. Aðalmunurinn er sá, að
þeir eru hærri og hjólabúnaður þcirra cinfaldari.
Biskupinn fer frá
Kyrrahafsströndum
Kveðjusamsæii
BLAÐAMANNAFJELAG ÍS-
LANDS heldur Mr. Porter Mc
Keever, forstjóra upplýsinga-
skrifstofu Bandaríkjanna
kveðjusamsæti að Iiótel Borg
annað kvöld kl. 7,30, og hefst
með borðhalíj. I samsætinu
taka þátt fjelagar Blaðamanna
fjelagsins og þeir kunningjar
McKeevers, sem vilja nota
þetta tækifæri til að kveðja
hann, en McKeever er nú á
förum af- landi burt, eins og
kunnugt er.
Aðgöngumiðar að samsætinu
fást í dag til kl. 6 í afgreiðslu
Morgunblaðsins, og í afgreiðslu
Fálkans í Bankastræti. Nauð-
synlegt er, að þátttakendur
hafi sótt miða sína fyrir kvöld-
ið.
San Francisco, 20. mars.
San Francisco hjeraðið, en
það elur rúmlega eina milión
íbúa, kvaddi í dag biskupinn,
Sigurgeir Sigurðsson. — Hann
hefir reynst einna áhrifamest-
ur þeirra erlendu gesta, er þar
hafa borið að garði, í að kynna
þjóð sína og land og efla sam-
hug í garð þjóðar sinnar.
Á laugardaginn var biskup-
inn gestur í Stanford háskóla,
sem er einn af frægustu stofn-
unum Ameríku, sem veita æðri
mentun. Landsvæði skolans, um
1500 ekrur, er í um 55 km. fjar
lægð suðaustur frá San Fran-
cisco og liggur milli Kyrrahafs
og Santa Cruz fjallanna.
Dr. D. E. Trueblood, skóla-
presturinn og Dr. Kirkpatrick,
forseti eðlisfræðideildarinnar,
! tóku á móti biskupnum. Fyrst
heimsóttu þeir „Memorial“
kapellu háskólans og skoðuðu
þar tvær heimsfrægar glugga-
myndir. Önnur sýnir Fjallræð-
una en hin Síðustu kvöldmál-
tíðina, Þaðan gengu þeir fram
hjá hinum geysistóru efnarann
' sóknastofum, skólastofum, leik
fimivöllum og svefnskálum, til
hins nýja Hoover bókasafns. —
^ókasafn þetta er 16 hæðir og
var fullgert árið 1941. Þar eru
5 miljónir binda á 27 tungu-
málum frá 40 þjóðum. Það er
stofnað árið 1914, með safni
Herberts Hoover, fyrverandi
Bandaríkjaforseta og er það
góour heimildarstaður um sein
ustu styrjöld og afleiðingar
hennar. Nú hefir verið bætt við
heimildarritum um núverandi
styrjóld.
*
Hádegisverðar var neytt í
garði lítils aðliggjandi íista-
mannahverfis á landareign há-
skólans. Eftir hádegisverð var
farið til útihringleikahúss og
hlýtt á hljómleika, er hljóm-
sveit háskólans annaðist undir
stjórn Dr. Jan Popper, fyrver-
andi yfirmanns Operunnar í
Prag, en sem nú er prófessor
í tónlist við háskólann.
Á sunnudaginn talaði bisk-
upinn í dómkirkjunni í Grace,
þar var saman komið eitt þús-
und manns. I ræðu sinni talaði
biskupinn um sögu Islands og
hvaða þátt kirkjan ætti í fram-
gangi þjóðarinnar. Hann lauk
ræðunni með bæn á íslensku.
Síðari hluta sama dags flutti
hann ræðu á íslensku í Fyi'stu
Lutherskirkju í San Francisco.
Meðal áheyrandanna voru um
250 íbúar borgarinnar af ís-
lenskum uppruna. í lok guðs-
þjónustunnar skirði biskupinn
þrjú börn. Hið ynsta þeirra 17
mánaða gamalt, Winston Hann
esson, er dótir Jóhanns Hann-
essonar frá Siglufirði, er stund
ar nám í Califoríu hháskóla.
Mikil þáitfaka
í skíðamóti Norð-
manna
ÞEGAR útrunninn vav tími
til að tilkynna þátttöku í
skíðamóti því, sem Nord-
mannslaget gengst fyrir að!
IColviðarhóli n. k. sunnudag,
höfðu tilkynnt þátttöku 15
norskir skíðastökkmenn og
íslenskir skíðastökkmenn frá
fjórum fjelögum, nefnil 1-
þróttafjel. Reykjavíkur, Skíða
fjel. Stúdenta, Skíðaborg,
Siglufirði og Skíðafjel. Siglu-
fjarðar. Iíyrjar kenppnin kl.
14, en kallað verður á kepp-
endur kl. 13,30. Norskir her-
menn hafa að undanförnu
verið að undirbúa stökk-
brautina. —
Tvær árásir
á London
London í gærkveldi.
í FYRRINÓTT og í nótt sem
leið voru árásir gerðar á Lond-
on af þýskum flugvjelum, sem
komu í smáhópum inn yfir borg
ina. Skemdir á húsum urðu all-
miklar og einnig varð nokkurt
tjón á mönnum. Sprengjur
fjellu einnig á allmörgum stöð-
um á Suður-Englandi og urðu
þar einnig skemdir. — Tvær af
hinum þýsku flugvjelum voru
skotnar niður, sín hvora nótt-
ina. — Enn var gefið árásar-
mei’ki i London í kvöld.
innanfjelagsmó!
í hnefaleik
Á MORGUN halda ÍR-ingar
innanfjelagsmót í hnefaleikum.
Fer það fram í iþróttahúsi Jóns
Þorsteinssonar og hefst kl. 8
e. h.
Kept verður í 5 þyngdarflokk
um, og eru keppendurnir alls
17, þar af 3 úr KR, er keppa
sem gestir fjelagsins. Aðgongu
miðar að hnefaleikunum fást í
Nordmandslaget hjelt skemt-
un í gærkveldi að Hótel Borg.
Mag. Christoffersen hjelt einkar
fróðlegan fyrirlestur um Sval-
barð og sögu þess frá fornu og
nýju og alt fram til vorra daga.
Síðan sýndu 30 manns norska
þjóðdansa við ágætar undirtéktir
Lögfræðingadeilan
í Noregi harðnar
Frá norska blaða-
fulltrúanum;
DEILA SÚ, sem hefir komið
upp milli lögfræðinga norskra
og quislingayfirvaldanna, hef-
ir harðnað, eftir að lögfræðing
unum hafa verið settir úrslita-
kostir. Hafa þeir verið settir
með þriggja daga fresti t’il að
skila svörum. Aðalatriði deil-
unnar er það, að lögfræðingarn
ir hafa neilað að gégna opin-
berum stöðum innan quislinga-
stjórnarinnar og embættum á
vegum hennar. Deilan byrjaði,
þegar quislingstjórnin ljet efna
til dómaraprófs meðal lögfræð
inga og krafðist skýrslna um
alla lögfræðinga. Haldið er, að
quislingar hafi þannig viljað
fá lista yfir unga lögfræðinga,
sem þeir gætu skipað í ýmsar
stöður, en lögfræðingar hafa
ekki viljað gegna neinum slík-
um stöðum, síðan nýskipanin
komst^a. Nú hafa lögfræðing-
arnir fengið nýtt brjef, þar
sem sagt er, að ef því sje ekki
svarað, muni lögfræðingarnir
verða sviftir rjettindum til þess
að hafa nokkra lögfræðistarf-
semi með höndum. Sænsk blöð
segja, að meiri hluti lögfræð-
inganna hafi ekki í hyggju. að
beygja sig fyrir úrslitakostum
quislinga, og að þeir fáu, sem
svöruðu fyrra brjefi, muni
hætta störfum, ef hinir verða
sviftir rjettindum lögfræðinga.
Norskir fangar í vinnu.
Frá norska blaðafulltrúan-
um; — Frá Osló hafa borist
fregnir um það til sænskra
blaða, að í síðastliðinni viku
hafi 300 norskir fangar verið
sendir frá Grini til Tromsödals
í Norður-Noregi, þar sem þeir
eiga að vinna fyrir Þjóðverja.
S. I. B. S. bárusl 20
jsúsund krónur
í gærkvöldi
í GÆRKVÖLDI bárust
Vinnuheimili S. í. B. S. pen-
ingagjafir er námu að upphæð
20,000 krönur. Var ein pen-
ingagjöfin 10,000 krónur, frá
V. E. O., ennfremur 200 kr. frá
h.f. Hrönn og 2000 krónur frá
h.f. Dvergur. Þær 6 þúsund kr.
er eftir eru, bárust Vinnu-
heimilinu í smærri gjöfum.