Morgunblaðið - 25.03.1944, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 25.03.1944, Blaðsíða 5
Xaug'ardagnr 25. mars 1944. MOKGUNBIAÐIÐ 3(venLjó&in oc^ 3Jeimiíi& Um ósannsögli barna | Virðing fyrir vinnu annarra Brjef frá móður Kvennasíðunni berast iðulega brjef, sem hún ekki getur birt, ýegna þess að þau koma náfn- laus. Það eru því vinsamleg til- lnæli til allra þeirra, er senda kvennasíðunni pistla, að þeir láti rjett nafn og heimilisfang fylgja með, sem vitanlega verð ur ekki birt, ef híutaðeigandi óskar þess. Hjer fer á eftir brjef, er kvennas. hefir borist, og fjali- ar um ósannsögli barna. Hjá sumum börnum er til- hneiging til ósanninda með- fædd, en hjá öðrum eru ósann- indin orðin að vana, er á rætur sínar að rekja til sjúkleika hjá barninu. Það er mjög erfitt að hafa áhrif á slík börn. Maður getur ekki trúað þeim, en þor- ir ekki að láta þau verða vör við það, til þess að drepa ekki Sómatilfinningu þeirra. Hjer er að mestu leyti um að ræða 6- pannindi, sem bamið er sjer ekki meðvitandi um. Hin raun- verulega lýgi kemur fyrst í ljós hjá barninu, þegar það fer að segja ósatt í einhverjum á- kveðnum tilgangi, annaðhvort til þess að hagnast á því sjálft, homa sjer undan refsingu, eða gera einhverjum óvini sínum mein. Þegar því er þannig var- ið, þýðir vitanlega ekki annað en vera strangur, en samt er það skylda uppalandans að reyna að komast að því, hvers vegna barnið hefir sagt ósatt, og hvort það sjé ekkert, er geti afsakað ósannindin. Ósannind- in koma oftast í ljós, þar sem traust og rjettan skilning vant- ar ,og of strangt uppeldi get- ur einnig orsakað, að barnið grípur til lýginnar, til þess að verja sig, komast undan refs- ingu. Það hlýtur að vera, og er, markmið allra foreldra og ann- ara uppalenda, að ala börn sín þannig upp, að þau verði nýt- ir og góðir þegnar, að innræta þeim sannleiksást og hreinskilni *— að sannleikur sje sagna bestur— og fyrirlitningu á und- irferlum og lýgi. En fyrst og fremst verðum við að hafa áhrif á barnið með góðu fordæmi. Það þýðir ekki að prjedika fyrir barninu, með möfgum fögrum orðum, að það sje Ijótt að skrökva, en skrökva svo kanske sjálfur svo að það heyri. Slikt er, sem eðlilegt er, óf- vaxið skilningi barnsins. Þeir, sem vílja ala upp sann- söglar og heiðarlegar manneskj ur, verða því fyrst og fremst að gæta þess ,að hafa sannsöglina i hávegum sjálfir. „Móðir“. Hjónaefni. Nýlega hafa opin- berað trúlofun sína ungfrú Mar- grjet Sigurðard., Mýrarkoti, Grímsnési 'og Sigmundur B. Magnússon, Núpum, Ölfúsi. Snotrir ijereftsjólar í daglegri sambúð manna er mikilsvert að fólk sýni hvort öðru tilhlýðilega virðingu, en þessu er oft mjög ábótavant. T. d. ber alloít mikið á þvi, að hjón vanmeti vinnu hvors ann- ars. Honum finst það hljóti að vera unaðslegt og hreinasti leikur fyrir hana að vera heima og dunda við húsverkin allan daginn. Henni finst aftur á móti l’átt til uin það, þótt hann vinni út i bæ allan daginn, til þess að sjá fyrir sjer og sínum. Henni finst hann hljóti að eiga ólíkt tilbreytingarmeiri og skemti- legri ævi en hún, sem þurfi að hýma inni allan daginn, og hafi oft svo mikið að gera, að hún sjái ekki fram úr því. Af þessu skapast óþarfa óá- nægja á heimilinu, því að fæstir eru þannig gerðir, að þeir geti sætt sig við að vinna þeirra sjt» vanmetin, ef þeir á annað borð hafa hug á því að gera skyldii sína og vinna samviskusam- lega. Þakklátsemi, sem er að verðleikum, hvetur hlutaðeig- andi til þess að gera enn betur en áður, en vanþakklæti vekur beiskju og drepuF allan áhuga Ef hjón gættu þess, að meja meira vinnu og störf hvors ann- ars, yrði a. m. k. einum ásteit- ingarsteininum i hjónabandim* rutt úr vegi. Þúsun„sr kvenna hafa nú í stúlkuvandræðunum lært að að hafa kjóla sína bæði snotra og hentuga. — Ef þjer eigið nokkra snotra ljereftskjóla, er leyst vandamálið í-hverju-á-jeg- að-vera-núna, og þjer sparið yður það ómak að vera að skifta um kjól oft á dag, því að það er hægt að vera í slíkum kjól-um allan daginn. — Hjer er mynd af þrem mjög snotrum Ijereftskjólum Ljúffengur saltfiskrjettur Soðinn saltfiskur með kart- öflum og floti, er ágætisfæða. Hjer er uppskriít af saltfisk- rjetti, sem nota mætti til há- tíðabr'ip"v og þykir mjög. ljúf- fengur. Saltfi.....uilr.:t er skorinn í sundur og þveginn vel' báðum megin, látinn ligg'ja í mjólkur- blandi í hálfan sólarhring, og köldu vatni aðra tóll' líma. Síð- an er hann soðinn í mjólkur- blandi, sem ef svolítið kryddað sykri, salti og natrón. Með fisk- inum eru bornar góðar, soðnar kartöflui'. .bráðið smjör, sinnep og söxuð, harðsoðin egg. Molar GIFTINGARALDUR kvenna er mjög mismunandi. Reiknað hefir verið út, að 14% af hundr áði stúlkna giftist á aldrinum 15—20 ára, 52 af hundraði frá 20—25 ára, 18 af hundraði frá 25—30 ára, 15% af hundraði frá 30—35 ára, 3% af hundraði frá 35—40 ára, 2% af hundraöi frá 40—45 ára og aðeins % af hundraði frá 45—50 ára. í . . ’i iKDnur-, sem komnar eru yfir þrjátiu og fimm ára aldur, fæða hlutfalls lega oftar tvíbura en yngri kon ur. Það er einnig algengara að ljóshærðar konur eignist tví- bura en dökkhærðar. ★ Samkvæmt ensku læknatíma riti, hafði kona nokkur eignast 13 sinnum tvíbura og, 6 sinnum þríbura, eða samtals 44 börn, þegar hún var aðeins 33 ára að aldri. Gerir nokkur betur? IMýlt Kvennablað Nýtt Kvennablað. febr.-hefti hefir borist blaðinu. Efni: Starf og staða konunnar (Rannveig Kristjánsdóttir), Hlustað á stríðsfrjettir, kvæði (Ingibjörg Bénediktsdóttir), íslensk hjúkr unarkona stundar háskólanám (grein um Þorbjörgu Amadótt- ir frá Skútustöðum), . Þórdís Súrsdóttir, Nauðsýn alþjóða- samvinnu (þýtt), Endursögð kvikmynd, handavinna o. m. fl. 3 íeiL- húóinu Danskt blað gefur leikhús- gestum eftirfarandi leiðbein- ingar: 1. Reynið að koma aldrei of seint í leifehúsið. 2. Ef þjer hafið hósta, þá haldið yður heíma. j 3. Ef þjer þurfið að láta ein- hvern standa upp til þéss að komast í sæti yðar, þá snúið aldrei baki i hann. Reynið einnig að stíga ekki ofan á tærnar á þeim, sem þjer farið fram hjá. 4. Truflið ekki leikinn fyrir öðrum, með því að tala við sessunaut yðar, á meðan á leik- sýningunni stendur. 5. Ef þjer þurfið að borða sæl gæti eða líta í leikskrána á með- an á leiksýningunni stendur, reynið þá að gera það þannig, að ekki heyrist brjefaskrjáf. Fátt er eins óþolandi fyrir þá, sem eru niöursoknir í að fylgj- ast með leiknum, og hevra stöð- ugt brjefaskrjáf. 6. Ef þjer hlýðið á óperu eða óperettu, þá sláið ekki taktinn með fætinum eða höfðinu, og raulið ekki með, þótt þjer kunn ið lögin. 7. Náið ekki í föt yðar í fatageymslunni íyrr.en leiksýn- ingin er á enda, og reynið 8.5 forðast allan troðning.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.