Morgunblaðið - 25.03.1944, Síða 11

Morgunblaðið - 25.03.1944, Síða 11
Laugardag-ur 25. mars 1944. MORG JNBLAÐIi) 11 Hann tók hana í faðm sjer. „Eigum við að gera það?“ sagði hann og brosti. ,,Já, og svo skulum við fá okkur eitthvað að borða. Jeg er banhungruð, hefi varla smakk- að matarbita í dag“. „Jú, það ætti að vera hægt, frú Redfern. Ástin mín, ef þú vissir, hversu mikið jeg elska þig“- III. Kapítuli. Margrjet Vaugham stóð við gluggann á íbúð bróður síns og starði út á götuna. Það var þriðjudagur. Það var byrjað að snjóa á ný, og svört ský hjengu yfir borginni og flýttu fyrir komu myrkursins. Ef til vill hafði það sín áhrif á hana. Að minsta kosti varð kvíði hennar, sem fram að þessu hafði aðeins verið eins og dálítil óþægindi djúpt í vitund hennar, alt í einu að ógurlegu afli, sem hún rjeði ekki við. Bara að Ted kæmi aftur! Bara að hún gæti gert eitthvað! Hún sneri sjer frá gluggan- um og leit rannsakandi aug- um yfir stofuna, eins og hún byggist við að finna þar ráðn- ingu gátunnar. Herbergi þetta var hið vistlegasta og mátti greinilea sjá, að í því bjó karl- maður. Húsgögnin voru fá, en þægileg, nokkur góð málverk hjengu á veggjunum og bækur voru í lágum bókahillum með- fram þeim. Á veggnum gegnt henni voru tvær dyr, og lágu aðrar inn í svefnherbergi bróð- ur hennar en hinar inn í svefn- herbergi Ted Lassiter^ Til vinstri lá lítill gangur fram í eldhúsið. Allar dyrnar stóðu opnar, en hvergi var nokkur maður. Þá skaut skyndilega upp í huga hennar hugsun þeirri, sem henni hafði tekist að bæla niður í þrjá daga, að ef til vill vgeri Frank dáinn, og hún ætti aldrei eftir að sjá hann fram- ar. Eitt andartak gerði hugsun þessi hana algjörlega mállausa og hjálparvana. En svo rjetti hún úr sjer. Fallega andiitið hennar, undir mikla krullaða hárinu, varð hörkulegt og á- kveðið. Margrjet Vaugham hafði lært að treysta eigin rammleik og horfast í augu við veruleikann á þessum fimm ár- um, er liðin voru síðan faðir hennai- og móðir fórust í flug- slysi. Hún ætlaði ekki að út- skúfa voninni, svo lengi sem hún var fyrir hendi. Einhvern veginn skyldi hún komast að, hyersveg'na Frank hafði farið út, einmitt þetta föstudags- kvöld, þegar von var á henni, og' ekki komið aftur. Fram að þessu hafði hún veigrað sjer við að athuga skjöl hans. Henni hafði fundist það óþarfa hnýsni. En nú var það nauðsynlegt, því að ef til vill gátu þau á einhvern hátt gefið til kynna, hvert hann hafði far- ið. þetta kvöld. Hún færði stól að skrifborð- inu í herbergi hans, kveikti ljós og settist niður. Hálfri stundu seinna, þegar Téd Lassiter kom heim, fölyr í aridliti og þreytulegur, sat hún enn við borðið. Hún sneri sjer við og horfði spyrjandi á hann. Hann hristi höfuðið. „Ekkert nýtt“, sagði hann. „Jeg hefi rannsakað öll sjúkrahús og all- ar" slysavarðstofur bcrrgarinnar, og og hann er ekki þar“. Andartak sagði hún ekki neitt — sat aðeins og sneri hvítu pappírsblaði milli fingranna. Síðan sagði hún: „Hvað er langt síðan Frank tók að hitta þenn- an kvenmann aftur?“ Ted Lassiter virtist hrökkva við. Hann var að klæða sig úr frakkanum, en hætti í miðju kafi og starði á hana. „Þú átt við Stellu?“ „Auðvitað“. „Eftir því sem jeg best veit, hefir hann ekki hitt hana síðan þau skildu, eða í meira en ár“. Án þess að segja nokkuð, rjetti hún honum blaðið, sem hún hafði haldið á. Þar stóð: Kæri Frank! Þú getur komið annað kvöld, ef þú vilt. Jeg verð heima eftir kl. 9. — Stella. Miðinn var ódagsettur, nema orðið „Fimtudagur“ var krass- að neðst á hann. En stimpillinn á umslaginu var greinilega „Desember 17“. 17. desember hafði verið fimtudagur, og „annað kvöld“ var kvöldið, sem Frank hafði farið út um kl. 8% og ekki komið aftur. Mar- grjet fletti upp í stórri bók, og fann heimilisfang hennar, Bank Street nr. 1224. „Farðu í frakkann aftur“, sagði hún stuttlega. „Við för- um og heimsækjum hana“. Þegar þau komu út úr neðan- jarðarstöðinni við Fjórtándu Götu, var ennþá mikil hríð. Þau gengu niður Seventh Avenue og beygðu hjá Sherídan leik- húsinu. Þau gengu þögul með- fram húsaröðunum þar til þau fundu húsið, sem þau leituðu að Þar var hvergi ljósglætu að sjá. Það stóð þarna þögult og f j andsamlegt. Á einum dyrunum fundu þau spjald: FRÚ STELLA VAUGHAN. Þau hringdu dyrabjöllunni, en heyrðu ekkert annað en inn- antómt bergmál hennar. „Þetta er undarlegt11, sagði Margrjet. Hún starði upp í dimma gluggana, og rak alt í einu upp dálítið óp. „Það eru engin gluggatjöld fyrir glugg- unum“, sagði hún. „Kveiktu á eldspýtu, Ted“. Hann gerði það, og þau reyndu að lýsa inn um glugg- ann. Þótt birtan af eldspýtunni væri lítil, var hún samt nóg til þess að þau sáu, að íbúarnir mundu fluttir á burt. „Hún er farin“, sagði Mar- grjet vonleysislega. „Dótið henn ar er alt farið. Hún .... hún er farin!“ Kvöldverðurinn þetta kvöld varð heldur ömurlegur, þótt Susan, svarta þjónustustúlkan gerði sitt besta, með því að framreiða hina ljúffengustu rjetti, og Ted með því að reyna að halda uppi fjörugum sam- ræðum. Margrjet virtist vera að því komin að bresta í grát, og bragðaði varla á matntrm. Alt í einu sagði hún: „Jeg fer til lögreglunnar“. Ted Lassiter starði á hana. „Ertu gehgin frá vitinu, mapneskja?“ sagði hann. „Þú ættir nú að vera það gömul orð- in, að þú vissir að karlmaður getur horfið að heiman frá sjer í nokkra daga án þess að láta nokkurn vita. •„Það er fráleitt, Ted, og þú veist það,- Við skulum láta það vera, þótt Frank hefði farið að heiman, án þess að láta mig vita. En þegar þetta mál átti að koma fyrir rjett ....“. Ted stóð upp og gekk til henn ar. „Sjáðu til, ljósið. Þú veist hversu-hrifin hann hefir altaf verið af Stellu, jafnvel eftir að þau skildu“. Hún kinkaði kolli. „Jeg veit það“. „Maður, sem er þannig á sig kominn, er ekki ábyrgur gjörða sinna“, hjelt Ted rólega áfram. „Það getur verið að eitthvað hafi komið fyrir. T. d. getur verið að hann hafi farið með henni“. „Nei, það kemur ekki til mála. Hann tók ekkert með sjer. Og hversvegna hefði hún átt að flytja alt dótið sitt með sjer? Nei, það er eitthvað bogið við þetta, og jeg fer til lögregl- unnar, hvað sem þú segir“. Þegar hann sá, að hún ljet ekki af ákvörðun sinni, gekk hann að símanum, og hringdi sjálfur á lögreglustöðina. Pjetur og Bergljót Eftir Christophcr Janson 36. sestu nú niður, hringjari góður, og svo verðurðu að bragða á bjórnum, víst er um það“. Árni gekk nú út til þess að sækja drykk handa hringj- aranum, en hringjarinn fór til hjónaefnanna og óskaði þeim til hamingju. „Þetta er sveimjer fín flík“, sagði Pjetur, „gengurðu í svona fötum hversdagslega?“ „Hum“, sagði hringjarinn, „það er svo gott veður í dag, — og hum, — svo eru gömlu fötin mín farin að slitna svo mikið, skilurðu“. Bergljót varð að snúa sjer undan, hún átti erfitt með að halda niðri í sjer hlátrinum. „Veiddurðu vel í dag“, greip Pjetur fram í fyrir hringj- aranum, og hnipti í Bergljótu um leið, — „jeg sá að þú varst með veiðistöngina með þjer“. „Æ, nei, hann bítur ekki vel í svona sólskini“, sagði Níels og strauk á sjer hökuna, en það var auðsjeð að honum leið ekkert sjerstaklega vel þessa stundina. „O, þjer gengur betur einhverntíma seinna“, sagði Bergljót og hló. „Það er víst ekki eins auðvelt að veiða eins og sagt er“. Nú óskaði hringjarinn að hann væri kominn út, því hann fann vel að það var verið að skensa hann, en svo kom Árni með ölið, og þá varð hringjarinn blíður og mjúkur á manninn, svo unun var á að horfa. „Gerðu svo vel“, sagði Árni og rjetti fram krúsina. Hringjarinn þambaði stórum. — „Æ, þetta er gott öl“, sagði hann svo. „Blessaður kláraðu úr krúsinni, þetta er ekki sterkt öl“. „Nei, kanske ekki sterkt, en gott“, sagði Níels, setti krúsina á munninn og hætti ekki fyrr en hún var tóm. „Þú kant sveimjer að brugga ölið, Árni sæll“, sagði hann svo, glotti og sleikti út um, — „og ekki er krúsin ljót, hver hefir málað hana svona eldrauða að utan?“ ffHp nrruAqujriko. tti LDTLLL Tengdasonurinn var að taka á móti heimanmundi konu sinnar af ríkum te'ngdaföður. Hann skoðar hvern seðil vand- lega um leið og hann tekur við þeim. Tengdafaðirinn: — Hví skoð- það er forvitnin, sem rekur nef ið í alt, þó manni komi það ekk- ert við. Munurinn er aðeins sá, að þjer komið inn um dyrnar, en jeg inn um kjallaraglugga. ★ Kunninginn: — Þú hefir vinur minn. Kaupmaðurinn: — Já, það geturðu reitt þig á, hún er af- arðu hvern seðil svona nákvæm sennilega valið þjer góða konu, lega. Heldurðu að jeg hafi fals- að þá? Tengdasonurinn: — O, ekki svo beinlínis. En síðan jeg gift- . bragð — fyrirtak. Jeg þori að ist, hefi jeg komist að því, að rnæla með henni við hvern sem konan mín hefir falskar tenn- ur, falskt hár, fölsk brjóst, svo* þjer verðið að fyrirgefa mjer, þó jeg sje orðinn dálítið tor- trygginn. ★ I bankanum. „Þjer getið ekki fengið þetta lán. Hafið þjer ekki þrjú lán eldri?“ „Jú, svo lánssamur er jeg“. ★ ,Það er svo þröngt hjerna, að Dóttirin: — Það getur verið, móðir mín, en því taka menn ekki eftir á götunni. Dóttirin: — Jeg hefi verið að rífast við unnustann minn í all- an dag. Hann vill ekki gefa eftir og heldur altaf fram sinni skoðun. Hvort okkar á nú að láta undan? Móðirin: — Þú, þangað til þið giftist, en hann eftir það. vera skal. ★ „Hvað varð þjer að orði, þeg- ar hann Pjetur strauk burtu með konuna þína?“ „Það var gott“, sagði jeg, „nú náði jeg mjer niðri á honum, en honum átti jeg' grátt að gjalda. Hann sveik mig í hesta kaupum í fyrra. ★ Bónda, sem kom ofan úr sveit jeg get hvergi lagt frá mjer | bl Reykjavíkur, varð það á að hattinn. Jeg held jeg verði að. stíga °fan á kjól exnnar hefðar- setja hann á höfuð mitt aftur“. ifrúarinnar, en kjóllinn var skó- „Gerðu það ekki, því að það síður. er ómögulegt að finna hjer vit- lausari stað til þess“. ★ Blaðamaður heimsótti fanga í hegningarhúsi. Hann segir við einn þeirra: — Hver er orsökin til þess, að þjer voruð svo ólánssamur, að komast hingað?“ Fanginn: — Hið sama og kom yður til þess að tala við mig, Frúin: — Hafið þjer ekki aug un í hausnum, nautið yðar? Bóndi: — I sveitinni höfum við ekki kýr með svona löngum hala, svo að jeg varaði mig ekki hjerna. ★ Móðirin: — Þú eyðileggur heilsuna, Soffía mín, með því að binda lífstykkið svona fast um þig. Hann (hrokafullur): — Því ninna, sem maður veit, því á- rægðari er maður. Hún (með hægð): •— Þjer eruð líklega mjög ánægður með lífið. ★ Gísli: — Nú er búið að grafa hann Lars þinn, Stína mín, svo við getum bráðum farið að und irbúa giftinguna okkar. Ekkjan: — Ekkert hefði mjer verið kærara, Gísli minn, en því mintistu ekki fyrr á þetta. því að fyrir fáum dögum lof- aðist jeg honum Árna, sem bjó til líkkistuna. ★ Húsbóndinn (reiður): —• Farðu til fjandajis, strákur, jeg vil ekkert með þig hafa. Drengurinn (hálfskælandi): — Jeg fer ekki eitt fet nema hún mamma mín fari með mjer.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.