Morgunblaðið - 02.04.1944, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 02.04.1944, Blaðsíða 5
Suimudagur, 2. apríi 1944. MORGUNBLAÐIÐ 5 Viðskiftaráð og verðlagn- ing íslenskra bóka Eftir Finn Einarsson bóksaia I MORGUNBLAÐINU þ. 31. mars, er grein um smjörfram- ieiðslu og smjörverð. Þar er skýrt frá því, að yfirvöldin hafi ákveðið verð á mjólk, smjöri og rjóma sem hjer segir: Ef bóndinn selur mjólkina, fær hann 170 krónur íyrir hverja 100 lítra, láti hann rjómabú framleiða smjör úr henni og selji, fær hann kr. 82,23 fyrir sama mjólkurmagn, framleiði hann smjörið á heim- ili sínu og selji, fær hann kr. 72,25 og selji hann rjómann, fær hann kr. 119,60 fyrir hverja 100 lítra af nýmjólk. — Afleiðingarnar af þessum vit- urlegu ráðstöfunum stjórnar- valdanna eru eins og öllum mun kunnugt, að við fáum mjólk og rjóma nokkurn veg- inn eftir þörfum, en verðum hinsvegar að fæða sjálfa okkur og skyldulið okkar, börn og gamalmenni á smjörlíki, sem er harla vafasamt að gæðum. Þegar jeg las þessa grein- argerð varð mjer á að hugsa: Eru þessir veslings menn svona óheppnir með ráðstafanir sínar á öllum sviðum? Er þeim alls varnað? í febrúarmánuði síðastliðn- um skrifaði jeg grein í Morg-' unblaðið um afskifti hins opin- bera af bókaútgáfu á undan- förnum árum og sýndi fram á að einkaframtakið á þessu sviði hefði orðið fyrir stöðugum á- rásum af hendi hins opinbera og þá sjerstaklega vegna síð- ustu ráðstöfunar viðskiftaráðs að taka allan ákvörðunarrjett af útgefendum um verðlagn- ingu forlagsbóka sinna. Enginn hefir orðið til þess að bera í bætifláka fyrir þessa menn. Ekki hefir neinn orðið til þess að svara hinum hóg- væru en þungu ásökunum í grein minni. Það er að vísu gamall siður að þegja rjettmætar ásakanir í hel, en hjer er um svo þýðing- armikið atriði fyrir mentun og andlega starfsemi þjóðarinnar að ræða, að mjer finst ekki vansalaust að valdhafarnir sjeu látnir komast upp með það að þegja slíkt mál í hel. Þegar eftir að grein mín birt- ist í Morgunblaðinu ákvað Bók saiafjelag íslands einum rómi að kjósa nefnd til þess að fara á fund viðskiftaráðherra og við skiftaráðs og reyna að kom- a.st að samkomulagi um ein- liverja betri starf&högun en npp hafði verið tekin í þessu máli. Nefnd þessi skrifaði síðan við- skiftamálaráðherra og við- skiftaráði samhljóða brjef og stakk upþ á nýrri tilhögun, er allir málsaðilar áttu að geta felt sig við. Tillaga þessi gaf útgefend- um að ýmsu leyti meira frjáls- ræði, sem við töldum algei’a nauðsyn, án þess þó að rýra á nokkurn hátt möguleika við- skiftaráðs til þess að fylgjast með verðlagningum eða knýja fram verðlækkanir ef um ok- urálagningu væri að ræða, sem ekki væri hægt að rjettlæta. Nefndin kvaðst í brjefi sínu reiðubúin til viðræðna um mál þetta og óskaði svars við fyrsta tækifæri. Þrjár vikur liðu og málaleitun nefndarinnar var að engu sinnt. Hvað eftir ann- að voru gerðar fyrirspurnir um afgreiðslu þess og henni lofað eftir 2—3 daga. Loks fyrir 2 vikum fjekk nefndin svo viðtal við verðlagsstjóra. Málið var rætt fram og aftur á annan •klukkutíma og síðan ekki sög- una meir, steinhljóð og ekkert svar. Ef þetta á að heita sóma- samleg framkoma í alvarlegu máli hjá trúnaðarmönnum hins opinbera, þá er ekki vandlifað í æðstu trúnaðarstöðum ríkisins. Nú er það þannig orðið í þessu þjóðfjelagi, þar sem all- ir eru að rifna af lofsöngvum um frelsið, að enginn af borg- urunum má orðið hreyfa sig, því hið opinbera hefir hneppt allt í fjötra. Einasti snefillinn, sem við óbreyttir borgarar eig- um eftir er það, að ehn hefir ekki verið bundið fyrir munn okkar. Okkur er enn leyfilegt að gagnrýna. Fæstir þora það að vísu nú orðið af ótta við að það verði látið bitna á þeim síðar af þeim, sem fyrir gagn- rýninni verða að hafa fengið at- kvæðisvald á þessu sviði yfir samborgurum sínum. En þetta eina frjálsræði vil jeg samt ekki látá af hendi að . §vo stöddu. Síðan Táðstafanir viðskifta- ráðs gagnvart forlagsstarfsemi komu til framkvæmda, hefi jeg leitast við að fylgjast nákvæm- lega með störfum viðskifta- ráðs á þessu sviði, til þess að rannsaka hvers maður mætti vænta, ef maður væri svo gá- laus að hætta fje því, sem mað- ur rjeði yfir til útgáfu þeirra bóka, sem maður teldi þess verðar að koma út á íslensku. Með mínum besta vilja hefi jeg ekki getað fundið að verð- lagning viðskiftaráðs bygðist á snefil af skynsemi eða þekk- ingu og það undarlega skeður að í mörgum tilfellum hefir það ákveðið verð bóka svo hátt, að jeg tel mikinn vafa á að nokkr- um útgefanda hefði dottið slíkt verð í hug, ef útgáfan hefði verið frjáls. Þá eru aðrar bæk- ur þann veg verðstýfðar, að utgefendur munu þurfa að selja þær í stærri upplögum en nokkm- líkindi eru til að selj- ist til þess að fá kostnað sinn greiddan. Hjer mun að verki sama kalda höndin, sem á sínum tíma knúði útgefendur til að láta af hendi við ríkiseinokun skóla- bóka tryggasta og besta hluta forlagsbóka sinna fyrir hálf- virði kenslubækurnar. Njáll rjeð Gunnari að vega aldrei tvisvar í sama knjerunn. Hvort mun þessi meðreiðar- sveinn verðlagsnefndar meiri ógæfumaður en Gunnar, að hann hafi skort Vin er rjeði honum heilræði og er þá eitt eftir að sjá, hvort örlögin muni reynast honum svo grimm sem þau urðu Gunnari. Þá er og eitt fyrirbæri, sem mjög er farið að bera mikið á í bókaútgáfu upp á síðkastið, en það er áskriftasöfnun að bókum, sem ekki er farið að gefa út. Jeg get ekki að því gert, að i því sambandi detta mjer altaf í hug strákarnir sem fóru í hnífakaup að ósjeðu. Það undarlega skeður nú samt, að vioskiftaráð telur sig fært um að ákveða verð á þessum bók- um, í einu tilfelli á bók í fjór- um bindum, sem á að koma út á næstur tveimur árum, án þess að hvorki þeir eða út- gefandinn hafi hugmynd um hvað og hvernig efni og frá- gangurinn verði. Hvað segið þið nú góðir hálsar um svona vitringa? Það á að vanda til útgáfunnar, vandaður pappír, skinnband, svo og svo margar arkir o. s. frv. Takk fyrir! Það er ekkert okur að ákveða verð- ið og safna áskriftum og láta þjóðina skuldbindina sig til að greiða útgefanda á næstu 2 ár- um 400 kr. Það skiftir engu máli, hvort útgáfukostnaður- inn hækkar eða lækkar á tíma- bilinu, hvort skinnið er dýrt eða ódýrt o. s. frv. o. s. frv. Þetta eru nú viðskiftavitring- ar í lagi. Jeg hefði ekki treyst mjer til að aka svona ákvörð- un, og held jeg þó að jeg hafi eins mikið vit á bókaútgáfu eins og fimmmenningai’nir í viðskiftaráði allir samanlagðir, að viðbættum verðlagsstjóran- um, ef dæma á éftir þeim Salo- monsdómum sem þeir hafa kveðið upp um bókaverð síðan 15. des. s. L, er þeir hrifsuðu til sín einræðisv.ald í verðlagn- ingu á andlegri fæðu handa þjóðinni. Þegar litið er á útgáfukostn- að nú og fyrir stríð, er undar- legt að viðskiftaráði skuli ekki hafa dottið í hug að athuga í hverju verðhækkunin er fólg- in. Jeg get sýnt fram á það með óyggjandi rökum, að prent kostnaður hefir 8—9 faldast síðan 1939 og svipað mun vera að segja um bókband. Jeg held því ekki fram, að þetta sje ekki á rökum bygt, því kostnaður prentstofanna og bókbandsstof anna hefir aukist mjög mikið, einkum hvað vinnulaun snert- ir, en ef jeg ber saman verð á bók sem jeg gaf út 1939 og þeim bókum, sem jeg gaf út á síðastliðnu ári, kemur í ljós, að það hefir aðeins þrefaldast. Or- sök þess að þetta hefir verið kleift, liggur fyrst og fremst í aukinni bókasölu og þar af leiðandi stærri upplögum og tel jeg að útgefendur eigi þakkir skilið fyrir að láta kaupendur sína njóta þess í Iækkuð'u bóka- verði. Eins og að framan greinir, hefir viðskiftaráð ákveðið há- marksverð á smjöri, með þeim jafleiðingum fyrir borgarana, að þeir fá ekkert smjör, en í Framhald á 8. síðu. Nú fyrir fermingarnar viljum við minna á hin heimskimnu ROIEX-úR sem eru fyrirliggjandi í fjölbreyttu úrvali. ROLEX-ÚR 17 steina. úr í vatnsþjettum stálkassa verður varanleg minningargjöf til fermingardrengs- ins, sem hann mun verða stoltur |tf að eiga og bera. Aðrar tegundir Rolex-herraúra feru einnig til að velja úr, þar á meðal fáein sfckki af ROLEX OYSTER PERPETf AL, hinum glæsilegu krónometrum, eif ekki þarf að draga upþ, og öll hafa vottorf frá opin- beiTÍ svissneskri rannsóknarstoru um ná- kvæmni þeirra. DÖMU-ÚRIN eru í nýtískum formum, í stál-, gullplett og gullkössum. Rolex-verksmiðjurnar eru brautryðjendur í gerð nákvæmra armbandsúra og eiga einka- leyfi á sjerstakri gerð vatnsþjettra úrkassa. Þær hafa unnið sjer heimsnafn fyrir ná- kvæmni og frágang úra sinna. Einkaumboð á íslandi fyrir Montres Rolex, S. A. Geneve og Bienne. Jón Sigmundsson Skartgripaverslun Lauggaveg 8. S M* PAUTCERÐ Ferðir til Akraness og Borgarness í páskavikunni: Miðvikudagur 5/4. Fimtudagur 6/4. (Skírdagur). Laugardagur 8/4. Mánudagur 10/4. (2. páskadag). skírdag skulu afhendast síðdegis á miðvikud. Frá Frá Frá Rvík Akran. Borgarn, 11,30 15,00. 9,00 11,00 17,00. 11,30 15,00 11,30 15,00 . eiga til Borgarness á ATVIMMA er nú fyrir tvær stúlkur í VINNUFATAGERÐ ÍSLANÐS H.F. Þetta er framtíðaratvinna fyrir duglegar, hraustar og reglusamar stúlkur. Upplýsingar hjá verkstjóranum Þverholti 17 á mánudag. Ekki svarað í síma. ¥ | I EF LOFTUR GETUR ÞAÐ EKKI — HVER ÞÁ?i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.