Morgunblaðið - 02.04.1944, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 02.04.1944, Blaðsíða 7
SunnudaguK 2. apríl 1944. MORGUNBLAÐIÐ T REYKJAYÍKURBRJEF 1. apríl 1944 Merkilegt ár. ÞJÓÐHÁTÍÐARNEFNDIN vinnur af kappi að undirbún- ingi hátíðahaldanna 17. júní í vor. Undirbúningstíminn er ekki langur. Enda ekki til þess ætlast, að hátíðahöld þessi verði margbrotin eða iburðar- mikil. Ekkert hefir nefndín enn lát- ið uppi um það, hvernig hún hugsi sjer tilhögun hátiðahald- anna. En heyrst hefir að henni hafi dottið í hug, að eitthvað verði gert til hátíðabrigöis hjer í höfuðstaðnum sunnudaginn 18. júpí, daginn eftir aðalhátíð- ina á Þingvöllum, þ. 17. júni. Einkennileg tilviljun er það, að einmitt þessi merku tíma- mót í sögu þjóðarinnar, skuli vera rjettum 100 árum eftir að kosninger fóru fram til hins endurreista Alþingis og Jón Sigurðsson var í fyrsta sinn kosinn á þing. Og eínkennilegt er það einnig, að nú eftir 100 ár skuli báðir> hafa að vissu leyti sigrað, forsetínn og Fjöln- ismenn, í deilunns um þing- staoinri. Því þó að Alþing hafi verið háð hjer i Reykjavík í eina öld, þá skuli Þingvöllur og Lögberg enn vera sá helgi- staður í hugum þjóðarinnar, að þar fari * fram gíldistaka lýð- veldisstjórnarskrárinnar, og slíkt sje af Öllum talinn sjálf- sagður hlutur. Stmdnrlynd þjóð. OFT HEYRIST um það kvart- að, að þjóðin sje helst til sund- urlynd. Margir óska þess, að meiri samhugur mætti ríkja í þjóðmálum vorum, en raun er á, þetta merkisár í sögu vorri. Ríkisstjórnin okkar er hið aug- ljósasta tákn þess. Bráðabirgða stjórnin, sem af því spratt, að enginn þingmeirihlui var mynd aður, og þjóðin hvarf, í bili, að vissuleyti, frá grundvelli þing- ræðis. Þetta bráðabirgðaástand hef- ir orðið ennþá tilfinnanlegra vegna þess, að núverandi rík- isstjórn hefir átt næsta erfitt með, að halda fast á nokkru máli. Hún tók við völdum, að því er virtist, með þeim ein- dregna ásetningi, að lagfæra dýrtíðina. Þetta hefir ekki tek- ist, ennþá síður, en vísitalan bendir til, því sú lækkun, sem fjekkst í bili, er keypt fyrir svo mikið ríkisfje, að slík út- gjöld eru ríkissjóði bærileg rjett á meðan stríðsverð helst á afurðum landsmanria. En ekki nóg með það, að dýrtíðarráðstafanir ríkisstjórn- arinnar hafi farið í handaskol- um og hún sætt sig yið það. í fjölmörgum málum, þar sem þingið hefir verið á annari skoðun en stjórnin, þar hefir stjórnin beygt sig fyrir vilja þingmeirihlutans, sem fremur kviklyndir menn, er vilja fyrir hvern mun halda sjer sem lengst í baklausa ræðusólana. Þó ólíku sje saman að jafna, dettur manni í hug í þessu sam bandi tíðindi þau, er gerðust í breska þinginu-á dögunum. Atkvæðagreiðsla í ekki sjer- lega mikilsverðu máli, saman- borið við þau verkefni, sem Bretar hafa nú með höndum, gekk á móti stjórninni. Forsæt- isráðherrann kvaðst ekki geta gert greinarmun á því, hvórt þingið treýsti stjóminni í stjórn hennar á sviði hernaðarmál- anna eða innanlandsmála. Hann krafðist nýrrar atkvæða- greioslu, er lýsti trausti eða vantrausti á stjórninni. For- sætisráðherrann fjekk óskorað traust. Andstaðan styrkti hann og aðstöðu hans. En hjer er stjórn, sem missirum saman i sveigir sig og beygir fyrir öll- í um flokkum, eins og ílustrá í vindi skekin. Þetta er leiðinlegt fyrir þjóð- ina, leiðinlegast fyrir stráin. Fjármunir. RADDIR hafa heyrst um það, að miklu gætum við íslending- ar fengið áorkað á næsu ár- um, með öllu því fje, sem þjóð- inni hafi áskotnast á hinum síðustu og — í sannleika sagt —r verstu tímum. Þeir, sem háværst tala um þessi mál, og hugsa „gott til glóðarinnar", hafa m. a. gert sig seka í þeim misgáningi, að tvítelja aðalupphæðir. Fyrst telja þeir innstæður bankanna í útlóndum, er skifta hundr- uðum miljóna, og bæta við sparifjár innstæðum einstakra manna í bönkunum. Þá verð- ur þetta álitleg ugphæð, þegar þess er ekki gætt, áð sparifjeð og innstæður bankanna erlend- is eru sömu peningarnir. Þeir, sem frjálsmannlegast fara með staðreyndirnar, er þeir tala um þessi mál, gera þetta peningaæfintýri sitt enn þá sögulegra með því, að halda því fram, að inneignir bankanna i útlöndum sjeu í i raun rjettri eign fárra manna, aðallega þeirra^ sem fást við útflutning. Þjóðin muni eiga I það í bakhöndinni, að ganga í skrokk á þéssum fáu stríðs- gróðamönnum, sem eigi milj- óna hundruðin. Þeir sjeu ekki ofgóðir til þess, að láta af hendi peningana, fyrir hús og rafveit ur og ræktun landsins, og ný skip, yfirleitt fyrir allt það, sem allan fjöldann vanhagar um. En þeir, sem nasasjón-hafa af, hvernig í þessu máli ligg- ur, vita sem er, að innstæður bankanna erlendis eru fyrst og fremst spariskildingar þeirra tugþúsunda, sem nú, í fyrsta skifti á æfinni hafa átt peninga í sparisjóði. Næsti þáttur. ÞEGAR MENN líta næsta fót- mál fram á við, geta þeir lika sjeð, að þau endalolt eru hugs- anleg á ríkidæminu, að er- lendu innstæðurnar verði fljót- jetnar, ef frafnleiðsla landsrri. sem ætluð er til útflutnings, verður óseljanleg sakir dýr- leika og erfiðrar samkepni við það vinnandi fólk, og þær þjóð- ir, sem vanist hafa á, að leggja hax-t að sjer, og neita sjer um margskonar lífsþægindi, sömu árin, sem við íslendingar, á veraldarvísu höfum lifað „í vel lystingum praktuglega.“ Kenning kommúnista um það, að ekkert geri til, þó fram- leiðsluvaran sje dýr, verður kannske ekki haldgóð næstu árin. Þeir segja sem svo, að enginn sje annar galdurinn, en að ^fcka kaupgetuna, svo neyt- endurnir geti greitt hátt verð fyrir það, sem framleíðendur selja þeim. En það er hætt við, að okkar frónsku föðurlands- elskandi kommúnistum takist ekki allskostar, að auka kaup- getu almenning með þeim þjóð um, sem líklegastar eru til þess að vilja líta við framleiðslu Is- lendinga. Og þá geta hinir er- lendu innstæður fljótt horfið, til þess að greiða fyrir þann innflutning, sem okkur er lífs- nauðsynlegur, hvað sem fram- leiðslu- og sölumöguleikum líður. Vesturför bisk- upsins. FRÁ frjettastofu Bandaríkja manna hjer í Reykjavík, hafa blöðunum borist mjög glöggar fregnir af ferðalagi herra bisk- upsins, Sigurgeirs Sigurðsson- ar, um Vesturálfu. — Hafa menn fylgt fregnum þessum með mikilli athygli, og verið samtaka um að fagna því, hve, virðulegar og vingjarnlegar við tökur hann hefir hlotið þar vestra. Sennilegt er, að enginn ís- lendingur hafi hingað tíl feng- ið eins glæsilegar viðtökur meðal stórþjóðar og þessi full- trúsi íslensku kirkjunnar og þjóðarinnar. Er ástæða til að óska honum t.il hamingju með það, að honum skuli hafa hlotn ast sá heiður og sú ánægja. En engu síður er ástæða til að veita því eftirtekt, og fagna því, hve mikill hlýhugur með- al Vestui’heimsmanna hefir komið fram í viðtökum þessum, í garð íslensku þjóðarinnar. — Væri vel ef aukin kynni og aukin viðskifti milli Islands og' Vesturheimsmanna mætti í framtíðinni auka á þann hlý- hug. Dýrtíðin og Framsókn. TÍMARITSTJÓRINN og með- starfsmenn hans þreytast ekki á, að halda því fram, að vöru- verð kaupmanna sje svo hátt, að þeir auki mjög dýrtíðina, sjer í hag. En segja má í því sambandi sem oftar, að heggur sá, er hlífa skyldi. Því hvað er um kaupfjelögin, sem Tím- inn telur vera þjóðarbjai'g- vætti? Gera menn hagkvæmari kaup hjá þeim, en annars stað- ar? Eða selja þau sama verði og aðrir, en haga verslunar- rekstri sínum það lakar, að þau græða ekki eins og kaupmenn- irnir? Eða selja þau með sama háa verðinu, sem Tíminn talar um, í skjóli kaupmannanna? Hvað segja mennirnir, er hafa" verðlagseftirlitið með höndum? Og hvað skyl^ ritstjóri Tím- ans segja, ef hann einhvern 1 tíma tæki sig til, og hugsaði j um þetta mál, áður en hann skrifar? Getur hann komið því við? Þegar hann næst kennir Sjálfstæðisflokknum um hækk- un dýrtíðarinnar, þá ætti hann líka að rifja upp brotthlaup Hermanns Jónassonar úr rík- isstjórninni og eggjunarorð hans til „skæruhernaðar- manna“. Var það ekki hann, sem hljóp beina leið úr ráð- herrástól í Ríkisútvarpið, til þess að þenda öllum landslýð á, að nú væri komið „augna- blikið“ til þess að hækka dýr- tíðina og minka kaupmátt krónunnar. Aðdragandi. FLOKKSÞING Framsóknar- manna stendur fyrir dyrum hjer á næstunni. Eins og al- þjóð er kunnugt, hefir verið ónæoissamt og ókyrt á því pólitíska heimili ráðamanna flokksins. Það eina, sem full eining virðist hafa ríkt um, er „framsóknar-vistin'*, en Jónas hefir stjómað ,,marsinum“ „út á við“ og Eysteinn „inn á við“, og togast hefir verið á til ,,hægri“ eða „vinstri". Formanninum „út á við“ hef- ir þótt ráðlegra að undirbúa nokkuð af sinni hálfu flokks- þingið með „Greinargerð um íslensk stjórnmál“, sem er æði álitlegur bæklingur, nýkominn út. Það vekur énga furðu, mið- að við það,; sem á undan er gengið, þótt bæklingur sá sje út gefinn á Akureyri. En hann virðist skapa all álitlegan að- draganda þeirra ,,út-á-við“- manna fyrir þingið, enda kenn- ir þar margra grasa. Rejkjavíkur-klíkan Það er ekki svo lítið sem Tíminn er buinn að rita fyrr og síðar um Reykjavíkurvaldið, og er gaman að minnast ýmsra þeirra skrifa við lestur bækl- ings Jónasar. Þar fjallar Jónas mikið um breytingar, sem hann vilji gera á skipulagi Framsókn arflokksins og kemst þá m. a þannig að orði: „Breytingar þær, sem jeg legg til að gerð- ar verði á samþyktum flokks- ins, miða allar að þvi að tengja stjórn flokksins við kjósenda- fylkinguna og hindra það, að fámenn klíka í Reykjavík geti nokkurn tíma beitt valdi flokks ins á móti vilja kjósenda, eins og Ásgeir Ásgeirsson og fjelag- ar hans gerðu 1932—1934’“. — Hann segir að vísu ekki — og eins og Hermann og Eysteinn eru nú að reyna að gera — en það skilst hvað býr á bak við hjá gamla manninum. Það er heldur engin almenn eða frek- ari upptalning á því, hversu oft Reykjavíkur-klíka Framsókn- arílokksins yfirleitt hefir beitt valdi flokksins á móti vilja kjósendanna, án hliðsjónar af því, hvort valdaklíkan var um það sammála eða sundurþ>ykk. En það er nokkuð annað mál, eins og svo margt fleira, er fram kemur í nefndum bæklingi, er á nú eftir áð verða veganesti framsóknar fulltrúanna, er þeir leggja leíð sína hingað suður á þingið. ía!fundur Rauða Kross fslands verður haldinn á skrifstofu fjelagsins laugardaginn 29. apríl n. k. kl. 2 e. h. Dagskrá samkv. fjelagslögum. Reykjavík, 29. mars 1944. STJÓRMN. Reikpingar á Versiunina Havana og d/b. Jóns Daníelssonar óskast hið fyrsta framvísað hjá Daníel Ólafsson & Co. Tjarn- argötu 10. MATARLIM fyrirliggjandi. [ggert Kristjánsson & Co. hl VEGGFLÍSAR Höfum vjer ennþá fyrirliggjandi. CASCO — Íímduft nýkomið í 10 Ibs. og 25 lbs. umbúðum. Lúðvíg Storr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.