Morgunblaðið - 02.04.1944, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 02.04.1944, Blaðsíða 11
Sunnudagur, 2. apríl 1944. MORG JNBLAÐIi) 11 ir þu ekki náð fyrir mig ..Þekki þau í sjón“, tók Bracq fram í fj'rir honum. „Jú, þú getur verið viss um, að jeg þekki hana í sjón, litla fábján- ann þann. Hún er rauðhærð, eins og við er búast, augun blá, há og grönn, á að giska 25 ára gömul. Hún er nógu lagleg til þess að rugla sjálfan fjandann í kollinum------- „Hvað heitir hún?“ „Stella“. „Það er naumast, að þú ert kunnugur k venmanninu m'', sagði Rand. „Hvernig lítur hr. Redfern út? Svarthærður. frek ar lágvaxinn og feitlaginn —“. „Þvert á móti. Hann er hár, Ijóshærður og gjörfulegur mað- ur að sjá“. „Þá er það ekki sá, sem jeg er að leita að“, sagði Rand, og kendi vonbrigða í röddinni. „Þú afsakar ónæðið“. „Það var leiðinlegt“, sagði Bracq og hló við. „Jeg var far- dnn að vona, að þú ætlaðir að taka hana fasta. Mjer væri sönn ánægja að þyí, að þú hengdir hana“. „Hvað hefir konan eiginlega gert af sjer?“ spurði Rand. „Það er nú saga að segja frá því. Hjer var vonsku veður um dag'inri, hvast og kalt, og alt ■átti að vera lokað og læst sam- kvæmt skipun. En samt opnar hún kýraugað ■— —“. „Opnar hvað?“ Rödd Rands var hvöss. , „Hún opnaði kýraugað — gluggann á káetu sinni, svo að sjórinn streymdi inn og eyði- lagði alt, sem þar var inni“. Það varð vandræðaleg þögn dálitla stund. „Halló! Halló!“ sagði Bracq. „Ertu þarna enn?“ „Væri mögulegt að komast að, hvað er í kofforti hennar?“ sagði Rand, og röddin var hörkuleg. „Það hefir þegar verið gert, mon cher“, sagði Bracq. „Það er nærri því tómt“. Það var þögn andartak. Þá sagði Rand: „Væri hægt að láta káetu hennar standa óhreyfða þang- að til þið komið aftur hingað?“ „Jeg skal sjá um það“. „Og ef þú vildir hafa auga með þeim ....“. „Það skal jeg einnig gera“. ■ „Þakka þjer kærlega fyrir. Jeg læt þig svo vita, ef eitthvað gerist“, sagði Rand. „Hvað er þetta — þjófnað- ur?“ spurði Bracq. „Jeg veit það ekki“. Rödd Rands virtist óralangt í burtu. ,,Fyrverandi maður hennar er hA'finn. Ef til vill er það — morð“. SJÖUNDI KAPÍTULI. Þegar Stella Redfern vakn- aði, í stóru herbergi, sem lá baðað í sólskini, var hún lengi að átta sig á, hvar hún væri fetödd. En loks mundi hún það, Hún var í París. Og þetta var jóladagurinn. Hún sneri höfðinu örlítið og horfði á Giles, sem.enn yar í •fasta Svefni. Ljósá hárið var úfið og hann var eitthvað svo di'ppgjqlegur, að Stella þrosji os’UlFfáti' Nú 'Ut 'húri nám-’ ingjusöm, en það hafði hún aldrei verið, á meðan hún var gift Frank, þótt hann hefði að vísu elskað hana, á sinn hátt. Þegar henni varð hugSað til Frank, fann hún aðeins til með- aumkunar. Á milli hennar og mannsins, sem lá þarna við hlið hennar, var eitthvað, sem var eins raunverulegt og lífið sjálft. Hún vissi bara ekki vel, hvað það var. Það var ástríða, inni- leg vinátta, skilningur. En það var eitthvað meira, sém hún ekki gat gefið nafn. Það var einS og dásámiegur friður um- lyki hana í hvert skifti, sem þau voru saman. Nú rumskaði hann og opnaði augun. „Ertu þarna, ástin?“ Hann brosti syfjulega til hennar, leit- aði eftir hönd hennar og fann hana. „Þegar jeg vakna, er jeg altaf hræddur um, að þetta sje alt saman draumur, og þú að- eins yndisleg draumadís“. „Hm!“ sagði hún og beygði sig niður að hohum og kysti hann. „Gleðileg jól!“ Hann settist upp. „Drottinn minn dýri! Og jeg hefi ekki einu sinni keypt handa þjer jólagjöf!“ Hann lagðist út af aftur og hagræddi sjer á koddanum. „Við gerum það þá bara á morgun“. Klukkustund seinna stóð hann niðri í anddyrinu og beið eftir Stellu. Hanni keypti sjer eintak af „Herald“ og'rendi augunum yfir nýjustu frjett- •irnar. Það var gamla sagan: stríð og aftur stríð, dauði og eyðing. Hann var ekki í skapi til þess að lesa slíkt núna, og var því að því kominn að kasta frá sjer blaðinu, þegar hann kom auga á mynd af Frank Vaughan. Hann leit í kringum sig til þess að ganga úr skugga um, að Stellá væri hvergi ná- lægt, og las síðan það, sem stóð fyrir neðan myndina. Þar var skýrt frá því, að Vaughan hefði ekki sjest síðan á föstu- dagskvöldið, er hann heimsótti fyrverandi konu sína, Stellu Vaughan. Hún hefði farið í ferðalag morguninn eftir, og hefði lögreglan ekki ennþá náð tali af henni, en hún myndi sennilega geta gefið einhverj- ar upplýsingar í málinu. Giles hafði ekki tekið eftir, að Stella hafði nálgast, á með- an hann var að lesa, og stóð nú við hlið hans og brosti yndis- lega. „Hvað er að, ástin mín? Þú ert á svipinn eins og þú hafir sjeð draug“, sagði hún. „Ekkert". Hann braut saman blaðið og stakk því í vasa sinn. „Við skulum fá okkur eitthvað að borða. Jeg er banhungrað- ur“. Á meðan þau sátu og biðu eftir> afgreíðslu inni í borðsaln- um, horfði Giles hugsandi á hið lj'mandi andlit Stellu. Hann ga! ekki fengið af sjer að segja henni frá því, sem hann hafði sjeð, Ekki enn. Hann ætlaði áð lofa henni að vera í friði dálitía stund enn þá. Þessir fáu dagar, sem hann Vaughan en hún mundi nokk- urntíma segja honum. Nú vissi hann það, sem hánn hafði áður grunað, að lif hennar með Frank hafði verið h.reinasta víti. Hún hafði ekki sagt hon- um það. og mundi aldrei segja honum það, en samt vissi hann það. Þessvegna gat hann ekki fengið af sjér að segja henni frá þessu núna. „Stella“, sagði hann. „Mjer datt dálítið skemtilegt í hug. Ættum við ekki að leigja okk- ur bifreið, skilja farangur okk- ar eftir hjer, og aka eitthvað út í sveit. Við gétum svo gist á einhverri kránni meðfram veginum?“ „Jú, þetta var sannarlega góð hugmynd“, hrópaði Stella, og augu hennar ljómuðu. „Hve- nær leggjum við af stað?“ „Strax“. Tveim klukkustundum síðar kom lítill, hvatlegur maður inn í anddyri gistihússins og bað skrifstofumanninn við af- greiðsluborðið að færa gisti- hússtjóranum nafnspjald sitt. Honum var strax vísað inn í einkaskrifstofu hans. Gisti- hússtjórinn, sem var stór og feitur maður, var allur á hjól- um, þegar hann sá gestinn. „Þjer gerið mjer mikinn heiður, monsieur. Gjörið svo vel að fá yður sæti og segið mjer, hvað jeg get gert fyrir yður. Þjer eruð, skilst mjer“, sagði hann og leit á nafnspjald- ið, „frá öryggislögreglunni?“ „Þakka yður fyrir. Mjer þykir leitt að þurfa að ónáða yður, en ameríska lögreglan hefir beðið oss að yfirheyra herra og frú Redfern, sem eru nýkomin til Parísar. Þau dvelja hjei’, eða er ekki svo?“ Gistihússtjórinn ypti öxlum og baðaði út höndunum. „Því Kolagerðarmaðurinn Æfintýr eftir P. Chr. Asbjörnsen. annað eins hefir aldrei komið fyrir í heiminum“, og með það sló hann í stólinn, svo buldi í öllu og prjedikun- stóllinn og presturinn hrundu niður og ultu fram kirkju- gólfið með slíku bramli, að fólkið varð dauðskelkað og þusti út úr kirkjunni, eins og dómsdagur væri kominn. En þá sagði biskupinn við fólkið, að hann væri alveg steinhissa á því, að nokkur söfnuður skyldi vilja afsegja slíkan ræðuskörung, með svo mikla spádómsgáfu og visku. að hann gæti sagt fyrir óorðna hluti. Hann sagði að sjer fyndist slíkur maður í það minsta eiga að vera prófastur. og það leið heldur ekki á löngu, uns kolagerðarmaðurinn varð það. Svo var ekki um annað að gera fyrir söfnuðinn, en að sætta sig við klerk. Nú var það þannig, að konungshjónin voru barnlaus. en þegar konungur frjetti að von ætti hann á erfingja, þá gerðist hann meira en lítið forvitinn, hvort þetta myndi verða*prins og ríkisarfi, eða bara prinsessa. Ljet hann nú kalla til sín all'á lærða menn í landinu, til þess að þeir reyndu að greiða úr gátu þessari. En þegar enginn þeirra gat það, þá mundi bæði konungur og biskup eftir kola- gerðarmanninum, og voru ekki seinir á sjer að senda eftir honum og þaulspyrja hann. Nei, ekki sagðist hann held- ur geta sagt um þetta, — „því það er ekki gott að segja um það, sem enginn getur vitað“, sagði hann. „Já, já, sama er mjer, hvort þú veitst það eða veitst það ekki“, sagði konungur, „en þú ert hinn vitri prestur og spámaður, sem getur sagt fyrir um óorðna hluti, og ef þú vilt ekki segja mjer þetta, skaltu missa bæði kjól og kall. En nú ætla jeg að reyna þig fyrst“, bætti hann við og tók hann stærstu silfurkrúsina sína og gekk niður að sjó. Þar setti hann eitthvað í krúsina og' lokaði henni og kom svo með hana aftur. „Ef þú getur sagt mjer, hvað er í krúsinni, þá getúrðu frætt mig um hitt líka“, sagði konungur og hjelt um lokið. Kolagerðarmaðurinn bar sig illa og stundi: „Æ, þú óhamingjusamasta skepna og vesælasti krabbi jarðarinn- ar, hvað hefirðu nú fyrir allt þitt strit og stríð“, sagði hann. „Ja, þarna sjerðu, hvort þú ekki vissir hvað er í könn- unni“, sagði konungur, því hann var með stóran krabba í krúsinni. Svo varð kolagerðarmaðurinn að fara inn til drottningarinnar. Hann tók stól og settist á hann, en stól- inn hafði hann sett á mitt gólfið, en drottningin gekk fram og aftur í stofunni. Betlai’i ber að dyrum og frú- in fer fram. Frúin: — Þjer gangið hjer daglega um og betlið. Því vinn- ið þjer ekki heldur? Betlarinn: — Jeg hefi ekki efni á því, frú, því að þegar jeg vinn, þá þyrstir mig svo mik- ið, að jeg drekk.meira af bjór en daglaun mín hrökkva til. Móðirin: — Jeg ætla að kaupa tvo farseðla með járnbrautinni, annan fyrir barn, en hinn fyr- ir fullorðinn. Afgreiðslumaðurinn: •— Á barnafarseðillinn að vera fyrir langa drenginn þarna? Hann er í síðum buxum, og það kem- ur ekki til nokkurra mála, að hann geti fengið barnafarseðil fyrir hálft verð. Móðirin: — Það eru líklega ekki buxurnar, sem ákveða fargjáídið: Ef svo værí, þá ætti jeg að fá farseðil fyrir hálft verð. Þá gelluiv við feitlagin kona, sem s'toð' fyrir aftah hina: — Já, og þá ætti jeg að fá farseð- il íyrir ekki neitt. ★ Lára litla lagðist í mislinga- veiki og máttu vinstúlkur henn ar ekki heimsækja hana. Um kvöldið, þegar móðirin ljet Láru lesa bænirnar sínar, þá kom það fyrir, að englarnir skyldu vaka yfir henni og gæta hennar, þá stansar hún og seg- ir: „Nei, mamma mín, englarnir megi ekki vera hjá mjer, því þá veikjast þeir“. ★ Fyrir nokkrum árum var skýrt frá því í blaði einu, að skip hefði verið sent' frá Ev- rópu til vesturstrandar Afríku með 14 trúboða, 400 smálestir af púðri og 1000 tunnur af brennivíni og rommi. ★ Bóndi (kátur og kertdur í veislu sonar síns); :—>. Borðið þjer nú prestur gi)ður duglega þangað til þjér springið. Þjer getið verið vissir um það, að ijeg get vel unt yður þess. Jón: — Heyrðu, jeg hefi ekki sjeð hann Helga lengi. Hvar heldur hann sig? Páll: — Hann er á^Landspít- alanum. Jón: — Hvað gengur að hon- um? Páll: — Hann gekk niður stiga 10 mínútum eftir að búið var að taka hann burt. Árið 1907 var fenginh hafn- arverkfræðingur frá Noregi til þess að skoða hafnarstæði í Reykjavík. Hann var oft á gangi kringum höfnina til þess að skoða ýmislegt, sem snerti það mál. Eitt sinn mætír G. honum og segir: „Jeg sá yður vestur við drátt arbraut. Hvernig líst yður á hana?“ '..Ágætlegau. i v,Já;; þjer: hafið: sjeð, hvern- ig, hún dxegur skipin upp, en þjer hafið ekki, eniysjeð, hvern ig hún dregur okkur upp, við- skiftavinina1’.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.