Morgunblaðið - 15.04.1944, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.04.1944, Blaðsíða 1
31. árgangur. 83. tbl. — Laugardagur 15. apríl 1944. Isafoldarprentsmiðja ílí. FANGATALAN YFIR 30 ÞÚS. Á KRÍM Sænska ræðir utanrík- ismál á Eokuð- um fundi Stokkhólmi í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins SÆNSKA ÞINGIÐ kemur saman á lokuðum fundi á mið- vikudaginn kemur til að ræða untanríkismál. Er talið að á þess um fundi ræði þingið um kvart anir þær, sem breska og ame- ríska stjórnin hafa sent sænsku stjórninni vegna útflutnings til Þýskalands á saanskum kúlu- legum. . Bretar og Bandaríkjamenn hafa kvartað y.fir því, að þeir selji Þjóðverjum ýmsar vörur, sem þeim eru nauðsynlegar til hernaðarrekstursins. Það er ekki búist við svari Svía við þessum kvörtunum fyr en í lok næstu viku og sænsku blöðin eru þeirrar skoðunar, að Svíar neiti að verða við þeim tilmæl- um bandamanna, að þeir hætti útflutningi sínum til Þýska- lands á stáli og þó einkum kúlu- legum, sem Þjóðverjum van- hagar um einmjtt nú. Talið er að sænska stjórnin muni benda á, að vegna legu landsins og hernaðarafstöðunar sje þeim nauðugur einn kostur að hafa viðskipti við Þjóðverja. Svíar þurfi á kolum að halda, sem þeir geti ekki fengið ann- arsstaðar frá, en frá Þýskalandi og til þess að fá þessi kol, verði þeir að selja Þjóðverjum sænsk ar vörur. Bandamenn hafa sent Portú- gal og Tyrklandi samskonar kvartanir og þeir sendu Svíum. í Portúgal er nú þýsk við- skiptanefnd sem er að reyna að fá Portugal til að selja þýsku stjórninni wolfram, en Þjóð- verjar eru í miklum vandræð- um vegna skorts á því efni. Giraud eieifar að iaka við embætti hjá de Gaulle -HENRI GIRAUD hershöfð- ingi hefir nú aígjörlega neit- a.o að staka við embætti eftir- Fifsherforingja franskra hers- Jns undir stjórn de (laullo. IIcl' jr Þjóðfrelsisnefndin ]>ví sett hann í vat-aliðið, Giraud hcl'ir þó ekki sagt af sjer sein hcrs- höfðmg-i í franska hernmn, ])ó 'hann liætti að vera* virkur hershöfSingi. — Reuter. Ný grísk ríkisstjórn KAIRO í gær: — Ný grísk ríkisstjórn tók við völd- Um í dag. Porsadisráðherra er Sophocles Venizelos og gegnir hann eirinig embættum hermálaráðherra, dómsmála- ráðherra og utanríkismálaráð- icrra. Innanríkisnutlaráð- íerra. vcrslunarflotamálaráð- herra qg mentamálaráðherra ei' .lohn Demestikas í'lotafor- ingi. Yenczelos sagði í til- kynniniru í dag. að stjórniu vænti þess, að Grikkir gerðu skyldu sína ga<invart i'öður- landinu. líin nýja ríkisstjórn: skoðaði hlntvcrki sínu loki'ð' strax oq- (irikkland væri orð- ið fr.jálst o»- þjóðin gæti s.jálí valið s.jer ríkisstjórn. — Reuter. FYRÍR NOKKRU urðu skifti á yfirmönnum kaþólsku kirkj- unnar í Bretlandi, er Hinsley kardínáli andaðist. Eftirmaður hans, sem sjest í fullum skrúða hjer á myndinni að ofan, heitir Bernard Griffin. Amerískur hershöfðingi fær rússneska orðu. LONDON í gær: — Donald Colonny hershöfðingi Banda- ríkjamanna við Persaflóa hefir verið sæmdur rússnesku Suv- orov-orðunni af annari gráðu fyrir að hafa stjórnað birgða- flutningum til Rússlands. —-Reuter Loftsóknin: Arás á Kastrup-völlinn í Kaupmannahöfn Stokkhólmi í gær. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. LRESKAR FLttGVJBLAK gcrðu í dag loftárás á aðal- J'lugvöll Kaupmannahafnar^ Kastrupflugvöllinn á Amager. Eldur koni upp í að minstakosti þrcmur flugvjeluin, sem voru á ycllinum og allmikið tjón varð á vellinuin, bæði flug- yjchiskýlum og flugvjclum. Til loftbardaga kom milli þýskra og brcskra flugvjela yfir Kattegat í dag og skutu bresku flugv.jelanuii' niður þrjar l)ýskar, án þess að bíða. tjón sjáli'ir. Skyndiárás á flugvöll við París Loftárásin á ílugvöllinn í Kau])inannahöfn var einn lið- urinn í loftsóta liandamanna gegn samgönguæðum, verk- smiðjum og flugvöllum Þjóð- vei'ja á incginlandinu, scm, hjell áfi'am í dag. Amei'ískar Thunderbolt- x'.jelar gerðu skyndiárás á fhig vöH \ið Paría. Kom ]>essi ár- ás Þjóðyerjum algerlega á ó- varl og tókst Bandai'íkjaflug- mönnuni að eyðileggja 20 flug vjclar af 50, sem á vcllinum viii'ii og yalda auk ]>ess miklu Ijóni á flugvjelaskýlum og (iðrum mannvirkjum flugvall- arins. Auk ])essara tveggja árása li.jcldu bandamenn uppi árás- um sínnuin á ýmsa staði í her- numdu iöndunum. I fyrrinótt fóru breskar Mosquito-flugvjelar til árás- ar á Berlín. Komu þau' allar heim aftur mcð tölu úr þeirri ferð. %Messerschmitt verk- smiðjanna í rústum Yfirstjórn ameríska ¦ flug- hersins á P.retlandseyjum fil- Framh. á 2. síðu Varnir Þjóðverja algjöríega í molum: Scvastopol megin virki facirra London í gærkvöldi. — Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. RÚSSAR HALDA ÁFRAM hinni hröðu sókn sinni og er nú skipulegri mótspyrnu á Krímskaga svo að segja lokið, nema umhverfis Sevastopol, þar sem talið er að Þjóðverjar muni reyna að verjast eins lengi Qg þeir geta. Þjóðverjar og Rúmenar, sem vörðust á Krím, hafa beðið gífurlegt manntjón og Rússar höfðu í gærkveldi (fimtu- dag) tekið rúmlega 31.000 fanga, en fangastraumurinn heldur áfram til herbúða Rússa og gefast liðsforingjar upp með heilar sveitir sínar. MikiS Ijcn af loft- árásum í Frakklandi London í gærkveldi. Útvarpsfyrirlesari í París- arútvarpinu lýsti því í dag hve gríðarlega miklar skemd- ir hafa orðið í Prakklandi af völdum loftárása bandamanna. Sagði fyrirlesarinn að meiri skemdir hafi orðið í Frakk- landi eftir að Prakkland gafst upp, en á þeim 6 mánuðum, seni Frakkland átti í ófriði. Ráðist hefir vcrið á 80 borgir í Frakklandi með sprengju- yarpi og hafa þúsiuidir manna farist í loftárásunum, og margar þúsundir særst, en ])cir skifta tugpiísundum, sem orðið hafa heimilislansir vegna loítárása. eða hafa orð- ið að flýja heimili sín af hcrn aðarástæðum. Hnignun franska Verslunarflotans . Pyrir styrjöldina, sagði fyr- irlesarinn, áttu Prakkar versl- unarskipastól, sem nam rúml. 2 miljón smálestum. Undir yfirráðum Viehy stjórnarinn- ar er nii aðeins skipastóll, sem nemur 66 þiisund smálestum. Herskipastóll Vichy stjórn- arinnar er einnig aðeins svi]i- ur hjá því, scm hann var í ó- i'riðarbyrjun. — Reutcr. * ? > Roosevelt lætur ríkið reka verksmiðjur. WASHINGTON í gærkveldi: — Roosevelt hefir fyrirskipað, að her og floti taki að sjer tvær verksmiðjur, sem framleiða her gögn. Ástæðan fyrir þessu er sú, að óttast var að til verk- falla myndi koma í verksmiðj- unum. Höfðu stjórnir verksmiðj anna neitað að greiða verka- fólki launahæítkun, sem'fyrir- skipuð hafði verið af launa- málanefnd ríkisins — Reuter. Þjóðverjar og Rúmenar hafa ekki haft tíma til að eyðileggja hergögn og hern aðarlega þýðingarmikla staði á undanhaldinu, því sókn Rússa hefir verið svo hröð. Hafa Rússar sumstað- ar sótt fram rúmlega 50 km. á dag. Margar borgir fjellu í herstjórnartilkynningu Rússa í kvöld er sagt frá mörgum borgum, sem fallið hafa þeim í hendur síðan i gærkveldi. Meðal þessara borga eru Bakhchisary, Alus hta, Ak Mechet, Freidorf og Zuya og 300 aðrir hafa fall- ið á Krím, þar á meðal járn- brautarstöðin í Alma. Alma er um 15 km. norð- austur af Bakhchisary við járnbrautina frá Simferopol. "Ak Meceht er lítil hafnar- borg á norðvestanverðum Krímskaga, um 70 km. norð vestur af Eupatoria. Þessar borgir, sem nefndar hafa verið, tóku hersveitir úr fjórða ukrainska hernum. Sjóliðar, sem berjast á Krím, tóku Karsubazar, sem er rúmlega 50 km. vestur af Feodosia, við rætur Yalia fjalla á Suður-Krím. Fangar. í herstjórnartilkynningu Rússa segirv að fjórði úkra- inski herinn hafi tekið rúm- lega 17,000 fanga á Krím og sjóliðarnir um 14,000 fanga. Hefir þó ekki unnist tími til að telja nærri alla fanga og þessar tölur voru gefnar upp á fimtudagskvöld. Rússar segjast hafa eyði- lagt fyrir Þjóðverjum 34 skriðdreka i bardögum í gær og skotið niður 18 flug- vjelar. Við Tamopol hefir Rúss- um orðið nokkuð ágengt og virðast orustur á þeim stöð- um vera að hefjast á ný.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.