Morgunblaðið - 15.04.1944, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 15.04.1944, Blaðsíða 7
Laugardagur 15. apríl 1944. MORGUNBLAÐIÐ LEYIMISTARFSEMIN í FRAKKLAIMDI ÞÚSUNDIR FRAKKA hafa sloppið úr landi síðan Þjóðverjar tóku land þeirra. Þeir hafa komist undan loftleiðis, sjóleiðis og fótgangandi yfir Pyrenea- fjöll til Spánar. Stundum fara þeir neðansjávar eins og Giraud hershöfðingi, sem var fluttur í kafbát til N,- Afríku. Eins og Maroselli þingmaður, eiga þeir næst- um allir líf sitt að þakka leynistarfseminni, sem nú er virkasta og best skipu- lagða hreyfing í Evrópu Skemdarverkadeildin er fámenn, en samstilt og at- hafnasöm. — Myndar hún kjarna hreyfingarinnar. — Hún starfar með fullkomnu herskipulagi, og er eingöngu hugdjörfum og greindum mönnum veitt inntaka í hana. Eru þeir síðan sjer- staklega þjálfaðir. Enginn deildarforingi í Frakklandi veit um nema nöfn fárra þeirra. Er það varúðarráð- stöfun til þess að koma í veg fyrir það, að nasistar geti handtekið þá í stórum stíl. Hlutverk þeirra er að stytta Þjóðverjum aldur, sprengja upp járnbrautar- lestir, kveikja í skotfæra- birgðastöðvum og olíugevm um og vinna skemdarverk á hernaðarmannvirkjum. Þeir taka virkan þátt í árásum landgönguflokka, og þegar hin fræga landganga við Dieppe var gerð, vísuðu skæruliðar úr leynihreyfing unni innrásarmönnunum leið að mörkum þeirra. En gagnstætt því, sem alment er álitið, beita þeir ekki of- beldisráðstöfunum af handa hófi, því að mexm úr þessari deild framkvæma yfirleitt ekkert að undanskildum neyðartilfellum, nema eftir sjerstokum skipunum frá Lonaon. Samgöngukerfi leynihreyf ingarinnar er nú svo full- komið, að sendiboðar þeir, sem sendir eru milli Frakk- lands og Englands, koma næstum ávalt á ákveðnum tíma. Gyðingar eru yfirleitt aldrei sendir í þessar ferðir, því að þeir eru næstum ör- uggir með að fá að hverfa yfir í eilífðina, ef nazistar klófesta þá, en vantrúar- menn hafa þó örlitlar líkur til þess að komast hjá dauða refsingu. Þegar undankoma var von- laus. EKKI er óalgengt, að menn, sem sendir eru í hættuför, beri á sjer skjót- virkt eitur. Skemdarverka- maður í París, sem stöðvað- ur var af tveimur lögreglu- þjónum nasista til rannsókn ar, hafði í vasa sínum tvö vegabrjef, annað löglegt, en hitt falsað. Þau voru föst saman í vasanum, og þegar habn reyndi að sýna annað þeirra, fjell hitt á götuna. Hann vissi, að hann rnyndi ekki geta gert fulla grein fyrir þessu, svo að hann tók upp skammbyssu og skaut EFTIR CHARLES LAIMIUS í fyrri greininni var sagt frá flótta André Maroselli, þingmanns, frá Frakklandi til Englands. I þessari grein er nánar skýrt frá skipulagi og starfi leynihreyfingarinnar alment. Er undravert, hversu frönskum föður- iandsvinum hefir tekist að leika á spæjara Þjóðverja. Síðari grein Þjóðverjana. Feldi hann1 tvo þeirra og særði tvo aðra. j Hann hljóp síðan á brott, en braut annan fótinn um ökl- ann, þegar hann stökk yfir vegg. Þar sem engin von var um undankomu og hann vissi, að hann myndi verða drepinn, gleypti hann eitur- töflu, sem hann alltaf bar á sjer. — Margir menn, sem handteknir hafa verið, eða verið í þann veginn að falla löreglunni í hendur, hafa gert hið sama. Þrjátíu og sjö ára gamall hermaður af Baskaættum, er í hóoi skæruliðanna. — Hermaður þessi, sem er í útliti sem amerískur Indí- áni, var handtekinn 17. nóv. 1940, ásamt fimmtán öðrum foringjum, fyrir að hafa gert samsæri um að taka Dakar. Hann var dæmdur í fjögurra ára fangelsi, en braust eftir eitt ár úr Nérac fangabúðunum og komst yfir í Baskahjeraðið. Leynihreyfingin bað hann að koma á fót leynijárn- braut, og sluppu yfir eitt þúsund Frakkar þessa leið, áður en Þjóðverjar uppgötv uðu hana. Endastöð leyni- brautar þessarar var í fimm tíu til sextíu mílna fjarlægð innan frönsku landamær- anna, og ferðuðust ferða- mennirnir þaðan að nætur- lagi, hús úr húsi, þar til þeir náðu til sþænsku landamær anna. Baskar, sem áður fvrr voru meistarar í leyniferð- um yfir landamærin, leið- beindu þeim síðan yfir fjöll- in. Landamæraverðir Þjóð- verja sundruðu að lokum þessum leynihóp, en aðrir starfa enn í dag, og ef þeim verður tvístrað, þá munu nýjir hópar taka við. Þýskir erindrekar, sem þóttust vera enskir eða kanadiskir hermenn á flótta gerðu levnistarfseminni erf itt fyrir í fyrstu. En nú er jafnvel Frökkum erfitt um vik að komast í það náin tengsl við hreyfinguna, að það gæti orðið henni hættu- legt, eis misnotað væri. — Fyrsta kynningin er tiltölu- lega auðveld, en aðgangur- inn verður alltaf torveldari eftir því sem nálgast meir innri hring hreyfingarinnar. Oþjóðhollir Frakkar — svik arar, sem selja landa sína í hendur Þjóðverja — eru fá- ir, því að flestir þeirra eru þekktir, og leynihrevfingin veit, hvernig henni ber að snúa sjer gagnvart, þeim. i Mjer var skýrt frá ein- um Frakka, sem gerðist svikari. Fallhlífarhermaður sem sendur var frá enskri flug'.’jel á frönsku strönd- ina, fótbrotnaði í lending- unni, og engin leið var að koma honum til læknis úr leynihreyfingunni. Til allr- ar óhamingju reyndist lækn irinn í næsta þorpi vera Þjóðverjasinni, og kallaði hann á frönsku lögregluna, sem af skyldurækni en tregðu handtók fallhlífar- manninn. Þeir skýrðu síðar svo frá, að hann hefði slopp ið úr greipum þeirra. áður en þeir komust með hann til fangelsisins, enda leið ekki á löngu þar til fallhlíf- armaðurinn var kominn aft ur til Englands. Jeg spurði hvað hefði orðið um hinn svikula franska lækni og var mjer svarað: „Það mál var leyst á viðeigandi hátt“. Leyniblöðin eru gefin út í stórum stíl. VELGENGNI eða mis- heppnun hverrar leynistarf semi er framar öllu háð þeim stuðningi, sem hún fær hjá alm&nningi. Þegar franska mótspyrnuhreyfing in var endurskiplögð, var fólk í herteknu hjeruðun- um — undir hæli Þjóðverja — reiðubúið til þess að beiy- ast undir merki hennar. Aft ur á móti var viðhorfið ann- að í óhernumdu hjeruðun- um, þar sem varla sást þýsk ur einkennisbúningur. Það varð hlutverk annarar deild ar levnistarfseminnar, að skapa einingu með þjóðinni og gera hana sjer meðvit- andi um hinn leynda mátt sinn í baráttunni gegn óvin- unum. Beittu þeir blöðum og áróðurátnönnum til þess að vekja þjóðina til starfa. Leyniblöðin eru einkum dýrmæt í þeirri viðleitni að halda þjóðinni einhuga í mótspvrnunni. Tíu stórblöð og um sextíu smáblöð -eru gefin út leynilega, og hafa stærri blöðin frá 50—100 þúsund lesendur. Stærstu blöðin geta meira að segja gefið út sjerútgáfur, sem jafnast fjdlilega á' við ýms af blöðum hjer í Banda- ríkjunum. Ritstjórar þess- ara blaða fá útvarpsfrjettir næstum eins fljótt og við, og það, sem við lesum í blöð um okkar í dag, mun á morg un verðaýesið af miljónum Frakka. Dreifingin er ekki eins erfið og maður gæti haldið. Venjulega finna Frakkar á morgnana samanbrotið blað notað til þess áð koma boð- um til leiðtoganna í Eng- landi, áður en Bandaríkin rufu öll tengsl við Vichy. — Bþið þetta var undir ritskoð un franskra og þýskra yfir- valda og var talið „örugt' að leyfa dreifftlgu þess ut- an Frakklands. Erindrekar bandamánna fengu sjer þvi eintök af blaðinu og flugu með þau til Englands. Þai þýddu þeir skeyti, sem falin voru í meinlausum auglýs- ingum. og sama kvöld sendu þeir skipanir til baka gegn um breska útvarpið. Án lyk ilsins gátu Þjóðverjar ekk: fundið skeytin. Allir cru reiðubúnir að leggja fram sitt lið. MAROSELLI áætlar að níu tíundu hlutar frönsku þjóðarinnar sjeu að meira eða minna leyti tengdir við leynistarfsemina. — „Þegai innrásin hefst, munu þeir rísa upp og veita banda- mönnum alla þá aðstoð, sem þeir geta í tje látið“. Frá sjónarmiði leyni- j i hreyfingarinnar er fyrsta skylda franskra borgara að sinna störfum sínum á eðli- legan hátt. Samt væntir levnistarfsemin samvinnu þeirra, ef hún biður cin- hvern þeirra að leysa ákveð ið verk af hendi, sem er ef til vill ekki nema einu s.:nn á ári. Gerum ráð fyrir; að maður vinni við járnbraut- arskiftistöð. Leynistarfsem- in vill, að hann vinni starf sitt af kostgæfni, og afli sjer trausts Þjóðverja. Svo kann að vera, að leynihreyf ingin einhverju sinni ósk eftir þ\’í, að flutningavagni sje beint inn á ákveðið hlið- arspor eða hann tengdur við lest, sem fer í öfuga átt. — Þessi skiftistöðvarmaður getur unnið þetta verk undir útidyrahurðinni, eða því er smeigt inn í brauð eða böggla á torgsölum. Oft er þeim jafnvel rjett blað út á götunum. Þjóðverjar virð- ast gersamlega vanmáttugir um að hindra hina skjótu dreifingu og hefir jafnvel verið gefið til kynna, að þeir væru hættir að revna það. í september barst sím- skeyti frá London, þar sem skýrt var frá manni, sém úthlutað hefði levniblöðum á neðanjarðarbraut í París, án þess að lögreglan gerði nokkuð til þess að koma í veg fyrir það. Ritstjórarnir láta nú steypa alúminíummót af blaðinu, og er þeim svo varpað úr flugvjel í fallhlíf. Geta þannig tveir eða þrir menn í kjallaraholu útbúið fjölmörg eintök. Hávaðinn við blaðamenskuna hverfur með þessum eftirlíkingar- mótum, og hafa leyniblöðin þannig skapað nýja starfs- hætti, sem teknir hljóta að verða til rækilegrar íhug- unar eftir stríð. Leiðtogar j leynistarfseminnar örfa skynsamlega blaðamensku sem stælingu á siðferðis- þrekinu, en af því leiðir þó ekki, að leyniblöðin sjeu leiðinleg. Frönsk kýmni er þar sem bragðbætir og skrípamyndir af Þjóðverj- um. Eitt meginhlutverk . blað- anna er að búa Frakka und- ir þýskar pyndingaraðferð- ir. Þau vara Frakka við því, , „ að ef þeir verði handteknir. 7efna Þess’ ,ap Þjoðverjar megi þeir búast við dvrsleg- hata ehm naið auga ’nei- um hÖP'U’m, einkum í and- honum’ ÞV1 að hann n?tur lit og höíuð, en það er ejntiausts þeiria af kenlsuaðferðum Gestapo. Gestapo hugsar sem svo, að ef andlit fórnardýrsins er barið í klessu, þá missir hann traust sitt. og sjálfs- virðingu, og ásamt með sjálfstrausti hans hverfur hugrekkið, hæfni hans til að Ijúga vel og mótþróavilji hans. Blöðin álíta, að Gest.a- po hafi lært þessar grimd- araðferðir með því að kvnna sjer myndir af fyrstu þristnu píslarvottunum. — Sýna þær, að líkamar næst- um allra píslarvottanna voru afskræmdir, en trú þeirra, hugrekki og kærleik ur geymdist áfram á ó- snortnum andlitum þeirra. Leyniblöðin eru oft not- uð til þess að flytja virk- um meðlimum skipanir, enda þótt frönsku blöðin, er nasistar hafa eftirlit með, sjeu í ýmsum tilfellum engu síður notuð í því skyni — Innan leynihreyfingarinnar er enn hlegið að því, hvern- ig ákaft Vichysinnablað var Sístarfandi ritarár á stjórnarskrifstofum geta aflað upplýsinga, sem kom- ið geta í veg fyrir handtöku eða aftöku. — Bóndi getur leynt fanga, og veitingamað ur eða verslunarmaður geta hlustað á samræður Þjóð- verja, sem geta gefið banda mönnum mikilvægar upp- lýsingar. Starfsmaður á neðanjarðarjárnbraut getur troðfvlt vagnana og þar.nig hindrað býskan herflokk x að komast til staðar, þar sem uppnáni er. Allt þétta hefir komið fyrir, og mun senni- lega koma fyrir aftur og gera Þjóðverjum hernámið þannig sífelt erfiðara. Sjer- hver Frakki hefir sína stöðu í hinni óvirku mótspvrnu, enda þótt hann ekki taki þátt í leynistarfseminni. Frakki, sem handtekinn var fyrir að dreifa ritling- um, andvígum stjórninni í Vichv, en komst fyrir skömmu úr landi til Banda- Framhald á 8. síðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.