Morgunblaðið - 29.04.1944, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.04.1944, Blaðsíða 2
2 M 0 R G U N B L A Ð I Ð Laugardagur 29. apríl 1944. HELGI PJETURSS hefir nú um tugi ára verið að spá fyrir framtíð íslendinga og mann- kyns á jörð vorri. Auk Nýal- anna 5, á 25 árum, er hann ó- þreytandi að spá, uppgötva og leiðbeina um sama efni, með póstum í innlendum blöðum og útlendum tímaritum. En „fáir eru spámenn á föðurlandi sínu“. Fáir styrkja H. P. og styðja hið mikilsverða áhuga- mál hans, eða þora að láta það koma í ljós. Er því atvikum betra, að hann skuli ekki enn þá vera utslitinn og uppgefinn í þessari vonlitlu baráttu. Vís- indamenn hjer þegja og lærðir menn flestir. Meðan svo horfir við, er minni von um árangur. Mætti samt verða. að enn rætt- ist sá spádómur, þó gamall sje, að það verði opinberað smæi- ingjum, sem vitringum er hul- ið'. Með samhug og samstarfi iiógu margraþó smælingjar sjeu mætti vinnast glæsilegur sigur. Spádómurinn. Látlaust hefir H. P. spáð ill- um afleiðingum af illri stefnu, varað við hættum og ráðlagt úrræði til endurbóta. Ætla jeg öllum hugsandi mönnum að þekkja þetta, svo ekki þurfi að lengja litla grein með útdrátt- um eða tilvitnunum. Höfuðatriðið, á aðra hliðina, er þetta: Illar hvatir og ill öfl (helstefna) ráða nú mestu í heiminum. Meðan svo er, bloss ar upp hatursbálið, með hörm- ungum ófriðarins: tortíming matvæla og mannvirkja, hung- urdauða, valfalli og morðum. Þetta sagði Helgi Pjeturss fyr- ir um núverandi stríð og meira. Hann sagði líka fyrir, að hjer mundi veðurfar versna, ,,höf- uðskepnurnar11 hamast. hætt- urnar aukast og slysin verða því fleiri, tíðari og stærri, sem iengur væri daufheyrst við að- vörunum hans og hafin sókn frá helvegi. Sjá menn nú ekki. að allt of mikið hefir rætst, af þessum spádómi? — Vill þjóðin enn ,.f]jóta sofandi að feigðarósi“, bíða enn eftir meiri hættu, r.tærri slysum? Svo er að sjá. Ennþá dansar þjóðin kringum Rullkálfinn. Ennþá blossar upp hatrið og hlutdrægnin. ofstop- ir.n og metorðagirnin, með ó- samlyndi og þvergirðingi, jafn vel í smámunum. Ennþá drottn ar eigingirnin og sjerhags- inunhnir í verðbólgu, kaup- kröfum og verkföllum. Nautna sýkin, áfengis og tóbakseitrun- in, og kapphlaupið og stæri- l'ætið um hjegómann, haldast í hendur. Alt mun þetta vera a hraðfara leið á heljarþröm hjerlendis. að gjaldþrotum, at- vinnuleysi og örbirgð fjöld- ans. eða uppreisn, einræði og þrælkun. En þó er annað verra og alvarlegra. Eigingirnin og grimdin er (hvar sem ríkir í heiminum — með gömlum ís- lenskum orðum sagt) á hægri Jeið til helvítis. Á leið inn í Jrnyrkrið fyrir utan“, á öræfa- Jíindin sólskinslausu og ömur- l&gu á allan hátt, í samfjelag við sína líka og lagsbræður. Endurvakningin. Helgi Pjeturss hehr líka, á SPÁMAÐUR - » . Eftir Vigfús Guðmundsson hina hliðina, gert meira, en að spá illu einu og tala um hel- veginn.Jafn oft hefir hann bent á ótal vísindarit, til sönnunar máli sínu, og sjálfur hefir hann sópað þoku af leiðinni út af helvegi. En þeð er með sam- bandsleit við merm (æðri ver- ur eða engla — ef menn vilja fremur orða það svo), sem éru betri, fullkomnari og máttugri en jarðarbúar, og sem búa á sólríkari og betri hnöttum. Er H. P. ekki í neinum vafa ,um það. að þar sje að finna mikla og góða krafta og fúsa til hjálpar viltu mannkyninu, ef það vill aðeins knýja á. En enginn getur öðlast þá hjálp eða gjöf, sem hann vill ekki þiggja. Framrjettar hjálpar- hendur nægja ekki, ef þiggj- andi slær á þær. Mönnum þeim sem ekki vilja hjálpa sjálfum sjer eða þiggja hjálp annara, getur enginn mannlegur mátt- ur hjálpað, og ekkert guðlegt almætti, hvorki hjer nje ann- ars heims. En viljinn kemur einhvern tíma til þess, að þok- ast upp úr myrkrinu, og þá er hjálpin vís. í húsi föður míns. Eigi þarf að efa, að híbýlin eru mörg „í húsi föður míns“, _og misjöfn að gæðum. I miljóna miljónum jarðhnatta, er rúm fyrir margskonar og misjafnar mannverur, alt frá neðsta mykravíti, til hæstu ljóssins hæða, og alt frá djöflum til engla. Frá þessum ólíku stöð- um, munu sífelt berast til vor áhrif og áleitni. Áleitin kem- ur eigi síður til illra áhrifa en góðra, frá óknyttamönnum og nautnamönnum (drykkjuræfl- um t. d.), sem yfir um eru farrí ir. Langar þá enn að svala girndúm sinum og njóta þeirra hjá þeim, sem hjer eru veikir fyrir og ekki geta staðist freist inguna. Freistarinn (djöfullinn svo nefndi) mun enn vera á ferð. og í margbreyttum mvnd um. Og því ríkari er ástæðán til þess, að leita áhrifa frá „ljóssins og sælunnar bústöð- um“. Sanistillingarhúsið. Oft er H. P. búinn að segja það, að til þess að geta náð góðu og áhrifaríku sambandi við mer.n á öðrum hnöttum, þurfi mikla samstilling manna hjer, og sjerstaklega gott sam- fjelagshús. Skilist hefir mjer svo, að hús þetta þurfi ekki að vera stærðar höll, nje skreytt venju fremur. En umfram alt á ró- legum stað. Sje það og helgað með auðmýkt, lotning, sálma- söng og bæn, með trúnaðar- trausti. En aldrei vanvirt eða vanhelgað, með þrasi og þræt- um, ofmetnaði eða nautnum neins konar. Alt sje hreint og heilnæmt. í hólf og gólf. Vegg- irnir eiga svo að segja, að anda frá sjér yl og reykelsi, en ekki tóbakssvælu, áfengisópef, eða ryki reiði og haturs. Svo eiga og þeir, sem þar vilja koma saman, að leitast við að vera jafn hreinir sjálfir. Loftið þar inni, verður að vera þrungið af samhug og samstillingu allra er þar mæta. Enginn má koma á það ölduróti og fráhrynding- arafli, með illum hug, eða af mikilli tortryggni og forvitni einungis. — Kemur þetta heim við reynslu spiritista. Meðan Hclga Pjeturss nýtur við Þetta verður að gerast, húsið að komast upp, meðan H. P. nýtur við hjer hjá okkur. Hann verður að segja fyrir stæði og fyrirkomulag, ráða fram úr byrjunar örðugleikum og búa alt undir burtför sína. — Væri honum þá alt auðyeldara um áframhaldið á eftir, og ekki þarf að efast um það, að áhug- inn og orkan til góðra áhrifa, verði þá aukinn með nýjum þrótti og nýrri speki. Kostnaðurinn. Helga vantar fje. Hann getur ekki bygt á sinn kostnað, hve feginn sem vildi. En vilja nú ekki góðir menn offra dálitlu (gefa fyrir sálu sinni eða fram liðinna) og leggja saman í eitt húsverð? Fagurt er það og' lofsvert mjög, hversu fjöldi manna hef- ir verið örlátur og stórgjöfull til bágstaddra og margskonar fjelaga og fyrirtækja. Mun sá bróðurhugur og hjálparvilji vera orkuríkasti hemillinn, er nú um sinn stöðvar þjóð vora á helvegi. Gjafmildin gefur líka góðar vonir um það, að spá- dómur Rutherfords kunni smám saman að rætast, þannig, að íslenska þjóðin verði fyrir- mynd annara þjóða, og hafi bætandi áhrif á mannkyn heimsins. En til þess að svo megi verða, mætti virðast- að viskan, gæðin og orkan, verði að koma frá hærri stöðum. Sje það (svo sem er) lofs- vert, að' hjálpa einstökum mönnum og fámennum fjelög- um. Hvort væri þá ekki enn lofsverðara,, að lyfta upp þjóð- inni allri, ásamt öðrum þjóð- um? Þar sem gengi krónunnar á enn að halda áfram að lækka, með nýrri verðbólgu, er þá illa varið nokkru fje (jafnvel af fúlgum bankanna) í gengis- hækkandi alheims byggingu? Eða verður drukknuðum sjó- mönnum reistur annar veglegri minnisvarði en sambandshús — eða syrgjendum huggunarríkari og þjóðinni bjargvænlegri? V. G. Manntjón Bandaríkjamanna Washington í gærkveldi. Tilkynt var hjer í dag, að jiiannt j ón I >anda rík ja manna frá ófriðarbyrjmi til þessa dags, næmi alls 192.836 mönn- um. Þar af eru fallnir 44.497, særðir 72.630, týndir 41.923 og fangar 34.386. Af föngum liafa 1904 andast af ýmsum sjúkdómum, að því er óvin- irnir hafa tilkynt, flestir í fangabúðum .Tapana. — Reuter. Óttasl um líf ðandhi London í gærkveldi: — Þótt Gandi hafi að mestu náð sjer eftir malaríukast það, er hann fjekk á dögunum, eru læknar enn mjög óánægðir með heilsufar hans og telja að á- stæða sje til þess að óttast um líf hans, ef brátt bregði ekki til bata. Ástæðuna til þess telja þeir, hve lítinn viðnámsþi’ótt hann hefir. — Gandi er nú 75 ára að aldri. — Reuter. Sænskt skip ferst. Stokkhólmi í gærkvéldi: — Sænska gufuskipið Janerik hef- ir farist á tundurdufli í Eystra- salti. Skipið var á leið frá Þýskalandi til Finnlands, er það rakst á duflið. — Reuter. Mannfjón í Bergen meira en búisf var við Frá norska jhafa mist sjón að meira eða blaðafulltrúanum: .minna leyti. Frá Noregi berast þær fregn- ] Vegna slyss þessa hefir öllum ir um Stokkhólm, að sprenging- skólum, sem Þjóðverjar ekki in í Bergen á dögunum hafi höfðu til sinna þarfa, verið lok- valdið sex sinnum meira tjóni að, og verða þeir ekki starf- en sprengingin mikla í Oslo í ræktir fyr en að afstöðnum des. s. 1. Hingað til hefir verið sumarleyfym. hægt að bera kensl á 130 lík, og er nú álitið að tala þeirra er | l|||ll||||||l|||]||||||||i|l||||l fórust verði að mjnsta kosti eins = há og fyrst var búist við, þ. e. = 200. Af hinum særðu eru 500 §1 enn á sjúkrahúsum, en um = 3700 manns, sem minna slösuð- = ust, hafa fengið að fara heim, § eftir að gert hafði verið að = meiðslum "þeirra. Með vissu er §j vitað að yfir 60 manns hafa al- |j gjörlega mist sjónina, og 400 {jj a3rir. sem eru í sjúkrahúsun, lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll Húsnæði | óskast. H 2 til 3 herbergi og eldhús, = óskast 14. maí. Má vera ^ utan við bæinn. 3 í heimili jj Fyrirframgreiðsla, ef ósk- S að er. Upplýsingar á Berg- j| staðarstræti 50 B. Aðalfundur Kvenfjelags Neskirfcju AÐALFUNDUR Kvenfjelags Neskirkju var haldinn fyrir nokkru í húsi verslunannanna í Vonarstræti. Fundurinn var vel sóttur og var stjórnin öll endurkosin með* þeim breytingum, að kosinn var annar ritari í stað ungfrú Sig- rúnar Magnúsdóttur, hjúkrun- arkonu, er fór til Ameríku. Þá var og kosin basarnefnd fyrir næsta haust og er frú Rakel Þorleifsson í Blátúni formaður hennar eins og í fyrra. Ræddu konur auk þess ýms áhugamál fjelagsins og hefir samstarfið í fjelaginu altaf verið hið prýði- legasta. Fjelagið hefir eignast töluvert fje, miðað við stærð þess og stuttan starfstíma. Stjórnina skipa frú Ingibjörg Thorarensen formaður, frú Marta Pjetursdóttir gjaldkeri, frú Halldóra Eyjölfsdóttir rit- ari, og meðstjórnendur frú Ás- laug Þorsteinsdóttir og frú Ás- laug Sveinsdóttir. Endurskoð- endur eru frú Rakel P. Þor- leifsson og fru Helga Kristjáns- dóttir. Lostinn eldingu. Miamí, Florida: — Kappsigl- ingamaðurinn frægi, Garwood, meiddist talsvert í gærkveldi, er eldingu sló niður í flugvjel hans um leið og hann var að stíga út úr henni. — Reuter. — Rússland Framh. af 1. SÍðu. vjelar á flugvöllum og gert annan usla. Þjóðverjar kveð ast einnig beita flugher sín- um mjög gegn samgönguleið um Rússa, og bæta við að sumsstaðar á Austurvíg- stöðvunum sje nú svo mikill vatnselgur, að ógerningur sje að hersveitir geti hafst nokkuð að í sóknarskyni. í Stokkhólmi er litið svo á, að Rússar muni herða sókn- ina gegn Finnum og Þjóð- verjum í Finnlandi, meðan hlje er annarsstaðar á víg- stöðvunum. Ehnreiðin, 1. hefti 50. árgangs, er komin út og hefst á kvæði um Jón Magnússon skáld eftir Þóri Bergsson. Föstuhugleiðingar heit ir grein eftir Halldór Kiljan Lax- ness. Snæbjörn Jónsson ritar svar grein til Tómasar Guðmundsson- ar og nefnir „Hvers á (Thomas) Hardy að gjalda? ‘ Lárus Sigur- björnsson ritar um Harald Björns son leikara, og fylgja greininni margar myndir. Gisting í Reykja vík heitir saga í heftinu eftir Kristmann Guðmundsson, rit- stjórinn skrifar um ísland 1943 — stutt yfirlit, ennfremur Við þjóðveginn,, um ýms mál, Bók- mentir og bókaflóð o. fl. Skógar- púkinn eftir Victor Hugo, endur- sagt af Björnstene Björnson I þýðingu Ragnars Jóhannessonar. nýr greinarfiokkur eftir dr. Alex ander Cannon, Fjallið blátt, kvæði eftir Guðfinnu frá Hömr- um, er meðal efnis í ritinu, o, rnargt fleira.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.