Morgunblaðið - 29.04.1944, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ
Laúgardagur 29. apríl 1944.
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík
Frámkv.stj.: Sigfús Jónsson
Ritstjórar:
Jón Kjartansson,
Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson
Auglýsingar: Árni Óla
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla,
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands,
kr. 10.00 utanlands
í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók.
Vega vinn u verkfallið
ALÞÝÐUSAMBAND ÍSLANDS hefir boðað verkfall í
allri vegavinnu á landinu frá 3. maí næstkomandi.
Verkfall það, sem hjer er boðað, mun vera algert eins-
dæmi. Hjer er ekki um að ræða ágreining um kaup, held-
ur tilhögun vinnunnar. Svo sem kunnugt er fjekk Alþýðu-
sambandið í fvrra 8 stunda vinnudag viðurkendan alls-
staðar á landinu, einnig í vegavinnu. Kom þá brátt í ljós,
að vegavinnumenn voru sáróánægðir með þétta fyrir-
komulag, einkum þeir, sem unnu langt frá heimilum sín-
um og höfðu þar viðlegu. Bárust vegamálastjóra áskor-
anir frá um 800 vegavinnumönnum, að mega vinna í 10
tíma, alla daga vikunnar. Þessir verkamenn undu því illa,
að vera aðgerðalausir 16 tíma sólarhringsins, um hábjarg-
ræðistímann. Vegamálastjóri var fús til, að leyfa mönn-
unum lengri vinnu. En Alþýðusambandið þverneitaði.
★
Nú kemur Alþýðusambandið og gerir þá kröfu f. h.
þeirra vegavinnumanna, sem vinna nálægt heimilum sín-
um, að þeir megi ljúka 48 stunda vinnuviku á 5 dögum,
þannig, að verkamennirnir geti fengið einn virkan dag
(laugardag) vikulega og notað hann til starfa heima hjá
sjer. Þessar óskir verkamanna eru ofur skiljanlegar. Þeir
eru óánægðir með aðgerðaleysið og vilja bæta. á sig vinnu-
stundum alla fimm daga vikunnar, til þess að fá full um-
ráð heils vinnudags, sem þeir svo gætu notað til starfa
heima eða á annan hátt.
Vegamálastjóri og ríkisstjórnin munu hafa tekið þess-
ari málaleitan vel, en fóru fram á, að á móti kæmi sú til-
hliðrunarsemi frá Alþýðusambandinu, að þeim vegavinnu
mönnum, sem vinna langt frá heimilum sínum og hafa
viðlegu, yrði leyft að vinna 10 stundir alla sex daga vik-
unnar, ef þeir óskuðu þess. Þetta vill Alþýðusambandið
ekki leyfa og boðar nú verkfall, til þess að knýja fram
hina kröfuna.
Þessi framkoma Alþýðusambandsins sýnir glögglega,
að þeir menn, sem þar ráða málum, hafa engan skilning
á þessum málum. Vegavinnumennirnir vilja bera meira
úr býtum en 8 stunda vinnudagur veitir þeim. Þeir vilja
ekki vera aðgerðalausir 16 tíma á sólarhring. Af þessu eru
fram komnar óskir vegavinnumannanna úr þorpum út um
land, að mega vinna laugardaginn af sjer með álagi á
vinnuna hina fimm daga vikunnar. Þeir fara ekki fram á
eftirvinnukaup í álagsvinnunni. En þeir vita, að ef þeir fá
laugardaginn lausan, muni hann færa þeim kjarabætur,
beint og óbeint.
★
Alveg sama mál gegnir um þá vegavinnumenn, sem
enga möguleika hafa til annara starfa á laugardögum,
vegna fjarlægðar frá heimilum og aðstöðunnar að öðru
leyti. Margir þeirra vinna langt frá bygð. Hversvegna
mega ekki þessir menn einnig bera meira úr býtum? —
Hversvegna mega þeir ekki vinna nema 8 tima á dag, þó
að þeir óski að vinna 10 tíma?
Þessu munu forkólfar Alþýðusambandsins án efa svara
þannig, að ekkert sje því til fyrirstöðu að þessir verka-
menn vinni 10 tíma, ef ríkið greiði þeim kaup samkvæmt
yfirvinnutaxta fyrir vinnuna, sem fram yfir er 8 stund-
ir. En afleiðing þess yrði vitanlega sú, að alt kaupgjald
við landbúnaðarstörf hækkaði að sama skapi og þar með
kæmi ný verðhækkun allra landbúnaðarvara.
★
Ráðamenn Alþýðusambandsins munu halda því fram,
að ef þeir leyfa 10 stunda vinnu í vegavinnu, án yfirvinnu
taxta, sje þar með 8 stunda „principið“ brotið. En þeir
eru sjálfir að brjóta þetta ,,princip“, með því að heimta að
48 stunda vinnuvikan sje unnin á fimm dögum, án yfir-
vinnutaxta. Þessi mótbára þeirra kemur því að engu liði.
Eina rjetta í þessu máli er áreiðanlega það, að verða við
óskum verkamannanna, bæði þeirra, sem vilja Ijiika 48
stunda vinnuviku á 5 dögum, og einnig hinpa, sem vilja
vinna 10 stundir alla (6) dag^ vikunnar.
I Morgunblaðinu
fyrir 25 ámm
Um ástandið í Þýskalandi
segir m. a. í brjefi, sem hing-
að barst, frá Berlín.
22. apríl.
„Berlín, 11. marz ....
Hörmulega hefir nú farið fyr-
ir hinu kæra föðurlandi mínu,
síðan þú fórst. Ef þessu heldur
áfram, er það bráðum rústir
einar. Þú lest um það í blöð-
unum, svo jeg ætla ekki að
skrifa mikið.
Stjórnbylting, vopnahije —-
það kom hvorttveggja eins og
það hlaut að koma. Og nú steðj
ar utan að hafnbannið og innan
að spartacisminn, sem hlýtur
smátt og smátt að kvelja úr
okku.r lífið. Allir eru skemra
eða lengra leiddir vegna mat-
arskorts, sem hingað til hefir
altaf farið hríðversnandi. Ný-
lega voru hjer háðir blóðugir
bardagar um Anhalter-járn-
brautarstöðina, og er sagt að
þar hafi fallið þúsund manns
á einni nóttu. Náttúrlega hefi
jeg hvergi komið nálægt slík-
um orrahríðum — eins og þú
getur rjett til. — Þrátt fyrir
þetta er vitstola skemdarfísn í
fólki hjer, á hverju kvöldi há-
tíðahöld og böll, sem oft standa
yfir fram á næsta dag. Aðgang
ur að þeim er ótrúlega dýr, —
eins og líka allt hefir stigið gíf-
urlega í verði. Lífið í Þýska-
landi líkist yfirleitt „Karne-
valshátíð“, — jeg er bara
hræddur um að fólkið hjer
vakni aldrei upp frá því, eða
þá þegar það er um seinan. —
Aumingja fagra Þýskaland. —
Maður getur grátið, þegar mað
ur ber þig saman við það, sem
þú varst áður ....“.
...........^
Þessi urðu úrslit í Víðavangs
hlaupi í. R., sem framfór á sum
ardaginn fyrsta:
25. apríl.
„Hjer fer á eftir skýrsla um
þátttakendur og tíma þann,
sem þeir hlupu leiðina (rúml.
3 km.) á:
1. Ólafur Sveinsson 14 mín.
27 sek., 2. Þorgeir Halldórsson
14 mín. 36 sek., 3. Konráð
Kristjánsson 14 mín. 59 sek., 4.
Björn Ólafsson 15 min. 4 sek.,
5. Kristján Jónsson 15 mín. 17
sek., 6. Þórður Hjartarson 15
mín. 36 sek., 7. Sigurjón Eiríks
son 15 mín. 36 Vs sek. — Átt-
undi maður varð fyrir áfalli á
leiðinni.
Hraðinn er miklu meiri nú
en í fyrra og voru fjórir þeir
fljótustu fljótari en sá, sem
fyrstu verðlaun fjekk þá ....
Ólafur Svéinsson fjekk
fyrstu verðlaun og silfurbikar
þann, er Einar Pjetursson hafði
gefið. Ólafur heitir því hlaupa-
gikkur íslands, þangað til
næsta víðavangshlaup verður
haldið — og þó er maðurinn
enginn gikkur. Nr. 2 er sjer-
lega efnilegur hlaupari. Hann
er aðeins 18 ára að aldri og virt
ist alls ekki hafa tekið nærri
sjer, er hann kom í markið. —
Hann er harður á brúnina,
pilturinn sá“.
yjíbuerjl ibripar:
I ý i / //. !
% l/lr ctuejlecju lijinu t
Lögreglan er fundin.
FYRIR SKÖMMU var varp-
að fram þessari spurningu hjer
í dálkunum: „H-var eru lög-
regluþjónar bæjarins?" Þetta
er spurning, sem margir bæj-
arbúar hafa oft spurt, án þess
að fá svar. Og það er ekki von,
að almenningur í Reykjavík
hafi getað leyst úr þessu leynd
armáli, því lögreglustjórinn
sjálfur, Agnar Kofoed Hansen,
;agði við mig í gær:
~,,Jeg skil-vel, að fólk spyrji
að því, hvar lögregluþjónarnir
sjeu. Við höfum spurt sömu
spurningarinnar sjálfir hjer.
En við höfum ávalt fengið
;var“. Og svo sagði lögreglu-
stjóri mjer frá því, hvar lög-
regluþjónarnir eru, þegar bæj-
arbúar geta hvergi fundið þá.
•
100 lögregluþjónuin
dreift.
ÞAÐ ERU 100 lögregluþjónar
í lögregluliðinu, sagði lögreglu-
stjóri. Þar af eru 18 ríkislög-
regluþjónar. 82 eru þá eftir í
bæjarlögreglunni. En þessum 82
er dreift víða. 9 eru hjá saka-
dómara við rannsóknarlögreglu-
störf. 3 eru bundnir hjer á skrif-
stofunni við spjaldskrár, bifreiða
eftirlit, ' vegabrjefaeftirlit og
bensinúthlutun. 2 vinna við heil-
brigðislögregluna, karl og kona.
Hjá lögmanni er einn, lánaður
þangað til nokkurra ára. Yfirlög
regluþjónn og aðstoðarmaður
hans vinna aðallega skrifstofu-
störf og sjást ekki á götu eftir-
liti nema endrum og eins þegar
þeir eru í sjerstökum eftirlits-
ferðum.
•
28 lögregluþjónar á
vakt.
Á HVERRI VAKT er gert
ráð fyrir að sjeu 28 lögreglu-
menn. Nú mega menn ekki bú-
ast við að sá hópur sje allur á
göngu og við eftirlit á götum
bæjarins, því miður. Það þarf í
mörg horn að líta á vaktinni. 1
verður að vera stöðugt á varð-
stöðinni til að svara í síma o. þ.
h. Þá kemur varðstjpri og vara-
varðstjóri. Tveir menn verða að
vera til taks, sem bifreiðastjór-
ar. Á hverri vakt eru að minsta
kosti 5 menn í fríi og veikinda-
forföll eru ávalt nokkur. Það eru
t. d. nú eins og er, tveir eða þrír
lögregluþjónar frá störfum í
margar vikur vegna barsmíða.
Skal jeg nú ekki hafa þessa
upptalningu lengri. Lögreglu-
stjóri sýndi mjer fram á,að þeg-
ar allt kemur til alls eru ekki
nema 10—12 lögregluþjónar á
hverri vakt, sem geta sint götu-
eftirliti.
e
Vantar menn í
úthverfin.
LÖGREGLUSTJÓRI endaði
upptalninguna á jivi, hvar lög-
regluþjónarnir eru, með því
að segja mjer hvar þessir 10—12
lögregluþjónar, sem fyrir eru til
að vera á eftirliti á götunum eru
venjulega. Einn lögregluþjónn
verður að vera á Austurstræti,
annar í Lækjargötu, einn í Hafn
arstræti, 1 í Tryggvagötu, 2 við
höfnina og 1 á hverfi eftirtaldra
gatna: Skúlagötu, Hverfisgötu,
Laugavegi, og 1 í miðbænum, ut-
an Austurstrætis. Hann var bú-
inn að telja upp að 10 og 12 áður
en jeg vissi af.
Það er ekki von að mikið beri
á lögrégluliðinu í-úthyerfurh bæj
arins úr því svona er. En skýr-
ingin er fengin og almenningur
þarf ekki lengur að spyrja: Hvar
eru hinir 100 lögregluþjónar.
O
Spjallað um „róna“.
IIJER Á ÁRUNUM fyrir stríð
var til heill hópur af mönnum,
sem settu sinn sjerstaka svip á
bæjarlífið. Þeir voru venjulega
frekar tötralega kiæddir og áttu
þðaað allir sammerkt, að þeir
voru reikulir í gangi. Þessir
menn virtust eiga marga kunn-
ingja, því þeir voru stöðugt að
ávarpa menn a götunum. Stund-
um báðu þeir um auralán, „til
að fá sjer mat“, eða „herbergi á
Hernum“. Eftir því sem velmeg-
un og atvinnumöguleikar jukust
í bænum smáhurfu þessir menn
af götunum og mun nú vera lít-
ið eftir af þeim. Ef eitthvað er
eftir, eru þeir vafalaust teknir
sem „fínir“ menn. Því það þekk-
ist ekki lengur að biðja um 25
aura eða krónu. Og hverjum
dettur í hug róni, þó maður víki
sjer að manni á götunni og segi:
„Lánaðu mjer fimm kall, vinur“.
©
Róna-skáldskapur.
Um biðsal dauðans.
ANNARS VAR það skáld-
skapur um biðsal dauðans, sem
nýlega hefir fengið sallafín húsa
kynni, sem varð til þess, að jeg
fór að hugsa um gömlu róna-
stjettina á götunum í Reykjavík..
Hjer á dögunum fjekk jeg í
brjefi nokkrar vísur um þessi
frægu húsakynni og vísurnar eru
eftir róna. Þær eru svona:
í biðsal dauðans bíða þeir,
Bakkusar með föla kinn.
En öðru hvoru tvennir tveir
teknir eru á kontórinn.
Mæddur þar í sorg og sút,
situr drykkju róninn.
En þegar ,hann fer aftur út
allur ljómar dóninn.
Það er ekki þakkað par,
þess er varla getið,
þó að boðsmenn Bakkusar
bæti upp sauðaketið.
Þetta ætti að vera hvíld frá
Börson kveðskapnum.
Álit bílstjóra.
BÍLSTJÓRI skrifar mjer um
tillögu mína um að breyta til á
Laugaveginum og fyrirskipa, að
bílum sje lagt vinstra megin í
stað hægra megin, vegna þess
hve gatan er orðin eydd, þar.
sem umferðin er mest:
„Mjer lýst vel á þessa hug-
mynd þína, eins og fleiri góðar,
sem frá þjer hafa komið. Það er
ábyggilegt að, ef þetta yrði gert,
myndi það bæta mikið úr frá-
því sem nú er. Jeg er með því að
þetta verði gert strax og helst,
víðar en á Laugaveginum.
Pólverjar ræða við
Bandaríkjamenn
London í gærkveldi.
Forsæti s rá ð h erra Pólver ja,.
Nikolaiczik, ásamt utanríkis-
ráðherranum, ijfjjólsku stjórn
inni, ræddu lengi dags í dag
við Stettinius, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, sém nú
er staddur í London. Snerust
viðræðurnar um utauríkismál
Pólverja, sambúð þeirra við
Russa. og liaráttu Pólverja
heimafyrir. — Reuter.