Morgunblaðið - 03.05.1944, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 3. maí 1944
Sexiugsafmæli vesiur-íslenskrar merkiskonu:
Sólveig Jónsdóttir írá Múla
Frá Nemendasam-
tiandi Verslunar-
slélans
5, MÓT Nemendasambands
| jverslunarskóla íslands var
| fialdið að Hótel Borg síðástl.
jsu:n*radag•' og' ■'•íiófst 'það iáeð
; f>orðíialdi.
; Raeður voru fluttar og tóku
til raáls fyrv. skólastjóri skól-
jaiis Jón Þ. Sívertsen, formað-
kir Verslunaráðs Hallgrímur
ÍB^nediktsson og formaður
Iskálaráðs Sveínn M. Sveinsson,
!er mælti fyrir hond skólastjóra,
|or verið hefir veikur að und-
'pnförnu.
j Þá tóku til máLs ’ fulltrúar
inokkurra árganga og talaði
■ fieirra fyrstur fulltrúi 25 ára
árgangs, Gáfu þeif; 'allríflega
fjárhæð í húshyggmgarsjóð
skólans, næstur tók til máls f.
h, 15 ára árgangs Hjörtur Jóns-
son, en sá árganguf gaf einnig
fjárhæð í húsbyggingarsjóð
skólans,
10 ára árgangur afhenti skól
anum1 ” brjóstm>-nd af ; skóla-
jsr,jóra Vilhjálmi' Þ. Gíslasyni,
en þeir voru fyrstu nefmendur
er.gengið höfðu'í' gegnum skól-
ann eftir að hann tók við skóia
stjórn, þ. e. a. s. þeir sett*|t í
fyrsta- bekk, er 'Viih'jálfnur Þ,
jGísláson tók við skólastjórn. '
j 5 ' árgangur stofnaði sjer-
pí.akan námsstýrktarsjóð, er
pí.yrki efnilega,' en efnalitla
loemendur í■ skólanUm.
j f tilefni mótsirís tiikynti for-
beti Nemendasámbandsins,
Guðjón Einarsson; að sambend
íð ætli að gefa skólanum fána
stöng og fána, er nota skuli
p. júní á lóð skólans.
! Á milli ræðanna var sungið
pg skemt, en að lokum var
öans stiginn fram á morgun og
sk.eratu menn sjer hið besta,
Frakkar reiSlr við
jLibanofimenn
j London í gærkveldi.
I FRANSKA sendisveitin í
Beyrut hefir gefið út mótmæli
jtií þess að mótmæla „yfirlýs-
ingum, sem sjeu móðgandi fyr-
>r Ffakka ', vegná óeirða þeirra
pr urðu í borginní fyrir helg-
>na. Segir í mótmælum þessum
pð með því að gefá út slíkar
/firlýsingar, hafi Frakkar ver-
ð sakaðir um það sem þeir hafi
ekki átt neina sök á, og bætt
/ið, að franska sendisveitin í
jíbanon hafi altaf vérið hlut-
aus við innanríkLsmál Liban-
■ >nmanna. v
■ Ségir ennfremur í mótmæl-
inum, að orð sjeú ékki nærri
i lægileg til þess að afmá þann
• :mánarblett, sem getsakir og
isakanir hafi sett á Frakka, en
>eir hafi altaf verið vinveittir
Liib anonmönnuni.
S.L sunnud. átti 60 ára afmæli
merkiskona ísl. vestan hafs, Sol
veig Jónsdóttir frá Múla, og
þótt ef til vill væri nær, að ein-
hver mjer pennafærari maður,
sem þekkir Solveigu frá því að
hún var ung hjer heima, mint-
ist þessa merkisafmælis henn-
ar, þá hefi jeg mikinn hug á
láta það eftir mjer, að stinga
niður penna, og geta að nokkru
Solveigar og hélstu æfiatriða
hennar, við þetta tækifæri. r
Soiveig Jónsdóttir er fædd
30. apríl 1884, dóttir Jóns
Jönssonar alþingismanns og
Valgerðar konu hans. Ættir
kann jeg illa að rekja, og mun
ekki gera tilraun til þess að
rekja ættir Solveigar, enda eru
þær svo kunnar, að þess mun
ekki gerast þörf.
Óist Solveig upp á heimili
foreldra sinna og fjekk þar
ágætt uppeldi og staðgóða al-
menna mentun, en stundaði
auk þess nám um skeið i Rvík
og Kaupmannahöfn.
Tvítug að aldri giftist Sol-
veig Jóni Stefánssyni, er þá
var kaúpfjélagsstjóri á Seyðis-
firði. Hann var 11 árum eldri
en Solveig, hinn mesti atgerv-
ismaður. Hafði hann á unga
^ldri ferðast mjög víða, og var
stundum kallaður Jón Filipps-
eyjakappi, því að hann tók þátt
í bardögum á Filippseyjum
með Bandaríkjamönnum í
spánska stríðinu svoakllaða
árið 1896.
Bjuggu þau hjónin á Seyð-
isfirði um nokkurt skeið, og
eignuðust þar fjóra syni. Það
ber vott um álit það, sem Sol-
veig aflaði sjer þar, að hún
var kosin í bæjarstjórn Seyð-
isfjarðar 25 ára að aldri, og
gengdi því starfi um eitt kjör-
tímabil, en gaf ekki kost á sjer
aftur, Mun -hún hafa verið
fyrsta kona á íslandi og jafn-
framt sú yngsta, sem kosin
hefir verið til slíkra starfa.
Árið 1913 afrjeð Jón að fara
vestur um haf í annað sinn,
og flutfist Solveg með þrjá
drengina vestur nokkfum ár-
um seinna, Var það að vetrar-
lagi í lok fyrri heimsstyrjald-
arinnar, að hún tókst þessa
ferð á hendur, og mun það
dómur þeirra, sem til þekktu,
að þá hafi Solveig, eins og
reyndar oftar, sýnt frábært
þrek og mikla fórnfýsi,
Yngsta drenginn, Karl, sem
þá var á fimmta ári, fól hún
syStur sinni og móður á Seyð-
isfirði til uppfósturs. —- Fjekk
hann hjá þeim ágætt uppeldi
og naut hins mesta ástríkis
þeirra.
Þegar Solveig fluttist vestur,
hafðí Jón fengið fasta atvinnu,
og stofnuðu þau heimili að
nýju í Baltimore í Maryland-
fylki, og hefir Solveig búið þar*
æ síðan. I Baltimore eignuðust
þau hjónin tvær dætur og árið
1930 fluttist Karl, sem þá var
orðinn 16 ára gamall, éinnig
vestur til foreldra sinna.
Okkur hjónum veittist sú
ánægja að kynnast Solveigu og
hennar fjölmenna heimili
skömmu eftir 1930, og að eiga
nábýli við hana, eða því sem
næst, um nokkurra ára skeið.
Voru þessi kynni okkur til mik
illar ánægju og um leið lær-
dómsrík, því að þar sem Sol-
veig var, kyntumst við óvenju-
legri mannesju um mannkosti,
gáfur o'g myndarskap.
Hið sama var að segja um
mann hennar, Jón Stefánsson,
hinn besta dreng, enda var auð
sjeð, að þau hjónin, meðan Jóns
heit. naut við, voru samhent í
besta lagi. Bar allur heimilis-
bragur þess vott, Hin besta ein-
ing ríkti á heimilinu og sýnilég
virðing barna til foreldra
sinna, jafnframt hispurslauSú
viðmóti.
Árið 1932 varð Solveig'fyrir
þeirri þungu sorg, að Jón mað-
ur hennar ljest eftir»stutta
legu. Var það og mikið áfall
fyrir heimilið, þar sem dæturn-
ar voru fyrir innan ferming-
araldur og yngsti drengurinn
í skóla, en mjög erfiðir tímar
í Bandaríkjunum um þéssar
mundir og atvinna yfirleitt rýr.
Við þetta bættist, að líftrygg-
ingarfje, er Solveigu var greitt
við lát manns hennar, fór að
mestu forgörðum í bankahruni.
í þessum raunum sýndi Sol-
veig, að hún átti mikið þrek og
hugrekki til að bera. Alltaf
sama glaða og góða viðmótið
og sama gestrisnin, enda gerðu
börnin það, sem þau gátu til
þess að Ijetta raunir hennar.
Solveig .ann mjög söng og
hljómlist, og mun hafa verið
afbragðs söngkona á yngri ár-
um sínum, enda notið nokkur-
ar söngmentunar. Börn hennar
elu einnig sönghneújð og var
oftast nær, þegar fundum bar
saman, óspart sungið og leikið
á hljóðfæri.
Nú, á sextugsafmælinu, get-
ur Solveig litið til baka yfir
vel unnið starf. Börnin'eru nú
öll upp komin og öll hin mann
vænlegustu. Þau hafa hlotið
góða mentun og sum afbragðs
mentun.
Börn Solveigar eru þessi:
Stefán, iðnaðarmaður, Ragnar,
liðsforingi (captain) í Banda-
ríkjaher, nú staddur hjer á
landi, Karl, jarðfræðingur,
hlaut doktorsnafnbót í jarð-
fræði við Johns Hopkins há-
skólann í Balttimore s.l. ár,
Valgerður, hjúkrunai'kona og
Solveig, kennari. En elsta son
sinn, Jón Múla, verslunarmann
misti Solveig af slysförum fyr-
ir rúmum tveimur árum. Var
hann mikill harmdauði móður
sinni og systkynum og öllum,
sem hann þekktu. Ragnar er
giftur, einnig Valgerður. Ste-
fán og Solveig eru til heimilis
hjá móður sinni, en Karl starf-
ar nú í Washington.
Solveig er íslensk mjög í
anda, og oftast er þær röbbuðu
saman, Solveig og konan mín,
eða við þrjú, barst talið að átt-
högunum og æskuárunum.
Kann hún vel frá mörgu
að segja frá þeim árum og þeim
slóðum. — En þótt hugurinn
hvarfli oft heim til íslands og
æskustöðvanna. mun Solveig
nú „una glöð við sitt“ í sínu
vistlega heimili í Baltimore,
meðal barna sinna, sem hún
hefir helgað líf sitt og starf.
Það hefir vafalaust verið
gestkvæmt á heimili Solveigar
á sunnudaginn, eins og reynd-
ar oft endranær. En auk þeirra,
sem heimsóttu hana, munu fjöl
margir vinir og ættingjar, einn-
ig hjerna megin hafsins hafa
sent henni í huganum hlýjar.
kveðjur og hugheilar afmælis-
óskir.
Guðni. Marteinsson.
Flokkaglíma
Ármanns
FLOKKAGLÍMA Ármanns
fór fram siðastliðinn spnnudag.
Kept var í þremur þyngdar-
flokkum.
í þyngsta flokki sigraði Guð-
mundur Ágústsson (Á). Lagði
hann alla keppinauta sína og
hlaut 3 vinninga. Annar var
Haraldur Guðmundsson (KR)
með 2 vinninga og 3. Einar
Ingimundarson (Vöku) með 1
vinning.
í miðþyngdarflokki sigraði
Guðmundur . Guðmundsson
(Trausta). Hann hlaut fimm
vinninga, lagði alla keppinauta
sína, Annar var Davíð Hálf-
dánarson (KR) með 4 vinnina
og 3. Rögnvaldur Gunnlaugs-
son (KR) með 3 vinnina.
I ljettasta flokki voru kepp-
endur aðeins 3. Þar var hlút-
skarpastur Sigurður Hallbjörns
son (Á) méð 2 vinningí^og 2.
Ingólfur Jónsson með 1 vinn-
Mikil þátttaka i há-
höklunum 1 maí.
HÁTÍÐAHÖLD verklýðsfje-
laganna 1 .maí fóru fram eins
og fyrirhugað hafði verið með
’iópgöngu, útifundi, skemtun-
um í samkomuhúsum bæjarins
og dagskrá í útvarpinu. Veð-
ur var hið besta allan daginn
og voru götur miðbæjarins full
ar af fólki, einkurn um það leyti
sem hópgangan og útifundur-
inn stóð yfir.
Hópgangan lagði af stað frá
Iðnó um 2 leytið. Var margt
manna í göngunni og voru
bornir íslenskir og rauðir fán-
ar, en lúðrasveit gekk fyrir. —•
Mörg spjöld voru í göngunni,
sem gömul, sem hafa sjest á
slíkum göngum ár eftir ár, en
mörg voru ný. Voru á spjöld
þessi rituð hvatningarorð
margskonar.
Hópgangan hjelt um Vonar-
stræti, Suðurgötu, Túngötu,
Ægisgöngu, Vesturgötu, Hafn-
arstræti, Hverfisgötu, Frakka-
stíg og Laugaveg. Staðnæmst
var í Lækjargötu og Banka-
stræti og þar settur útifundur.
Þar töluðu formenn, eða for-
ystumenn margra stjettarfje-
laga, en mannfjöldi mikill
hlýddi á.
Á götunum voru seld merki
dagsins og tímarit Alþýðusam-
bands íslands. Margir höfðu
keypt merki, sem ekki tóku
þátt í hópgöngunni. Yfirleitt
virtist dagurinn ekki bera
sama blæ og oftast áður, þeg-
ar einstök pólitísk fjelög, eða
pólitískir forkólfar hafa tran-
að sjer fram. Bar dagurinn
meiri svip almenns frídags og
hátíðardags, eins og t. d. sjó-
mannadagurinn, barnadagurinn
o. s. frv. Virðist vel fara á því.
Gott samstarf innan
sænsku stjórnarinnar.
Stokkhólmi: — í ræðu, sem
viðskiptamálaráðherra - Svía,
Domö, flutti á flokksþingi í-
haldsflokksins sænska fyrir
skemstu, ræddi hann um þjóð-
stjórnina sænsku og sagði að
eigi væru tímabærar rökræður
um það, hvort hún ætti að sitja
að völdum lengur. Sagði hann
að samstarf innan stjórnarinn-
ar væri ágætt og myndi verða
svo áfram.
Húseign til sölu
<>
< >
< >
< >
< >
Stór húseigti, 10 kin. frá hœnuni, einn góður veit-
‘ingasalur, éldhús, búr og 6 herbergi, með 3000 fer-
.raetra eignarlóð selst á ki, 40,006,00. Tilboö Jeggist
inn á afgreiðslu blaðsins fyrir fimtudagskvöíd, mérkt:
„Laust 14. maíí Á
mg.
„Ráðskonan“ í 50. sinn
Leikfjelag Hafnarfjarðar sýnir. Ráðskonu Bakkabræðra í
50. sinn í kvöld, og hefir aldrei neitt leikrit verið sýnt svo
lengi í Hafnarfiröi, enda hafa leiksýningar verið bestu skemt-
anir vetrarins þar. — Myndin sýnir, ráðskonuna, Huldu Run-
ólfsdóttur og bræðuma þrjá, Gísla (Ársæl Pálsson), Eirík;'
(Eirík Jóhannesson) og Helga (Hafstein Baldvinsson).