Morgunblaðið - 03.05.1944, Page 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 3. maí 1944
.ÍJtg.: H.f. Árvakur, Reykjavík
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson
,! Ritstjórar:r •
Jón Kjartansson,
Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson
Auglýsingar: Árni Óla
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla,
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands,
kr. 10.00 utanlands
f lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók.
Urslitastundin nálgast
ÓÐUM nálgast úrslitastundin í sjálfstæðismálinu. —
Maímánuður er upp runninn. Það er í þessum mánuði,
sem íslenska þjóðin á að leggja smiðshöggið á sambands-
slitin og lýðveldisstofnunina.
Þar verður að koma fram einhuga og samtaka þjóð.
Vonandi þarf engu að kvíða í þessu efni. Þjóðin hefir
aldrei látið á sjer standa, þegar um hefir verið að ræða
að ná nýjum áföngum í sjálfstæðisbaráttunni. Hún mun
því áreiðanlega ekki bregðast nú, þegar mest á ríður.
Ef til vill hugsa einhverjir sem svo, að ekki muni um
þeirra atkvæði. Úrslitin sjeu hvort sem er gefin. Enginn
má hugsa þannig. Enginn má láta undir höfuð leggjast, að
greiða atkvæði með sambandsslitum og stofnun lýðveld-
isins, með því að treysta á aðra. Enginn má sitja heima
með þeim forsendum, að ekki muni um eitt atkvæði. Allir
verða að gera skyldu sína — hver einasti kjósandi.
Það á að verða metnaður hreppa, sýslu- og bæjarf jelaga,
að skila hæstri hlutfallstölu við þessar atkvæðagreiðslur.
Það hjerað, sem skilar hlutfallslega hæstri jákvæðri at-.
kvæðatölu, hlýtur heiðurssess á hinum mikla degi, 17.
júní, þegar lýðveldið verður stofnað. Sagan mun geyma
nafn þess hjeraðs um aldur og æfi.
★
Samhuga þing — einhuga þjóð! Hver hefði trúað því
fyrir svo sem þrem mánuðum, meðan óeiningin og sundr-
ungin stóð sem hæst, að einmitt þetta ætti eftir að ske?
En þetta er orðin staðreynd. Og það er Alþingi, sem vann
þrekvirkið. Því tókst að sameina hin sundurleitu öfl í
þinginu, svo að lokum stóð þingið einhuga og óskift að
lausn málsins. Ekki einn einasti þingmaður skarst úr leik.
Með þessu gaf þingið þjóðinni fagurt fordæmi.
Nú er málið lagt í hendur þjóðarinnar. Nú kemur til
hennar kasta, að sýna sömu einingu og Alþingi gerði. Nú
má þjóðin ekki bregðast. Hún gerir það áreiðanlega ekki.
★
Stjórnmálamennirnir unnu þrekvirki síðastliðinn vet-
ur, er þeim tókst, eftir alt, sem á undan hafði gengið, að
sameina þingið um lausn sjálfstæðismálsins. Þeim mönn-
um, sem unnu þetta verk, verður aldrei nógsamlega þakk-
að það heillaríka starf.
En gætu ekki stjórnmálamennirnir unnið annað þrek-
virki? Er óhugsandi að þeir géti kunngert stofnun lýð-
veldisins 17. júní með þeim-hætti, að frá og með peim degi
taki allir flokkar þingsins höndum saman og myndi sam-
eiginlega ríkisstjórn?
Ef þetta gæti tekist, myndi það kunngera umheiminum
betur en nokkuð annað, að hjer er þjóð, sem stendur ein-
huga og samtaka í sjálfstæðisbaráttu sinni.
Einhverjir kynnu að segja sem svo, að um sameigin-
lega stjórnarmyndun allra flokka geti ekki verið að ræða,
vegna þess, að engirin málefnagrundvöllur sje fyrir hendi.
En þessa menn mætti spyrja: Er nokkurt mál til, sem
hafið er yfir þau stóru mál, sem nú er verið að
leysa: sambandsslitin og stofnun lýðveldisins? Eru ekki
einmitt þessi mál mál málanna?
Jú, vissulega er það svo. Þótt ekkert annað væri sam-
eiginlegt hjá þingflokkunumæn lausn þessara mála, rjett-
lætti það fullkomlega sameiginlega stjórnarmyndun á
hinum mikla hátíðisdegi þjóðarinnar, sem í vændum er.
En svo er líka annað, sem stjórnmálamennirnir verða
að athuga. Þeir verða að fara að hugsa um eftirstríðs-
tímabilið. Þjóðin hefir ótal möguleika til þess að koma
sterk út úr þessari styrjöld, ef hún heldur viturlega á mál-
unum. Markmiðið á að vérða það, að öllum geti liðið ve'l
í þessu landi.
En til þess að þessu takmarki verði náð, þarf samstilta
þjóð. Öldur sundrungar og flokkadráttar verða að lægja.
Hjer geta stjórnmálámennirnir unnið þrekvirki, ef þeir
setja markið hátt, eins og þeir gerðu, er þeir íeystu sjálf-
stæðismálið. .
Ferming s.l. surniu-
dag.
(Áf vangá fjell eftirf’áraiidi
listi úr sunnudagsblaðiriu).
1 Dómkirkjunni.
(Sjera- Bjarni Jónsson)
Drengir:
Ágúst Ifólin Magnússon,
Sniiftjustíg 13.
Andri Orn i leiíJl)erg, llring-
braut 81.
Bjargnuindur Ifai'st. Flór-
entsson, Teigarveg 2.
Bjöiai Tómas Kjaran, Tjarn
argötu 101).
Frantz Adol])h Bjetursson,
Njálsgötu 11.
(íiuuiai' Axelsson. Ilring-
braut 152.
(iunnar íljeöinn Jakobsson,
Bergþórugötu 45.
Halldór Óskársson, Álfheim
um.
Tlörður Benediktsson, (irett-
isgötu 37.
Jón Gárnnar Arndal, Urðar-
stísr 7A.
•Tón Árnason, ITafnarstr. 20.
Jón Samúel, Elíasson, As-
vallagötu 35.
Jón Stefánsson, Ásvalla-
götu 18.
Jónas Ellert, Guðmundsson,
Bæðraborgarstíg 14.
Konráð. Ragnar Sveinsson,
Korpúlfsstöðum.
Leifur Blumenstein, Garða-
stræti 39.
Páll Þórarinsson, Aðal-
stræti 9.
Randver Þorv. Gunnarsson,
Sólvallagötu 72.
Stefán Jóriasson, Vitastíg
11.
Svanlaúgur Gunnar Guð-
mannsson, Sólvallagötu 24.
1 lfljotur Baldur Gíslason,
Framnesvegi- 8A.
1 ilhelm Frímann Frimanns-
son, Ilringbraut 146.
Þórhallur Guðm. Filipus-
son, Selás 3.
Grn Ævarr Markússon,
Kirkjutorg 6.
Stúlkur:
Ágústa Sigurðardóttir, llá-
tún 17.
Andrea Elísabet Oddsteins-
dóttir, Ásvallagötu 31.
Bergljós íngvarsd. Lauga-
veg 20A.
Elísabet B. Gluðmuriclsdóttir,
Urðarstíg 2.
Erla Margrjet Ólafsdóttir,
I íræðraborgarstíg 4.
Erna Guðrún Jensdóttir,
Bræðfaborgarstíg 23.
Guðbjörg Gísladóttir, Tjarn
a rgöt u 8.
Guðrún Margot Ólafsdóttir,
Ásvallagötu 13.
Gyða Gestsdóttir, Njálsgötu
8G.
Ifallfríður Ilelga Dagbjarts
dóttÍT', Ifverfisgötu 100B.
Ifelga Hafsteinsdóttir, Marar-
götu 6
Tlrafnhildnr Guðjónsdóttir,
Spítalastíg 3.
Ifulda Friði'iksdóttir, Grett-
isgötu 79.
•Töhanna Ásta Tíelgadóttir,
B e i; gs t a ð a s 111 æ t i 28B.
Magnea Bjarney Sigurjóns-
dóttir, Grundarstíg 12.
Margrjet Ragnarsdóttif,
ÍTverfisgötu 83,
ðfaría Svava TT. ITjarna-
Framh. á 8. síðu
\JiLuerji íhrij^ar:
Ú l
ci cýíecý ci Íífi
inu
Tekið undir í Iand-
kynningarmálinu.
í EIMREIÐINNI, sem kom út
íyrir nokkrum dögum er m. a.
ágætra greina nokkur orð um
landkynningarmálið, eftir ritstjór
ann, Svein Sigurðsson. Hjer í
blaðinu hefir verið hamrað á þess
um málum í mörg ár. Virðist mál-
ið hafa hlotið góðan hljómgrunn
hjá öllum almenningi og einnig
hafa nokkrir blaðamenn ljáð mál
inu lið, en á „æðstu stöðum“ hef-
ir því ekki verið sá gaumur gef-
in sem skyldi. í áminstri Eim-
reiðargrein segir m. a., mjög
rjettilega:
Alskonar missögnum og
jafnvel hættulegum rógi hefir
stundum verið dreift út um okk-
ar fámennu þjóð. Eitt nýlegt
dæmi þess mun fæstum úr minni
liðið. Þörfin á öflugri upplýsinga
skrifstofu er brýn. Þótt einlægir
vinir verði stundum til að taka
svari okkar erlendis, þá sannast
á okkur sagan um Helgu i ösku-
stónni, að auðvelt er hinn um-
komulausa að sverta. Eitt nýjasta
dæmi þess, gat að líta í einu dag-
bíaðanna fyrir tveim dögum. —
Sænskur blaðamaður ritar bók
um ástandið í hernumdu löndun-
um á meginlandi Evrópu, þar á
meðal Norðurlöndum (Arvid
Fredborg: Bakom Staaivallen) og
getur þar þess, samkvæmt frá-
sögn blaðsins, um Höyer þann, er
eitt sinn leitaði hælis hjer á ís-
landi, að hann sje ein hin alræmd
asta nasistasleikja í flokki blaða-
manna nú í Danmörku. En hvort
sem það nú er til að hreinsa bæði
sina þjóð, Dani og Norðmenn af
þeirri smán að eiga Höyer þenna
að landa eða af öðrum ástæðum,
gerir Fredborg hann að íslend-
ingi, og hefði þó nafnið eitt átt
að nægja til þess, að svo gat
tæplega verið“.
•
Tveggja ára gömlu
brjefi ósvarað.
SÍÐAN FÆRIR greinarhöfund-
ur fleiri rök fyrir því að nauð-
synlegt sje, að sett verði á stofn
upplýsingaskrifstofa fyrir Island.
Þetta er sannarlega mál, sem
hefði átt að vera afgreitt fyrir
löngu síðan, en áhugi stjórnar-
valdanna er ekki meiri fyrir mál
inu, en það, að enn hefir ekki
verið svarað nærri tveggja ára
gömlu brjefi, sem Blaðamanna-
fjelag íslands sendi Alþingi og
utanríkismálanefnd mun hafa
fengið til umsagnar.
•
Vanraeksla bókaút-
gefenda.
ÞAÐ VAR ANNAÐ MÁL, sem
jeg rak mig við lestur síðasta
heftis Eimreiðarinnar, sem þar er
einnig rjettilega á drepið, en þáð
er vanræksla bókaútgefenda, að
geta heimilda á greinum, eða
öðru efni, sem áður hefir verið
birt í tímaritum eða blöðum, en
síðar er gefið út i bókaformi. Vill
það oft bregða við, að bókaútgef
endum láist að geta þess, ef efni
hefir áður verið birt. Segir svo
um þetta í „Ritsjá'1 Eimreiðar-
innar:
„Sumar þessara smásagnS hafa
áður birst í blöðum og tímarit-
um, án þess að útgefandi bókar-
inriar hafi þó gætt þess að geta
um hvar og hvenær. Þetta er of
tíður siður útgefenda, ónærgætni
við lesendur og enginn greiði höf
j undum. Til eru þeir lesendur, sem
Jelja sig vonsvikna yfir nýrri bók,
jer þeir uþpgötva við lesturinn,
j að efni þeirra sje þeim að ein-
ihverju leyti áður kunnugt og
kotnið út á prenti. Og hpfundi er
það hrós og meðmæli, að verk
hans sjeu að nýju útgefin, eng-
inn bót að þukri og leynd í þessu
efni“.
Hjer er vissulega rjett mælt.'
©
Gerið ekki gys að
börnunum.
GREININ, sem .birtist á 7. síðu
Morgunblaðsins s. 1. laugardag
hefir vakið mikla athygli, enda
prýðisgrein og gagnleg. Um þessa
grein skrifar mjer E. B. á þessa
leið:
,,í Morgunblaðinu 29. f. m. birt
ist grein eftir hinn stórmerka rit
höfund Dale Carnegie, þar sem
þessi góði höfundur sýnir fram á
með mörgum dæmum og ljósum
rökum, hverja hættu það geti
haft í för með sjer að gera gys
að börnum og hafa þau að háði
vegna barnalegra hugmynda
þeirra og skoðana. Ennfremur
er á það minst, hversu mikill og
merkur þáttur það er í uppeldi
og sálarlífi barnsins, þegar það
verður vart skilnings og velvild-
ar frá fullorðnum.
Það, sem jeg vildi fara með lín
um þessum er hvorttveggja, að
þakka Morgunblaðinu fyrir að
hafa birt þessa grein og eggja
menn og konur, sem umgangast
börn, að less hnna, já, geyma
greinina, eiga hana og lesa með
nákvæmni, því greinin er stór-
merkileg.
•
Spanskgræna á mynda
styttum.
BÆJARBÚAR hafa vafalaust
veitt því eftirtekt, að á fótstöll-
um flestra líkneskja, sem hjer
eru í bænum, renna grænir
straumar frá sjálfum líkneskjun-
um. Mun þetta vera það, sem
nefnt er spanskgræna og er til
mikillar óprýði.
Einkum eru þessir spansk-
grænu straumar áberandi á fót-
stalli Jóns Sigurðssonar-líkneSk-
isins á Austurvelli og þyrfti nauð
synlega að hreinsa þetta af fót-
stallinum, sem allra fyrst og sjer
staklega þó fyrir hátíðahöldin í
vor.
Jeg hefi leitað mjer upplýs-
inga um það, hvernig haégt sje
að ná þessu efni af steinum og
segir mjer kunnáttumaður í þeim
efnum, að það sje hægt með salt-
sýru-upplausn.
Oþarfa ráðstöfun við
greftranir.
NÝLEGA VAR AÐ því vikið
hjer í dálkunum, að það væri
dýrt að koma látnum manni í
gröf sína og rjett er það, að dýrt
er að deyja hjer á landi á þess-
um síðustu og verstu tímum. En
það er nú svo, að mjög mætti
jgera allar greftranir einfaldari en
þær eru og þar með lækka jarð-
arfararkostnaðinn frá því sem nú
er.
Eitt er það t. d., sem mjög er
farið að tíðkast við greftranir
hjer í bænum, en það er að setja
vatnsheldan dúk (vaxdúk) útan
um kistuna, sem venjulega er
blómum prýdd. Þegar menn eru
spurðir að því til hvers þeir lúti
setja slíka dúka, er svarið venju-
lega, að þeir -viti það eiginlega
ekki, eða að það sje gert til að
hlifa blómunum á kistunni. Sjá
allir heilvita menn, að gagnslítið
er að hlífa blessuðum blómunum
eftir að búið er að moka yfir gröf
ina.
Þetta er aðeins eitt atriði, sem
merin réka ; aúgun í, af þeim ó-
þarfa, ‘ sem eýtt er stórfje i við
greftranir. , .