Morgunblaðið - 06.05.1944, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.05.1944, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Laugardag-ur 6. maí 1944 IMeyðarmerki: Rakettur, Blys, Storm -eldspýtur, Vatnsljós. VERSLUN O. ELLINGSEN HF. iiiiiimiiimiii!iiiiiii!iiiitiiili!!iii!iiiiiiiit!iiiitiiit;<>miii I Vörubifreið J S = S 2Yz tn. til sölu. Til sýnis i || við Leifsstyttuna laugar- § ~ dag og sunnudag eftir kl. = | 10 árd. :mi!iiiiiiitiiiiiiiiiiiiiitui!iiiiiiiii!iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuim Leðurjakkar amerískir VERSLUN O. ELLINGSEN HF. í>að er vegna þess að þessi fæða er svo holl, og örðugt mun að fá aðra kornvöru sem byggir jafn vel upp líkamann. Og það er áreið- anlegt að engin kornvara hefir jafn gott bragð nje jafn góðan keim eins og 3-mínútna hafraflögurnar. 3-minute OAT FLAKES Innrásin irnln trufla mjög flulninga London í gærkveldi. Stíðsflutningamálaráðherra Breta, Noel Baker, hefir til- kynnt, að. tii mikilla flutninga- örðugleika kunni að koma í Bretlandi um það bih sem innrásin hefst og fyrst og fremst eftir að hún er byrjuð. Sagði ráðherrann, að fólk yrði mjög að takmarka ferðálög, og myndu mjög verða mink- aðir almennir flutningar á iárbrautalestum. — Þingmað- ur eínn bar fram þá tillögu, að ef umferð og flutningar á vegum stöðvuðust til ein- hverra hjeraða, yrðu birgðir látnar $vífa þar til jarðar úr fallhlífum. Reuter. Bergrós Jensdóttir Carbolin, Cuprinol, Blakkfernis, Koltjara, Hrátjara, Bik, Verk, Plötublý, Skipsfílt VERSLUN O. ELLINGSEN HF. Þar, á nýju þroskaskeiði þig vor góði ‘hirðir leiðir. Þú ert laus við þungan dróma, þrönga búrið, heimsins dóma. Fagurt land er fyrir stafni. Farðu sæl í Jesú nafni. 1. maí 1944. Arni H. Halldórsson. „Pósturinn hringir altaf fvisvar" Fædd 16. júlí 1911. Dáin 8. apríl 1944. Þú ert dáin, ung að árum. Auðnin veldur trega sárum. Faðir og móðir sárt þín sakna, systir og bróðir hljóð nú vakna. Dapurt er þig liðna að líta, lík, í dánarhjúpnum hvíta. Von er að hljóðni, vinurinn tryggi við þá sjón, fyrir augum skyggi. Nei, þú lifir enn sem áður, aðeins slitinn veikur þráður, sá, er tengir fót við foldu, festir oss um stund við moldu. Lífsglöð mey í lífsins blóma, lögð var snemma í þrautadróma. Frjáls þú varst og fögur sýnum í fullum æskuskrúða þínum. Heyrðist oft á mildu máli, að muni þinn var ekki úr stáli. Þú varst hneigð til lista og ljóða, ljósast man jeg hjartað góða. Bæta úr hverju böli vildir, betur mörgum lífið skildir. Til að gleðja særðan sefa síðsta eyrir fús að gefa. Barst sem hetja þungar þrautir. Þyrnumstráðar lífsins brautir, oft þú gekst og und þjer blæddi, um þig kaldur gustur næddi. Dýrstu mætin dulin liggja dýpra oft en margir hyggja. Þegar vinir falskir flýja, fram þau leiða krafta nýja. Rjetta stefnu reynslan sýnir, raunabarnið heiðri krýnir. Sigur þann jeg vinna vildi, veit hann hefir eilíft gildi. Sólin hæst á lofti ljómar, lýsir dauðra grafir tómar. Vinur, horfinn vin sem grætur við þá staðreynd huggast lætur. Að baki er jarðlífs-bernskan liðin breytt um viðhorf, skift um sviðin, NÝLEGA er komin út í ís- lenskri þýðingu skáldsagan „Pósturinn hringir altaf tvisv- ar“, eftir ameríska höfundinn James M. Chain. Skáldsaga þessi er mjög þekt meðal eng- ilsaxnesku þjóðanna og auk þess almenningi víða um heim vegna kvikmyndar, sem gerð var eftir henni og átt hefir miklum Vinsældum að fagna. Þegar breska bóksalafjelagið hóf útgáfu á bókum, til að keppá við hinar alkunnu „Peguin“ bækur, var þessi skáldsaga valin, sem fyrsta út- gáfubókin, og má glegst marka vinsældir hennar af því. Önn- ur bókin í röðinni var „Blen- heim“, eftir Churchill, og hin þriðja „Sailors Return“, eftir David Garnett, sem best þyk- ir rita enskt mál af nýrri rit- höfundum Englendinga. ■„Pœturinn hringir a'lta£ tvisvar“, er sjerstæð og spenn andi og mjög nýstárleg. Stíll hans er ákaflega stuttorður, en mátulegur og missir hvergi marks. Hann segir hjer sögu um ástir, viltar ástríður, fjör- ráð, morð og afleiðingar þess á þann hátt, að enginn verður ósnortinn af. Ritdómari „Daily Express“ segir um bókina m. a. „Svo framalega sem ritsnild, ágæt efnismeðferð, listrænar persónulýsingar, samfeldur heildarsvipur og þróttmiklir rit höfundarhæfileikar fá að njóta sannmælis, er sagan stór- virki“. MUn þetta ekki ofmælt. Frú Maja Baldvins á Akur- eyri hefir íslenskað bókina. — Útgefandi er Bókaútgáfa Pálma H. Jónssonar á Akureyri. BEST AÐ AUGLÝSA I MORGUNBLAÐINU — Karlmenn Framhald af bls. 7 geta oft gefið góðar vísbend- ingar. Aðrar stúlkur, sem hafa átt kost á að kynnast manni þeim, sem um er að ræða, geta oftast gefið íiesta lýsingu á honum. Á sama hátt skaltu leita að orsökunum, ef foreldrum þín- um geðjast að eða hafa andúð á einhverjum pilti. Gagnvart þeim hefir þú auðvitað enga ástæðu til þess að fara dult með tilgang þinn. Ef þú ert heima, þá hvettu foreldra þína til þess að láta í ljós álit sitt á piltum þeim, sem þið kynn- ist. Það eru líkur til þess, að mat þeirra sje rjett, — ekki einungis af því að þau hafa reynsluna, heldur vegna hins, að þau þekkja og skilja skap- gerð þína og bera velferð þíria fvrir brjósti. Að lokum. Hvað, sem þú ger- ir, þá í öllum hamingju bæn- um gifstu ekki manni með aug- Ijósa skapgerðargalla, með þeirri hugmynd, að þú getir ,,bætt“ hann. Sjerhver eiginkona getur sagt þjer það, að yfirleitt verða menn ekki umskapaðir. Þótt þú leggir þig alla fram alt fram að silfurbrúðkaupsdegi ykkar, þá þarftu ekki að búast við að hafa afrekað meiru en í mesta lagi fægt smáblett hjer og þar. Meiri háttár endurbót er óhugs- andi. Það eina skynsamlega, sem þú getur gert, er því að forð- ast algerlega þá menn, sem þurfa algerrar umsköpunar með, og beina heldur áhuga þínum að þeim karlmönnum, sem virðast nálgast það að vefa æskilegir eins og þeir eru. Speglar, Glerhillur, Gardínubönd, Gardínuhringir. Ludvig Storr X-9 5W Eftir Robert Storm Copr. 1914, Kin|; J-'c-atuics Syndicatc, Inc , VC'orld ríghts.rcserved ISi BíLL — X 7HINK MASCARA MUGT BB HIDIN6 &OMEWHERE UP ON T/-IAT Frú Cuff (hugsar): — Dóttir mín er í þingum við glæpamann! ... Og jeg get ekkert aðhafst. Bill: — Móðir Mascara er aftur komin upp á þakið með aðra körfu fulla af þvotti. X-9: — Fáðu mjer kíkinn .... Hún fer yfir á næstu byggingu. Hvers vegna hengír hún ekki þvottinn út á sínu eigin þaki? .... Bill, jeg held að Mascara hljóti að hafast við emhversstaðar á þakinu. Bill: — Hvað eigum við að gera?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.