Morgunblaðið - 14.05.1944, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.05.1944, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudag'ur 14. maí 1944 Þjóðhátíð Norðmanna hjer í Reykjavík 17. maí I UNDANFARIN 3 ár hafa Norðmenn hjer í Reykjavík efnt ast undirbúning þessara hátíðahalda, er S. A Friid, blaða- verður það á miðvikudaginn kemur, Fjelag Norðmanna i Reykjavík hefir kosið nefnd lil að ann- ast undirbúning þessara hátíðahalda, og er S. A. Friid, blaða- fulltrúi, formaður þeirrar nefndar. Handíða og mynd listaskólinn 5 ára í gær kallaði nefndin blaða- menn á sinn fund og skýrði frá tilhögun fyrirhugaðra hátíða- halda.-Skýrði formaður nefnd- arinnar svo frá: í 120 ár hafa Norðmenn hald ið 17. maí hátíðlegan. Hefir sú þjóðhátið haft ákaftega mikla þýðingu í stjórnmálasögu þjóð- arinnar og fyrir þjóðlega menn ing' hennar. Hvar sem Norðmenn eru sam an komnir, reyna þeir í útlegð sinní að minnast dagsins og þeirra viðburða, sem við hann eru tengdir. Undanfarin ár hefir það ver- i:> okkur Norðmönnum hjer í Reykjavik mikið ánægjuefni, hve margir Reykvíkingar hafa sýnt norsku þjóðinni vináttu- vott á þessum degi, Vona jeg, að enn megi svo verða. Á miðvikudaginn kemur koma Norðmenn saman kl. 8,20 við kirkjugarðshliðið í Fossvogi. Og þaðan verður gengið undir norskum fána inn í garðinn að leiðum þeirra Norðmanna. sem þar hafa verið jarðaðir á styrj-r áldarárunum. Eru það bæði flugmenn og sjómenn. En flest- þeirra norsku flugmanna, stem farist hafa á þessum slóð - Uni, hafa horfið í hafið. Sjó- mennirnir okkar, sem þarna eru jarðaðir, hafa komið hingað sjúkir og særðir, eftir viður- eignir á hafinu, Lagður verður blómsveigur á leiði þessara manna. Er og gert ráð fyrir, að einhverjir þeirra, sem þarna koma, hafi með sjer blóm, til þess að setja á leiðin. Kl. 10 f. h. verður hátíða- guðsþjónusta í Dómkirkjunni í tilefni dagsins, Annast okkar góði vinur sr. Bjami Jónsson vigslubiskup guðsþjónustuna. Þar verða sungnir norskir ætt- jarðarsálmar, beðin bæn fyrir Noregi, sunginn konungssöng- urinn og þjóðsöngurinn. Þess er vænst að Noregsvinir í Reykjavík sæki guðsþjónustu þessa. . KL 1145 koma norsk börn og islensk börn áf norskum ættum saman í bústað norska sendiherrans við Fjólugötu. En þaðan ganga þau í skwiðgöngu raeð sína litlu fána ki. 1 e. h., eftir Fjólugötu, Fríkirkjuveg og sgm leið liggur að Listamanna- skálánum við Kirkjustræti. ' KL 1% hefsl samkoma í Ligtamannaskálanum. Þar verð ur norsk myndasýning. Það er Ijósmyndasýning er iýsir Nor- egi á friðar og styrjaldartím- um Sýning þessi hefir verið haldín í mörgum borgum Eng- Jarids. Þetta eru stórar og greini legar myndir, um 120 að íölu. - Böfnin, sem taka þált í skrúð göngúnni sitja þar á fremstu bekkjum. Formaður hátíðarnefndar flyt ur þar ávarp til gestanna, talar um ættjörð og konung og þjóð- hálíð. og lýsir um leið sýning- unni í • fám orðum. Frú Gerd Grieg les siðan upp kvæði. En að því búnu heldur E. Meidell Hopp liðsforingi minningar- ræðu um þá Norðmenn, sem fallið hafa í styrjöldinni. Því sem þarna fer fram, verður út- varpað. Því eru menn beðnir að koma stundvíslega. Mábhöfðum vegita sölu eigna verk- lýðsljelaganna Frá fulltrúaráði verka- lýðsfjelaganna hefir blaðinu borist: Á FUNDI stjórnar Fulltrúa- ráðs verkaiýðsfjelaganna í Reykjavík, 10. þ. m. var sam- þykkt, samkvæmt fundarálykt un fjölmargra verkalýðsfje- laga, að Fulltrúaráðið höfðaði fyrir hönd verkalýðsfjelaganna, mál til riftuilar á sölu eigna verkaiýðsfjelaganna, þ. e. sölu Alþýðubrauðgerðarinnar, Al- þýðuhússins Iðnó og Ingóilfs Café. Jafnframl var samþykkt að biðja Ragnar Ólafsson lög- fræðing að flytja mál þessi fyr ir hönd Fulltrúaráðsins og verkalýðsfjelaganna. HANDIÐA- og myndlistar- skólinn verður fimm ára á þessu ári. í tilefni afmælisins bauð Lúðvíg Guðmundsson skólastjóri blaðamönnum að skoða sýningu á vinnu nem- enda í fyrradag. Lúðvíg Guðmundsson skóla- stjóri stofnaði skólann og rak hann sem einkaskóla í þrjú ár. Fyrstu tvö árin var skólinn til húsa í kjallara hússins nr. 57 við Hverfisgötu hjer í bænum. Skólanum var þegar of þröng- ur stakkur skorinn, en var þó til húsa á sama stað til ársins 1941, að skólinn kaupir húsið nr. 2 A við Grundarstíg, en þar hefir skólinn verið síðan. Árið 1942 var skólanum breytt úr einkaeign í sjálfseign arstofnun, sem að stóðu 8 skóla stjórar og 7 aðrir áhugamenn. Tilgangur skólans er m. a. að veita kennurum við barna- og unglingaskóla landsins að- stöðu til að fá þar staðgóða sjer mentun í ýmsum greinum hand íða og teikninga. Ennfremur að gefa almenningi kost á að nema þar sömu greinar, og að veita þeim, sem ætla að helga sig sjernámi í myndlistum, sem íullkomnasta kenslu í þeim greinum. í vetur stunduðu 340 manns nám í skólanum og voru þess- ar greinar þær helstu: mynd- list og trjesmíði, auk bókbands, trjeskurðar o. fl. Þá starfaði kennaradeild. Það má geta þess, að á næsta vetri verða 7 kenn- arar, sem lokið hafa prófi í skól anum, I fastar kennarastöður víðsvegar á löndinu. Fjárhagur skólans má teljast mjög sæmilegur. Skólinn á nú húsið og allan húsbúnað og vinnutæki, og skuldar aðeins 50 þús. krónur. — Skólinn hefir aldrei, frá stofnun, sótt um neinn stofnstyrk neinstaðar frá. Hinsvegar hefir bæði ríki og bær veitt skólanum nokkurn rekstrarstyrk. Nú er áhugamál skólans að losna algerlega við skuldir, og vildi helst geta það af eigin getu, að mestu, og aðstoðar hinna fjölmörgu vina skólans. Skólinn hefir ákveðið að gefa út Þrymskviðu. Verður bókin prýdd 12 myndum, er nemend- ur myndlistardeildar skólans hafa teiknað. — Ýmsir lista- menn, er sjeð hafa myndirnar, telja þær mjög góðar. Styrkt- arfjelagar skólans geta menn gerst og greiði þeir 100 krónur. Þrymskviðu fá þeir ókeypis. Þrymskviða er ekki fyrsta bókin, sem gefin *er út af skól- anum, þegar hafa tvö hefti komið út um verklegt nám og tvö í undirbúningi, um trje- skurð og bókband, og loks er farin í prentun bók eftir skóla- stjórann Lúðvíg Guðmundsson. Er þar að finna leiðbeiningar fyrir drengi og telpur um verk- legt nám. Bókina prýða fjöldi mynda. Að síðustu var gengið um skólann og sýning á smíðum og teikningum nemenda skoðuð. Bar þar að líta hverskonar trje- skurð, húsgögn,- hillur, lampa leðurvinnu hverskonar, bók- band, pappavinnu, málmsmíði o. fl. Sýningin verður opin almenn ingi þar til á ^sunnudagskvöld og er hún opin frá kl. 1 til 10. ★ Um sýninguna skrifar Jón Þorleifsson: Það eru. mörg og stór vand- kvæði á því að stunda listnám hjer heima. Einkum er alger vöntun á listasafni, en erlend- is eru söfnin slíku fólki eins nauðsynleg og sjálfir skólarn- ir, eða kennafar þeirra. Þess vegna hygg jeg það sje öllum íyrir bestu, sem Handíða- og' myndlistaskólinn hefir horfið að í vetur, að takmarka kenslu þeirra deilda við teikningu og dálitla vatnslitamálningu. Teikniárangur í ár virðist mjer nú mun belri en undan- farin ár og hafa ýmsir nem- endanna náð þar mjög góðum árangri. Leðurvinna skólans í ár er einnig mjög falleg og bókband inu mikið farið fram. Smíði- kehsla hefir altaf verið góð og í ár hafa sýnilega verið nokkr- ir hagleiksmenn. 18 ára piltur hefir smíðað sjer myndarlegan rennibekk með öllum útbúnaði. Kona ein sýnir mikinn hagleik í útskurði. Margt fleira mætti telja upp, sem er eftirtektar- vert. Og sem heild má segja að frá skólans hendi sje mikið gert til þess að nemendurnir geti haft hagnýtt gagn af nám- inu, með þvi að kenna mönn- um strax að gera húsmuni, verk færi o. fl. Jeg var hálf hræddur um, til að byrja jneð, að skól- inn kynni að þenja sig yfir of margt, svo þar yirði víða komið við, en hálfgert kák í öllu. Á þessu bryddi nokkuð strax. Smátt og smátt mun það þó lærast að halda skólanum inn- an hæfilegra og viðráðanlegra iakmarka, en leggja því meiri rækt við það sem kent er. Enda er þeim, sem stjórna skólan- um, vel trúandi lil þess að finna það sem við á í þeim efn- um. Hill dylst ekki, að með skóla þessum er bætt úr brýnni þörf. Það sýnir meðal annars vaxandi aðsókn að skólanum. Súðin Norður um land til Þórshafnar síðari hluta næstu viku. Tekið ó móti flutningi til hafna milli Borðeyrar og Þórshafnar á morgun og til hafna milli Ingólfsfjarðar og Óspakseyrar, fram til hádegis á þriðjudag. — Pantaðir farseðlar sækist á þriðjudag. BEST AÐ AUGLÝSA I MORGUNBLAÐINU Framhald á 8. síðu Bresk rödd í sjáifsfæðismálinu: | „Ákvörðun uð ilýfu - sumbundslitum mjög eðlileg“ FYRSTA BRESKA BLAÐIÐ, sem gerir sjálfstæðismál okkar íslendinga að umræðuefni, eftir að skeyti kon- ungs barst, er „The ScotsmanÁ Birtist sú grein 9. þ. m. undir fyrirsögninni: „ísland og' Danmörk“. „The Scotsman“ er stærsta blað Skotlands, gefið út í Edin- borg. Það nýtur mikils álits á Bretlandseyjum og víðar. Fer greinin hjer á eftir: „ÞANN 23. MAÍ MUN ÍSLENSKA ÞJÓÐIN ákveða með almennri atkvæðagréiðslu, hvort ísland eigi áfram að vera í sambandi við Danmörku og, ef sambandinu er slitið, hvort stofna skuli lýðveldi á íslandi eða ekkí. Það er enginn vafi á úrslitum þessa þjóðar- atkvæðis. Það er yfirgnæfandi meiri hluti íslendinga, sem eru með því að slíta sambandinu við Danmörku“. „ÞANN 17. MAÍ 1941 — en þá var Danmörk komin undir stjórn nasista — samþykti Alþingi yfirlýsingu þess efnis, að þar sem íslendingar hefðu orðið að taka öll sín mál í eigin hendur, þá væri ekki um það að ræða að framlengja sambandslagasáttmálanum. Þegar þetta var, ráðgerði Alþingi að beðið yrði til stríðs- loka með að segja uppsamningunum formlega“. „ÁKVÖRÐUNIN um að flýta sambandsslitum, er mjög eðlileg. Þó að konungur Danmerkur hafi látið í ljós, að hann sje andvígur, mun ólíklegt að nokkur utan Danmerkur muni hreyfa mótmælum vegna skilnað- arins“. „ÞAÐ ER af viðkvæmni hægt (sentimental grounds) að hafa samúð með skoðunum konungs í þessu máli, en atburðir, sem nýlega hafa gerst, styrkja kröfu íslend- inga um algjört sjálfstæði“. ..SÍÐAN 1918 HEFIR eingöngu verið um konungssam- band að ræða. Ríkisstjórn Bandaríkjanna lýsti því y.fir fyrir' nokkru, að hún myndi ekki hindra íslend- inga á neinn hátt í því að slíta sambandinu við Dan- mörku og það má gera ráð fyrir að breska ríkisstjórn- in hafi sömu skoðun á því máli“. ,,ÞÓ AÐ ÍSLAND hafi verið bundið norrænu löndunum í margar aldir, þá var það þó sjálfstætt lýðveldi frá 930—1262. íslenska þjóðin hefir ávalt verið ákveðin og sjálfstæð og lýðveldissinn.uð í eðli sírru. Síðan 1918 hefir ísland verið sjálfstætt ríki. ,,ÞÓ AÐ NOKKUÐ hafi á stríðsárunum verið gengið á þenna sjálfstæðisanda, sem íslenska þjóðin gætir svo vel, þá hafa hernaðaryfirvöldin á íslandi, gagnstætt því, sem ér í Danmörku, gætt þess til hins ítrasta að koma vel fram gagnvart íslendingum og hafa ekki á nokkurn hátt reynt að auka vald sitt eða áhrif utan takmarka hernaðarlegrar nauðsynjar“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.