Morgunblaðið - 15.06.1944, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 15.06.1944, Blaðsíða 7
Fimtudagur 15. júní 1944 MORGONBL.AÐIÐ Húsmæðraskólinn Skólauppsögn í gær Stofnað til verð- launasjóðs HÚSMÆÐRASKÓLA Reykja- víkur var sagt upp í gær kl. 2. Forstöðukonan, frú Hulda Stefánsdóttir, skýrði við þetta tækifæri frá störfum skólans á umliðnu skólaári. Námsmeyjar skólans voru als á þessu skólaári 161 í heima- vist, 31 á dagnámskeiðum tveim, 24 á hvoru og 82 á kvöld námskeiðum, en þau námskeið voru alls fimm. Sljórnaði frú Rannveig Krist jánsdóttir tveim þeirra, en frk. Dagbjört Jónsdóttir þeim þrem, er haldin voru eftir áramót. — Annars var kennaralið skólans óbreytt frá því árið áður, nema hvað frk. Matthildur Sveins- dóttir sagði upp starfi sínu, og í hennar stað kom frk. Mar- grjet Jónsdóttir. Fimleikakensla fjell niður í skólanum. En í stað þess iðkuðu námsmeyjarnar sund. Tvö nám skeið voru haldin með sýni- kenslu. Sóttu 40 þau námskeið, er mæltust mjög vel fyrir. — Önnuðust frk. Rannveig Krist- jánsdóttir og frk. Hólmfríður Bjarnadóttir þá kenlsu. Fæðiskostnaður við skólann var nokkru meiri í ár en árið áður, eða alls 1400 krónur í heimavistinni, eða kr. 150.00 á mánuði, en kr. 85.00 á mánuði á kvöldnámskeiðunum. Er forstöðukonan hafði rak- ið störf skólans, vjek hún að hinum nýafstöðu prófum. Sagði hún m. a. að raddir heyrðust um það, að próf í námsgreinum skólans væru óþörf. En hún taldi svo ekki vera, því þegar próf eru haldin verður jafnan meiri alvara í náminu. Mikið hefir verið unnið í skólanum eins og best sást á hinni nýafstöðu handavinnu- sýningu. Kona ein, er vildi ekki láta nafns síns getið, afhenti for- stöðukonunni fjárupphæð, er hún hafði skoðað sýningu þessa, í þeim tilgangi, að með henni yrði stofnaður vísir að verð- launasjóð, fyrir góða handa- vinnu í skólanum. Forstöðukonan sagði, að marg ir munir hefðu verið á handa- vinnusýningu skólans, sem ver- ið hefðu verðlaunaverðir. •— Hefðu prófdómendur litið svo á. Að endingu ávarpaði hún nemendur, sem nú eru að hverfa úr skólanum að afloknu þriðja starfsári skólans. Þakk- aði hún þeim margar ánægju- legar samverustundir, mintist orða Matthíasar Jochumssonar þar sem hann yrkir um móð- ur sína og það veganesti sem hún gaf ungum syni sínum, er hann lagði af stað frá henni út í lífsbaráttuna. Hún mintist á lýðveldisstofn- unina, og brýndi fyrir hinum ungu námsmeyjum, hve nauð- synlegt það er, að öll þjóðin sameinist um varðyeislu feng- ins frelsis. Á undan ræðimni sungu' námsmeyjarnar sálminn „Lýs, milda ljós“, en á eftir ræðunni „Faðir andanna“. íiSliiyur um baðstað og skemti- stað Reykvíkinga ú Tjarnarendann GÍSLI HALLDÓRSSON verkfræðingur hefir skrifað borgar- stjóra brjef um hugmyndir, sem hann hefir fengið um, að komið yrði upp baðstað og skemtistað fyrir Reykvíkinga við suður- enda Tjarnárinnar. Munu tillögur Gísla óefað vekja umtal og athygli. Fyrir nokkru vakti jeg máls á möguleikum til að koma upp heitum sjóbaðstað viö Revkja- vík. Jeg vil nú leyfa mjer að benda á stað þa? sem hægt er að koma upp slíkúm baðstað í hjarta borgarinnar. Með því að dýpka svðri tjörnina og steypa í hana botn og aflíðandi barma, er væri síð- an þaktir ca. hálfs meters þykku lagi af hvítum sandi, en veita heitu vatni og hreinum sjó inn í lónið, mælti á þessum slað skapa ákjósanlegustu bað- skilyrði fyrir þúsundir manns. Með því að láta vatnið seitl- ast að nokkru leyti gegn um sandfláann, mætti velgja sand- inn þannig að þægilegt væri að liggja í honum og gæti þetta gert almenningi kleyfa meiri útivist og sólböð en nú tíðkast. Með þessu móti yrði syðri tjörn in sannkallaður heilsubrunnur. I sambandi við þessa hvítu og hlýju, náttúrulegu baðströnd yrði höfð nýtísku baðhöll, þar sem væru fatageymslur og þar sem unt væri að njóta styrkj- andi gufubaða, vatnsbaða, loft- baða, ljósbaða, nudds o. fl. I höll þessari væri nýtísku veitingastaður bygður að mestu úr stáli og gleri með þálma- garði og suðrænum jurtum og væri úr honum hin fegursta út- sýn yfir skemtigarðinn, tjörn- ina, baðstaðinn og suður yfir fyrii'hugaðan flugvöll til suð- urfjallanna. I höll þessari mætli hafa stærsta og fullkomnasta gisti- hús landsins. En lega þess væri Jienlug þarna rjett við framtíð- ar flughöfn bæjarins, og má búast við að þar yrði all gest- kvæmt þegar tímar líða. Loks má hugsa sjer áð tón- lista- og æskulýðshöll borgar- innar gæti verið í þbssu sama stórhýsi, og að halda mætti þar útitónleika á fögrum sumar- kvöldum fyrir garðgesti. Akvarium —: eða fiskabúr — sem fiskveiðaþjóð eins og ís- lendingar þurfa fyrr eða síðar að eignast, gæti og átt heima á þessum .stað, borgarbúum til fróðleiks og skemtunar. Hljómskálagarðurinn og svæð ið næst suður af honum, er að minu áliti tilvalið Tivoli Reykjavíkur. í kringum tjörnina eiga að koma skemtistaðir borgarinnar með glitrandi ljósaauglýsingum er speglast í vatnsfletinum. Upplýstur gosbrunnur — eða tilbúinn goshver — úti.í vatn- inu, gæti enn aukið á tilbreyt- inguna. Jeg hefi minst á þessa hug- mynd við nokkra málsmetandi menn, sem hefir, þótt hún at- hyglisverð og sendi jeg yður hana hjermeð til vinsamlegrar athugunar og fyrirgreiðslu. Jeg mun reiðubúinn til að gera frekar-i grein fj'rir ein- stökum atriðum í framan- greindum tillögum ef þess kann að verða óskað, og þótt kostn- aður yrði mikill við fram- kvæmdir, þá má og gera ráð fyrir miklum tekjum á móti. Á þessum tímamótum virðist ekki óviðeigandi að hefja ein- hverjar framkvæmdir þessu líkar, miðaðar við hina nýju tíma sem framundan eru. Ef eitthvað nýtilegt er í fram angrendum hugmyndum, þá er tilganginum náð með línum þessum. Gísli Halldórsson. Orðssnding Vegna þess að eigi verður þess kostur að halda hátíðaguðs- þjónustu í Reynivallakirkju 17. júní, með því að telja má víst, að allir, er þess eiga kost, taki þátt í lýðveldishátíðipni áð Þingvöllum þann dag, mun jeg — og með ljúfu geði — flytja þakkarsog bænargerð í Reyni- vallarkirkju þenna dag upp úr kluknahringing, ef henni verð- ur við komið, og þagnarstund, eða fáum mínútum eftir kl. 2. Hins vegar óska jeg þess ein- dregið, að enginn láti slika fyr- irætlun aftra sjer frá að fara til Þingvalla, því þann dag á hver maður að njóta í fullum mæli hins einstæða tækifæris. En þessa fyrirætlun mína auglýsi jeg fyrirfram af þeirri ástæðu, að jeg vil gefa þeim kost á að vera viðstaddir, er eigi hafa ástæður til að sækja hátíðina á Þingvöllum, en treysta sjer til að fara skemmri og auðveldari leið og taka sinn þátt í stuttri bænargerð. Við skulum öll muna að for- ustan á framtíðafvegi hins nýja lýðyeldis á að vera í hendi hans, sem er konungur kon- unganna og Drot.tinn Drotn- an.ia. Hann á að vísa veginn og verja hina ungu þjóð og ríki hrósun og háska. I hans nafni fögnum við öt) nálægri frelsisstund. Með ástarkveðju til safnaða minna. Ilalldór Jónsson. Tveir Quislinga- „réðherrar" reknir Frá norska blaðafull- trúanum: FRÁ STOKKIIÓLMI er sím að að tveir af ráðherrum Quislings í hinni svonefndu st.jórn Noregs hafi verið rekn- ir úr stöðum sínum fyrirvara- iaiíst, þeir Blehr of Irgens. i En við störfum þeirra hefir tekið maður að nafni Alf j Whist, sem kunnur er fyrir fjárglæfra og lögbrot. i Það hefir komið greinilega , í Ijós að völd Quislings, sem. ! aldrei hafa verið mikil, hafa i farið minkandi, enda þótt | Þjóðverjar hafi viljað láta | iíta svo út, sem frá honum 1 komi fyrirskipanir um aftök- ur og ofbeldisverk, sem fram- in eru í Xoregi. Röddin er Quislings, en framkvæmdirnar eru í höndum T erbovens. Prestaofsóknir. Oslófregn hermir, að of- sóknir gegn prestum landsinsi haldi 'áfram. Sem dæmi er þessi sag-a: Presturinn Einar Vilhelmsen hafi verið rekinn úr einum stað í annan í tvö ár, svo samtals hafi hann orð- ið að flytja sig þrettán sinn- um. Reka átti prestinn í Gerpen á Þelamörk til Lille-Hammer. En hann hlýddi ekki þeirri. fyrirskipun. Þá tók lensmað- urinn prestinn höndum, og ! flutti hann á járnbrautarstöð- ina. Lensmaður sá er Nasisti. Sóknarbörn prestsins frjettu um handtökuna. Allir úr sókn- inni, sem voru ferðafærir, hrúguðust saman meðfram veginum, er presturinn var fluttur á stöðina, og sungu sálma, er hann fór framhjá. Andróður gegn Hitler. Sænsk blöð birta þær fregn- ir frá Osló, að þar í borg verði menn meira og meira varir við, jað meðal Þjóðverja sjeu menn, | sem vinna gegn Hitle». með I því að breiða út áróðurspjesa, ^sem eru fjandsamlegir „For- !ing:'3nrm“. Á einu slíku riti, AustfirSingar taka þátt í drengja- og meislaramóti Í.S. Í. sem dreifWvar út að næturþeli, var mynd af Hitler framaná, en aftan á sama blaði var tal- að um, að þýskum hermönnum væri best að reyna að sjá fjöl- skyldu sinni farborða, með ein- hverju móti, því þeirra biði annaðhvort_ að rotna í jörðina á austurvígstöðvunum, ellegar að verða örkumla menn. I einu slíku riti eru ráðlegg- ingar um það, hvernig þýskir hermenn eigi að flýja til Svi- þjóðar. Rannsókn vegna Pearl Harbour. Washington í gærkveldi. TILKYNT hefir verið, að rannsókn á því, hvort verjend- ur Pearl Harbour hafi ekki verið nægilega á verði fyrir á- rás Japana, muni byrja bráð- lega. Hefir Roösevelt fyrirskip að þetta,- en flotamála- og her- málaráðherrann munu hafa ver ið andstæðir því, að hafist yrði handa um þetta að svo stöddu. Hörð gagnáhlaup Japana við Imphal London í gærkveldi. JAPANAR hafa nú hafið gagnsókn við Imphal, gegn þeim sveitum bandamanna, sem reyndu að sækja fram frá Kohima, og eru orustur þarna sífelt harðnandi. Hafa báðir að- ilar sent varalið á vettvang. — Annarsstaðar í Burma hefir lítt ; borið til tíðinda, aðstaðan í jMyitkyina hefir ekkert breytst að ráði. — Reuter. ÞRIÐJA ÞING Ungmenna- og íþróttasambands Austur- lands var haldið á Eskifirði dagana 13. og 14. maí s. 1. Forsetar þingsins voru kjöm ir: Björn Sveinsson, .Ragnar Þorsteinsson og Þóroddur Guð- mundsson og ritarar: Guttorm- ur Þormar, Guðm. Björnsson og Þórður Benediktsson. í sambandinu eru nú 24 fje- lög með á 16. hundrað meðlimi. — Ákveðið er að U. í. A^sendi keppendur á drengja- og meist aramót Í.S.Í. Þingið gerði samþykt í lýð- veldismálinu,þar sem var hvatt til kosningaþátttöku. Aðrar helstu samþyktir þingsins voru: „Þriðja þing U. í. A. telur- æskilegt, að settar verði ákveðn ar reglur um notkun þjóðfán- ans. Telur þingið sjálfsagt, að fáninn sje dreginn að hún við Öll hátíðleg tækifæri, bæði á samkomum og heimilum. Skor- ar þingið á ungmenna og íþrótta fjelög, að halda vörð um heið- ur fánans og helgi“. „Þriðja þing U. í. A. beinir þeirri áskorun til fjelagarma í sambandinu, að taka til ræki- legrar íhugunar, hvort ekki sje rjett, að koma á fót bindindis- flokkum og leggja á það sjer- staka áherslu að fá yngri fje- lagana til að bindast þeim sam- tökum“. „Þriðja þing U. í. A. skorar á sambandsfjelögin, að útvega sem flesta kaupendur að Skin- faxa og íþróttablaðinu“. „Þriðja þing U. í. A. ákveður að stofna styrktarsjóð fjelaga og vill afla honum tekna með því að selja æfifjelaga skír- teini að nafnverði kr. 100.00. — Stjórn sambandsins skal semja skipulagsskrá sjóðsins og leggja hana fyrir þing U. í. A. 1945“. Þá var sambandsstjórn falið að ráða tvo fasta íþróttakenn- ara fyrir sambandið næsia starfsár. Enníremur að útvega skíðakennara, söngkennara og glímukennara næsta vetur. Þóroddur Guðmundsson starf ar fyrir hönd sambandsins, sem vinnur að söfnun þjóðminja á Austurlandi. Hann hefir einnig umsjón með námsflokkastarf- semi og örnefnasöfnun sam- bandsins. Síðastliðið sumar voru 4 í- þróttamót á vegum sambands- ins, auk innanfjelagsmóta og námskeiðs að Eiðum. Aðalfulltrúar á ársþing Í.S.Í. voru kjörnir: Skúli Þorsteins- son, Lúðvik Jósepsson, Jéhann es Stefánsson, Jón Olafsson, og Magnús Árnason. Til vara: Óskar Ó. Halldórs- son, Björgólfur Sveinsson, Björn Jónsson, Hallgrímur Ein arsson, og Magnús Bjö'rnsson. í stjórn sambandsins voru kjörnir: Skúli Þorsteinsson, for maður, Þóroddur Guðmundsson ritari, Þórarinn Sveinsson, fje- hirðir, Gunnar Ólafsson, vara- formaður, Þórður Benediktsson vararitari, Stefán Þorleifsson, varafjeh. og Þorvarður Árnason meðstjóm. BEST AÐ AUGLÝSA I MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.