Morgunblaðið - 15.06.1944, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.06.1944, Blaðsíða 12
12 Fimtudagur 15. júní 1944 Ameríski sendiherrann hjá ríkisstjóra Ameríski sendiherrann, Louis G. Dreyfus Jr., sem verSur ambassador á þ-jóðhátíðinni, gekk á fund ríkisstjóra í gærmorgun til að afhenda embættisskilríki sín. Myndin hjer að ofan var tekin við það tækifæri. Fyrir miðju er ríkisstjóri Sveinn Björnsson og' við hægri hlið hans sendiherrann. Hægra megin við ríkisstjóra á myndinni er Vilhjálmur Þór utan- ríkisráðherra og 2. ritari ameríska sendiráðsins, Mr. Benjamín Hulley. Yst til vinstri eru Pjetur Eggerz, ríkisstjóraritari og Mr. Francis L. Spalding 2. sendiráðsritari í ameríska sendiráðinu. Ameríski sendiherrann flyftur kveðjur frá Roosevelt Ríkisstjóri þakkar O 1 1 * r %1 r ^ala pjoðha- tíðarmerkis- ins hefst í dag ÞJÓÐHÁTÍÐARMERKIÐ er komið, og hefst sala þess í dag kl. 9 árd. á Lækjartorgi. Þjóðhátíðarmerkisins hefir verið getið hjer áðlir, en það ér fánaskjöldurinr. íslenski í litum, með silfurlitaðri sól of- án á með álétrunina 17. júní 1944. Merkið er sjerstaklega smekk legt og vel úr garði gert. Var vinna öll unnin í Ameríku. Merkið verður selt hjer í Reykjavík á kr. 10.90. Ffffi h!u!i íslauÉ- ghmunnar ISLANDSGLÍMAN, fyrri Muti, var háð í gærkveldi. — Kepjiendur eru 11 frá 5 fje- lögtiui.. tSíðari hlutinn fer svo frarn á Þingvöllum 17. júní. Hver keppandi á eftir 3 glímur Glíman fór þannig í gær, að þrír keppendur féngu enga hyltu, þeir Guðm. Ágústsson, A, Guðm. Guðmundsson, Umf.. Trarsta og Fmnbogi Sigurðs- soe K.R. Ilafa Guðmundarnir 8- vinninga hvor, en Finnbogi 7, þar sem einn keppinautur líans; Sig. HaHbjörnss., meidd isfc i ítilsháttar, og varð þeirri glíinu ekki lokið. F.jórði varð Kristinn Sigurjónsson (Iv.R.) 5 vinninga, þá Davíð Ilálfdán arson (K.R.) og Einar Ingi- Bttindarson (Umf. Vaka) með 4 vinninga hvor, Haraldur Guðmundsson (K.R.) með 3 vinninga, Andrjes Guðnason (Á) og Sig. Ilallbjörnsson (Á) weð 2 vinninga bvör og Hall- grímur Þórhallsson (Umf. Mý- vetninga), Sigfús Ingimundar- og Gámnl. -T. Briem með< 1 vinning hver. Landgræ&lusjéói gefinn skautbún- ingur FYRIR skömmu korrt ónefnd kor,a*til formanns Skógræktar- fjelags íslands og færði Land- græðslusjóði að gjög forkunn- arfagran skautbúning,. Óskar gefandi eftir því, að hann megi á einhvern hátt verða til þess oð klæða landið gróðri. Bæjar- búar geta skoðað þessa verð- mætu og höfðinglegu gjöf í glugga Blómaverslunarinnar Flóru í Austurstræti. Að sýn- iragunni lokinni verður búning- urínn seldur hæstbjóðanda. — Hjer er tilvalið tækifæri fyrir emhvern smekkmanna að klæða konu sína hinum feg- urstu klæðum um leið og' hann bílæðir landið gróðri. Það þarf varla að taka það frarr., að klaeði þessu eru nú ófáanleg og afar dýrmæt. Tekið er á móti tilboðum í ski'ifstofu skógræktarstjóra, Laugaveg 3, og í Blómaversl. Flóru. SENDIHERRA Bandaríkj- anna herra Louis G. Dreyfus, gekk í dag á fund ríkisstjóra og afhenti honura embættis- skilríki sín. Ennfremur afhenti hann ríkisstjóra skilríki fyrir þvi, að hann verði sjerstakur fulltrúi Bandaríkjaforseta, sem Ambassadcrr ad hoc á lýðveld- ishátiðinni. í fylgd með sendiherra voru þeir Benjamín Hulley og Fran- cis Spalding sendiráðsritarar, en ásamt ríkisstjóra voru utan- ríkisráðherra og ríkisstjórarit- ari viðstaddur. Við þetta tækifæri sagði Am- bassadörinn þetta: ,.Það er mjer mikill heiður, að hafa verið útnefndur af hálfu forseta Bandaríkjanna til að leysa af hendi þetta virðu- lega starf í þann mund, er kom ið verður á lýðveldi á Islandi, en það er mikill viðburður og þáttaskifti í sögu íslands. Milli Islands og Bandaríkj- anna hefir verið vaxandi og söguleg safnúð, sem hófst með samningnum 7. júlí 1941, og hefir örfast af sameiginlegum hagsmunum og gagnkvæmum ávinning. Hefir þetta orðið til þess að komg samskiftum þjóða okkar á grundvelli hinnar mestu vináttu og trausts og knýtt fastar og fastar bönd samvinnu og samúðar milli þjóðanna. Hinn einlægi áhugi, sem for- seti Bandaríkjanna hefir sýnt þessum samningi er mjer hvöt til að beita mjer eins og jeg framast get að því verkefni, að auka enn á vinsamleg og inni- leg samskifti, sem þegar eru orðin milli þjóðanna beggja. — Jeg vona að jeg megi í því starfi mínu njóta hjálpar og aðstoðar yðar, herra ríkisstjóri, og ríkisstjórnarinnar íslensku. Jeg átti tal við Roosevelt for- seta, áður en jeg fór frá Banda- rikjunum, og fól hann mjer sjerstaklega að færa yður, herra ríkisstjóri, bestu árnaðar óskir sínar og amerísku þjóðar innar. Óskaði hann íslandi gengis og yður persónulega gæfu, og leyfi jeg mjer að bæta mínum eigin óskum við óskir forseta“. Ríkisstjóri þakkaði sendi- herranum og kvað sjer ánægju að veita embættisskjölum hans viðtöku. Hann fór einnig viður- kenningarorðum um fyrver- andi sendiherra Bandaríkjanna herra Leland Morris, sem kvaddur hefir verið til annars embættis, og kvað ' ríkisstjóri hann eiga marga góða vini á .Islandi og væri hann sjálfur einn í þeirra hópi. „Mjer er það sjerstaklega mikil ánægja“, hjelt ríkisstjóri áfram, ,,að þjer skulið einnig vera hingað kominn sem sjer- stakur fulltrúi hins virðulega forseta Bandaríkjanna, til þess að vera staðgengill hans við há tíðahöldin í tilefni af endur- reisn lýðveldisins á ís|andi. Sú sjerstaka vinsemd, sem forset- inn hefir þannig sýnt oss á þessum merku tímamótum, hefir snert hjarta hvers einasta íslendings, og um leið verið ís- lendingum hin þýðingarmesta hvöt. Síðan 7. júlí 1941 hafa sam- göngur og sambúð íslendinga og Bandaríkjamanna aukist mjög mikið eins og kunnugt er. Því er mjer sjerstök gleði að tjá yður ánægju Islendinga með þessa auknu gagnkvæmu þekkingu beggja þjóða. Vjer höfum lært að meta skilning hinnar miklu Banda- ríkjaþjóðar á okkar fámennu þjóð og högum hennar, sem hefir komið fram jafnt frá stjórnarvöldum Bandaríkjanna og fulltrúum þeirra hjer og frá herliði Bandaríkjanná, því er dvalist hefir hjer samkvæmt samningum, nú í nærfelt 3 ár. Jeg hygg, að ekki sje of mælt, að hjer sje um fyrirmynd að ræða, fyrirmynd sem á rætur sínar m. a. í fölskvalausri frels isást Bandaríkjaþjóðarinnar, sem er sama eðlis sem frelsis- ást vor íslendinga. Jeg þakka yður innilega fyr- jr þá sjerstöku kveðju, sem þjer fluttuð mjer frá forseta Bandaríkjanna, og óskir þær, er henni fylgdu mjer og íslandi til handa. Jeg bið yður að tjá hæstvirtum forsetanum, að mjer hafi þótt mjög vænt um kveðju þessa eins og alla þá vinsemd, sem hann hefir sýnt íslensku þjóðinni og mjer nú og áður. Mjer þætti mjög vænt um, ef þjer vilduð færa hæstvirtum forsetanum hjarlanlegustu ósk ir mínar um gæfu og gengi honum til handa og Banda- ríkjaþjóðinni“. Skilnaður- inn og lýð- veldis- stofnunin Verða af- greidd á ASþingi á morgun ÞINGSÁLYKTUNARTIL- LÖGURNAR um niðurfelling dansk-íslenska sambandslaga- sáttmálans og um gildistöku lýðveldisstjórnarskrárinnar verða teknar til umræðu og afgreiðslu í sameinuðu AI- þingi á morgun (föstudag 16. júní) kl. IVz e. hád. Hálíðarfrímerkin - koma 17. júní PÓST- Oö SlMAMÁLA- STJÓRNIN gefur út sjerstökj frímerki í tilefni af lýðveldis- hátíðinni og koma merkin ú<i 17. júní. Ennfremur verður riotaður sjerstakur póststimpill á Þingvöllum þenna dag. Aj póstsstimplinum eru orðin? Þingvellir, — 17. júní 1944, en inn í hringnum er merkij þjóðhátíðarinnar. Hátíðafrímerkin eru í sext verðflokkum, 10 kr., 5 kr., 1 kr., 50 aura, 25 aura og 1Ö aura. Öll eru frímerkin meS mynd af Jóni Sigurðssyni og prentað á þau 17. júní 1944. Merkin eru smekklega gerS, og sum þeirra mjög falleg. Sjálfsfæðiskonur í Reykjavík fagna úrslifum lýðveldis- kosninganna SJÁLFSTÆÐISKVENNA- FJELAGIÐ „Hvöt“ hjelt fund síðastliðinn föstudag, til þess að fagna hinum glæsilegu úrslit- um lýðveldiskosninganna. Aðalræðuna, minni ættlands- ins, hins unga upprennandi lýð- veldis, flutti form. fjel., frú Guðrún Jónasson. Var ræða hennar afburða snjöll og hugð- næm. Einnig fluttu ræður þær frú Guðrún Guðlaugsdóttir, María Maack og frú Guðrún Pjeturs- dóttir. Þá voru sungin ættjarðarljóð og fáninn hyltur. Fundurinn var fjölsóttur og hvíldi sjerstakur gleði og há- tíðablær yfir honum öllum. Nýr foringi breska heimaflotans. BRUCE-FRASER flotafor- ingi hefir látið af yfirstjórn breska heimaflotans, en við tek ið Sir Henry Weare flotafor- tngi. Það var Bruce-Fraser, sem stjórnaði flotanum, sem sökti Scharnhorst. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.