Morgunblaðið - 29.06.1944, Qupperneq 12
12
Allsherjarnáðanir í
sambandivið lýð-
veidisslofnunina
, Eftirfarandi barst biað
inu frá ríkisráðsritara
28. þ. m.:
Á fundi, sem haldinn var í
ríkissráði í dag í skrifstofu
forseta Islands Alþingishús-
inu, se* l 2 3 4'ðist m. a. þetta:
1. 14 refsifangar voru náð-
aðir skilorðsbundið af því
sem þeir eiga óúttekið af
refsiuiruni sínum.
2. 76 menn voru náðaðir
•skilorðslnmdið af refsingum.
3. Sektir 8 manna fyrir land
helgisbrot voru með náðun
færðar niður-í 2,500,00 krón-
ur. og einn þeirra jafnframt
náðaður skilorðsbundið af 2ja
mánaða varðhaldsrefsingu.
4. 6 menn náðaðir skilorðs-
bundið af óúttekinni refsivist.
5. 56 menn fen"u með náð-
un refsivist sinni, vegna ölv-
unar við akstur breytt í 1000
króna sekt.
Ufðnríkisþjén-
uslan
Tilkynning frá skrif-
stofu ríkisráðsritara.
Á RÍKISKÁÐSPUNDI, sem.
haldinn var í skrifstofu for-
seta %lands í Alþingishúsinu
þriðjudaginn 20. júní, var m.
?t. Aguar Kl. Jónsson skiþaður
skrifstofustjóri í utanríkis-
ráðuneytinu.
Ennfremur undirritaði for-
seti Islands veitingarbrjef fyr-
ir Vilhjálm Finsen. sem sendi-
fulitrúa Islands í Svíþjóð.
Sænska íþróliasam-
bandið sendir í. S.
L kveðjo
l.S.l. hefir borist skeyti frá
sænska íþróttasambandinu. —
Þakkar sænska íjiróttasam-
bandið gjöf, veggskjöld Í.S.Í.,
sem Ottó .Johanson, ræðismað-
ur Svía tilkynnti, að ])ví hefði
itorist að gjöf frá I.S.f. á
fjömtíu ára afmæli Jiess.
Segir í skeytinu, að sænska
íþróttasambandið vænti góðr-
ar samvinnu við I.S.I. um í-
þróttamál.
7509 séttu úthlutun-
arseðla í gær.
I GÆR, fyrsta dag úthlut-
unat' matvæiaseðla, sóttu um
7500 menn seðla sína.
Úthlutunin helduf áfram í
dag og á morgun í Hótel
Ifeklu kl. 10. til 18. Menn ættu
að sækja úthlutunarseðla sína
sern fyrst til þess að forðast
þrengsli.
Ráðherra myrtur,
London í gærkveldi: — París-
arútvarpið segir. að útbreiðslu-
málaráðherra Vichystj órnarinn
ar hafi verið myrtur í nótt sem
Ieið. Ruddust 15 menn, dulbún
ir sem lögreglumenn, inn í
svefnstofu hans í ráðuneytis-
lyg'gir.gunni og skutu hann.
\
Barnakór heimsækir Reykjavík
BARNAKÓRINN „SMÁV INIR“ frá Vestmannaeyjum, söng-stjóri Helgi Þorláksson, er kom-
inn hingað til bæjarins og mun syngja í Tjarnarbíó á laugardaginn kemur kl. 13.30 og í Gamla
Bsó á sunnudagissn á sama tíma. í kórnum eru 55 börn og um helmingur þeirra fullnaðarprófs-
börn frá barnaskóla Vestmannaeyja í vor. Þetta er fyrsti barnakórinn, sem heimsækir Reykjavík.
Merkar ályktanir gerð-
ar á landsfundi kvenna
ÚHör dr. B. J.
SJÖTTI landsfundur kvenna,
sem haldinn var hjer í Reykja-
vík. er nýafstaðinn. Voru gerð
ar þar margar merkilegar á-
lyktanir og tillögur, og fara
nokkra þeirra hjer á eftir.
Tillögur varðandi hina væntan
legu stjórnarskrár:
1. Landsfundur kvenna ger-
ir þá kröfu fyrir hönd íslenskra
kvenna, að jafnrjetti karla og
kvenna sje tryggt sjerstaklega
í stjórnarskránni, og tekið fult
tillit til aðstöðu konunnar sem
móður.
2. Kona, sem mist hefir ríkis
borgararjett sinn með giftingu
eða á annan hátt, hafi mögu-
leika til að öðlast hann aftur
með umsókn til stjórnarráðsins
eða næsta íslenska sendiráðs í
útlöndum. Ríkisborgararjettur
karlmanna endurheimtist á
sama hátt.
3. Rjettur gamalla manna og
sjúkra til framfærslu sje trygð
ur af ríkinu án tillits til aðstand
enda.
4. Konur hafi sama rjett og
karlar til allrar vinnu, sömu
laun fyrir samskonar vinnu og
sömu hækkunar-möguleika og
þeir. Gifting eða barnseign sje
enginn hindrun fyrir atvinnu
nje ástæða til uppsagnar.
Var einnig skorað á ríkis-
stjórnina að skipa 4 konur í
nefnd þá, sem fjaliar um end-
urskoðun stjórnarskrár lýðveld
isins.
Tiliögur um lagabreytingar.
1. Landið sje alt eitt fram-
færslusvið og öll meðlög greitt
úr ríkissjóði.
2. Konur, sem sviftar eru
fyrirvinnu heimilisins, vegna
sjúkdóms, örorku, fangelsis-
vistar eða óreglu manna sinna,
eigi rjett á meðlögum með
börnum sínum á sama hátt og
tkkjur.
Aðrar áskoranir og ályktanir.
Skorað var á ríkisstjórn Is-
lands að gera þegar í stað ráð-
stafanir til, að samningar
verði gerðir við hin erlendu
ríki, sem haft hafa hjer setu-
lið, um það, að íslenskar konur
er fæða mönnum þessara þjóða
börn, geti notið fyllsta rjettar
samkvæmt íslenskum lögum,
fyrir íslenskum dómstólum.
Einnig var skorað á ríkis-
stjórnina að beita sjer fyrir
þvi, að þegar verði hafinn und-
irbúningur að byggingu Hjúkr-
unarkvennaskóla íslands, sam-
kvæmt frumvarpi til laga, sem
ríkisstjórnin hefir lagt fyrir A1
þingi.
Margar aðrar tillögur og á-
lyktanir voru gerðar, sem
fyllilega eru þess verðar, að
teknar sjeu til athugunar af
hlutaðeigandi aðiljum.
Gunder Haegg
fapaði
Stokkhólmi í gærkveldi.
I DAG fór fram hin lang-
þráða kepni í 1500 metra hlaupi
milli hinna tveggja sænsku
hlaupagarpa, Arne Anderson
og Gunder Haegg. Var óhemju
fjöldi áhorfenda á Stadion hjer
í Stokkhólmi. Leikar fóru svo,
að Arne Anderson vann, rann
skeiið á 3 mín. 48.8 sek., en
Gunder Haegg hljóp vegalengd
ina á 3 mín. 50.2 sek.
—Reuter.
Samkomulagi spilt.
London í gærkveldi: — Einn
talsmaður grísku stjórnarinnar
sagði í London í dag, að Grikk-
ir álitu, að dauðadómur og líf-
lát þriggja grískra sjóliða fyrir
uppreisn í Alexandríu myndi
særa grísku þjóðina ólæknandi
sári og spilla mjög samvinnu
hinna ýmsu grísku flokka.
Brandson
Frá utanríkisráðuneyt-
inu barst blaðinu eftir-
farandi, 28. júní:
ÚTFÖR dr. II. J. Brandson,
hins víðkunna Vestur-íslenska
skurðlæknis, fór fram 24. þ.
m. í "Winnipeg'. — Hundruð
rnanna fylgdu til grafar og
hylltu minningu þessa stór-
mérka manns. Meðal Jxeirra
voru fulltrúar stjórnarinnar
og læknastjettarinnar.
(Sarnkv. skeyti frá ræðis-
manni Islands í Winnipeg.)
Karlakór iðnaðar-
manna fer söngför
til Norðurlands
LAUGARDAGINN 1. júlí
leggur Karlakór Iðnaðarmanna
af stað í 9 daga söngför til
Norðurlands. Verður sungið á
Blönduósi, Sauðárkróki, Siglu-
firði, Akureyri og Húsavík. —
Söngskráin verður sú sama og
á hljómleikum þeim, sem kór-
inn hjelt hjer í bænum í vetur.
Söngstjóri er Róbert Abra-
ham, en undirleik annast Jó-
hann Tryggvason, í forföllum
Önnu Pjeturss, sem ljek undir
hjá kórnum á hljómleikunum í
vetur.
Brefland-, Rússland-
Ítalía
London í gærkveldi.
HINAR amerísku sprengju-
flugvjelar, sem fyrir nokkru
rjeðust á Berlín og flugu það-
an til bækistöðva í Rússlandi,
fóru þaðan í dag, gerðu árásir
á olíulindir við rætur Karpata-
fjallanna og flugu síðan til
bækistöðva á Ítalíu. Lentu flug
vjelarnar í nokkrum loftorust-
um á leiðinni, en komust þó
allar leiðar sinnar. Álitið er, að
flugvjelar þessar lendi aftur í
Rússlandi eftir næstu árásar-
ferð sína. — Reuter.
Fimtudagur 29. júní 1944
Inning Bjarna
frá Vogi heiðruð
FORSETAR ALÞINGIS, með
tilstyrk annarra þingmanna,
fengu Ríkarð Jónsson mynd-
höggvara til þess að láta steypa
í bronz lágmynd, er hann átti í
gipsi, af Bjarna Jónssyni frá
Vogi og hafði gert af honum
í lifanda lífi, svo líka, sem besfc
varð á kosið. Steypa þessi átti
að vera fullbúin fyrir 17. júní
og skyldi hengja hana á vegg
í salarkynnúm Alþingis. Alfi
þetta stóð heima. Listamaður-
inn afhenti myndina 16. júní
og var henni komið fyrir á hæfi
legum stað, en nú er hún ásamfc
ýmsum öðrum myndum Alþing
is í láni á sögulegu sýningunni.
Er vel, að þessum ágæta Sjálf
stæðismanni, Bjarna frá Vogi,
var þessi sómi sýndur, og á-
nægjulegt að hans var minst á
þessum merkilega tíma í sögu
þjóðarinnar með þessum hætti,
þegar vonir hans, eins og allra
hinna bestu íslendinga voru að
rætast.
Svifsprengjuárás-
um heldur áfram
London í gærkveldi.
HJER VAR opinberlega til-
kynt í dag, að svifsprengju-
árásum Þjóðverja hefði haldið
áfram i alla nótt sem leið og í
dag. Varð sem áður manntjón
og eigna, en nokkrar af sprengj
unum voru skotnar niður.
Peter Frazer, forsætisráð-
herra Nýja Sjálands, sagði í við
tali við blaðamenn, áður en
hann lagði af stað til Kanada,
að sprengjur þessar hefðu eng-
in áhrif á gang styrjaldarinnar,
þótt þær væru að vísu trafl-
andi.
Sir Frederick Pile, yfirmað-
ur loftvarnasveitanna sagði í
dag, að varla væri mikill vandi
að skjóta niður 10—12% af
svifsprengjunum, eins og tekist
hefði að granda svo mörgum
flugvjelum Þjóðverja á sínum
tíma, en helst þyrfti að skjóta
90% af þessum nýju vágestum.
Sagði hann, að brátt myndu
Bretar taka upp nýjar aðferðir
gegn þessu vopni. — Reuter.
Ármenningar sýna
glímu í Seyðlsffrði
Seyðisfirði í gær.
Frá frjettaritara vorum.
SÝNINGARFLOKKUR Glímu
fjelagsins Ármanns sýndi
glímu hjer í gærkvöldi við mik
inn fögnuð áhorfenda, sem voru
voru á fjórða hundrað. í morg-
un fóru svo glímumennirnir
hjeðan, og urðu að ganga nokk
urn kafla af Fjarðarheiði, sem
enn er. ekki fær bifreiðum, en
verður það vonandi eftir
nokkra daga. Kom bifreið á
móti glímumönnunum og sýndu
þeir á Kópaskeri í kvöld. —•
Glímumönnunum leið öllum
vel og líkar ferðin ágætlega.
HODZA LÁTINN.
Clearwater, Florida, í gær-
kveldi: — Fyrrverandi forsæt-
isráðherra Tjekkóslóvakíu, dr.
Milan Hodza, andaðist hjer í
gærkveldL — Reuter.