Morgunblaðið - 07.07.1944, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 07.07.1944, Blaðsíða 7
Föstudaginn 7. júlí 1944 IÍOE GUNBLAÐIÐ 1 S I B E SÍBERÍA er hinn mikli risi, sem nú er að vakna af svefn- móki sínu. En risi þessi hefir vaknað svo snögglega til lífsins, að heimurinn hefir ekki veitt því eftirtekt — og allra síst Hitler. Það er vegna þessarar vanþekkingar, að Hitler og tals menn hans hafa átján sinnum tilkynt, að rússneski herinn væri svo illa út leikinn, að hann gæti aldrei náð sjer aftur. En meðan Hitler hjelt sigur- inn hátíðlegan, söfnuðu Rússar í leyni saman skriðdrekum og flugvjelum, fallbyssum og skot færum, brauði og kjöti og her- mönnum — frá Síberíu. Þegar þýski herinn stóð við borgar- hlið Moskvu, beitti Stalin gegn þeim allri orku Síberíurisans og veitti Þjóðverjum þungt högg. Sama máli gegnir um orust- una um Stalingrad. — Óður vegha ófara sinna á Moskvavíg stöðvunum ákvað Hitler að taka Stalingrad, hvað sem það kost- aði. Hann hafði boðað öllum heiminum það, að ekkert jarð- neskt vald gæti hrakið her sinn úr iðnaðarborginni miklu við Volgufljót. Stalin var þögull. — Rússnesku blöðin voru þögul. En í Síberíu var unnið dag og nótt. Ekkert þýskt eyra heyrði gnýinn þaðan, og ekkert þýskt auga sá, hvað þar var að ger- ast. En þegar nægílega mikið af hergögnum hafði verið flutt frá Síberíu, hóf rauði herinn sókn og innikróaði 300.000 manna þýskan her í járngreip- um sínum. Varð þýski herinn þarna fyrir því mesta tjóni, sem hann hefir nokkru sinni orðið fyrir. Síbería á hina sömu hlutdeild í sigrum rússneska hersins síð- an. Bandaríkin hafa látið Rúss- um feykimikla hjálp í tje, en án Síberíu gætu Rússar á engan hátt unnið styrjöldina. Slíkt er mikilvægi landsins, sem heim- urinn hefir hingað til einungis skoðað sem hálfgerða eyðimörk og fanganýlendu. Upphaf sögu Síberíu- SAGA Síberíu er einhver merkilegasta saga vorra tíma. Árið 1581 fór Kósakkaútlagi, Yermak að nafni, ásamt aðeins 1.681 Kósakka til Síberíu og lagði undir sig Tartararíkið, er þar hafði verið komið á fót. •— Yermak druknaði í Irtysfljóti, en rússnesku keisararnir full- komnuðu það verk, sem hann hafði hafið. Síbería varð rúss- nesk hjálenda. Öldum saman hafa rússnesku keisararnir eingöngu haft á- huga á Síberíu vegna skinn- anna þaðan. Af þeim sökum gerðu þeir landið að fanganý- lendu. Á nítjándu öldinni einni voru ein miljón útlaga sendir til Síberíu. En æfintýri og auð- æfi landsins lokkuðu vísinda- menn og fjárgróðamenn til Sí- beríu. Svo var Siberíujárnbraut in lögð í lok aldarinnar. Nokkr- ar miljónir landnema hjeldu þá með búslóð sína frá hinum yf- irfyltu hjeruðum Rússlands og settust að í Síberíu. Nokkrum árum áður en styrj öldin braust út, fór jeg til Sí- beríu frá Moskvu. Er jeg kom að Úralfjöllum, sá jeg klett einn mikinn. Annars vegar var RIA O G STYRJÖLD I N Eftir Maurice Hindus Menn furðar enn á því, hvaðan öll sii geysilega orka, sem Rússar hafa getað beitt í þessari styrjöld, hefir komið. En sigurvinningar Rússa eru ekki hvað síst að þakka hinu stórkostlega landflæmi handan Uralfjallanna — Síberíu. I eftirfarandi grein er í stórum dráttum lýst sögu þessa framtíðarlands og framlagi þess til styrjaldarinnar — Greinin er dálítið stytt í þýðingunni. á hann letrað: „Hjerna megin er Evrópa“, en hinsvegar. ,Hjerna megin er Asía“. Þarna byrjar Síbería og hún nær yfir alla Norður-Asíu, fimm þúsund mílur til austurs. Austur-Sí- bería er ein sjö sinnum stærri en Japan. Öll Síbería er þrisv- ar sinnum stærri en Evrópu- hluti Rússaveldis, og einum og hálfum sinnum stærri en Banda ríkin. Stóra-Diamede-eyja, er Rússar eiga, er aðskilin með eiinúngis fárra mílna breiðu sunai frá Litlu-Diamede-eyju, sem Bandaríkin eiga. Á þess- ari miklu flugvjelaöld, er Sí- btría nú þegar orðið eitt mik- ilvægasta nágrannaland Banda ríkjanna og Kanada. # Síbería er ein mesta auðlind heimsins. Þar eru meiri skóg- ar en í öllum öðrum löndum Asíu og allri Evrópu samanlagt — hundrað miljónir ekra af aldagömlum trjám. Einnig eru þar miljónir ekra af landi, sem er alveg eins sljett og frjósamt og akuryrkjuhjeruð Ukrainu eða Iowa. Náttúruauðæfin eru stórkost- leg. í SÍBERÍU er ýmsar. af stærstu ám jarðarinnar — Ob, Yenisei og Lena. Rússland er eitt mesta gull- og platínufram leiðsluland jarðarinnar og næst um allt gullið og platínan koma frá Síberíu. Rússlands er einn- ig eitt mesta loðskinnafram- leiðsluland heimsins, og bestu loðskinnin koma frá Síberíu. •— Fiskimiðin við Síberíu eru heimskunn. Rússneski landfræðingurinn Mihailov sagði, að kolanámurn ar í Krasnoyarsk og Kuznetsk gætu einar fullnægt kolaþörf heimsins í þrjú hundruð ár. — Grasið í Síberíu er svo nær- ingarmikið, að danskir bændur sem settust þar að í lok síð- ustti aldar, staðhæfa. að smjör- innihald mjólkurinnar þar sje meira en í danskri mjólk. Þar sem náttúruauðlindir Síberíu eru svo geysimiklar, hefir landið hvað eftir annað bjargað Rússlandi á örlaga- stundu. Þegar Þjóðverjar á fyrstu mánuðum Rússlands- styrjaldarinnar tóku hina miklu járnvinsluborg Ukrainu. Krivoi Rog, voru þeir sann- færðir um það,' að rússneski járniðnaðurinn myndi nú ekki lengur megna að birgja rúss- neska herinn að nauðsynlegum vopnum og skotfærum. — En þeir gleymdu Síberíu. Úr hinum miklu járnvinsluborgum Úral- hjeraðanna og Síberíu- rann stöðugur straumur af- stáli. Sama máli gegndi um alú- miníum, sem er ómissandi við flugvjelaframleiðsluna. Eftir að Þjóoverjar höfðu lagt undir sig alúminíumverksmiðjurnar í Leningrad og Úkrainu, voru þeir sannfærðir um það, að ftug vjelaframleiðsla Rússa væri bú in að vera. Bandaríkin fluttu í skyndi til Rússlands allt það alúminíum, sem þeir máttu án vera, en það var ekki nóg. ■— Rússneskir jarðfræðingar fundu nýjar námur í Úralfjöllum, og ekki leið á löngu þar til Rússar höfðu aukið alúminíumfram- leicslu sína frá því sem áður var. Demantskrvstallar eru mjög. nauðsynlegir við olíuleit, fram- leiðslu silkis í fallhlífar, fram- leiðslu flugvjela, skriðdreka og gúmmí. I Rússlandi hefir aldrei ’.’erið kunnugt um birgðir þess- ara steina. Árið 1829 fann rúss- neskur gullleitarmaður af hreinni tilviljun fyrstu kryst- alla þessarar tegundar í Úral- fjöllum. Síðar var leitað víðs- vegar um Úralfjöll og fjöll í Sí- beríu að fleiri krystöllum, en sú leit reyndist árangurslaus. í upphafi styrjaldarinnar hófu rússneskir jarðfræðingar af miklu kappi leit að demants- krystöllum víða um Síberíu, og nú fyrir skömmu var tilkynt, að síðasta hálft annað árið hefðu fleiri krystallar fundist í Síberíu en öll 129 næstu árin á undan. Rússar vita ekki sjálfir enn um öll auðæfi Síberíu. Hundr- uð vísindamanna vinna að stað aldri að því að leita nýrra auð- linda. Eftir því sem nú liggur fyrir, er olían eina efnið, sem lítið er af í Síberíu. Hún er mjög auðug af málmefnum. — Það eru þessi málmefni og timbrið frá Síberíu, sem gert hefir rússnesku stjórninni kleift að koma á fót risavöxnum stál-, vjela- og vopnaiðnaði síðan 1928. í þungaiðnaði stendur Sí- bería nú þegar miklu framar öllum þjóðum Asíu — Japan meðialið. Loftlagið í Síberíu. VEÐRÁTTAN í SÍBERÍU er mjög erfið, einkum þegar kem- ur norður fyrir skógabeltið. En í mið- og suðurhjemðum lands ins, þar 0 sem flestir hinna tuttugu og fimm miljóna ibúa hafast við, er hægt að beita kúm og sauðfje fimm mánuði ársins. Það eru oftast ekki nema tvær árstíðir — sumar og vetur. Samt er það svo, að jeg þekki jafnvel ekki heitari sum- ardaga í Texas en eru í Chita. skammt frá landamærum Man- sjúríu. Næturnar eru venjulega kaldar. Jeg mun aldrei gleyma undr- un minni, er jeg kom til smá- bæjarins Tiumen. Þegar jeg1 steig út úr lestinni, var mjer heilsað af hóp bændakvenna, drengja og stúlkna, sem seldu hveitibrauð. hunang, vilt kirsu ber og dýrðlega blómvendi. — Það, sem jeg hafði lesið um Sí- beríu, hafði aldrei komið mjer til þess að setja hana í sam- band við blóm og ávexti. Samt er hún bæði fræg fyrir blóm og hunang, einnig fyrir sveppi og margskcnar berjategundir. Síbería er mesta brauðnáma Rússlands — næst Ukrainu. Sí- beríuhveitið er heimsfrægt. I Síberíu er einnig ræktaðir hafr ar, bygg og rúgur. Mestur hluti matvælanna handa rauða hern um kemur frá Síberíu — ekki aðeins hveiti og grænmeti. held • ur einnig kjöt, því að Síbería er mikið naulgriparæktarland. Styrjöldin heíir hraðað mjög ræktun landsins og eflingu i.ðn- aðarins. Árið 1941 voru fjórar miljónir ekra af nýju landi teknar til ræktunar. Vjelaverk- stæði, vopnaverksmiojur, flug- vjelaverksmiðjur og orkuver hafa verið reist hvert af öðru af sjerstökum verkfræðinga- sveitum. Iðnaðurinn í Síberíu hefir einnig stórlega aukist við það,1 að verksmiðjur hafa verið flutt ar þangað frá Rússlandi. -— Skömmu eftir orustuna um Leningrad, heimsótti jeg hina fyrverandi höfúðborg Rússa- veldis. Jeg kom í Putilov verk- smiðjurnar, sem um langan ald ur hafa verið frægustu vjela- verksmiðjur Iandsins. Forstjór- inn skýrði mjer frá því,- að all- ur þorri verkafólks og vjela hefði verið fluttur til Síberíu. Þar hefir verksmiðjan verið stórlega stækkuð og framleiðir nú mest af öllum verksmiðjum Rússa. Ibúar og daglegt Iíf í Síberíu. ENGINN veit, hversu margt fólk hefir flutt til Síberíu síð- an árið 1941. Næstum hver maður, sem jeg hitti í Moskvu, átti einhvern ættingja þar. — að mun varlega áætlað, að 4.000.000 manna hafi flutt þangað. Fnn liggur fólksstraum ur þangað, og það er vafamál, hvort þetta fólk flytur aftur til Evrópuhluta Rússaveldis því að Síbería þarfnast miljóna landnema. Síðan árið 1928 hefir mikið verið gert að því að hvetja fólk til þess að flytja til Síberíu. Síberíujárnbrautin hefir verið gerð tvíspora, en þar sem járn braut þessi liggur mjög skamt frá Mansjúríulandamærunum, var ekki auðvelt að vernda brautina fyrir árásum, eink- um á styrjaldartimum. Var þvi fyrir nokkrum árum byrjað að leggja nýja járnbraut nokkru norðar. Margir nýir þjóðvegir hafa verið lagðir, en rússnesk stjórnarvöld hafa skýrt frá legu fæstra þeirra. Engin þjóð varðveitir hernaðarleyndarmál eins vandlega og Rússar, og vegna undangenginna árekstra við Japana, hefir flutningakerf ið í Austur-Síberíu verið tal- ið mjög mikilvægt hernaðar- leyndarmál. En vjer vitum, að á hinu tveggja máriaða langá heims- skautalandasumri sigla skip eftir vel kortlögðum leiðum ýf' ir Norður-íshafið. Þetta er ein augljósasta staðreyndin um þá miklu viðleitni Rússa að mynda nýtt veldi í löndum þeim, sem Vilhjálmur Stefánsson kallaði ,,heimsskautslöndin unaðslegu“ — Skip sigla fram og aftur milli Kyrrahafshafna og Ev- rópuhafna og einriig að og frá mynni hinna miklu fljóta Sí- beríu. Á vetrum er flutt eftir fljótunum á sleðum, sem drátt- arvjelar draga. - Flugsamgöngur eru einnig' miklar í landinu. Enginn út- lendingur veit þó, hversu mikl- ar þær éru — og Rússaar vilja ekki skýra frá því. Oðru hverju hafa þeir þó gefið til kynna, að þeir hafi ekki látið stríðið í Ev rópu írufla flugsamgöngur um heimsskautlöndin. Eftir stríð mun Síbería verða aðalþjóð- brautin milli Ameríku og Rúss- lands. I góðu flugveðri mun verða auðið að fljúga á engu lengri tíma milli Moskvu og Chicago en ferðast með járn- braut milli New York og San Franciskoo. Síberíubúar lifa engu mun- aðarlífi. Á þessu stigi þróunar- innar í landinu verða íbúarnir daglega að búa við erfið kjör og færa fórnir. Enda þótt mat- ur sje þar betri en í Evrópu- löndum Rússa, þá er þar engu minni skortur á fatnaði og öðr- um nauðsynjum. En vei hverj- um þeim, sem heldur því fram við innborinn Síberíubúa að land hans sje ,,enn ósiðment- að“. Hvergi er rússneska átthaga- stoltið meira áberandi en í Sí- beríu. Það er þýðingarlaust að halda því fram við innfæddan Síberíubúa að hunangið og blómin í hinni sólríku Georgíu sje betra og fegurra en í landi hans. Hann mun ekki trúa því. Það er jafngagnslaust að skýra honum frá því, að stúlkurnar í Ukrainu og Kósakkabygðunum sjeu fegurri en Síberíustúlkurn ar. Hann verður ekki einu sinni vondur — heldur bara hlær hann og bíður manni að koma heim í þorpið hans og sjá stúlk urnar þar. Finnar ræða norræna samvinnu. Stokkhólmi: Fyrir nokkru var stúdentamót í Uppsölum, og var þar lesin yfirlýsing frá finska stúdentasambandinu, þar sem tekið er fram að Finn- ar skilji mæta vel þá örðug- leika sem nú sjeu á norrænni samvinnu. „Vjer finskir stú- dentar viljum mæta stúdentum frá öðrum Norðurlöndum, sem vinum og virðum alla þá, sem eins og vjer sjálfir, berjast fyr ir frelsi og' framtíð ættjarðar Herútboð meðal Frakka í Bretlandi. LONDON í gærkveldi: Franska stjórnarnefndin í London hefir birt herútboð til allra Frakka, sem búsettir eru í Englandi. — Þeir, sem herskyldir eru sam- kvæmt þessari auglýsingu eru liðsforirigjar úr varaliði Frakka og allir aðrir hérskyldir Frakk- ar af herskýlduárgöngunum frá 1934 til 1944. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.