Morgunblaðið - 07.07.1944, Side 12

Morgunblaðið - 07.07.1944, Side 12
12 Leikvöllum fjölgi. Borgarsfjéra falið málið Svohljóðandi tillaga var sam þykt á bæjarstjórnarfundi í gær: „Bæjarstjórn- felur borgar- stjóra að láta halda áfram að koma upp barnaleikvöllum, og ákveður að leita skuli álits fræðslufulltrúa bæjarins um stjórn á daglegum rekstri leik- vallanna". Tillaga þessi var borin fram sem breytingartiltága við til- lögu frá frú Katrínu Pálsdótt- ur um sama efni, og samþykt rneð 8 gegn 3 atkvæðum komm únista. , Nokkrar umræður urðu um málið. Frú Katrín vildi að sjerstök stjórnarnefnd yrði sett yfir leikvællina. En borgarstjóri taldi tormerki á því, enda hefði verið horfið frá þeirri skipan á stjórn bæjarmálanna. að hafa h'ana í höndum margra ólaun- aðra nefnda. Vildi heldur að fræðslufulltrúi bæjarins legði á ráðin í þessu máli. Ef hann liti svo á, að sjerstök nefnd væri æskileg, þá mætti athuga þ’að síðar. Frú Katrín Pálsdóttir mintist •og á það, að fyrir nokkru hefði kömið til orða, að Sumargjöf yrði falin umsjón með leikvöll- unum. En það fjelag mun nú þegar hafa tekið sjer ærin verk- efni til úrlausnar. Borgarstjóri rakti í aðaldrált um hvað gert hefði verið í leik- vallamálinu undanfarin ár, hvaða vellir hafa verið gerðir eg hvaða velli eigi að gera næst. Alls eru þeir 8, sem nú eru starfræktir. En í ráði er að gera nýjan leikvöll við Hringbraut, og annan við Freyjugötu. Mest þorf ér fyrir nýja leikvelli í norðurhluta bæjarins, nálægt Vesturgötu og Hverfisgötu. Þar er bygðin einna þjettust. En þar hafa ekki fengist enn hentug svæöi fyrir slíka velli. Er á það Var minst, hve mörg börn eru í bænum á þeim aldri, að þau sæki leikvelli, var á það bent af borgarstjóra, að margt af þeim börnum, sem á heima í þeim hverfum, þar sem íóðir eru rýmstar, hafi þar svo mikið svigrúm, að þau þurfa lítt á leikvöllum að halda. Frú Katrín Pálsdóttir bar fram tillögu um það, að hugsað verði til þess að rúm verði fyrir barnadagslofur í hinum tilvon- andi bæjarhúsum, svo mæður, sem búa í húsum þessum, geti komið börnum sínum í þessar barnastofur, meðan þær stunda ýmsa vinnu á daginn. Var tiliögu þessari vísað til bæjarráðs. Nýju vjelarnar í Ljósaiossslöðinni BORGARSTJÓRINN skýrði frá því á bæjarstjórnarfundi í gær, að talið væri víst að nýju vjelarnar í Ljósafossstöðinni myndu geta komist í notkun í næstu viku, en um það var spurt í einu dagblaðanna í gær, hvað því máli liði. Er í ráði að bæjarfultrúarnir fari austur að Ljósafossi, þegar vjeiarnar verða komnar í lag. HÚSGÖGN Jóns Sigurðssonár, forseta., Þeim er komið fyrir líkt og þau munu hafa staðið á heimili hans í Kaup- mannahöfn. Á veggjunum eru myndir, sem voru í eigu hans. SNORRI STURLUSON og munkur að skrifa. Myndir, eftir Jón Þorleifsson úr Þjóðveldistímabilinu á Söguöldinni. Það verða allir Reykvíkingar að sjá sögusýninguna. Samkomulag í deilu vörubílstjóra SAMKOMULAG náðist í gær í kaupdeilu vörubílstjóra. Hafði sáttasemjari ríkisins, Jónatan Hallvarðsson, unnið að því að koma á sættum í deilunni og tókst honum að ná samkomulagi í gær milli Vinnuveitendafjelags íslands og vörubílstjórafje- lagsins Þróttar. Samkvæmt áður gildandi samningi var kauptaxti vöru- bíla miðað við núgildandi vísi- tölu, sem hjer segir: Bílar án afhleðsluvjela kr. 17.04 pr. klst. En bílar með afhleðsluvjelum kr. 18.65 pr. kl.st. En samkvæmt hinum nýja samningi verður kauptaxtinn þessi, miðað við sömu vísitölu (268): Bílar án afhleðsluvjela, alt að tveggja tonna stærð, kr. 17.04 pr. kl.st. n bílar með afhleðsluvjelum, 2 og 2 V2 tonna, kr. 19.45 pr. kl.st. Washington í gærkveldi: De Gaulle hershöfðingi kom hing- að í kvöld og mun ganga á fund Roosevelts forseta á morgun. — Reuter. Fimlelkasýning K. R. á íþróttavellinum í KVÖLD verður fimleikasýn ing á íþróttavellinum hjer í Reykjavík. Eru það fimleikaflokkar úr K. R., sem ætla að sýna þar. — Hefst athöfnin með skrúðgöngu frá Austurbæjarskólanum suð- ur á völl, en Lúðrasveitin Svan ur leikur í broddi fylkingar. — Sýningarnar á vellinum hefjast kl. 9 e. h. Verður fyrst sýning drengjaflokks undir stjórn Vignis Andrjessonar, íþrótta- kennara. Hefir flokkur þessi þegar getið sjer hins besta orð- stírs. Sýndi hann m. a. s. 1. sunnudag á Akranesi við ágæt- ar undirtektir áhorfenda. Bæjarsfjórnarfundur kvikmyndaður Þegar bæjarfulltrúarnir komu upp í Kaupþingssal í gær, til að sitja fund, var Loftur Guð- mundsson þar fyrir með stóra rafmagnslampa og kvikmynda- tæki. Erindi hans var það, að taka Ikvikmyndir af fundinum. Verða | þessar fundarmyndir feldar inn 1 í kvikmynd sem hann vinnur ! að og sýna á fyrst og fremst i ýmiskonar starfsemi bæjarfje- j lagsins. Færeyskl liskiskip strandar í Seyðisfirði Seyðisfirði í gær. — Frá frjettaritara vorum- FÆREYSKA fiskiskipið „At lantic“ frá Fuglafirði strandaði hjer í Seyðisfirði í nótt. Rendi skipið á land í Skála- nesbjargi og brotnaði í spón. -— Orsök slyssins var blindþoka, svo ekki sá handa skil. Sjór var ládauður og tókst því skipbrots mönnum auðveldlega að bjarga sjer á skipsbátnum í land, en það hefði getað orðið mjög erf- itt, ef eitthvað hefði verið að sjó. ,,Atlantic“ var 82 smálestir að stærð. Var skipið á útleið með fullfermi af ísfiski. Skip- stjóri þess var Peter Dahl. Dokforsvörn Sigurð- ar Þórarinssonar Frá utanríkisráðuneyt- inu, 5. júlí. Föstudaginn 26. maí s. 1. varði M. Sigurður Þórarinsson, fil. lio., doktorsritgerð um Þjórs árdal og eyðingu hans, við Stokkhólmsháskóla. Viðstaddir doktorsvörnina var herra Vil- hjálmur Finsen sendifulltrúi ís- lands og nærri allir Islendingar í Stokkhólmi, auk fjölda ann- ara. Andmælendur voru próf. Lennart von Post, Sven Jan- son, sem áður var sendikennari í Reykjavík, og norski rithöf- undurinn Sigurd Boel. Bók dr. Sigurðar heitir á sænsku „Thjorsárdalur och dess förödelse“ og fjallar um rann- sóknir norrænna fornfræðinga og náttúrufræðinga í Þjórsár- dal sumarið 1939. ★ Göteborgs-Posten birti föstu daginn 26. maí grein, sem nefn ist „Island blir republik“, eftir Sölva Blöndal, fil. kand. Svifsprengjurnar falla slöðugl London í gærkveldi: Svifsprengjur hafa haldið á- fram að falla hjer á borgina í allan dag og hafa orðið af því skemdir og manntjón, eins og að undanförnu. Nokkrum svif- sprengjum hefir verið grandað, sumum af orustuflugvjelum og einstaka skotin niður. Orustu- flugvjelar eru stöðugt á verði gegn vágestum þessum, bæði nætur og daga. — Reuter. Föstudaginn 7. júlí 1944 Sundflokkur K. R. fer til Norðurlands Sundflokkur úr K. R. leggur af stað á morgun í sundför til Norðurlands. Þátttakendur í förinni eru 25. Þar á meðal bestu sundmenn og sundkonur fjelagsins. Fararstjóri er Jón Ingi Guðmundsson, sundkenn- ari. Fyrst verður farið til Akur- eyrar og hafðar þar sundsýn- ingar og sundkeppni og síðan til Siglufjarðar. Verður senni- lega sýnt á Akureyri á mánu- dagskvöld og á miðvikudags- kvöld á Siglufirði. Sýndur verð ur sundknattleikur og fleira, en keppt í ýmsum sundgrein- um. — Sennilega ferðast flokk urinn eitthvað um Eyjafjörð og sýnir þar ef til vill. A heim- leiðinni kemur hann við x Varmahlíð og sýnir þar. Hann kemur svo aftur til bæjarnis á sunnudagskvöld í næstu viku. Kveðjur fil Háskóla íslands frá amerísk- um háskólum FULLTRÚI Vestur-íslend- inga á lýðveldishátíðinni, pró- fessor Richard Beck, hafði með ferðis hingað til lands kveðjur frá þremur háskólum vestan hafs: Cornell-háskóla í Ithaca, N. Y„ ríkisháskóla Norður Dakota í Grand Forks, þar sem Beck er prófessor, og Maniloba háskóla í Winnipeg. Senda há- skólar þessir Háskóla íslands vinsamlegar kveðjur og árnað- aróskir og minnast tengsla sinna við íslendinga vestan hafs og við Háskóla íslands. í brjefi Manitobaháskóla er þess getið, að í Winnipeg sjeu fleiri íbúar af íslensku kyni en í nokkurri annari borg í heimi, að Reykjavík undanskilinni. Af þeim ástæðum og til eflingar rannsóknum í samanburðarmál fræði ætlar háskólinn að setja'. á stofn kennarastól í íslenskri tungu og íslenskum bókment- um. 1 Próf. Beck flutti rektor há- skólans kveðjur þessar ásamt kveðju frá Þjóðræknisfjelaginu s. 1. miðvikudag í hátíðasal há- skólans, að viðstöddum biskupn um, dr. Sigurgeir Sigurðssyni, kennurum háskólans og nokkr- um gestum. Sóknin hægari á Ífaiíu London í gærkveldi. Sókn bandamanna á Ítalíu var hægari í gær en dagana á undan. Hafa Þjóðverjar hert varnir sínar víðasthvar, en þó hefir verið sótt nokkuð fram, einkum á vesturhluta vígstöðv- anna. ÁRundi herinn nálgast Aresso, en heldur hægt, því Þjóðverjar hafa mjög hert vörn sína fyrir sunnan borg þessa og einnig fyrir norðan Sienna, sem Frakkar tóku á dögunum. — Á strönd Adriahafsins hefir lítið verið barist tvo síðustu daga og víglínan ekld breyst sjerstak- ega. •— Flugvjelar bandamanna gera margar atlögur að stöðv- um Þjóðverja víða um Balkan- skagann. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.