Morgunblaðið - 09.07.1944, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 09.07.1944, Blaðsíða 5
Sunxmdag'inn 9. júlí 1944 MOE GUNBLAÐIÐ 5 Sveitirnar. BLAÐAMENN eru orðnir því afvanir, að minnast nokkuð á veðráttuna. af ástæðum, sem almenningi er kunnugt um. Það liggur við, að maður sje því feiminn við að nefna það, að yfirleitt munu skepnuhöld hafa ''verið góð í vor í flestum sveit- um, eftir þeim upplýsingum, er komið hafa til Búnaðarfjelags íslands'. Og rættist því í þessu efni belur úr, en svartsýnir menn spáðu eftir erfitt sumar í fyrra, bæði vegna óhagstæðs veðurs, og vegna þess, hve ó- venjulega var fátt um fólk við heyskapinn. Hætt er við, að lítið yrði úr framleiðslu á mörgu sveitabýl- inu á síðustu árum, ef bóndinn og húsfreyjan, eða skyldulið þeirra hjeldi fast við ákveðinn vinnutíma hvern sólarhring og hagaði sjer í því efni eftir fyr- irmælum eða kenningum verka lýðsfjelaga. — Einyrkjarnir í sveitum landsins vinna, eins og þeir hafa krafta og þol til í von um, að þeir einhvern tíma geti notið náðugri daga, áður en æfisólin sest. \ Erfitt var að fá kaupafólk í sveitirnar í fyrra sumar. Enn þá erfiðara hefir starf ráðning- arskrifstofu Búnaðarfjelagsins reynst í ár. Margfalt meiri eft- irspurn eftir kaupafólki, en framboð á vinnu. Og sýnist þó sumarkaup við landbúnaðinn vera orðið nokkuð sambærilegt við annað kaupgjald í landinu. Fjárpestirnar. LÍTIÐ vill það lagast með mótslöðuafl sauðfjárins gegn mæðiveikinni. Bændur hafa verið að vona, að pestirnar hreinsuðu smátt og smátt úr fjárstofninum það fje, sem mót- tækilegast væri.Það sem hraust ast væri gegn mæðiveikinni lifði það af. Það er Darwins- kenningin alkunna, um úrval samkepninnar á þeim hæfustu einstaklingum til að standast hættur lífsins. Þetta getur ver- ið rjett í sjálfu sjer. En hið blinda úrval náttúrunnar getur tekið nokkuð langan tíma. ■—• Hætt við, að margur einyrkinn geti orðið þreyttur, á meðan Darwinslögmálið er að gera fjárstofn hans hæfan til að standast pestina. Hrossin. í HJERUÐUM, þar sem hrossa- eign er mest, er um hana talað sem einskonar plágu. Er ein- kennilegt til þess að hugsa, að hleypt skuli vera fram hrossaeign á sömu árum, og notkun hrossa við landbúnað- inn og til ferðalaga minkar óð- um, en bílar koma í staðinn. Að vísu mun hestvinna í jarð- rækt og við heyvinnu hafa aukist talsvert. — En ekki svo mikið, að bændur þurfi að fjölga brúkunarhestum sínum af þeim ástæðum, frá því sem áður var, þegar aðflutningar til heimilanna fóru fram með hest um, víða yfir langan veg. En stóði hefir verið hlevpt fram í svo stórum stíl að hrossa talan í landinu fer síhækkandi þrátt fyrir minkandi hestabrúk un og engan erlendan hesta- markað. Fyrirhöfnin við hrossa eignina víða ekki mikil. — En menn hugsa ekki um það, hve hrossin ganga nærri bithagan- um. Raddir hafa heyrst um það, upp á síðkastið, að takmarka REYKJAVÍKURBRJEF hrossaeign manna með sam- þyktum á þá leið, að á hverri jörð mætti ekki ala upp eða hafa í högum nema vissan hrossafjölda. Ekki hefi jeg orð- ið þess var, að slíkar samþyktir væru e nn komnar til fram- kvæmda. Fólksfjölgun í Reykjavík. JAFNT og þjett fjölgar fólk- inu hjer í Reykjavík. — Milli síðustu manntala, eða á síðast- liðnu ári, fjölgaði fólki hjer um 1.800 manns. Fólksfjöldi höfuðstaðarins hlýtur að vera áhyggjuefni, því erfitt hlýtur það að í’eynast á næstu árum, fyrir margt það fólk, sem hingað hefir komið, að fá hjer atvinnu. Og erfitt getur það orðið, fyrir þá, sem hafa sæmilega lífsafkomu, að verða svo aflögufærir, að þeir geti lagt til framfærslunnar það, sem krafist verður, þegar atvinnan minkar. Þá geta þeir fundið sig sæla sem kyrrir hafa verið í sveit- unum, þó kjör þeirra kunni að reynast að ýmsu leyti erfið. Mótspyrna Dana. FÁAR fregnir úr hernumdu 8. júlí 1944 löndunum hafa betur sannað ,,móttleysi ofureflisins“, eins og hin einhuga óbilandi andstaða Dana gegn þýska herveldinu. Þolinmæði þessarar gæflyndu þjóðar er þrotin. Á sjálfa Jóns- messunótt, hinni helgu sumar- hátíð dönsku þjóðarinnar, brýst út vorhugur hennar og frelsis- þrá. Hafnarbúar skeyta engu umferðabanni þýsku herstjórn- arinnar, skjóta flugeldum að fyrri sið, láta, sem þeir viti ekki af hinu vopnaða ofurefli. Þjóð- ‘verjinn ybbar sig. Það er skotið á mannþyrpingar. Danir vilja mega fara sem frjálsir menn í eigin landi. Boðað er,allsherjar verkfall. Öll vinna stöðvast. — Þjóðverjar taka af Hafnarbú- um vatn, rafmagn og gas til suðu matvæla. Það á að svæla íbúa þessarar stóru borgar, inni, buga þá með því, að svifta þá helstu lífsnauðsynjum. En ekk- ert stoðar. Þeir standa einhuga, eftir sem áður. Hreyfa sig ekki. Svelta þyrstir í ljóslausri borg. Og þýska herstjórnin, með all- an sinn vopnaða miskunnar- lausa her, verður að láta undan kröfum hins vopnlausa fólks, sem manni sýnist líka vera varnarlaust. En vörnin er sterk í samtökum samhuga þjóðar. Islenskir t náttúrufræðingar. ÚTIVIST íslenskra náms- manna á meginlandi Evrópu fer að verða nokkuð löng. Marg ir þeirra hafa vafalaust notað tímann vel. En „æfitíminn eyð- ist“, eins og þar stendur. Hjer heima bíða þeirra mörg verk- efni. Nýlega hefir Sigurður Þórar- insson jarðfræðingur varið doktorsritgerð í Svíþjóð. Rit- gerð hans er um eyðing Þjórs- árdals. Vafalaust merkilegt rit. Sigurður er skemtilega gáfaður maður, glöggur vísindamaður. Árin fyrir stríð vann hann m. a. að rannsókn öskulaga í ís- lenskum jarðvegi. Ákaflega merkilegar athuganir. Að geta greint öskulög ýmsra gosa, hve langt þau hafi náð yfir landið, úr hvaða eldstöðvum þau eru upprunnin. Ef hægt er að sanna frá hvaða gosi þau eru, sem sögur fara af, er hægt að rekja jarðvegsmyndunina. t. d. hve mikill jarðvegur hefir mynd- ast, síðan gosið varð, er dreifði öskunni yfir landið. Áskell Löve er unguj- íslensk- ur doktor í Svíþjóð. Rannsókn- Einar Steíánsson skipstjóri EINAR STEFANSSON skip- herra á sextugsafmæli í dag. Eftir 43 ára sjómensku hætti hann siglíngum fyrir 1xk ári síðan, vegna þess að hann misli sjón á öðru auga, með þeim hætti, að æð sprakk í auga hans. Einar byrjaði að sækja sjó 15 ára gamall. — Hugurinn eindi’egið leit- að þangað? spurði jeg hann um daginn. — Jeg veit ekki, livað segja skal um það. En þá var aldar- andinn þessi. Enginn maður með mönnum, nema hann rjeði sig á skútu. Og einhvern veg- inn hefir það atvikast svo, að jeg hefi aldrei unnið mjer inn nema 3—4 krónur einu sinni í landi. Öll mín störf voru á sjón um. — Mikil viðbrigði að setjast í helgan stein eftir svo langt ferðalag? — Þetta verður maður að hafa, þegar maður fer að eld- ast og slitna, sagði hinn rgyndi skipstjóri. En ekki verður á honum sjeð, að hann sje nokk- urn hlut eldri en hann var, þeg ar hann var t. d. í siglingum við Norður- og Austurland ár eftir ár og oft á stjórnpalli að heita mátti allan sólarhringinn, er þokur voru eða eitthvað að veðri. Hann lýsti því fyrir mjer, hvernig það líf og starf er, að þurfa altaf að hafa vak- andi auga á öllu, sem máli skift ir. Eina bótin, sag'ði hann, þeg- ar maður er farinn að kynnast, að þá áttar maður sig altaf, hvað lítið sem maður sjer af landinu. Og svo er það orðið annað nú en var, með loftskeyt um, dýptarmaplum og fleiri vit- um en áður voru. En aldrei má maður gleyma því, að eitt- sextugur hvað þarf að vera eftir af gömlu formenskunni í manni, svo ekki sje treyst blint á dauð verkfærin. — Hvenær komust þjer í hann krappastan? — Það er eitt, sem gleður mig mest, að á öllum mínum langa siglingatíma kom aldrei neitt slys fyrir á skipi hjá’mjer, nema einu sinni hjerna í Eyr- arbakkabugt, að maður fór úr axlarlið. Jeg var stýrimaður á skútunni. Það þykir mjer vel sloppið á þessari miklu slysa- öld. Jeg fjekk vitanlega misjöfn veður. En komst aldrei í þau vandræði, að jeg muni, að orð sje á gerandi, segir Einar. Þarna er honum lifandi lýst. Og svona er um fleiri sjógarpa okkar. Þeir geta velktst alla æfi í einu stormasamasta hafi heims á litlum skipum við lítt upp lýsta strönd. En veðrin eru í þeirra augum, er þeir líta um öxl, ekki nema mismunandi góð. Hvað sftkir menn hafa unnið fyrir þjóðina, hversu oft var það þeim að þakka, dugn- aði og árvekni þeirra, að alt fór vel, það verður aldrei skráð. Einar tók ungur próf hjer við Stýrimannaskólann. Var fyrst stýrimaður á skútum. Fór síðan til Danmerkur. Tók skip- stjórapróf í Marstal. Var 1. stýrimaður á stórum langferða skipum, er Eimskipafjelag Is- lands var stofnað. En þegar við höfðum eignast Gullfoss okkar gamla og góða, rjeðst hann þangað sem 2. stýrimaður, til þess að vera með frá byrjun í þeim nýja þætti í siglingum Islendinga. Hann tók við skip- stjórn á Lagarfossi, er það skip var keypt. Var síðan um skeið skipstjóri á Sterling, er ríkis- stjórnin hafði í strandferðum, tók síðan við Goðafossi og við Dettifossi, er hann kom til sog- unnar. Þetta er starfsferill hans síð- an Eimskip var stofnað, uns hann, sem sagt, varð að hætta siglingum. Nú horfir hann yfir farinn veg og er ánægður yfir, að alt fór það vel, er farinn að venj- ast landjörðinni og gleðst yfir vistlegu heimili sínu, er altaf beið hans, er hann kom af sjón- um, og annast um gróðurinn í garðinum sínum hjerna við Laufásveginn. V. St. London: Að því er frá hefir verið skýrt í Algiers, eru flug- menn frá Brasilíu nú farnir að táka þátt í styrjöldinni, bæði í flugferðum frá Ítalíu og Bret- landi. arefni hans er nýstárlegt fyrir íslensk vísindi. Hann hefir lagt stund á rannsóknir á breytingum jurtategunda, og hvernig framfylgja megi jurta- kynbótum. Takist honum að „framleiða“ handa okkur nýjar nytjajurtir, getur æfistarf hans orðið harðla merkilegt fyr ir líf og sjálfsbjörg þjóðarinnar. Jeg er að ímynda mjer að íslenskir náttúrufræðingar í hans grein geti ef til vill búið til ennþá nytsamari plöntu úr melgrasinu okkar og viðráðan- legfi en nú er. Melurinn er notadrjúgur til þess að hefta sandfok. En verður ekki hægt að framleiða melkorn í fram- tíðinni í stórum stíl til mann- eldis og skepnufóðurs? Námssty rkirnir. VIÐ OG VIÐ gægist sú skoð- un fram í ræðu og riti, að ís- lenskt námsfólk, sem nú dvel- ur erlendis, muni hverfa frá fósturjörðinni fyrir fult og alt og væri því best, að margt af því hefði farið hvergi. En það er engin ný bóla, að stöku náms menn íslenskir ílendist erlend- is. Eða hve margir af Hafnar- stúdentun skyldu hafa orðið eftir í Danmörku? Ráðið til þess, að við missum ekki efnilegustu námsmenn okk ar út í heim, er einfaldlega það, að búa sem best í haginn fyr- ir þá hjer heima, láta þá hafa verkefni, sem laðar hugi þeirra, og vey.a þeim styrki til þess að vinna þjóð sinni gagn. Sje það í lagi, þá óttast jeg ekki að þeir hverfi út í buskann, sem mest- ur er dugur í. í þeim er ekki eftirsjá, sem vilja ekki nota sjer sæmileg vinnuskilyrði hjer heima, til að verða þjóð sinni að liði. Annað mál er það, að með núverandi dýrtíð í Vesturheimi eru námsstyrkirnir orðnir altof lágir. sem veittir eru einstökum mönnum, þegar t. d. hæstu styrkir hrökkva fyrir litlu öðru en skólagjöldum. Nokkur bót er það, að margir íslenskir náms- menn, sem hafa skarað fram úr vestra, hafa fengið þar styrki, eða eftirgjöf á skólagjaldinu. En betra væri, ef slík viður- kenning fyrir dugnað og hæfi- leika, kæmi ekki síður hjeðan að heiman. Utnaríkismál. ÁHYGGJUR hafa menn af því, að utanríkisþjónusta lýð- veldisins verði svo kostnaðar- söm, að hún verði ofvaxin gjald þoli þjóðarinnar. Ráð er við því, bæði einfalt og óbrigðult. Að aldrei verði sendir fulltrúar út um heim, er kostaðir eru af ríkisfje, nema þeir sem eru fulltrúastarfi sínu vel vaxnir. í þær stöður þarf að velja bestu og færustu menn, sem vinna verk sín af kost- gæfni, og hafa til þess bestu kunnáttu og hæfileika. Góðir fulltrúar í höfuðborg- um helstu viðskiftaþjóða okk- ar, gera þjóð vorri það mikið gagn, að kostnaðurinn við þar veru þeirra, eru smámunir á móti hinum beina og óbeina arði af starfi þeirra. Ljelegir fulltrúar eru einskisvirði — og meira en það. , Ráðið til þess að standast út- gjöldin af utanríkisþjónustunni er, að sjá um að hún verði um alla framtíð í höndum bestu manna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.