Morgunblaðið - 09.07.1944, Qupperneq 8
8
Simnudagirm 9. júlí 194í
Vísiialan
266
Kauplagsnefnd og hagstofan
hafa nú reiknað út vísitöluna
fyrir framfærslukostnað í júlí-
mánuði og reyndist hún vera
266 stig, eða tveim stigum lægri
en fyrir júní. — Lækkun vísi-
tölunnar mun stafa af verð-
lækkun, sem orðið hefir á til-
búnum fatnaði.
Allsherjarmól I. S. I.
hefst annað kvöld
ALLSHERJAMÓT í. S. í.
hefst á íþróttavellinum annað-
kvöld kl. 8.30. Verur þá keppt
í þessum íþróttagreinum: 100
*n. hlaupi, stangarstökki, 800
m, hlaupi, kringlukasti, lang-
stökki og 1000 m. boðhlaupi.
Mótið verður sett með hátíð
legri viðhöfn. Þátttakendur
ganga fylktu liði inn á leikvöll
inn. Þar mun forseti Iþrótta-
sambandsins, Ben. G. Waage,
flytja ávarp. Lúðrasveitin Svan
ur aðstoðar við setninguna.
Allsherjarmótið var fyrst
haldið 1921 og var þá með
rneiri allsherjarblæ en það er
rifc, með því að þá var keppt í
fleiri íþróttagreinum en frjáls-
um íþróttum.
Loflárás á París
London í gærkveldi:
Breskar stórsprengjuflugvjel
ar gerðu mikla árás á járn-
brautir í úthverfum Parísar í
'nótt sem leið og komu upp eld-
ar. — Þjóðverjar segja, að
manntjón hafi orðið mjög mik-
ið af árás þessari. Þá rjeðust
breskar flugvjelar á ýmsa aðra
staði í Frakkiandi, en Mosquito
flugvjelar fóru alt til Þýska-
lands. Orustuflugvjelar Þjóð-
verja höfðu sig mikið í frammi
og mistu Bretar als 33 flugvjel-
ar. Se:< þýskar orustuflugvjel-
ar voru skotnar niður í loftbar-
dögum. — Reuter.
Aiþýðusamband
Vestfjarða
efneilar Skutii
ALÞÝÐUSAMLANDS Vest-
fjarða hjelt ársþing sitt í
vikunni sem leið.
Alþýðusamband Vestfjarða
hefir átt blaðið Skutul á ísa-
firði og gefið blaðið vit. En
kvo seni kunnugt er, snjerist
blað þetta harkalega gegn
lýðveldisstofnuninni. .Skrifaði
ritstjóri blaðsins, Ilannibal
Valdimarsson, hverja .greinina
af annari gegn lýðveldinu.
Þing Alþýðusambands Vest-
fjarða vildi ekki vera við
þessi skrif riðið. Það ákvað
því að ha?tta að gefa Skutul
út. Hinsvegar samþyktu krat-
arnir, sem skipuðu meirihluta
á fundinum. að gefa ritstjór-
anum blaðið.
Hefir Alþýðusamband Vest-
fjarða þótt ráðlegast að taka
sörnu afstöðu til Skutuls og
Afþýðusamband Islands gerði
.— afneitað blaðinu og öllu
X«e-:s athæfi.
Isleflskt námsfólk í Minneapolis
i)
Fremsta röð. Guðm. Sveinsson (vjelsmiður), Eiríkur Ásgeirsgon (hagfræði, heima á íslandi
nú), Hörður Gunnarsson (hagfræði, nú í University of Chicago). Önnur röð: Dóra Kristins -nú
í Kaliforníu), Ása .Jónsdóttir (sálarfræði), Kristbjörg Einarsdóttir (kona Benjamíns Eiríks-
sonar), Oddný Stefánsdóttir (nú í Kaliforníu), Dóra Eiricks (d. húsráðanda), Esther Björns-
son (röntgengeislafræði). Þriðja röð: Jón Friðriksson nú í Kaiiforníu), Sigurbjörn Þorbjörns
son (hagfræði), Benjamín Eiríksson (n'ú í Harvard University, lauk meistaraprófi í hagfræði
í Minneapolis í mars s. 1.), Björn Halldórsson (hagfræði), Hannes Þórarinsson (læknir á Uni
versity Hospital), Guðm. Friðriksson (rafmagnsfræði, lauk námi í maí s. 1.). Aftasta röð: Har-
aldur Bragi Magnússon (íþróttamenning: Physical Education), Jón Hannesson (heima á ís-
landi nú), Jóhann Jakobsson (efnafræði), Edward Friðriksson(mjólkurfræði)Þorsteinn Thor
steinsson (námuverkfræði. lauk námi 10. júní s. 1.). — Á myndina vantar Jón Ragnar Guð-
jónsson (hagfræði), Jónas Árnason (blaðamenska), Halldór Sigurðsson (blaðamenska), Jón
Metusalemsson (búfræði).
Bæjarráð hnekkir rógi Cunnars Stefánssonar
Á BÆJARRÁÐSFUNDI í gær
var samþykt eftirfarandi grein
argerð út af grein er birtist í
Alþýðublaðinu í gær eftir Gunn
ar Stefánsson, starfsmann húsa-
leigunefndar:
„7. júlí 1944.
Gunnar Stefánsson, skrif-
stofumaður húsaleigunefndar,
segir í grein, sem birtist í Al-
þýðublaðinu í dag, að það hafi
síðast „fengist upplýst“, að
„það sje bæjarráð Reykjavíkur
... eða meiri hluti þess, sem
valdi því, að töf hafi orðið á,
að húsaleigunefnd fengi meiru
bráðabirgðahúsnæði til úthlut-
unar“.
Af þessu tilefni skal tekið
fram, að bráðabirgðahús þau,
sem hjer um ræðir, eru í eign
ríkisins, og hefir bæjarráð því
enga heimild til að fá þau húsa
leigunefnd til ráðstöfunar.
Þetta er húsaleigunefnd að
sjálfsögðu kunnugt, enda segir
svo í brjefi hennar til borgar-
stjóra, dags. 1. júní s. L:
„Með tilvísun til samtals, er
formaður húsaleigunefndar átti
við yður, herra borgarstjóri, í
s. 1. viku, fór nefndin fram á
það við fjármálaráðherra, að
hún fengi þegar í stað, til ráð-
stöfunar handa húsnæðislausu
fólki hjer í bænum, hermanna-
skála, sem nú erh ónotaðir.
Fjármálaráðherra færðist und
an að verða við þessum til-
mælum, með því að um það
leyti var verið að skipa nefnd
þá, er um ræðir í bráðabirgáa-
lögum nr. 27, 1944, sem á að
hafá með höndum ráðstöfun og
sölu allra skálanna, er ríkið hef
ir keypt, og vildi ráðherrann
að nefndin annaðist afgreiðslu
þessa máls.
Um s. 1. helgi var nefnd þessi
fullskipuð og s. 1. þriðjudag átli
formaður húsaleigunefndarinn-
ar samtal við formann nefnd-
arinnar, Skúla Thorarensen, og
fór þess á leit að húsaleigu-
nefndin fengi skála þessa þegar
til bráðabirgðaráðstöfunar, en
síðar yrði samið við bæjaryf-
irvöldin um ráðstöfun eða sölu
á skálum þessum, jafnframt
samningum um alla þá skála,
sem húsaleigunefndin hefir þeg
ar fengið til ráðstöfunar.
Færðist formaður nefndarinn
ar undan þessu og virtist ekki
vilja ráðstafa til húsaleigu-
nefndarinnar neinum skálum,
nema þeir yrðu jafnframt keypt
ir“.
Skömmu síðar hófust samn-
ingar milli sölunefndar setu-
liðseigna og bæjaryfirvaldanna
um ráðstöfun þeirra af þessum
eignum sem á bæjarlandinu
eru.
Einhvern næstu daga þar á
eftir átti borgarstjóri tal við
hlutaðeigandi ráðherra og bar
fram þá ósk, að bærinn fengi
þau bráðabirgðahús, sem til
íbúðar þarf, afhent endurgjalds
laust. Var því liðlega tekið en
ákveðin svör eigi gefin. Fyrst
ö dag, hinn 7. júlí barst borg-
arstjóra brjef sölunefndar
setuliðseigna, þar sem ákveðið
boð er til bæjarins um afhend-
ingu honum til handa á þessum
eignum. Aðalatriði þess tilboðs
hafa að vísu komið fram í sam-
tölum aðila, áður, en þó þarfn-
ast það rækilegri skýringa áður
en unt er að taka afstöðu iil
þess.
Af því, sem nú hefir verið
sagt, er ljóst, að mál þetta hefir
enn alls eigi tafist í höndum
bæjarráðs. Er því furðulegt, að
starfsmaður húsaleigunefndar
skuli bera fram slíkar ásakan-
ir, sem að framan greinir, á
hendur bæjarráði. Einkum þeg
ar á það er litið, að-húsaleigu-
nefnd telur í brjefi sínu frá 1.
júní, að hún hafi skv. 1. mgr.
5. gr. húsaleigulaganna sjálf
heimild til að taka skála þessa
til sinna umráða á eigin spýtur
og útbúa þá til íbúðar.
4
SEX KÓRAR
Framh. af 1. síðu.
í sambandi við hátíðahöldin 17.
og 18. júní.
Allmikill áhugi virtist fyrir
því að sem fyrst yrði komið á
söngmóti kóra.
í stjórn voru kosnir: Formað
ur Guðmundur Benjamínsson,
Hrísateig 35, ritari Kristmund
ur Þorleifsson, Sólvallag. 31,
gjaldkeri Jón G. Halldórsson,
Kaplaskjólsv. 9. — Varastjórn-
endur: Sigurgeir Albertsson,
Daníel Sumarliðason, Reinhard
Reinhardtsson. — Endurskoð-
endur: Bent Bjarnason og
Ágúst Pjetursson.
Kosnir í Söngmálaráð voru
þeir Björgvin Guðmundsson,
Akureyri, Brynjólfur Sigfússon,
Vestmannaeyjum og Robert
Abraham í Reykjavík.
Löguleg bifreiða-
þvaga
Var í Austurstræti í gær«
morgun. Stóðu bifreiðirnar í
einni halarófu upp við gang-
stjettina meðfram endilöngm
strætinu hægra megin göt-
unnar, og var ekki hægt að
kotnast á milli þeirra fyrir;
gangandi fólk, og sumstaðar;
var röðin tvöföld. En á nýja
bifreiðastæðinu, þar sem áðufi
var Ilótel ísland, stóðu aðeins
tvær bifreiðar. Þetta ástand
er nú orðið óþolandi og sam-
ræmist heldur ekki lögreglu-
samþykt bæjarins. Er A onandí
að þessu verði kipt í lag hið.
fyrsta. —
191. dagur ársiens.
Árdegisflæði kl. 8.45.
Síðdegisflæði kl. 21.07.
Næturvörður er í Ingólfs-Apó-
teki.
Næturakstur annast B. S. R.,
sími 1720.
Næturakstur á mánudag ann-
ast Hreyfill, sími 1633.
Laugarnesprestakall. Messað í
dag kl. 2 e. h. í samkomusal Laug
arneskirkju. Sr. Garðar Svavars-
son.
Sextugur verður á morgun,
mánudag, Björgvin Hermanns-
son, húsgagnasmíðameistari, —■
Hverfisgötu 32 B.
Fimtug er í dag Kristrún Þórð
ardóttir frá Hvassahrauni. Nú til
heimilis Selvogsgötu 20 Hafnarf.
Silfurbrúðkaup eiga í dagRagn
heiður Oddsdóttir og Ásgrímur
Guðjónsson, Holtsgötu 20.
ÚTVARPIÐ í DAG:
11.00 Messa í Hallgrímssókn (sr.
Jakob Jónsson).
12.10—13.00 Hádegisútvarp.
14.00—16.30 Miðdegistónleikar:
a) „Föðurland mitt“ eftir Smet
ana. b) Dúettar úr óperum. c)
Kreisler leikur lög eftir sjálf-
an sig. d) Wayne King og
hljómsveit hans leika valsa.
19.25 Hljómplötur: Valsar eftir
Chopin.
20.20 Einleikur á píanó (Fritz
Weisshappel): a) Postludium
eftir Palmgren. b) Tónaljóð eft
ir Mendelssonhn.
20.35 Frá sögusýningunni: a) Er-
indi (Gils Guðmundsson kenn-
ari). b) Lokaorð (dr. Einar Ól.
Sveinsson). c) íslensk lög
(plötur).
21.50 Frjettir.
22.00 Danslög.
23.00 Dagskrárlok.
ÚTVARPIÐ Á MORGUN:
12.10—13.00 Hádegisútvarp.
15.30—16.00 Miðdegisútvarp.
19.25 Hljómplötur: Lög leikin á
bíóorgel.
20.00 Frjettir.
20.30 Þýtt og endursagt: Öræfa-
ferð á íslandi fyrir 100 árum
(Kjartan Ragnars lögfræðing-
ur).
20.55 Hljómplötur: Lög leikin á
balalaika.
21.00 Um . daginn og veginn
(Gunnar Benediktsson rithöf.).
21.20 Útvarpshljómsveitin: Lög
frá ýmsum löndum. — Einsöng
ur (ungfrú Kristín Einarsdótt-
ir): a) „Leiðsla" eftir Kalda-
lóns. b) „Þú eina hjartans ynd
ið mitt“ eftir sama höfund. c)
,,í rökkurró hún sefur“ eftir
Björgvin Guðmundsson. d)
Vöggulag eftir Jarnefeldt. e)
„Nína“ eftir Pergolese.
21.50 Frjettir.
Dagskrárlok.