Morgunblaðið - 12.07.1944, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.07.1944, Blaðsíða 2
2 MOBGÖNBL/ M8 Miðvikudagur 12. júlí 194-í GEFIN VERÐUR ÚT BÓK UM LÝÐ VELDISHÁTÍÐINA Kvikmynd sem tekur tvær klukkustundir Frásögn formajins þjóðhátíðarnefndar Hjeraðssýning ú Þingeyrum ALEXANDER JOHANNES- ; ÆON. prófessor, formaður þjóð- þ4iáí£ðaÉrnefndar, skýrði blaðinu l svo frá, er hann var spurður t-Aun l>að, hvað hann hefði um \. atórf nefndarinnar og hátíðina t að segja: j —• Mjer var það mikil á- í t%3sgja að vinna með samnefnd- ; armönnum mínum, og var með | okkur hin besta samvinna all- í an tímann. í nefndinni voru, í-eem kunnugt er, auk formanns, ! ei' ríkisstjórnin skipaði, sinn (-Hfulitrúinn frá hverjum stjórn- málaflokkanna fjögurra: Jó- t -fiann Hafstein, lögfræðingur, •frá Sjálfstæðisflokknum, Guð- laugur Rósinkranz frá Fram- i sókn, Ásgeir Ásgeirsson frá : Alþýðuflokknum og Einar Ol- geirsson frá Sósíaliátaflokkn- um. En sá nefndarmanna, sagði Aiexander prófessor, sem mest lagði að sjer við dagleg störf, var Guðlaugpr Rósinkranz, enda er hann starffús mað- ur með afbrigðum. Eitt mesta áhyggjuefni okk- ar- nefndarmanna voru mann- flutningarnir. Fengum við Vil- hjálm Heiðdal til að stjórna , þeim. Held jeg að öllum hafi koraið saman um, að þeir hafi i tekist prýðilega. Er jeg bæði ; 'stjórnendum bílastöðvanna og bítstjórunum þakklátur fyrir i gotí samstarf í því efni. í E ns er jeg þakklátur lög- reglustöðinni og lögreglustjóra í og Nskátunum fyrir aðstoð i þetrra, íþróttamönnunum, sem i lógðu. á sig rnikla fyrirhöfn, þó j ekki yrði hægt að sýna allar f íþráttirnar yegna yeðurs. En 170 manna sýningin var þó eitt af þvi glæsilegasta, sem fram . fór á hátíðinni. Iþróttunum stjórnaði Vignir Andrjesson. Þá má ekki gleyma söngfólkinu. er \ • lagð-i ákaflega mikla vinnu í | æfí ■'gar. Alt þetta fólk, íþrótta- 5 fólk og söngfólk og skátar, j fengu enga þóknun fyrir vinnu 5 sína, aðra en ókeypis bílfar til \ Þingvalla. \ Páll ísólfsson var söngstjóri Ihátíðariríhar. En hann hafði sjer til aðstoðar Emil heitinn Tboroddsen og Árna Kristjáns- « son. í Rauði krossinn reyndist líka \ ágætlega, kom hjálparstöð hans l á Þingvöllum að miklu liði. I Sigurður Sigurður berklayfir- • læknir híafði stjórnina á hendi. í 40—50 manns fengu aðstoð og i hjúkrun hjá Rauða krossinum. ; Þ'*,tf a er það helst sem jeg hefi | að segja um samstarfið við þá j sem voru nefndinni til aðstoð- ar. Bók um hátíðina. j Gafin verður út bók um lýð- i veidishátíðina, með fjölda mynda. íí- Að henni standa þessir að- ila*: Þjóðhálíðarnefndin, ríkis- stjórnin og Alþingi. Þar eð há- tíðir voru haldnar viða um land, jeg hygg á einum 20 stöðum, þá er nauðsynlegt að allar for- stöðuunefndir þessara hátíða- halda sendi okkur ítarlegar frá- sagnir af þeim, og helst með þeim bestu myndum, sem fá- anlegar eru. Þar verður líka getið hátiðarhalda íslendinga erlendis. í þessa bók rita allir nefndarmenn þjóðhátíðarnffnd ,ar. En auk þess ritar dóms- málaráðherra fræðilegan kafla um aðdragandann að lýðveld- isstofnuninni frá 1918. Þar verð ur líka kafli um sögusýning- una. Sjerstakt rit mun koma út um sögusýninguna, fyrir tilstuðlan þjóðhátíðarnefndar. sem verð- ur einskonar handbók fyrir al- menning í sögu íslands, í mynd um, uppdráttum og línuritum. Þjóðhátíðarmerkið. Þjóðhátíðarmerkið varð ákaf lega vinsælt. Nefndin pantaði og fjekk af því 25 þúsund merki. En það, sem boðið var fram hjer í Reykjavík af merk- inu, seldist á svipstundu. Var flugvjel send út um land með þau merki, sem pöntuð höfðu verið á ýmsum stöðum. Á Þing- völlum voru seld 4—5 þúsund merki. Þau runnu út þar. Vegna þess hve margir vilja eignast merki þetta, hafa verið gerðar ráðstafanir til þess að fá meira af merkinu. Verða' merki þessi, er síðar koma, seld um alt land. Geta menn sent pantanir sínar til Guðlaugs Rósinkranz, en hann annast sölu merkjanna fyrir hönd þjóðhátíðarnefndar. Ef menn panta meira en 100 stykki, fá þeir 10% afslátt. Nefndin hefir líka gert ráð- stafanir til að fá gerðan pening eða lítinn skjöld úr bronce, með mynd af Fjallkonunni öðru megin og hátíðar- merkinu hinu megin og áletr- uninni „Stofnun lýðveldis á ís- landi“. Verður skjöldur þessi til sölu síðar meir. Ennfremur er í ráði að gera veggskjöld úr postulini með fallegri mynd, þar sem sjest fálkinn á Lögbergi, með útsýn yfir Þingvallasvæðið, eftir upp- drætti Stefáns Jónssonar. Kvikmyndir. Kvikmynd af öllum hátíðar- höldunum er í undirbúningi, og verður feldur inn í hana kafli frá þjóðaratkvæðagreiðsl- unni. Kafli verður í myndinni frá hátíðarhöldunum á Akur- eyri og jafnvel frá fleiri stöð- um. Allar ræður á Þingvöllum voru teknar á plötur, og verða stuttir ræðukaflár feldir inn í myndina. Kvikmyndina 'hafa 'þeir gert Kjartan Ó. Bjai'nason og Vigfús Sigurgeirsson. En ýmsir menn voru þeim til aðstoðar. Eru þetta mjófilmur í hvítu og svörtu, auk, þess ein mjó- filma í litum, sem breytt verð- ur í breiðfilmu og verður hún þá í hvítu og svörtu. Gert er ráð fyrir, að þjóðhátíðarkvik- myndin, sem hjer verði sýnd, taki 2 klst. til sýningar. Starfs- menn hersins tóku kvikmynd á Lögbergi og hefir herstjórnin gefið ríkisstjórninni hana. Að lokum, sagði Alexander Jóhannesson, vil jeg færa þakk ir mínar öllum, sem voru þjóð- hátíðarnefnd til aðstoð^r og öll um þeim, sem stuðluðu að þvi, að gera hátíðina glæsilega og eftirminnilega. En þær þakkir beinast ekki síst til alls al- mennings, sem sýndi svo virðu- lega framkomu í alla staði, að seint mun gleymast. — Diftmar Framh. af 1. síðu. Leynivopn. Dittmar ræddi allmikið um leynivopn, sem Þjóðverjar ættu í fórum sínum. Þýskir vísinda- menn hefðu fundið upp ný vopn, sem gætu haft úrslita- áhrif á styrjöldina. En, sagði Dittmar, okkur vantar nú fyrst og fremst tíma til þess að full- komna þessi nýju leynivopn og framleiða þau í stórum stíl. Svartsýn herstjórnar-, tilkynning. Þessi útvarpsfyrirlestur, hins kunna þýska fyrirlesara, sem oft hefir verið fenginn til að segja þýsku þjóðinni óþægileg- an sannleika, hefir vakið sjer- staka athygli, einkum vegna þess, að herstjórnarlilkynning in þýska er sjerstaklega svart- sýn í-dag og sagt er opinskátt frá því hve illa lítur út fyrir Þjóðverjum á Austurvigslöðv- unum. — Innrásin Framh. af bls. 1. Skemdarverk. Þá segir að lokum í hersljórn artilkynningunni, að Franskir föðurlandsvinir og her- menn hafi unnið Þjóðverjum mikið tjón með skemdarverk- um á samgöngukerfi þeirra. — Fafa franskar fallhlífahersveit ir tekið þátt í þessum hernað- araðgerðum. HJERAÐSSÝNING fór fram á Þingeyrum í A.-Húnavatns- sýslu, hrossasýning, vjelasýn- ing, á vegum Búnaðarsambands beggja Húnavalnssýslnanna, og kappreiðar. Á hrossasýningunni voru alls 40 hross, 28 stóðhestar og 12 hryssur, úr flestum hreppum sýslnanna, en þessar hjeraðs- sýningar á hrossum eru þannig til komnar, að haldnar eru sýningar í flestum hreppum á viðkomandi svæðum, en hross- in flokkuð í þrjá flokka, en á hjeraðssýningunum eru ein- göngu hross sem komust í 1. flokk í hreppasýningunum. Niðurstaðan varð sú, að 1. verðlaun hlaut aðeins einn hest ur, Sokki frá Slóru-Giljá, A.- Hún., eigandi Sigurður Erlends son, sama stað. — Hesturinn er ættaður frá Þorkelshóli í Víði- dal. Önnur verðlaun hlutu 10 hestar og 4 hrysur, 3. verðlaun 17 hestar og 8 hryssur. Bresta hryssan, sem fjekk verðiaun, var Skessa frá Rútsstöðum, undan Glað frá sama bæ; eig- andi Sigurjón Oddsson, sama stað. Þessi tvö fyrrnefndu hross hlutu bæði heiðursverðlaun. Dómnefnd sýningarinnar skip uðu: Magnús Vigfússon, Ref- steinsstöðum, Jón Jónsson, Stóradal og Gunnar Bjarnason ráðunautur. — I sýningar- stjórn voru: Magnús bóndi á Brekku í A.-Hún., var hann for maður, og Jón Jónsson í Stóra- dal. Hrossasýningin átti að hefj- ast klukkan 2 og var til þess ætlast, að búnaðarmálastjóri setti sýninguna með ræðu, en þar sem hann var þá ekki kom inn, setti Magnús bóndi að Brekku hana með ræðu. Þegar hrossasýningunni var lokið, sem fór fram alllangt fyr ir vestan túnið á Þingeyrum, var haldið heim að bænum, en þar átti að fara fram sýning á landbúnaðarverkfærum. — Þar hjelt búnaðarmálastjóri ræðu og því næst flutti Árni Eylands erindi um landbúnaðarvjelar. Að því loknu voru vjelarnar sýndar við vinnu, t. d. vjel til þess að binda þurt hey, en hún þjappar heyinu saman og strengir um það tvo víra. Slík- ir heybaggar eru mjög hand- hægir í flutningum og slæðist ekkert frá þcim. — Þá var sýnd vjelknúin sláttuvjel. Vjel þessi mun vera sú fyrsta af þessari gerð hjer á landi. Þá var að lok um sýnd rakstrarvjel, er tveim hestum var beitt fyrir, en á Þingeyrum er mikið af nýtísku vinnuvjelum. Að loktim fóru fram kapp- reiðar á Melunum vestan við Þingeyrartún. Þar hafði verið rudd hlaupabraut. Þátttaka í kappreiðunum var tiltölu- lega lítil, þegar miðað er við þann fjölda hesta er þarna var saman kominn. Ilestar voru reyndir á skeiði (250 metra) og stökki (300)| metra). Skeiðið mistókst að því leyti að enginn hestanna lá sprettfærið til lengdar. I stökki varð fyrstur grár hest- ur frá Bólsstaðarhlíð. Völlurinn var ekki sem best nr, dálítið laus og ekki alveg lárjeftur. Kappreiðar munu ekki hafa verið háðar um langt skeið í A.-Hún, Var Jijer aðeins um tilraun að ræða, en Ilúnvetningar hafa þug á því að efla samtök hesta manna í sýslunni, m. a. með að Jialda framvegis kappreiðar. Á Þingeyrum var þennan dag gott veður, þó að þoká væri sumsstaðar á fjöllum lengst af dagsins. Mannfjöldi var mikill samankominn, ekki einungis úr öllum hjeruðum sýslnanna, heldur og víða ann arstaðar að, t. d. Skagafirði, Borgarfirði og Reykjavík. Sýningin var í alla staði hin ánægjulegasta og hjeraðs- búum til sónja í hvívetna. Úm kvöldið skemmti unga fólþið sjer við dans að Sveins- stöðum. — Roosevelf Framh. af 1. síðu. og yfirmaður hers og flota í 12 ár — þrisvar sinnum kjörinn af þjóðinni, sem byggir þétta land og samkvæmt amerískum stjórnlagareglum. Sjálfur er jeg þeirrar skoðunar, að fjár- hagsmál þjóðarinnar sjeu nú komin í betra horf, en þegar jeg tók við embætti“. * „Vildi sctjast í helg- an stein“. Eftir margra ára starf í þágu þjóðarinnar hefir það hvarflað að mjer að setjast 1 helgan stein og mig hefir hlakkað til þess að geta snúið til borgaralegs lífs. Mín innri rödd kallar mig til heimilis míns við Hudsonfljót- ið og jeg vildi geta losnað við opinbera ábyrgð og ennfremur er mig farið að langa til að losna við það umtal og þá eft- irtekt, sem mun ávalt fylgja æðsta framkvæmdastjóra þjóð- arinnar“. • • •----- t Svifsprengjur valda enn Ijóni í England! London í gærkveldi: MÍÐARI hluta dagsins í dag á London og ýmsa staði í var svifsprengjum enn varpað Suður-Englandi. Ein sprengjan kom niður í húsaþyrp'ingu og olli miklit tjóni. Nokkrir menn biðu baná Á ýmsum stöðum hefir tjón orðið. Snemma í morgun voru skotn ar niður mannlausar flugvjeú ar, sem voru á s^eimi yfirí Suður-Englandi. _J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.