Morgunblaðið - 20.07.1944, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.07.1944, Blaðsíða 4
1 4 M0E6UNBLAÐIÖ Fimmtudagur 20. júlí 1944. Sjálfstæðismenn halda mörg hjeraðsmót í sumar víða um land UNDANFARIN SUMUR hefir það tíðkast í vaxandi mæli, að Sjálfstæðisfjelögin og önnur samtök Sjálfstæðis- landshlutum. Mót þessi eru víða hinar fjölmennustu landshlutum. Mót þessi voru víða hinar fjölmennustu samkomur, sem haldnar eru í viðkomandi hjeruðum, ýmist útimót eða inni, eftir ástæðum. 1 gær hitti tíðindamaður Morgunblaðsins framkvæmda- stjóra Sjálfstæðisflokksins, Jóhann Hafstein, og fjekk hjá honum eftirfarandi upplýsing ar um hjeraðsmótin og fyrir- ætlanir flokksins um þau á þessu sumri: Hjeraðsmótin eru orðin mjög þýðingarmikill liður í flokks- starfseminni. Þau skapa auk- ið samband milli flokksforyst- unnar og fjelagssamtakanna úti á landi, þar sem miðstjórn flokksins og hjeraðssamtökin starfa að jafnaði saman að framkvæmd þeirra. Á þeim mæta ætíð fulltrúar miðstjórn ar eða þingflokks og og hafa þá samband við flokksmenn í hjeruðunum, auk þess, sem þeim gefst kostur á því að tala máli flokksins á mótun- um. Allan undirbúning heima fyrir sjá fjelagssamtökin á hverjum stað um. Víða er það svo, þar sem lengst og örugg- ust reynsla er fengin, að hjer- aðsmótin eru mjög eftirsótt- ar samkomur og fólk sækir þau úr heilum sýslum eða Jandshlutum. Það er víða erfitt um funda- höld í sveitum á veturna og því hentugt að nota sumar. tímann, þegar samgöngur eru greiðar, til stærri samkomu- halda. Vegna þjóðhátíðarinnar eru hjeraðsmótin yfirleitt haldin síðar nú en venja er til. Það hafa þó þegar verið haldin tvö mót. ★ Hjeraðsmót Sjálfstæðis- manna í Rangárvallasýslu var haldið að Hellu sunudaginn 9. júlí. Það var mjög fjölsótt, alt að 1000 manns. Þar fluttu ræður alþingismennirnir Ing- ólfur Jónsson og Pjetur Otte- sen, en Guðmundur Erlends- son á Núpi, formaður Sjálf- stæðisfjel. Rangæinga, stjórn- aði mótinu. Annars hafa Sjálf stæðisfjelag Rangæinga og „Fjölnir", fjelag ungra Sjálf- stæðismanna í sýslunni, skipst á um það undanfarin ár að annast um mótin. Fje- lagsstarfsemi Sjálfstæðis- manna í Rangárvallasýslu er mikil og vaxandi. Fjelögin eru nú að undirbúa að hefjast handa um samkomuhússbygg- ingu að Ilellu. I ágóðaskyni hafa þau efnt til happdrættis og ráðgert er að hefja bygg- ingarframkvæmdir e. t. V. í haust eða næsta vor. ★ Hjeraðsmot Sjálfstæðis- manna á Akureyri og í Eyja- fjarSarsýslu var haldið sunnu- da"ginn 16. julí að Nausta- borgum, en það er sumar- skemmtistaður Sjálfstæðisfje- laganna á Akureyri, skammt fyrir ofan bæinn. Þar fluttu ræður Jón Pálmason, alþing- ismaður og Sigurður Eggertz, bæjarfógeti. Jakob Ó. Pjeturs son, ritstjóri, formaður Sjálf- stækðisfjelags Akureyrar, setti mótið og stjórnaði því. Mótið fór vel fram og var fjölsótt. Sjálfstæðisfjelögin á Akureyri munu efna til fleiri skemtana í sumar að hinum fagra skemti stað sínum í Naustaborgum og er líklegt að staðurinn muni öðlast miklar vinsældir. Onnur hjeraðsmót, sem þeg- ar er ákveðið, að verði hald- in, eru: Hjeraðsmót Sjálfstæðis- manna í Skagafirði, sem hald ið verður sunnudaginn 30. júlí í Melsgili við Reynistað. Þar hafa " Sjálfstæðismen í Skagafirði stöðugt haldið mót undanfarin sumur og njóta þau mikilla vinsælda í hjer- aðinu. ★ Iljeraðsmót Sjálfstæðis- manna í Snæfells- og Hnappa dalssýslu verður haldið að Vegamótum sunnudaginn 30. júlí. Þar var haldið hjeraðs- mót í fyrra að Fáskrúðar- bakka og fór hið besta fram og fjölmenni mikið. ★ 1 Vestur-ísafjarðarsýslu verður efnt til hjeraðsmóts, sem haldið verðirr að Þing- eyri þ. 29. júlí. Þar í sýslu hafa ekki verið haldin hjer- aðsmót undanfarin sumur, en nú er vakandi áhugi fyrir að efla flokkssamtökin. Ákveðið er að halda sam- eiginlegt mót Sjálfstæðis- manna í Mýrasýslu, Borgar- fjarðarsýslu og Kjósarsýslu að Olver í Hafnarskógi sunnu daginn 13. ágúst. Olver" er sumarskemtistaður Sjálfstæð- isfjelags Akraness. Þar á fje- lagið stórmyndarlegan skála, sem nú í sumar er rekinn sem veitingahús. ITafa í því sam- bandi verið gerðar ýmsar um- bætur á staðnum. Lögð mið- stöð í húsið og innrjettað fyr- ir starfsfólk. Einnig lögð vatnsveita um Yl km., svo að þægindi öll eru fyrir hendi í húsinu. Við Olver eru feg- urstu tjaldstæði í skóginum fyrír sumardvalargesti, sem geta fengið fæði keypt í veit- ingahúsinu. Um síðustu helgi þegar ungir Siálfstæðismenn úr Reykjavík fóru í fjelags- ferð þangað upp eftir, var þar hin álitlegasta tjaldborg, alls um 100 tjöld. Sjálfstæð- Framhalö á 8. síðu. Geysilegl tjón í Munchen af völdum loftárása London í gærkvöldi. ÞRÍR SÆNSKIR ferðamenn, sem fóru frá Munchen á fimtu- daginn var, sáu þrjár miklar loftárásir á borgina, segir frjettaritari blaðsins News Chronicle í Stokkhólmi. Áður en þeir fóru burt úr borginni, sáu þeir, að eldar voru komnir upp á að minsta kosti sextíu stöðum nálægt aðaljárnbrgut- arstöðinní og í Oberwissenfeld- hjeraðinu, þar sem BMW (Beyr ische Motorenwerke) verksmiðj an er. Flugvöllur er einnig í þessu hjeraði. Þessir ferða- menn, en einn þeirra hefir ver- ið í Múnchen i nokkur ár, full- yrða, að BMW-verksmiðjan hafi verið eyðilögð að fjórum fimtu hlutum, þegar þeir fóru. Ferðamennirnir skýra frá því, að sprengjur hafi aftur hæft Brúna-húsið og megi það nú heita í rústum. Tjón í miðri borginni, einkum við aðaljárn- brautarstöðina, er geypilegt. Dómshöllin er brunnin til grunna. Meðal þeirra bygginga, sem eyðilagst hafa, eru aðal- bækistöðvar Todt-fjelagsskap- arins, Warweltungsbau, og for- ingjaskóli nasista, „Fuhrerbau“. — Reuter. ALDREI hægðalyf ALTAF þessa ljúffengu, náftúrlegu fæðu Hið stökka ALL-BRAN bætir harðlífi. • Það er heimska að nota hægða- , lyf að staðaldri. Þau geta jafn- , vel aukið harðlífi — og leitt til alvarlegra veikinda. Örugt ráð við harðlífi er að i borða Kelloggs All-Bran reglu- lega. Ljúffeng, náttúrleg fæða, sem gerir meltingu á öðrum mat auðveldari. Yður mun líka þessi nærandi fæða með mjólk og sykri, eða ávöxtum. Reynið — og þjer mun- uð undrast áhrifin. Biðjið um ALL-BRAN í dag (3934 E). Landsbankareikningurinn. Erlend verðbrjefa- eign hækkaði um 152,2 milj. kr. L ANDSB ANKAREl KNIN G- URINN fyrir árið 1943 er ný kominn út. Segir svo í skýr- ingrnn við aðalreikninginn: Aðalnpphæð efnahagsreikn ings seðlabankans var í árs- lok 1943 480,243,527 kr., en 333,018,850 kr. árið áður. Hef ir hún því hækkað um 147,2 milj. kr. Árið áður nam hækk un hennar 138,0 milj. kr., ár- ið 1941 103,5 mil.j. kr. og ár- ið 1940 41,2 milj. kr. Eins og þrji'f árin á undan, stafar hækkun síðasta árs af kaupum bankans á erlendum gjaldeyri frarn yfir sölu. 1 árslok 1922 nam erlend eign bankans, |). e. gjaldeyrisvara sjóður, inneign hjá erlendum bönkum, víxlar og ávísanir til greiðslu erlendis, erlend verð- brjef og erlendir seðlar og málmpeningar, 281,8 mil.j. kr., en í árslok 1943 var hún komin upp í 431,9 milj. kr. Nemur sú hækkun 150,1 milj. kr., eða 2,9 milj. kr. meiru en aðalupphæðin hækkaði. Öll aukningin er á einum lið, er- lendum verðbrjefum , sem Nemur sú hækkun 150,1 milj. kr., og er það alt í amerísk- um ríkis^kuldabrjefum til skams tíma. Þau yoru í árs- lok að upphæð 270,9 milj. kr. Liðir þeir, sem geyma er- lenda eign bankans, eru sam- anlagðir hvorki meira nje minna en 89,9% af aðalupp- hæð efnahagsreiknings, og eru því aðrir eignarliðir þýðing- arlitlir í samanburði við þá. Innlend verðbrjef hafa lækkað um 453 þús. kr., vegna útdráttar. Útlán, að meðtöld- um skuldum viðskiptamanna vegna ábyrgða, hafa lækkað úr 39,5 milj. kr. í 38,8 milj. kr. Liðurinn „innlendir víxlar og ávísynir“ er nú horfinn úr efnahagsreikningi seðla- bankans. Sá liður nam 0,8 milj. kr. í árslok 1942, 0,9 iiiilj. kr. í árslok 1,941, en 12,0 milj. kr. í árslok 1940, auk endurkeyptra víxla 4,1 milj. kr. Yerulegar breytingar hafa orðið á yfirdráttarlánum í hlaupareikningi og á reikn- ingslánum, en þess er að gæta, að þessir liðir eru mjög breyti legir. Skuldamegin eru helstu breytingar þessat': Inneign sparisjóðsdeildar hækkaði 59,3 milj. kr., innlán 53,1 milj. kr. og seðlar í umferð B6,7 milj. kr., samtals 149,1 milj. kr. Hlaupareikningslán inn- lendra banka og sparisjóða eru nú í fyrsta sinn færð í sjerstökum lið í efnahags- reikningi. Þau hafa vaxið mjög mikið á árinu, úr 18,7 milj. 'kr. í «48,0 milj. kr. Ábyrgðir Vegna, viðskifta- manna eru nær eingöngu bankaábyrgðir (rembúrsar) vegna vörukaupa í Banda- u’íkjunum og Canada, sem ,ekki er búið að borga út, og sem líka eru óuppgerðar við hlutaðeigandi innflytjendur. samanber jafn háan eignarlið. Lítil breyting hefii^ orðið á þessum lið, en árið áður þre- faldaðist hann vegna liess að þá var að eiga sjer stað flutn- ingur á miklum hluta inn- flutningsverslunarinnar frá Bretlandi til Ameríku. Tekjur seðlabankans námu á árinu 5,454,805 (4,368,153 árið 1942). Gjöldin námu 3,578,175 kr. ,Urðu því afgangs af tekjun- um 1,876,630 kr. — á móti 2,004,141 kr. árið áðúr — en óráðstafaður tekjuafgangur, frá 1942 nam 302,867 kr. — Tekjuafgangi var ráðstafað .þannig: 200,000 kr, var varið •til afskrifta af húseignum bankans, 180,000 kr. (þ. e. 6% af 3 milj kr.) voru greidd ar ríkissjóði í vexti af stofn- fje, 81,394 kr. voru færðar á afskriftareikning og 1,600,000 kr. voru lagðar í várasjóð. Er .hann með því orðinn jafnhár stofnfjenu, 4,8 milj. kr. Óráðstafaður tekjuafgang- ur, fluttur til næsta árs, er þá ,118,103 kr. Auk þess, sem fært var á afskriftarreikning af tekjuafgangi ársins, var borgað inn á hann áður at'- skrifað tap, tæpar 19 þús. kr. þannig að hann var 1,1 milj. kr. í árslok. Eigið fje bank- ans, þ. e. stofnfje, varasjóð- ur, afskriftareikningur, geng- isreikningur og óráðstafaður tekjuafgangur, hækkaði á ár- inu úr 11,9 milj. kr. í 14,4 milj. kr. Sparisjóðsdeildin. Aðalupp- hæð efnahagsreikning’s spari- sjóðsdeildar ásamt útibúiun var í árslok 224,765,625 kr., en var árið áður 148,696,180 kr. ITefir því orðið 76,1 milj. kr. hækkún á henni. Iljá seðlabaiikanum er orsök út- þenslunnar eignamegin, en er í skuldahliðinni, aukning innstæðufjár. Eignamegin hefir mest breyt- ing orðið á inneign sparisjóðs- deildarinnar hjá seðlabankan- um, nærri því tvöföldun. Inn- lend verðbrjef hafa hækkað all mikið, vegna yfirtöku bankans síðast á árinu á skuldabrjefum tveggja lána Reykjavíkurkaup- staðar, að upphæð 11.4 mil. kr. Þegar í janúar 1944 var búið að selja meginhlutann af brjef- um þessum, eins óg ætlunin hafði verið. — Skuldamegin er innstæðufje í sparisjóði yfir- gnæfandi. Það hækkaði á ár- inu um 73.7 milj. kr. Árið áð- ur nam hækkun þess 44.2 milj. kr., árið 1941 22.3 milj. kr. og árið 1940 17.1 milj. kr. Aukn- ing innstæðufjár í sparisjóði á árinu er nær hin sama sem hækkun aðalupphæðar. Hækk- Framh. á bls. 8.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.