Morgunblaðið - 20.07.1944, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 20.07.1944, Blaðsíða 5
Fimmtudag'ur 20. júlí 1944. MOBGONBL/^IÐ 5. YFIRLIT YFIR VERSLUNINA 1943 I ARSBYRJUN 1943 voru samþykt ný lög um innflutn- ing og gjaldeyrismeðferð. Gjaldeyris- og innflutnings- nefnd var lögð niður og í stað henngr stofnað Við- skiftaráð, sem í eiga sæti 5 stjórnskipaðir menn. — Má ekki skipa í ráðið fulltrúa stjetta eða fjelaga, og ráðs- menn mega ekki eiga beinna hagsmuna að gæta í sam- bandi við störf ráðsins eða vera í þjónustu aðila, sem svo er ástatt um. Auk inn- flutnings- og gjaldeyrismála hefir Viðskiftaráð með hönd um þessi störf: Ráðstafar farrými í skipum, sem flytja vörur til landsins á vegum innlendra aðila, annast inn- flutning brýnna nauðsynja eftir ákvörðun ríkisstjórnar innar, ef hún telur sýnilegt, að innflytjendur sjái ekki þörfum þjóðarinnar borgið, — og hefir með höndum inn- kaup á vörum, sem fást ekki keyptar eftiM venjulegum viðskiftaleiðum. Ennfremur fer ráðið með verðlagseftir- lit og verðlagsákvarðanir og annast vöruskömtun lögum samkvæmt. Viðskiftaráðið tók til starfa 26. janúar 1943. — Hjer verður skýrt frá störfum ráðsins að því er snertir stjórn innflutn- ings, ráðstöfun skipafarrým is og innkaup, en í kaflan- um um verðlag, atvinnukiör o. fl. verður vikið að starf- semi þess á sviði verðlags- mála og vöruskömtunar. • VIÐSKIFTARÁÐ hagaði úthlutun gjaldevris- og inn- flutningsleyfa á árinu aðal- lega með hliðsjón af tvennu, flutningamöguleikum og gildandi samningum um inn flutning til landsins. í árs- byrjun beið mikið vörumagn flutnings frá Ameríku, og varð fyrst í stað að tak- marka mjög leyfisveitingar fyrir öðrum vörum en brýn- um nauðsynjum. Jafnframt var komið föstu skipulagi á flutningana. Skömtunarvör- um, fóðurvörum, olíum, á- burði og timbri var að mestu ráðstafað í hvert ein- stakt skip eftir beinum fyr- irmælum Viðskiftaráðs, en öðrum vörum var skipað í flokka með tilliti til þess, hve nauðsynlegar þær voru taldar, og Eimskipaf jelaginu gefin fyrirmæli um að taka vörur til flutnings sam- kvæmt þeirri niðurröðun. Þegar leið á vorið, rættist úr mestu flutningaerfiðleikun- um, og gerði ráðið þá al- mennar úthlutanir í helstu vöruflokkunum. Flutningar gengu vel seinni hluta árs- ins. Laust eftir áramófin 1944 biðu um 7.000 tonn af vörum flutnings vestra, á móti 40.000 tonnum um líkt leyti árið áður. — Engir örð ugleikar voru á flutningum frá Bretlandi, og var levfis- veitingum fyrir vörum það- an hagað eftir möguleikum til innkaupa, þó þannig, að ekki var leyfður innflutning ur á miður þörfum vörum. Innflutningur frá Bretlandi fór enn mjög minkandi á ár * Ur skýrslu Landsbankans inu. Sumar vörutegundir, svo sem skófatnaður, búsá- höld, vefnaðarvara o. íl., sem áður hafa að verulegu levti fengist frá Bretlandi, urðu að mestu leyti að kaup ast frá Ameríku. I ARSLOK 1943 var getið um aætlun um heildarinn- flutning til landsins frá 1. júlí 1942 til 30. júní 1943. Áætlun þessi var aldrei end anlega samþykt, en hliðsjón var höfð af henni við ákvörð un þess vörumagns, flutt var inn. Hvað flestar vörur snertir var þannig ekk ert fastákveðið um það, hve mikið magn fengist flutt til landsins, en um sumar vör- ur giltu ákveðnir kvótar, sem amerísk og bresk st jórn arvöld veittu til leyfi til inn flutnings á, og kom þá til kasta Viðskiftaráðsins að skifta þeim milli innflvtj- enda. — Erfiðleikar við vöru útvegun í Bandaríkjunum fóru mjög vaxandi á árinu, og kom það m. a. fram í því, að vörupantanir fengust seint afgreiddar. Þar ofan á bættust svó innflutningserf- iðleikarnir, en úr þeim rætt ist þegar kom fram á mitt ár. VIÐSKIFTARÁÐIÐ TÓK við innkaupastarfsemi þeirri sem Viðskiftanefnd hafði haft með höndum í Banda- fíkjunum fyrir milligöngu Láns- og leigustofnunar Bandaríkjastjórnar. Eins og árið áður, starfaði tveggja manna innkaupanefnd í New York -að innkaupum þessum á vegum Viðskifta- ráðsins. Allmörgum vöruteg undum var bætt við þær, sem áður var ákveðið að skvldu kaupast fyrir milli- göngu Láns- og leigustofn- unarinnar (sjá ársskýrslu 1942), svo sem smjörlíkisol- íum, vjelaverkfærum, ýms- um rafmagnsvörum, öngl- um, sólaleðri o. fl. Vöru- magn það, sem Viðskiftaráð sá um innkaup á og flutti inn á árinu, var að verðmæti (cif.) 27,7 milj. kr., eða rúm- lega 17% af heildarinnflutn- ingi frá Bandaríkjunum 1943. Umboðslaun Viðskifta ráðsins fyrir að annast þessi viðskifti voru frá 1. iúlí 1943 ákveðin 3 % af fobverði vara að viðbættum tryggingar- gjöldum, en voru áður lægri. Sendiráðin í Washington og London unnu að því eins og áður að útvega forgangs- og útflutningslevfi fyrir vör- um til íslands, oftast eftir beiðni fyrirtækja, sem ís- lenskir innflytjendur höfðu pantað vörur hjá, en stund- um að undirlagi Viðskifta- rá^sins er.da eru leyfi þessi oft háð því skilyrði, að ráðið votti nauðsyn þess, að vörur fáist afgreiddar, eða að það mæli með afgreiðslu þeirra. VIÐSKIFTANEFNDIN starfaði á árinu á líkan hátt og áður, að öðru leyti en því, að innkaupastarfsemin var falin Viðskiftaráði, eins og greint hefir verið frá að of- an. Um mitt ár var nafni hennar breytt í Samninga- nefnd utanríkisviðskifta, og jafnframt var ákveðið, að nefndarmenn skyldu vera 7, skipaðir af Utanríkisráðu- neytinu. Áður voru nefndar menn 8, þaU-af 3, er skvldu fjalla sjerstaklega um við- skiftin við Bandaríkin. I köflunum um landbúnað, sjávarútveg og iðnað er sem grein-t frá afurðasölusamn- ingum þeim, er Viðskifta- nefndin og síðar Samninga- nefndin gerði á árinu við Bretland og Bandaríkin. HINN 27. ágúst 1943 var undirritaður í Reykjavík verslunarsamningui? við Bandaríkín, hinn fyrsti, sem ísland gerir við það ríki. Við ræður til undirbúnings slík- um samningi byrjuðu haust- ið 1941, milli samninganefnd arinnar íslensku sem þá var í Bandaríkjunum, og full- trúa Bandaríkjastjórnar, en samningaumleitunum varð ekki fulllokið áður en,n‘efnd in hvarf heim. Samningur- inn er bestu kjara samning- ur, en auk þess eru í honum ákvæði um gagnkvæmar tollaívilnanir. Bandaríkin lækkuðu tolla á síldarlýsi, harðfiski, saltsíld. grá- sleppuhrognum, niðursoðn- um fiski og sútuðum skinn- um. Á hinum 4 fyrst töldu afurðum lækkaði tollurinn um helming, en minna á hin um 2 síðast töldu. Innan- landsskattur á síldarlýsi var einnig lækkaður um helm- ing. Bandaríkjastjórn skuld- batt sig til að halda þessum vörum tollfrjálsum, meðan samningurinn er í gildi: Þorskalýsi, __ síldarmjöli og fiskimjöli. íslenska stjórnin skuldbatt sig til að lækka hnetum og hnetukjörnum úr 30% í 10%. Aðrar tolla- breytingar, sem gerðar voru á árinu, voru bráðabirgða- breytingar. Notuð var laga- heimild, sem upphaflega var veitt með lögum 9. júlí 1941, til þess að fella niður frá ársbyrjun 1943 til ársloka s. á. verðtoll á kornvörum og lækka um helming aðflutn- ingsgjöld á sykri. Jafnframt var ákveðið, ao ekki skvldi innheimta verðtolla af farm gjaldi af sykri um sama tíma. — Hinn 8. maí 1943 hækkuðu farmgjöld í Am- eríkusiglingum um 50 % á öll um vörum öðrum en skömt- unarvörum, smjörlíkisolíum fóðurbæti og tilbúnum á- burði. Var þá kveðið, að verðtollur skyldi reiknast af sömu farmgjöldum sem fyr ir hækkunina. ÚTFLUTTAR VÖRUR námu á síðastliðnu ári 233,0 milj kr., en aðfluttar vörur 252,2 milj. kr., hvort tveggja samkvæmt bráðabirgða- skýrslum. Árið áður var verðmæti útflutningsins 200,6 milj. kr. og innflutn- ingsins 247,7 milj. kr., sam- kvæmt verslunarskýrslun- um. Ekki er enn vitað, hvaða breytingar hafa orðið á ár- inu á verði og magni útflutn ings- og innflutningsvar- anna frá því árið áður. Aftur á móti liggja nú fyrir upp- lýsingar um þetta fyrir 1942. Á því ári hækkaði verð út- flutningsins 6,2%, og magn hans jókst 0,1%, en innflutn ingsverðið hækkaði 23,2% og innflutningsmagnið 53,3% , alt miðað við árið á undan. Þessi þróun á verð- fallinu milli útfluttra og að- fluttra vara er ekki eins ó- hagstæð og tölurnar sýna, þar sem verðhækkun inn- flutningsins hefir að nokkru leyti átt rót sína að rekja til verðtoll á eplum og perum Uarmgja|cja]iæjí}íunar; sem úr 30% í 10% , á rúsínum og er nema að nokkru leyti sveskjum úr 54% í 25% og á maís úr 8% í 4%. Einnig var lækkaður tollur á nokkr um öðrum þýðingarlitlum á vaxtavörum. Loks var ákveð in tollalækkun á skrifstofu- vjelum, verðtollur úr 30% í 15% og vörumagnstollur úr 7 au. á kg. í 3%> evri. ís- lenska stjórnin gaf loforð um að hækka ekki toll á þess um vörum: Hrísgrjónum, hveitimjöli, haframjöli, ma- ísmjöli, hafragrjónum. baðm ullarfræsolíu, smubningsol- íum, gúmmístígvjelum og herfum. Tollalækkunin kom til framkvæmda 19. nóvem- ber 1943, daginn, sem versl- unarsamningurinn gekk í gildi. Á HAUSTÞINGINU voru samþykt lög um lækkun tolla á 4vöxtum. Var verð- tollur á nýj'um ávöxtum allra tegunda lækkaður úr 30%> í 10%, á þurkuðum á- vöxtum úr 50% í 25% og á til komin vegna aukningar á erlendum kostnaði við rekstur millilandaskipanna. Ganga má út frá því sem vísu, að á árinu sem leið hafi enn orðið röskun í óhag- stæða átt á verðhlutfalli út- fluttrar og aðfluttrar vöru, en þar hefir farmgjalda- hækkunin vorið 1943 verið stór þáttur og er líklegt, að ekki nema lítill hluti af tekjuaukningu Eimskipafje- lagsins vegna hennar hafi runnið til erlendra aðila. — Verslunar j öf nuður ársins var neikvæður um 19,2 (47,2) milj. kr. Með núver- andi aðstæðum segir versl- unarjöfnuðurinn lítið til um fjárhagsafkomu landsins út á við, eins og nánar er gerð grein fyrir á bls. 29 í árs- skýrslu 1942. Þrátt fyrir nei- kvæðan verslunarjöfnuð, hefir greiðslujöfnuður árs- ins verið mjög hagstæður, en þó varla eins hagstæður og tvö árin á undan. HEILDARVERÐMÆTI út flutningsins óx um 32,4 milj. kr. frá árinu áður. Þar af komu um 12 milj. kr. á sjávarafurðir og um 20 milj. kr. á landbúnaðarafurðir. Af útfluttum sjávarafurðum var ísfiskur 109,8 (107,1) milj. kr., freðfiskur 31,2 (16.5) milj. kr., síldarlýsi 27,2 (21,0) milj. kr„ lýsi 20,2 (21,7) milj. kr., síldarmjöl 6,1 (7,2) milj. kr., saltsíld 4,8 (5,6) milj. kr. og salt- fiskur 3,5 (11,2) milj. kr. Af útfluttum landbúnaðarafmð um var freðkjöt 10,6 (0,04) milj. kr., ull 9,1 (0,3) rnilj. kr. og saltaðar gærur 5,2 (5,2) milj. kr. — Tiþ Bret- lands voru fluttaf vörur fyr ir 190,2 (177,6) milj. kr., til Bandarikjanna fyrir 39,9 (18,1) milj. kr., til Spánar fvrir 1,7 (0,05) milj. kr., og til írlands fyrir 0,8 (0,4). Til annara landa en hinna nefndu voru fluttar úr vör- ur að verðmæti 0,4 (4,5) milj. kr. Enginn útflutning- ur var til Portugal, en árið áður voru fluttar þangað af- urðir fyrir 2,6 milj. kr/ —- Að öðru leyti vísast til þess, sem sagt er um útflutning einstakra afurða í köflun- um um landbúnað, sjávarút- veg og iðnað. INNFLUTNINGUR frá Bretlandi á árinu nam 58,2 (123,6) milj. kr Þar af var fatnaður og allskonar vefn- aðarvara 17,6 (48,9) milj. kr., kol 16,3 (14,9) milj. kr., ýmis konar vjelar og áhöld 4,0 (9,1) milj. kr., munir úr ódýrum málmum 1,4 (5,1) milj. kr., skófatnaður 0,5 (4.5) milj. kr., sement 4,3 (4.8) milj. kr., salt 0,9 (2,0) milj. kr. og leir- og glervör- ur 0,8 (4,6) milj. kr. Nær allur innflutningurinn á kol um, salti, sementi og kart- öflum yar frá Bretlandi, en flestar aðrar vörur þurfti að nokkru eða að mestu leyti að kaupa frá Ameríku og þá aðallega Bandaríkjunum. —- Innflutningur þaðan nara 159,5 (97,7) milj. kr. og var dreifður á nær alla vöru- flokka. Innflutningur frá Canada nam 20,9 (20,5) milj. kr., þar af korn og korn vörur til manneldis 10,3 (9.8) milj. kr., trjáviður og trjávörur 5,9 (6,3) milj. kr. og skepnufóður 1,6 (0,8) milj. kr. Innflutningur frá Brasilíu nam 2,6 (0,3) milj. kr„ og var það alt fyrir kaffk Frá öðrum löndum en hin- um nefndu voru fluttar inn vörur að verðmæti 2,5 (5,6) milj. kr. ■\ agrun jeg- hvíH nip3 Kleraugiim f r á Tflikf. BÓNAÐIR OG SMURÐIR BÍLAR H.f. STILLIR- Laueaveg" 168. — Sími 5347.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.