Morgunblaðið - 01.08.1944, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.08.1944, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur, 1. ág'úst 1944. \j framhaldssaga — Fylgist með frá byrjun „Það eru sögur eftir Was- hington Irving, sem er prýðileg ur rithöfundur og vinur minn“, sagði Nikulás. „Það er mjög sennilegt, að þú rekist einhvern tíma á hann“. Nikulás hallaði sjer aftur á bak í stólnum. Þetta snart eitt af aðal áhugamálum hans. Hann var auðvitað mjög vel að sjer í gullaldarbókmentunum, þótt föður hans hefði aldrei komið í hug, að senda hann á mentaskóla. Sú mentun, sem því nær hver og einn gat aflað sjer, jafnvel verslunarmenn og bændasynir, var ekki samboð- in höfðingjasyni. Hann hafði því eingöngu haft einkakenn- ara, þýska og enska. Síðan hafði hann ferðast í tvö ár um England, Frakkland, Spán, Ítalíu og Þýskaland, áð- ur en hann sneri aftur til Dragonwyck. Þá var faðir hans dáinn og hann orðinn ljens- greifi. Nikulás var því vel heima í gullaldarritunum, en síðustu fimm árin hafði hann fengið mikinn áhuga á amerískum bók mentum sinnar tíðar. Var hann í því mjög ólíkur öðrum stjett- arbræðrum sínum, er öpuðu alt eftir Evrópumönnum og fyrir- litu það, sem amerískt var. Nikulás hafði mikla ánægju af stöðu sinni sem ljensgreifi. Hann hafði hálfvegis, án þess að vera sjer þess meðvitandi, tekið Lorenzo af Medici eða Esterhazy prins sjer til fyrir- myndar. Heima í Dragonwyck las hann hin nýju ritverk eftir Bryant, Hawthorne, og glæsi- legt, ungt skáld, að nafni Poe, með einlægri ánægju sem var aðeins lítið blandin lítillæti. Því að sannfæring Nikulásar um eigm yfirburði var honum svo runnin í merg og Bein, að hann þurfti ekki að sanna hana fyrir öðrum, eins og þeir, sem ekki eru eins öruggir. Hann var af'Van Ryn ættinni, ljensgreifi á Dragonwyck setri, engum háður á himni eða jörðu. Hann leit aftur á Miröndu, sem sat og hallaði sjer áfram, og horfði til strandarinnar. — Andvarinn hafði blásið dálitl- um roða í fölar kinnar hennar, munnur hennar var hálfopinn, og Iítil brjóst hennar und- ir brúnni merinó-treyjunni hreyfðust upp og niður. Það gislaði frá henni ósvikinn, kven legur unaður, og löng augu, hennar, sem virtust því nær gylt gegnum þjett, dökk augna hárin, voru dásamlega fögur. Það voru í rauninni tælandi augu ástríðufullrar konu, þótt það væru hreirm og saklaus jómfrúr-augu. Honum datt allt í einu í hug frönsk greifafrú, sem hann hafði átt vingott við í París, en hafði svo loks gengið fram af honum. Minningin um hana gerði honum gramt í geði, og hann sagði kuldalega: „Jeg er hræddur um, að þú sjert mjög fáfróð, Miranda. Jeg mun reyna að bæta úr því, með því að láta þig lesa góðar bæk- ur“. Miranda reyndi að bosa. — Henni sárnaði, hve kuldaleg- ur hann var. Hann hafði verið svo vingjarnlegur og hrífandi alla leiðina, að hún hafði un- að sjer eins vel í návist hans og hann hefðí verið jafnaldri hcnnar. Henni kom því á ó- vart, að hann skyldi allt í einu fara að tala við hana, eins og faðir hennar var vanur að gera. Hún var hrædd um, að hann væri orðinn þreyttur á sjer og sannfærðist alveg um það, þeg- ar hann stóð allt í einu á fætur og sagði: „Jeg ætla að ganga dálítið um hjerna á þilfarinu. Þjer er óhætt hjerna á meðan“. Hana langaði til þess að fara mð honum. Hún var óvön að sitja kyrr svona lengi. En hún þorði kki að ympra á því við hann. Þetta var fyrsta reynsla hennar af hinu dulda skapi hans, sem réyndari menn og þroskaðri en hún, höfðu átt erf itt með að skilja. Eftir klukkustund kom hann aftur, og hún sá þegar, að hann var kominn í gott skap á ný. Hann kom í áttina til hennar og brosti. Bros hans var án allr ar glaðværðar, en magnþrung- ið og persónulegt. „Innan hálfrar stundar erum við komin til Dragonwick, Mir- anda. Þetta þarna er Hudson- þorpið“. Hún horfði hlýðin á þessa litlu og snotru húsaþyrpingu, sem hann benti henni á, en með sjálfri sjer fannst henni bæði Newburgh og Poughkeepsie fallegri. „Jeg hfi verið að hugsa um þetta nafn, Dragonwyck, Niku- lás frændi“, sagði hún feimn- islega. „Þú mátt ekki halda að jeg sje með neina hnýsni“, flýtti hún sjer að bæta við, þar eð hún var hrædd um, að hún myndi móðga hann aftur. En Nikulási var ánægja af að tala um allt, er laut að sögu fjölskyldu hans og ættaróðals. Hann settist þegar niður. „Nafnið er sambland af ind- verskri goðsögn og hollensku — þýtt á ensku. Þegar Corne- Iius Van Ryn, fyrsti ljensgreif- inn, nam land hjer, þá sigldi hann fyrst frá New Amster- dam til þess að líta á landið og velja stað fyrir húsið. Hann valdi þenna klett, niður við fljótið. En flokkur Mohikana hafðist við rjett hjer hjá, og hann komst brátt að því, að þeir v.oru hræddir við klettinn, sem hann var byrjaður að byggja hús sitt á. Þeir forðuð- ust hann eins og heitann eld- inn, og þótt hann væri góður við þá, óttuðust þeir hann líka. Þegar hann kyntist þeim bet- ur, komst hann að ástæðunni fyrir ótta þessum. Þeir trúðu því, að undir klettinum byggi ægilegur dreki, sem tortímdi öllu, er inn á umráðasvið hans kæmi“. „Og hjelt hann áfram að byggja, þrátt fyrir það?“ spurði Miranda. „Auðvitað. Og hann kallaði staðinn „Dragonwyck", sem er hollenska og þýðir „staður drekans“, og þannig hefir það haldist í tvö hundruð ár. „Og drekinn hefir aldrei á- reitt ykkur?“ spurði Miranda bæði í gamni og alvöru. Nikulás hafði gaman af spurningu hennar. „Nei. Það eru til margar fleiri munnmæla sögur hjeðan úr sveitinni. Jeg vona að þú sjert ekki mjög á- hrifagjörn, því að annars get- ur Zélie gamla gert þig hrædda hrædda með skrafi sínu um galdranornir, vofur og drauga -----“. Hjer stansaði hann allt í einu, eins og hann hefði ætl- að að bæta einhverju við. FÍún beið þess kurteislega að hann hjeldi áfram. En hann gerði það ekki, og rjett í þessu bljes skipið. „Þá erum við kom in“, sagði hann. Mörgum árum síðar vissi Miranda, að áhrifamesta augna blik í lífi hennar var, þegar hún sá Dragonwyck í fyrsta sinn. Hún starði á þessa risa- stóru skuggamynd, sem b.ar við austurhimininn, á turnspír- urnar, gaflana og reykháfana. Það var eins og það góða og illa, hamingja sú og óhamingja, sem hún átti eftir að reyna undir þessu þaki, yrði að líkam legu afli, sem þrengdi sjer yf- ir fljótið, inn í sál hennar. A meðan skipið sigldi upp að einka landgöngubrúnni, stóð hún við hliðina á Nikulási og starði á höll þessa með ótta- blandinni aðdáun. Nikulás leit á hana og sá hvað henni leið, og ljet hana því stara í þögn. Heimili hans var hluti af honm,- ytri tjáning á vilja hans. Ofan á hollenska landsetrið, sem hann hafði erft, hafði hann sett þennan gotneska íburð, sem þar var að sjá nú. Hann hafði orðið hrifinn af hugmynd um Andrew Downing, sem var ungur byggingameistari, er einkum bygði sveitasetur. En Nikulás var ekki á því áð'til- einka sjer hugmyndir annars, og þegar hann hafði endur- bygt gamla Van Ryn setrið fyr- ir fimm árum, hafið hann að- eins notað Downing sem leið- sögumann. Upphaflega voru herbergin tíu, en hann bætti 20 herbergjum við, göflunum, litlu turnunum og háa turnin- um, sem var fyrir miðjunni. Þótt árangurinn líktist þýskri höll á Rínarbökkum, sem orðið hefði fyrir áhrifum af enskri byggingarlist, og væri bland- inn hreinni ímyndun, var hann engu að síður amerískur, og fór vel við umhverfið. Ef Loftur j?etur það ekki — þá hver7 Gullhöllin, sem sveif í loftinu Æfintýr eftir P. Chr. Asbj‘rnsen. 13. Svo var annar sendur, og það var Rauður riddari. En bonum gekk ekki betur, því ekki skreið hann minna fyrir tignar og valdsmönnum, og svo sendi konungsdóttir boð í land og ljet segja, að ef hinn rjetti væri ekki sendur, Ijeti hún hermenn sína á skipinu mikla, gera atlögu að staðn- urft. Kom nú ótti mikill á alla hina öfundsjúku og varð að ráði að dreypa lífsins vatni á hinn sofandi pilt og senda hann á skipsfjöl. Hann var nú ekki að bukta sig og beygja, en kinkaði brosandi kolli til konungsdóttur og sonar henn- ar og svo tók hann úr barmi sínum stykkið, sem hann hafði klippt úr kjólnum hennar í gimsteinahöllinni. „Þetta er hann pabbi minn“, hrópaði barnið og fekk honum gulleplið, sem það ljek sjer að. Þá varð mikil gleði. í staðnum, menn losnuðu við ófrið, og konungur hafði endurheimt sína langþráðu yngstu dóttur með fríðum syni. Þegar það fram, hvað elsta konungsdóttirin og Rauður riddari höfðu gert við piltinn, vildi konungur láta hegna þeim grimmilega, en piltur og unnusta hans báðu þeim lífs og var þeim þá hlíft. — En þegar brúðkaup átti að standa í konungsgarði, — þetta var um vor, — þá varð pilti litið út um gluggann sinn, brúðkaupsmorguinn. Sá hann þá, að verið var að láta út hestana, og sá síðasti, sem út úr hesthúsinu kom, var tryppið góða, en var þá svo magurt og máttf'arið, að það gekk á hnjánum út um dyrnar. Varð pilti illa við, sem nærri getur og flýtti si: / niður í hallargarðinn, þótt hann vissi ekki hvað hann gæti gert, en tryppið sagði þá, að einn greiða og aðeins einn gætj hann gert sjer, það væri að höggva af sjer höfuðið. Piltur var lengi tregur til, en þó kom svo, að hann sótti sverðið, sem hann hafði fengið í silfurhöllinni og hjó höf- uð af sínum trygga förunaut, en um leið og höfuðið fauk af tryppinu, losnaði álagahamurinn og stóð þar nú einn fegursti konungssonur. Hann fekk næst yngstu konungs- dótturina fyrir konu og gerðist nú veitsla mikil, þar sem allir átu og drukku, sem þeir höfðu þol til, — en þó drek- arnir mest. — Og illa er jeg svikinn, ef hrafninn, sem einu sinni hjálpaði piltinum, hefir ekki sótt þá veitslu, — og hver veit nema einhver tröllabörn hafi komið líka. ENDIR. Maður, sem var að "hlusta á rjettarhöld í „Court of Sessi- ons“ í Englandi, fór út úr saln- um, þegar verjandinn hafði talað nokkra stund. Hann kom svo þangað áftur eftir langan tíma og var þá sami maðurinn enn þá að tala. Áheyrandinn snjeri sjer að Cockburn lávarði, lögfræðing og sagði: „Maðurinn er auðsjáanlega að eyða til ónýtis feykimiklum tíma“. „Tíma“, sagði lögfræðingur- ínn. „Það er langt síðan hann er búinn með allan tíma. Nú gengur hann á rjett eilífðarinn- ar“. ★ þangað til áheyrendur yðar koma“. ★ Þegar John Drew ljek í )tRose- mary“ þúrfti hann að raka af sjer skeggið og við það breytt- ist útlit hans mjög. Stuttu Seinna hitti hann Max Beer- bohm í anddyri leikhúss nokk- urs í Londön, en Drew gat ekki komið fyrir sig, hver það væri. Mirmi Mr. Beerbohm var þó betra og sagði hann: „Ó, Mr. Drew, jeg er hrædd- ur um að þjer þekkið mig ekki vegna þess að þjer hafið rakað af yður skeggið". ★ Alexander Smyth, hershöfð- ingi frá Virginia, mikill dugn- aðarjálkur, var annálaður fyrir það í breska þinginu, hvað hann hjeldi langar og þreyt- andi ræður. — Eitt sinn; er hann hafði haldið óvenju langa og lýjandi ræðu, snjeri hann sjer að Henry Clay, sem var sessunautur hans og sagði: „Þjer, herra, talið fyrir nú- verandi kynslóð, en jeg tala fyr ir þá komandi“. „Já“, svaraði Mr. Clay, „og þjer virðist staðráðnir í að tala, Sir Josiah Stamp, hjelt eitt sinn ræðu í Chicago-klúbbn- um, og sagðist vona að hann væri ekki búinn að tala of lengi, því „jeg vildi ekki vera í sömu aðstöðu og presturinn“, hrópaði hann, „sem allt í einu í í miðri ræðu stoppaði og sagði ávítandi: Þið álítið að jeg viti ekki að ykkur er orðið tíðlitið á úr ykkar, en jeg veitti því eftirtekt, þegar þið fóruð að bera þau upp að eyranu, til þess að gá að, hvort þau hefðu ekki stansað“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.