Morgunblaðið - 01.08.1944, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.08.1944, Blaðsíða 12
12 Þriðjudagur. 1. ágúst 194Í, SAMNINGAR hafa ekki tek- ist milli Iðju og atvinnurekenda og var í gærkveldi búist við að verkfall myndi hefjast í dag eins og boðað hafði verið, ef samningar hefðu ekki tekist fyrir 1. ágúst. Sáttasemjari ríkisins í vinnu deilum, Jónatan Hallvarðsson sakadómari, hefir undanfarna daga átt viðtöl við aðilja og reynt að miðla málum, enjsað hafði ekki tekist í gærkveldi. / Mun töluvert bera á milli. Sáttasemjari sagði Morgun- blaðinu í gærkveldi, að hann myndi enn gera tilraunir til að miðla málum í deilunni. Verkfallið mun ná til rúm- lega 1000 manns hjer í bænum og auk þess til starfsfólks Raf- tækjaverksmiðjunnar í Hafnar- firði. Tungufljóisbrúin fullgerð LOKIÐ er við endurljygg- ingu brúarinnar á Tungufljóti í Skaftártungu. og fer nú öll umferð unt brúna. Meðan brúin var í smíðum fóru bílar yfir fljótið á vað- inu skamt fyrir neðan Gröf. Var sterkt vírnet lagt þar á sandbotn fljótsins og fóru bíl- ar viðstöðulaust yfir á því. An vírnetsins hefði ekki ver- ið viðlit að komast yfir fljót- íð á bílum, vegna þess að þarna er sandbleyta. Þessi vír- net geta vafalaust bætt sam- göngur annarsstaðar á land- inu, þar sem svipað hagar til og þarna. en þau munu sem stendur vera ófáanleg. Hjeraðsméi Sjálfsfsðismanna í Skagafirði F.TELÖG S.TÁLFSTÆÐIS- 'MANNA í Skagafirði gengust fyrit’ hjeraðsmóti í Melagili við R^nistað síðastliðinn sunnudag. Var þar mikið fjöl- menni samankomið. Fyrst var guðsþjónusta og prjedikaði þar síra Helgi Kon- ráðsson prestur á Sauðárkróki. Því næst setti Eysteinn Bjarnason verslunarstjóri sam komuna og hann stjórnaði henni. -Tón Pálmason alþm. á Akri. flutti ræðu. Magnús Gíslason á Vöglum flutti kvæði. Lúðrasveit Akureyrgr skemti. Loks var stiginn dans. Fór samkoman hið besta fram. Korten hershöfðingi jarðsettur. Þýska útvarpið skýrði frá því í gær, að Korten hershöfð- ingi, sem fórst, er Hitler var sýnt banatilræðið, hafi verið jarðsunginn í dag með hernað- arlegri viðhöfn. Voru viðstadd- ir margir af fremstu mönnum þýska hersins, flotans og flug- ltðsins. Göring lagði sveig á leiðA og flutti stutta ræðu. FORSETI ÍSLANDS flytur ræðu tií Akurnesinga fyrir framan Hótel Akranes, s. 1. sunnu- dag. Akranes var íyrsti viðkomusíaður forsetans á ferðaiagi hans um landið. Ferðafag lorseta islands m landið FORSETI ÍSLANDS lagði upp í ferðalag sitt um Vest- ur- og Norðurland s.l. sunnu dag og var fyrsti viðkomu- staður Akranes. Forseti ferð aðist í bíl sínum og er Pjetur Eggerz forsetaritari í för- inni. Á sunnudag kom for- seti til Akraness og Borgar- ness. í gær kom hann til Búð ardals og gisti þar í nótt, en í dag fer forseti til Blöndu- óss. A Akranesi. Til Akraness kom forseti kl. 2 á sunnudag. Þeir Olafur B. Björnsson, forseti bæjarstjórn- ar, Arnljótur Guðmundsson, bæjarstjóri og Þórhallur Sæ- mundsson bæjarfógeti fóru í bíl til móts við forseta og mættu forsetabílnurrr milli Óss og Hvít árness. Var þaðan haldið beint að Görðum og bæjarlandið skoð að, jarðrækt og framræsla síð- ustu ára. Var þaðan háldið nið- ur á Skaga og verslunarlóðin skoðuð og umhverfi Lambhúss- sunds, sem löggilt var fyrir 80 árum (16. júní 1864) sem versl unarstaður. Þá voru skoðuð hafnarmannvirki og hin nýja bryggjugerð. Nýi vitinn og varnargarðurinn umhverfis Breiðina var og skoðað, en síð- an var Bíóhöllin og hin nývígða Bjarnalaug skoðuð. Þá var gengið til kirkjunnar og síðan skoðað Bæjarhúsið. en þar eru skrifstofur bæjarins, Gagn- fræðaskólinn og Sparisjóður- inn. Að því loknu var haldið til Hótel Akraness, en þar bauð bæjarstjórn til kaffidrykkju. Sátu um 70 manns boðið. Þar flutti forseti bæjarstjórnar ræðu og bauð forseta velkom- inn og árnaði honum heilla, Forseti svaraði með ræðu og Petrea G. Sveinsdóttir flutti ræðu. Margt Akurnesinga hafði, safnast saman fyrir utan Hótel, Akranes og ávarpaði forseli Hefir heimsótt Akranes Borgarnes og Búðardal mannfjöldann með ræðu, en bæjarfógeti þakkaði með ræðu. Að þessu loknu hjelt forseti og fylgdarlið hans frá Akranesi og fylgdu honum á leið sömw menn og tekið höfðu á.móti hon um. Fylgdust þeir með forseta að Ölver, útiskemlistað Akur- nesinga. Var staðnæmst þar- stutta stund, en síðan hjelt for- seti áleiðis til Borgarness. Forseti keraur til Borgarness. Um klukkan 19 á sunnudag kom svo forsetinn til Borgar- ness. Sýslumaðurinn í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu tók þar á móti honum, og snæddi forset- inn kvöldverð hjá sýslumanns- hjónunum. Kl. 21'hjelt forseti í Skalla- grímsgarð, sem Kvenfjelag Borgarness hefir komið upp. Skátar, íþróttamenn og -konur gengu þar fyrst fram fyrir for- seta undir íslenskum fánum og heilsuðu forseta með fána- kveðju, en síðan afhenti ung stúlka fofseta fagran blómvönd. Sýslumaðurinn bauð forseta vel kominn með nokkrum orðum. Síðan heilsaði foráeti gestum þeim, sem í garðinum voru, þar á meðal sýslunefndar- og hreppsnefndarmönnum, fram- kvæmdanefnd skrúðgarðsins og flei-rum. Um nóttina gisti forseti á sýslumannsheimilinu, en lagði svo á mánudagsmorgun af stað til Búðardals. í Búðardal. Klukkan 14 í gær kom íorsetinn til Búðardals og snæddi þá hjá sýslumannshjón- unum þar á staðnum. Klukkan 18.15 var haldið til samkomuhússins á .staðnum. Fyrir utan samkomuhúsið bauð sýslumaður forseta velkominn með nokkrum orðum, en forseti þakkaði og ávarpaði menn, sem allmargir höfðu komið saman þarna á staðnum. í gærkveldi snæddi forseti, í boði sýslunefndarinnar, kvöld- verð í gistihúsinu í Búðardal. Túnasléttur gengur ágællega um land all TÚN ASLÁTTUR gengur vel allsstaðar á landinu. Slátt- ur byrjaði að vísu í síðara lagi sumsstaðar, vegna Ijelegrar sprettu. Var spretta einkum ljeleg á Norð-Austurlandi og í sumum sveitum í Vestur- Skaftafellssýslu, austan Mýr- dalssands. En síðustu 2—3 vik- urnar hefir grassprettu farið mjög fram. Tíðarfarið um túnasláttinn hefir verið með afbrigðum gott um land alt. Hafa bændur hirt töðuna jafnharðan, hvann- græna. Engin tugga hefir hrak- ist til þessa. Margir bændur, víða um land, hafa lokið fyrri slætti á túnum og náð inn töð- unni í eins góðri verkun og frekast verður á kosið. Tún halda áfram að spretta í blíð- viðrinu og eru líkur til, að mikil há verði víða á túnum. Allar líkur benda því til þess, að töðufengur bænda verði góð ur að þessu sinni, og víst er það, að nýting töðunnar verður í besla lagi. Frækileg björgun Maður lífgaður eftir að hafa legið 10 mínútur 1 vatni. SÍÐASTLIÐINN föstudags, morgun vildi það slys til, ei* þrír menn, sem voru að steypa mold af vörubifreið í iiafra- lónsbrú, sem er skamt frá Þórshöfn, að bifreiðin rann ofan í ána ásamt mönnunum Akureyri og var í henni m, ábakkanum og tókst bifreið- arstjóranum að bjarga þeim, en Valdimar Bjarnason, vei’ka- maður frá Þórshöfn náðist elcki. Þar sem enginn þeirra, er við voru, var syntur gátu þeip ekkert aðhafst. — Skömmu síðar bar þar að bifreið fráj Akureyri og var í henni m, a. Páll PálsSon, ungur versl- unarmaður frá Akureyri. Var honum sagt af slysinu, og brá hann þegar við, stakk sjer í ána, synti að stað þeim er Valdimar sökk, á allmiklu dypi, kafaði hann eftir hon- um og var Valdimar meðvit- undarlaus er Páll kom með hann að landi, enda mun hann þá hafa legið í vatni um það bil 10 mínútur. Auk sem þess Páll er vel syntur, hafði hann lært lífgunartilráunir og hóf hann þær samstundis á hinum kafnaða manni, en ljet jáfn- framt senda eftir lækni ti 1 ■ Þórshafnar. Páll hjelt lífgunartilraun- um sínum látlaust áfram, eðá þar til læknirinn kom og vai’ þá komið lífsmark með ValdL mari og náði hann brátt fullri' rænu. • Hefði Páll ekki byrjað' lífgunartilraunir sínar, en beð- ið eftir lækni, mundi eflaust hafa verið gagnlaust að gera þær, eftir að svo langur tímí var liðinn og má því seg.ja að' um sje að ræða tvöfalda björg un, og sýnir enn einu sinní hversu nauðsynlegt það er að almenningur kunni hvoru- tveggja, sund og lífgun. ■ Er leitt til þess að vita að ísl. ríkið skuli ekki enn hafa látið útbúa verðlaun hancía þeim mönnum, sem sýna slíkt snarræði og kunnáttu er Páll Pállsson sýndi. Sekfir fyrir brol á verðlagsákvæðum NÝLEGA hafa eftirgreindir aðilar verið sektaðir sem hjer segir, fyrir afbrot á verðlagsá- kvæðum. Guðmundur Jóhannesson, for stjóri, f. h. M. Th. Blöndahl h.f. Sekt kr. 3000.00 fyrir of hátt verð á kaffi, kaffibæti o. fl. Ó- löglegur hagnaður, sem nam kr. 20.218,54 var gerður upp- tækur. Sigurður Jónsson, forstjóri, f. h. Slippfjelagsins í Reykjavík. Sekt kr. 2000.00 fyrir brot á verðlagningarreglum í sam- bandi við verðlagningu timburs Reykjavík, 29. júlí 1944. Skrifstofa verðlagsstjóra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.