Morgunblaðið - 01.08.1944, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.08.1944, Blaðsíða 1
81. árgangnr. 170. tbl. — Þriðjudagur 1. ágúst 1944. tsafoldarprentsmiðja h.f. SUM GREIÐ LEIÐ TIL A-PHtfSSLA Þjóðveriar halda a5 Tyrkir æili í sfríð LONDON í gær: — Þýsku blöðin fara ekki dult með, að svo geti farið, að Tyrkir segi Þjóðverjum stríð á hendur. Það þykir hú alveg víst, að Tyrkir muni slíta verslunar- og stjórn málasambandi við Þjóðverja og að ákvörðun tyrknesku stjórn- arinnar um þetta verði lögð fyr ir þjóðþingið á miðvikudag. Taugastríð. Þýsku blöðin hafa byrjað taugastríð mikið gegn Tyrkjum. Eru blöðin stórorð í garð Tyrkja og segja, að þeir megi vara sig, ef þeir ætli að láta Breta lokka sig út í æfintýri sem ekki geti endað nema á einn veg fyrir Tyrki og verði þeim til fals á allan hátt. Sagt er að von Papen, sem átt hefir langar viðræður við Sarajuglo forsætisráðherra Tyrkja, hafi fyrirskipað öllum þýskum þegnum í Tyrklandi, að vera viðbúnir því að flytja úr landi með litlum fyrirvara. Sömu skipun hafa ungverskir, búlgarskir og japanskir þegnar í Tyrklandi fengið. ayðanum „Tirpitz" bsttið á fiol Stokkhólmi ,í gærkv«ldi. Fregnir frá Noregi herma, að Þjóðverjar hafi nú gert við orustuskipið „Tirpitz" að mestu og hafi það verið á reynsluferð í Altenfirði und- anfaraa daga. Það er þó ekki talið, að tekist hafi að gera við skipið til fulls í Noregi, til þesa sjeu ekki aðstæður nógu g<5ðar í Altenfirði. En bent er á að Þjóðverjar mtini hafa mikinn hug á að koma skipinu til Eystrasalts, því þar hafi Rússar ekkert her- skip á stærð við „Tirpitz". — Reuter. LONDON í gær: — A sunnu- dag bárust þær fregnir, að Rommel marskálkur hefði særst hættulega í loftárás, sem flugvjelar bandamanna gerðu á aðalstöðvar þýska hersins í Normandi um helguia. Þýskur herráðsforingi, sem tekinn var höndum staðfesti þessar fregn- ir. Sagði hann, að Rommel hefði særst hættulega. Hann hafi verið meðvitundarlaus í 6 klukkustundir og að sjer þætti ólíklegt að Rommel myndi lifa. Engar fregnir hafa síðan þor ist um líðan Rommels, en lausafregnir herma að nokkrar byssukúlur hafi hæft hann og f arið* í gegnum lungun. -— Reuter. Churchill talar CHURCHILL forsætisráð- herra mun gefa breska þinginu skýrslu um ófriðinn á morgun. Það er talið líklegt, að Churchill muni ræða ítarlega það, sem er að gerast í Tyrk- landi, auk þess, sem hann mun ræða um hernaðaraðstöðuna í Frakklandi og á austurvígstöðv unum og innanlandsástandið í Þýskalandi. 1111 M LONDON í gærkveldi: Her- málasjerfræðingur þýsku frjettastofunnar, Karl Pragner, sagði í dag, að bandamenn hefðu hafið lokasókn sinni til Florens og væri auðsjeð á öllu, að bandamenn ætluðu sjer að ná borginni í þessari lotu. — Prágner sagði, að sóknin hafi verið háfin í morgun með gífur legri stórskotahríð. I fregnum bandamanna frá Italíu segir ekkert um þessa sókn, en talað er um harða bar- daga skamt frá Florens og sagt að Nýsjálendingar hafi unnið nokkuð á. Þjóðverjar hafi teflt fram tigrisskriðdrekum. > Undanhaldsleiðir Þfóðverja frá Estlandi og Lettlandi að lokast London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. RÚSSAR SÆKJA FRAM með sama hraða og áður og hafa hersveitir þeirra sótt fram á þrenhum vígstöðvum í dag. Einn her hefir sótt fram í áttina til Eystrasalts og er nú eina 40 km. frá Rigaflóa. Annar her hefir sótt fram í áttina til Austur-Prússlands og er nú um 30 km. frá landamærunum. Þriðji herinn hefir sótt fram til Varsjá og hefir tekið borgir, sem eru 30 km. austur frá borg- inni, en annarsstaðar eru Rússar komnir nær. Sækja þeir að Varsjá úr norðaustri, austri og suðaustri. Listaverk á öruggum stað. Um helgina bárust fregnir um, að bandamenn hefðu fund ið dýrmæt listaverk frá Flor- I ens óskemd á öruggum stað í smábæ einum skamt frá borg- I inni. Meðal þessara listaverka 'voru mörg heimsfræg málverk. Slórárás á Munchen LONDON í gærkveldi: 1200 amerískar sprengjuflugvjelar fóru í dag til árása á Múnchen og verksmiðjur í umhverfi borgarinnar. Er þetta fimta dag árásin, sem gerð er á borgina í júlímánuði. Einnig voru gerð ar* árásir á Ludvigshafen og flugvöll í Frakklandi. Orustuflugvjelar, sem fylgdu sprengjuflugvjelunum, eyði- lögu 18 þýskar flugvjelar á jörðu með vjelbyssuskothríð, en þýskar orustuflugvjelar komu ekki á vettvang. 16 amer ískar sprengjuflugvjelar og 4 orustuflugvjelar voru skotnar niður í árásum þessum. Flugvjelar frá stöðvum í ítal íu, um 500 talsins, gerðu árás í dag á Bukarest og Plóesti Hröð sókn í Frakklandi Fasfar flugferðir um sland ©g Oræuland NEW YORK í gær: — Pen- sylvaniu-flugfjelagið hefir birt áætlanir um flugferðir, sem fje lagið hygst að halda uppi að ó- friðnum loknum milli heims- álfa. Er í þeim áætlunum gert ráð fyrir flugsamgöngum milli Evrópu og Ameríku unj Ný- fundnaland og ísland. Þá hefir fjelagið áætlanir um ferðir frá Ameríku til Asíu og mun verða flogið yfir Alaska og Siberíu. Loks eru ráðgerðar flugferðir um Suður-Atlants- haf. — Reuter. London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. BAN.DAMENN hafa sótt hratt fram á vígstöðvunum í Frakklandi um helgiría, einkum Bandaríkjamenn, sem hafa sótt suður með vesturströnd Nor- mandi-skaga, alla leið til Perc- ey og tekið borgirnar Granville og Avranches auk smærri bæja og þorpa. A vígstöðvum Breta og Kana damanna, fyrir sunnan Cou- mont hefir sóknin ekki verið eins hröð, en þar hafa banda- menn sótt fram um 10 km. og náð þýðingarmiklum stöðum- á sitt vald, þar á meðal hæð nokk urri, sem auðkend er með töl- unum 309. Rúmlega 10.000 fangar• teknir. „I Sókn sinni meðfram vestur strönd Normandi-skaga hafa Bandaríkjamenn tekið marga fanga og er nú fangatalan kom in upp í 10.500, síðan sóknin var hafin í vikunni sem leið. En stöðugt bætast fleiri þýskir hermenn í fangahópin, því enn er verið að hreinsa til í virkj- um, sem bandamenn fóru fram hjá í sókninni. Inn í land hafa Bandaríkja- menn sótt fram um leið og þeir fóru suður með ströndinni. — Hafa þeir tekið bæina Gavray, Torigny sur Vire og Villedieu, ásamt mörgum þorpum. Sókn Breta. Á Coumontsvæðinu hafa Bret ar og Kanadamenn tekið bæina Chagney, Saint German de Apostrophe og St. Martin de Desaces. Þjóðverjar hafa reynt að gera mörg gagnáhlaup á þessum slóðum, sem banda- menn hafa hrundið. Þjóðverjar höfðu komið fyrir sig jarð- sprengjum á þessum slóðum og leynisprengjur eru á hverju strái. \ Aðstoð flugliðs. Bandarpenn njóta aðstoðar flugliðs á öllum vígstöðvum. I dag komu á vettvang um 100 þýskar orustuflugvjelar, en þær reyndu að komast hjá bardög- um við flugvjelar bandamanna. 18 þeirra voru skotnar niður. Fluglið bandamanna hefir í dag haldið áfram árásum á lið og birgðalestir Þjóðverja GÓÐAR UPPSKERU- HORFUR í SVÍÞJÓD STOKKHÓLMUR: Uppskeru horfur í hjeraðinu umhverfis Stokkhólm hafa, frá því er stríð ið hófst; aldrei verið betri en nú. Undanhaldsleiðir Þjóðverja rofnar. Stalin marskálkur birti þrjár dagskipanir í kvöld og í Moskva var skotið 60 sinnum af 220 fallbyssum til að fagna miklum sigrum, sem unnist hafa í dag. Eru sigrar þessir all ir hver öðrum mikilvægari. í sókn sinni til Eystrasalts- stranda hafa Rússar komist til Jelgava, (öðru nafni Mitau) í Lithauen. Er sú borg um 30 km. frá Rígaflóa. Um Jelgava liggur einasta járnbrautin, sem Þjóðverjar höfðu á valdi sínu frá Estlandi og Lettlandi. Um þessa borg liggur aðaljárnbraut in frá Riga til Köningsberg í Austur-Prússlandi. 30 km. frá Austur-Prússlandi. I annari dagskipan, sem stíl- uð var til Chernyakovski hers- höfðingja segir Stalin, að Rúss- ar hafi í dag tekið borgirnar Mariampole, Pilviskaia, Shesta kov og Seink. Hafa Rússneskar hersveitir á þessum slóðum brotist vestur yfir Niem-fljót á 50 km. breiðu svæði. Borgir þær, sem Rússar hafa tekið eru um 30 km. frá landamærum Austur-Prúss- lands. Þarna tóku Rússar als 1500 bæji og þorp í dag. Rússum er nú greið leið til landamæra Austur-Prússlands og með jafn hraðri sókn ætti ekki að líða margir da'íar þar til Rússar berjast á þýskri grund. Sóknin til V rsjá. I þriðjv dagckipan sinni í kvöld tilkynii Stalin fall Siedice. Mmsk, Mazowiecki og Lukow. Allar eru þessar borg- ir í þjcð'iraut á leiðinni til Var- sjá og voru vel víggirt virki í varn^rkerfi Þjóðverja um-( hverfis Varsjá. Siedice er síð- asta járnbrautarckiptistcðin fyr ir austan Varsjá, um 30 km. frá borginni, Rússneskar hercveit- * Framhald á 8. síðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.