Morgunblaðið - 03.08.1944, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.08.1944, Blaðsíða 1
BANDAMENN SÆKJA FRAM TIL ÞESS AÐ EINANGRA BRETAGNESKAGANN Vsiurvígstöðvamar Kortið hjer að ofan sýnir helstu staðina, þar sem bandamenn sækja nú fram í Frakklandi, t. d. borgina RENNES, sem Band aríkjahersveitir stefna til, til þess að einangra með frekari sókn Bretagneskagann. Þá sjást og bæir þeir, sem barist er um austar. Hernaðaryfirlit Churchills Fmmsókn bnndamnnna boðar að stríðið íari að enda Rætt um innrásina, svif- sprengjur, Tyrki og Pólverja Svifsprengjur laska 800 þús. hús London í gær. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. CHURCHILL FORSÆTISRÁÐHERRA Breta gaf yfirlit um gang styrjaldarinnar og horfur í henni í neðri málslofu breska þingsins í dag. Ræddi hann þar viðureignirnar um heim allan og kvað líða að lokum styrjaldarinnar. Ennfremur ræddi Churc- hill sjerstaklega styrjöldina gegn Japönum og kvað nú heldur þjarmað að þeim. Þá lýsti hann sókn bandamanna í Normandþ sókn Rússa í Póllandi og Eystrasaltslöndum og svifsprengju- árásum Þjóðverja á London, sem nú hafa staðið 7 vikur sam- fleylt. Churchill sagði að fregnirnar; sem hann hefði að færa. væru yfirleitt góðar; óvinirnir væru allsstaðar á undanhaldi, ekki síst í sjóhernaðinum; þar sem kafbátarnir þýsku gætu lítið sem stæði. En hann kvað menn vera á verði þar og einnig gegn nýjum flugvjelategundum; sem Þjóðverjar beittu gegn skipum bandamanna. Churchill hóf mál sitt á því að ræða styrjöldina gegn Jap- önum; og kvað hann ekki myndu líða eins langt frá því að Þjóðverjar væru sigraðir og þar til er Japanar yrðu yfirbug aðir; og Ijaldið væri. Sagði Churchill að herir bandamanna í Burma hefðu unnið þrekvirki mikil; 0g víða um Kyrrahafið væru Japanir innikróaðir á eyj um og æltu þeir þaðan ekki undankomu auðið. Þá kvað Framh. á 4. síðu. Fyrsla dagskipan Himlers London í gærkveldi. Heinrich Himler, sem nýlega var skipaður yfirhershöfðingi á heimavígstöðvunum þýsku, gaf út fyrstu dagskipan sína í dag, og komst svo að orði í henni, að „allir hermenn á heimavígstöðv unum, hvort sem þeir væru yf- ir- eða undirmenn, yrðu að margfalda afköst sín og varpa á brott allri síngirni“. Allir menn, sem með nokkru móti mættu missa sig að heiman og væru vígfærir, yrðu sendir til vígstöðvanna, en allir, sem ekki störfuðu beint í þágu hernað- arins, yrðu settir til starfa fyrir hernaðarátak þjóðarinnar, þann ig að hver einasti maður legði fram alt sem hann ætti af þreki og kunnáttu í baráttu heildar- innar. — Reuter. Herriot á lífi. London: — Blöðin í París hafa borið til baka fregnirnar um það, að hinn kunni franski stjórnmálamaður, Herriot, sje látinn. Segja þau hann við bestu heilsu og kveða hann nú dvelja í Suður-Frakklandi. Framsveitir nálgast Rennes London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. HERSYEITIR BANDARÍKJAMANNA sækja ný fram. með skriðdrekum í áttina til hinnar mikilvægu samgöngu- miðstöðvar Rennes, eftir að hafa rofið varnir Þjóðverja við' Selune-ána og komist yfir hana. Ekki er nákvæmilega vitað. hve nærri Rennes fremstu sveitir Bandaríkjahersins eru komn- ar, en fregnir frá aðalstöðvum Eisenhowers herma, að mót- spyrna Þjóðverja þaina suðurfrá sje næsta lítil og er mark- mið Bandaríkjamanna augsýnilega það að einangra Bretag- neskagann allan með þessari nýju sókn. Hala Rússar boðið Finnum frið! AFTONBLADET sænska skýrir frá því, að Rússar hafi boðið Finnum frið með sömu skilmálum og Finnar höfnuðu í vetur sem leið, eða þeim að Finnar slitu sambandi við Þýskaland, yfirbuguðu, eða hjálpuðu til að afvopna þýska herinn í Finnlandi, og að aft- ur gangi í gildi samningurinn, sem gerður var milli Finna og Rússa, er þeir sömdu frið eftir vetrarstyrjöldina 1939—’40. Ekki getur Aftonbladet þess gerla, hvaðan það hafi heimild ina fyrir fregn þessari og ekki hefir hún heldur komið fram annarsstaðar. — Reuter. Rommel lenti í slysi London í gærkveldi. Þýska frjettastofan tilkynti í dag, að Rommel mgrskálkur hefði fyrir skömmu orðið fyrir slysi í Frakklandi, er sprengja úr óvinaflugvjel sprakk skamt frá bifreið þeirri, sem hann var á ferð í. Kastaðist bifreiðin út af veginum við loftþrýsting- inn og meiddust þeir sem í henni voru. Rommel fjekk heilahristing og leið all-illa um nokkurt skeið, en er nú á góð- um batavegi að sögn frjetta- stofunnar. — Reuter. Amerísk sprengja ban- aði McNair. Það hefir verið opinberlega tilkynt, að það hafi verið amer- ísk.sprengja, sem varð Banda- ríkjahershöfðingjanum McNair að bana í Normandi á dögun- um. Áður var haldið að hann hefði larist af völdum óvin- anna. — Reuter. Bresku og kanadisku her- sveitirnar eiga í miklum bar- dögum fyrir sunnan og suðvest an Caumont, og enn er þorpið Villiers Bochage í höndum Þjóðverja, en inn í það komust Bretar snemma í innrásinni. Þá hefir Montgomery tilkynt að framsveitir Breta sjeu komnar að bænum Vire, sem stendur nokkru fyrir sunnan Caumont og er járnbrautarstöð á braut- inni frá Argentan til Granville á strönd Cherbourgskagans, en sá bær er nú á valdi Bandaríkja manna. St. IVlalo í hættu. Þá herma frjettir fregnritara, að framsveitir bandamanna nálgist nú hafnarbæinn St. Malo sem stendur á strönd Bretagneskagans, beint vest- ur af Avaranches, en fregnir þessar eru ekki staðfestar af herstjórninni enn. Það er talið, að Þjóðverjar hafi. frekar lítið lið á Bretagneskaganum, en taka skagans myndi verða til mikils hagnaðar fyrir banda- menn, vegna þeirra góðu hafna, sem á honum eru, svo sem her- skipalæginsins Brest, og hafn- arbæjanna Lorient og Dou- harnez, svo fáir einir sjeu nefndir. Á skaganum sunnan- verðum, við mynni Leirufljóts, er svo hafnarbærinn St.. Naza- ire. Skemd hafnarmannvirki. Hafnarmannvirkin í öflum þessum stöðum munu að vísu vera allmikið skemd eftir sí- feldar loftárásir bandamanna um undanf?"in ár. og yrði það til ærins óhagnaðar, en það sem herfræðingar telja mestu varða, er hið aukna landrými, sem til hernaðar fengist. — Breiðrri vígsvæði til framhald- andi sóknar og auknar bæki- stöðvar til aðflutninga í lofti. Gengur hægt við Caen. Þjóðverjar láta hvergi undan síga á hægri fylkingararmi sín- Framh. á 4. síðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.