Morgunblaðið - 03.08.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.08.1944, Blaðsíða 6
6 MOROONBLAðlS Fimtudagur 3. ágúst 1944. Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstraeti 8. — Sími 1600. Askriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. Rætur meinsemdanna HVAÐANÆFA úr sveitum landsins berast raddir um það, að þar sje nú meiri skortur vinnandi fólks en nokkru sinni áður, og var þó ekki þar á bætandi. Ráðningarstofa landbúnaðarins hefir nýlega lokið störf- um og hafði hún þá starfað í þrjá mánuði. Henni tókst ekki að ráða til bænda nema lítinn hluta af því, sem um var beðið. Þannig var beðið um 124 kaupamenn og 195 kaupakonur. Ráðningarstofunni tókst aðeins að fá 45 kaupamenn og 55 kaupakonur. Og þó mun ástandið vera enn verra en þessar tölur sýna, því að vitað er um fjöl- marga bændur, sem vissu að ekki var til neins að leita til stofunnar. Þannig er ástandið um hábjargræðistímann. 4 7 •> fc Hjer í Reykjavík er nú nýlega hafið eitt hið yfirgrips- mesta verkfall, sem háð hefir verið. Það nær til megin- hluta alls iðnaðar í bænum. Hefir rekstur 69 iðnfyrir- tækja stöðvast vegna verkfallsins og áætlað er að tala verkfalls-fólks sje nálægt 1000. Ýmislegt bendir til þess, að verkfall þetta geti staðið lengi. Verðlagsyfirvöldin hafa tjáð atvinnurekendum, að ekki komi til mála að þeim verði leyft að hækka verð á framleiðslu sinni, þótt þeir gangi inn á að hækka kaup- gjald starfsfólksins. Þetta þýðir vitanlega það, að iðnað- urinn getur ekki risið undir nýrri kauphækkun, því að það myndi boða augljósan taprekstur og greiðsluþrot inn- an skams tíma. Hitt er svo annað mál, að verðlagseftirlitið er hjer komið út fyrir verksvið sitt. Það er ekki innan valdsviðs verðlagseftirlitsins að segja til um, hvaða kaup skuli greitt við framleiðslustörfin. Því ber að ákveða verð vörunnar með tilliti til framleiðslukostnaðarins, eins og hann er á hverjum tíma. Hinsvegar eru kröfur iðnverkafólks margvíslegar og allverulegar kauphækkanir í sumum greinum iðnaðarins. Hefir formaður Iðju, fjelags iðnverkafólks, látið svo um mælt, að kröfurnar sjeu gerðar til samræmingar við breytt kjör ýmissa annara fjelaga, sem sambærileg sjeu. ★ Menn horfa að vonum með ugg og kvíða á ástandið í atvinnumálum þjóðarinpar, sem hjer hefir verið lýst lítillega. Bændur geta ekki haft full not góðviðrisins, til þess að ná inn töðunni, vegna fólkseklu. Meginhluti hins fjöl- þætta og mikilvirka iðnaðar hjer í höfuðborg landsins er stöðvaður, vegna verkfalls. Hvar endar þetta? Þessi þróun málanna er vitanlega áhyggjuefni allra hugsandi manna, ekki síst þeirra, sem ábyrgð bera á stjórn landsins. En hefir ríkisstjórnin gert sjer ljóst, hvar rætur meinsemdanna liggja? Athugum þessa hlið málsins ofurlítið nánar. ★ Hjer í Reykjavík munu nú starfa hjá setuliðinu hátt á sjöunda hundrað manns. Mikill hluti er ráðinn upp á þau kjör, að vaktaskifti er höfð við vinnuna, þannig að hálfan mánuð er unnið í dagvinnu með einnar klst. eft- irvinnu, en hinn hálfan mánuðinn er unnið á kvöldin og nóttunni, og sú vinna greidd með eftirvinnutaxta, sem er 50%' yfir dagvinnutaxta. Augljóst er, að heildarkaup þessara manna verður langt yfir það, sem verkamenn alment bera úr býtum. Þarf nú nokkurn að undra, að erfiðlega gangi að ráða til bænda kaupamenn með 250-—300 kr. kaupi á viku, þegar verkamenn eiga kost á alt að 500 kr. vikukaupi, undir handarjaðri ríkisstjórnarinnar? Því að vitanlega var það á einskis færi annars en ríkisstjórnarinnar að sjá til þess, að setuliðið hagi á hverjum tíma vinnu sinni í fullu samræmi. við vinnu atvinnuvega landsmanna. En einmitt slíkt misræmi, sem hjer hefir átt sjer stað, hlýtur að koma af stað kaupkröfum hjá öðrum vinnandi síjettum, sem lakara eru settar. I Morgunblaðinu fyrir 25 árum Þá lentu lögregluþjónarnir í ryskingum, ekki síður en nú. 4. ágúst. Við brunaliðsæfinguna síð- ustu kom það einkennilega at- vik fyrir, að allsgáður maður rjeðst á einn slökkviliðslög- regluþjóninn, og var svo mikill vígamóður í honum, að lög- regluþjónarnir urðu að skerast í leikinn. Þess má geta í sam- bandi við þetta, að lögreglu- menn slökkviliðsins eru jafn rjettháir og hafa sama vald, þegar þeir eru kvaddir til slíks starfs, eins og aðrir lögreglu- þjónar bæjarins. ★ Margir vildu þá gefa búpen- ingi vandað fóður. 4. ágúst. „Úlfur“ kom hingað í gær með farm af gömlu heyi, sem á að hafa handa útflutnings- hestum. En það er slíkur ruddi, að vjer skulum ekki trúa því, fyrr en vjer tökum á, að nokkr um manni detti í hug að ætla aumingja skepnunum það fóð- ur á sjóleiðinni yfir Atlants- haf“. fc Þá langaði þingmennina til að bregða sjer burt úr bænum. 4. ágúst. Hjörtur Snorrason hefir feng ið sumarleyfi frá þingstörfum og er nú uppi í Borgarfirði. Karl Einarsson fjekk tveggja daga frí til þess að bregða sjer til Vestmannaeyja, en það hefir verið framlengt vegna þess að ekki er hlaupið að því að kom- ast til Reykjavíkur frá Eyjum. Heyrst hefir, að einhverjir þing menn ætli að bregða sjer aust- ur yfir fjall í dag, til þess að skoða Ólafsvellina, — hið fyr- irhugaða skólasetur.“ fc Þá stóð síldveiðin sem hæst. 6. ágúst. , „í dag eru komnar á land á Siglufirði og Eyjafirði 82,531 tunnur af síld. Þar af voru 22,298 tn. komnar 29. júlí frá byrjun síldveiðitímans, en frá 29. júlí til þessa dags 60,243 tunnur, þar af 42,600 á Siglu- firði, en 17,643 á Eyjafirði. ★ Okkur hefði ek^i þótt það háar skaðabætur. 6. ágúst. 550 krónur var skaðinn virt- ur, sem hlaust af bifreiðaá- rekstrinum, sem varð um dag- inn, er maðurinn var að taka prófið á flutningabifreið Nath- ans og Olsens. Dýrt próf það.“ ★ Þá var hjer flokkur manna frá danska knattspyrnufjelag- inu Akademisk Boldklub að bursta íslenska knattspyrnu- menn. 8. ágúst. — „Knattspyrnumennirnir dönsku og margir íslenskir fara til Þingvalla í dag, ef ekki rign ir eldi og brennisteini. — Næsti kappleikur verður á sunnudag- inn. Þá á að bursta ,,Fram“. Cairo: — Hætt verður að myrkva Cairoborg og allar ráð stafanir þar að lútandi numdar úr gildi vegna dvínandi árásar- hættu. Bílstjóri hefir orðið. ÞAÐ kemur svo oft fyrir, að bílstjórarnir eru gagnrýndir, en hitt er sjaldgæfara, að þeir taki sjálfir til máls til að skýra mál- in frá sínum sjónarhóli. Nú hef- ir mjer borist brjef frá bílstjóra og þykir mjer rjett að birta það að mestu leyti. Bílstjórinn talar rjettilega um, að settar sjeu reglur af hinu op- inbera, en minna sje hugsað um frá yfirvaldanna hálfu, hvort hægt sje að framfylgja þeim reglum. — Á bifreiðastöðvum hafa verið settar upp reglur, sem bifreiðastjórar eru beðnir að fara eftir. Þeim er sagt að aka ekki nema með 45 km. hraða, hemla ekki snögglega og yfirleitt gæta ítrustu varkárni til að slit á vögnum verði sem minst, bensín sparist og gúmmí slitni ekki. — En hvernig eru svo vegirnir? Er hægt að aka eftir þeim án þess, að hemla snögglega. Er sjeð til þess, að þeir sjeu í því lagi, að ekki sje hætta á að vagn- inn brotni? að næturlagi og sje sumstaðar ekki hægt að fara um götu, að ekki sjáist rotta. Sjálfur sá jeg eina á Laufás- veginum í fyrradag. Hún virt- ist ekki fælast margmennið, held ur spígsporaði fram og til baka. Á götunni stóð barnavagn sem engin virtist gæta. Rottan gerði sig heimakomna við vagninn og virtist ætla að klifra upp eftir honum. Bar þá að telpur tvær, á að giska 8—10 ára. Hlupu þær til, en rottan skaust inn í kjall- aradyr, sem þarna voru nærri. Telpurnar stukku til og lokuðu hurðinni, en ekki var vitið meira en guð gaf hjá blessuðum ung- lingunum, þær þorðu ekki að opna hurðina, en tóku þá það róð, að berja upp á til'að reyna að fá íbúa kjallarans til að að- stoða við rottuveiðarnar. Gættu þess . ekki, að þegar íbúarnir kæmu til dyra myndi hurðin verða opnuð. Því miður var jeg á hraðri ferð og sá ekki leiks- lok, en þetta skeði um fimm- leytið í fyrradag. Nærtæk dæmi. DÆMI UM ÞETTA eru nær- tæk. Hvarfið mikla hjer á Lauga- veginum fyrir innan Ás, hefir verið óviðgert í marga mánuði, ef ekki ár. Hvað hafa margir bíl- ar brotið þar fjaðrir og hvað hef ir mikið eyðst til óþarfa af gúmmí vegna þess, að bílstjórar hafa neyðst til að hemla snögg- lega þegar þeir hafa komið að þessum stað? Það .hefir ábyggi- lega eyðst meira fje í viðgerðir og hjólbarða við þetta hvarf, en það hefði kostað að gera við það. Slík dæmi eru því miður mý- mörg. (Þetta hvarf er það sama, sem jeg sagði frá um daginn og bíl- stjórar telja að bær og ríki rif- ist um hvor eigi að halda við). • Ljósmerki við hættu- legar krossgötur. EINU SINNI í fyrrahaust, held ur bifreiðastjórinn áfram, varð slys á vegamótum Lauganes- vegar og Suðurlandsbrautfir. Fór þar stór bifreið út af veginum. Var því umkent, að bifreiðastjóri hefði ekki getað sjeð vegbrún- ina sem er þarna há. Nauðsyn- lega þyrfti að setja upp ljós- merki þarna á vegabrúninni og helst stórt hvítt skilti. Gætu bif- reiðastjórar þá áttað sig á hvern- ig vegurinn liggur, bæði í myrkri, snjókomu, eða rigningu. Það var stungið upp á því í fyrra að þetta yrði gert, en ekkert varð úr af okkar hálfu. Hinsveg- ar setti setuliðjð þarna upp hvítt spjald í fyrra og kom það að miklu gagni.' Því miður fjell þetta spjald niður og hefir ekki verið sett upp á ný. Nú fer að hausta og dimma nótt og þá eykst hættan á þessum vegamótum. Það mætti kannske forða slysi, eða slysum, ef þarna yrði sett upp góð umferðarmerki, eins og minnst hefir verið á. • Rottugangur. ÞAÐ er mál manna, að rottu- gangur sje nú meiri í bænum en nokkru sinni fyr. Gerast rotturn ar nú æði spakar, því dæmi eru til að þær labbi sjer um aðal- götur bæjarins um hábjartan' daginn. Má þá nærri geta hvern- ig það er á nóttunni, þegar um- ferð er minni. Enda segja menn, sem hafa verið seint á ferli, að rottur spássjeri um allar götur Þyrfti að hefja rottuherferð. ÞAÐ VIRÐIST sannarlega ekki vanþörf á, að hefja nú eina allsherjar rottuherferð hjer í bænum og eitra duglega fyrir þennan ófögnuð. Hafa slíkar her- ferðir oft gefist vel. En það verða allir bæjarbúar að taka þátt í herferðinni og gera sitt til að útrýma rottuskömminni. • Það þarf að gæta vel sorpíláta. ROTTUM fjölgar mest, þar sem þær hafa greiðan aðgang að æti og því miður mun það vera svo víða hjer í bænum, að illa er gengið frá sorpílátum með mat- arleifum, sem rottan sækir mjög í. — Fólk ætti að gæta þess vel, að hafa sorpílát lokuð til þess að rottur komist ekki í matarúr- gang. Það er ekki svo mikið verk að útrýma rottunni, ef allir leggjast á eitt, en það þarf að hjálpa fólki til að fá eitur og leiðbeina því, hvernig fara á að, til þess að sem bestur árangur náist. e Brjef frá sænskum hermanni. MEÐ síðasta pósti frá útlönd- um barst mjer brjef frá ungum sænskum stúdent, sem nú gegnir herþjónustu við norsku landa- mærin í Svíþjóð. Hann biður mig að gera sjer greiða, og þótt jeg hafi ekki tekið að mjer fyr- irgreiðslu í slíkum efnum, þá vil jeg ekki neita honum um það í þetta sinn. Hinn ungi hermað- ur vill komast í brjefaskifti við ungan íslenskan stúdent, eða námsmann um tvítugt, sem skrif ar dönsku, eða annað Norður- landamál. Sænski hermannastúdentinn heitir Nils Pettersson og utaná- skrift hans er Vpl 59 Pettersson, Fáltpost 44082, Svíþjóð. Vilji einhver sinna þessu, þætti mjer vænt um, að hann sendi mjer línu og segði mjer frá því. Fá blöðin loftleiðis. London: —- Hermenn banda- manna í Norður-Frakklandi fá nú bresku dagblöðin loftleiðis sama dag og þau koma út. Er sagt að þeir sjeu hrifnir af þessari ráðstöfun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.