Morgunblaðið - 03.08.1944, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.08.1944, Blaðsíða 12
12 Fimtudagur 3. ágiist 1944« Forseti Islands á Sauðárkróki Þrautreyndir flugmenn Trillubátur stór- skemmist af eldi Þessir flugmenn hafa farið 100 árásarferðir til Þýskalanðs. Þjóðverjor hefju li ðsflutningu frá Eystrasaltslöndiim IVIiklir bardagar austan Varsjár FORSETI fór frá Blöndósi kl. 11,30 áleiðis tiL Skaga- fjarðar. Sýslumaður , sýslu- nefnd og þingmenn Skagfirð- inga, þeir Jón Sigurðsson og Sigurður Þórðarson konm til móts við hann að Arnarstapa, en þar var haganlega koinið fyrir flaggstöng og flaggað. Jón Sigurðsson gekk á Aru- arstapa með forseta og sýndi’ honum Liina fallegu fjallasýn. Síðan var ekið til Sauðár- króks og heim til sýslumanns. Þaðan var gengið til kaffi- sanisœtis, seem sýslunefnd hjelt forseta. Yfir eina götuna á leiðinni hafði verið byggt falLegt hlið. sein skráð var: „FORSETI ÍSLANOS VEL- KOMINN L Við hliðið ávarp- aði oddviti Sauðárkróks for- seta og bauð hann velkominn, en forseti svaraði meeð ræðit. Að afloknu kaffisamsæti var gcngið í skróðgarð lækn- is, og ávarpaði - forseti þar fólksfjöldann, sem saman var komimi. Síðan söng karlakór tvö lög. I kvöld (2. ág.) situr for- seti kvöldverðarboð hjá Sig- urði Sigurðssyni sýslumanni. Verslanir Sauðárkróks voru lokaðar í dag í tilefni af komu forseta. Maður verður á milli bifreiða ÞAÐ SLYS vildi til á Laugavegi, á móts við hina nýju Mjólkurstöð, að Jóhann Eyjólfsson (Jóhannessonar,, •framkv.stjpra) varð á milli tveggja bifreiða í árekstri og meiddist nokkuð. Tildrög slyssins eru þessi: líifreiðin R- 2499, er var á leið til bæjarins ók á eftir her- bifreið, er haf'ði vagn í eftir- dragi. Er hin erlenda bifreið var lcominn á móts yið Mjólk- ittrstöðiiia staðnæmdist hún og einnig bifreiðin R- 2499, en þá bar þar að vörubifreiðina R- 065 og rann hón aftan á R- 2499,, sem við áreksturinn hentist á herbifreiðina, en á milli bifreiðanna lenti Jóhann Eyjólfsson og hlaut hann nokkur meiðsli, aðallega á fót- um.’ Var Jóhann fluttur í Landsspítalann, og hafði blað- ið tal af kvöldi og leið eftir vonum. Ráðist á flug- sprengjuslöðvar London í gær. Bæði amerískar og breskar sprengjuflugvjelar hafa í dag ráðist á svifsprengjustöðvar Þjóðverja í Norður-Frakklandi, aðallega í Calaishjeraði. Alit- ið er að sprengjur hafi komið niður á nokkrar af svifsprengju stöðvunum. — I dag hafa Þjóð- verjar haldið áfram skothríð sinni á London og hefir, eins og að undanförnu, orðið allmik ið eignatjón.og manntjón. Stokkhólmi í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. FREGNIR hafa borist um það, að Þjóðverjar hafi nú hafið brottflutning liðs síns frá Eystrasaltslöndunum sjó leiðis og eru einkum til- nefndar hafnarborgirnar B'altiski í Estlandi og Riga. Ekki er þessi fregn að svo komnu fyllilega staðfest, en hitt er vitað, að Rússar eru komnir mjög nærri því að rjúfa samband þýsku herj- anna í Eystrasaltslöndunum við meginherinn þýska. Fyrir austan Varsjá er mjög harðlega barist og mynda sókn arherir Róssa þar hálfhring um borgina. Einu fregnirnar, sem um viðureignir þessar hafa bor ist í dag, eru frá Þjóðverjum komnar, Rússar minnast ekki á þessar vígstöðvar í tilkynningu sinni í kvöld. — Segjast Þjóð- verjar hafa gert harðar árás- ir á það lið Róssa, sem þarna er komið vesturyfir Vislu á þessum slóðum og telja Róssa hafa þrjó forvígi vestan árinn- LJru nó að sögn Þjóðverja gerðar skriðdrekaárásir á Rússa þarna og neita Þjóðverjar því, að Rússar sjeu komnir í út- hverfi höfuðborgar Póllands. 16. km. frá þýsku landa- mærunum. Þjóðverjar viðurkenna í her- stjórnartilkynningu sinni í dag, að hafa yfirgefið þorp eitt, sem er aðeins 16 km. frá landamær um Austur-Prússlands, en Rússar segja í tilkynningu sinni í kvöld frá töku þessa sama þorps, og nokkurra annara þar í grendinni. Eru þarna háðir miklir bardagar að sögn beggja aðila, og segja Þjóðverjar Róssa tefla fram miklu liði. Árásir á fjallaskörð. Rússar hafa gert árásir á nokkur skörð í Karpatafjöllun um, sem þjóðvegir liggja eftir og hafa orustur orðið þar mikl- ar. Kveðast Þjóðverjár hafa getað hrundið Rússum aftur úr' einu skarði. Á vígstöðvunóm í Rúmeníu er ekki sagt að annað hafi ver- ið um að vera en smávægilegar skærur. Sótt fram frá Yaroslav. Rússar segja í herstjórnartil kynningu sinni í kvöld, að þeir hafi sótt fram frá borginni Yaroslav til vesturs og einnig fyrir norðan Kovno kveðast þeir hafa unnið töluvert á í hörðum bardögum. — Með framsókninni frá Yaroslav hafa Róssar nálgast suðaustur- Þýskaland nokkuð. Þá hafa Rússar sótt nokkuð fram í suð- vestur og norðvestur frá Yaro- slav og eru á •þessum slóðum um 100 km. frá stórborginni Krakov. Dietmar ræðir um Rússa. Dietmar hershöfSingi sagði í þýska útvarpið í dag, að Þjóð- verjar gætu lært af Rússum, hvernig fara ætti að því að not færa sjer mannafla þjóðarinnar og hráefni til hins ítrasta. Sagði Dietmar, að þegar væri farin að sjást merki þess, að skipan Hitlers um algert stríð, væri farin að bera nokurn árangur. Sagði Dietmar að ástandið á Austurvígstöðvunum væri ’ að vísu alvarlegt,' en þó ekki eins svart og virðast kynni fljótt á litið. Jón Hjartar meislari í fimtarþraul I GÆRKVELDI fór fram á íþróttavellinum meistarakepni í fimtarþraut og voru keppend ur 6, allir úr K. R. — Úrslit uru þau, að Jón Hjartar bar sigur úr býtum og hlaut 2627 stig. Annar varð Bragi Frið- riksson með 2481 stig, þriðji | Skúli Guðmundsson með 2461 ( stig, fjórði Einar Þ. Guðjohn- sen með 2435 stig, fimti Brynj- ólfur Jónsson með 2367 stig og sjötti Brynjólfur Ingvarsson með 2311 stig. spítalanum í gær- Jóhanni þá> ar. SÍÐASTLIÐINN þriðjudag, 2. ágúst, kom upp eldur i trillubátnum Braga frái Reykjavík. Báturinn var áj veiðum á Skagamiðum, er eldurinn kom upp. Breiddist eldur'inn svo fljótt u-m bátinn, að tveir af þrem bátverjumj urðu. að henda sjer í sjóinn. — „Freyja“ frá Skagaströndj. var stödd skamt frá og brugðui skipverjar þegar við. Björg- uðu þeir mönnunum. Eldinni tókst að slökkva, en skemdirí urðu mjög miklar á Braga, má hann heita nær eyðilagð- ur. Eldsupptökin munu vera út frá hensíni. Bragi hefir verið gerður útí frá Skagaströnd í sumar. Eldur í Guienberg í FYRRINÓTT kom upp eld- ur í Ríkisprentsmiðjunni Guten berg. Var slökkviliðið kallað út um kl. 3.30. Er slökkviliðið kom á staðinn var eldurinn orð inn all-magnaður og mikinn reyk lagði af. Slökkviliðið gekk mjög vel fram og hafði því tek ist að slökkva eldinn eftir nærri tvær stundir. Skemdir urðu miklar á hús- inu, bæði af eldi og vatni, í kjallara, þar sem álitið er að eldurinn hafi komið upp, í vjelasal á neðri hæð hússins urðu skemdir töluverðar, bæði á vinnuvjelum og öðru, þá urðu og töluverðar skemdir í skrif- stofuherbergi á sömu hæð. Eldsupptök eru ekki full kunn, en álitið er að kviknað hafi í út frá rafmagni. Einar Markússon sjer um hljómlisi í franskri kvikmynd NÝEGA hafa borist til' landsins frjettir þess efnis, að Einar , Markússon, sem núl nemur píanoleik í Los Ang- eles í ICaliforníu, vinni að því að semja músík við franskai kvikmynd, sem mun tekin áj næstunni í Hollywood. Einap mun einnig stjórna 60 manna' hljómsveit, sem leikur tónverk; hans, og sjá að öllu leyti unf hljómlistina við kvikmyndina. Það mún vera lítið kvik- myndafjelag, sem sjer um tökit þessarar myndar, en síðar munj filman yerða seld einhverjui hinna stærri kvikmyndafje- lagi. í TTolIywood. Flugvjel steypist á bóndabæ. Lopdon: — Nýlega steyptist sprengjuflugvjel niður á bónda bæ í Suður-Englandi. Bóndinn og synir hans voru í smiðju, en á þeim augnablikum, sem tók þá að komast þaðan út, var bærinn og flugvjelin alelda. —• Als fórust í eldinum 9 manns, kona bóndans og tvær dætur hans, ungar stúlkur, og sex menn, sem í flugvjelinni voru.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.