Morgunblaðið - 09.08.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.08.1944, Blaðsíða 6
6 MORGONBLABIÐ Miðvikudag'ur 9. ágnist 1944. Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyTgSarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Askriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlanda, kr. 10.00 utanlands í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. Dansinn heldur áfram BERSÝNILEGT ER, að við íslendingar ætlum að halda áfram hinum trylta dansi kringum gullkálfinn, til síðustu stundar. 'Lokaþáttur styrjaldarinnar stendur nú sem hæst. Hjer í Evrópu er stríðið komið á það stig, að því getur verið lokið þegaj: minst varir. Þetta er okkur íslendingum áreiðanlega vel ljóst. Hitt ætti okkur einnig að vera full ljóst, að margt ger- breytist hjá okkur, þegar stríðinu lýkur. Við ættum a. m. k. ekki að loka augunum fyrir þeirri staðreynd, að um leið og stríðinu lýkur hefst á ný samkeppni við aðrar þjóðir um sölu framleiðsluvara á erlendum markaði-. Við vitum mjög vel, hver sigrar í þeirri samkeppni. Það verð- ur sú þjóðin, sem best skilyrði hefir til þess að framleiða ódýra vöru, þ. e. sú þjóð, sem minstan tilkostnað hefir við framleiðsluna. , Þetta er óbrigðult lögmál viðskiftanna, sem við íslend- ingar getum engu um þokað og verðum að hlíta, hvort sem okkur líkar betur eða ver. „ ★ En um leið og við gerum okkur ljósar þessar augljósu staðreyndir, sem við blasa að stríðinu loknu, hljótum við jafnframt að reka okkur á önnur ömurleg sannindi, þau, að í engu landi í veröldinni er nú eins dýrt að framleiða vörur og á okkar landi, íslandi. Veldur þessu hin geig- vænlega dýrtíð. sem ríkir í landinu og sem virðist vera í hröðum vexti enn þann dag í dag, enda þótt sú stað- reynd geti blasað við á hvaða augnabliki sem er, að við getum enga vöru selt á erlendum markaði við því verði, sem við þurfum að fá fyrir vöruna, Þrátt fyrir þetta augljósa viðhorf málanna, höldum við áfram að skrúfa upp dýrtíðina, jafnt og þjett. Dansinn kringum hinn ímyndaða gullkálf heldur áfram í sama tryllingi og áður. ★ ? Hin skráða framfærsluvísitala er nú nálægt 270 stlg. En þessi skráða vísitala sýnir engan veginn rjetta mynd af dýrtíðinni. Ríkissjóður ver árlega tug miljóna króna eða meir, til þess að greiða niður verð landbúnaðarvara á innlendum markaði. Ef ríkissjóður hætti þessum greiðsl- um, myndi vísitalan hækka um 20—30 stig. í þessum mánuðii mun liggja fyrir hin nýja vísitala landbúnaðar- ins, en eftir henni á að reikna verð landbúnaðarvaranna til 15. september næsta ár. Á þessu stigi verður ekki sagt, hver hin nýja landbúnaðarvísitala verður, en fullvíst er, að hún muni hækka verulega, sennilega um 15—20 stig. Afleiðingin verður ný hækkun allra landbúnaðarvara og í kjölfar hennar kemur svo ný hækkun framfærsluvísi- tölunnar. Ný hækkun dýrtíðarinnar er því alveg á næstu grösum. Þannig er þróun málanna hjá okkur íslendingum, með- an sá tími nálgast hröðum skrefum, að bersýnilegt er, að við getum ekki selt eina einustu vöru á erl. markaði fyrir framleiðslukostnaðarverð. Við erum meira en lítið blindir, íslendingar, ef við ekki sjáum, að hjer er mjög alvarleg hætta á ferðum. ★ Ráðgert var, að Alþingi yrði kvatt saman til framhalds- funda 15. september næstkomandii. Ósennilegt er, að ríkisstjórnin geti dregið það svo lengi, að kalla þingið saman. Hún hefir það vitanlega á valdi sínu, að kalla þingið fyrr saman. En eru þá nokkrar líkur til, að þingið geti ráðið þessum málum til farsælla lykta? Engu skal um það spáð. En hitt er víst, að ekkert verður gert að gagni í þessum mál- um án þess að til kasta þingsins komi. Hjer í blaðinu hefir margsinnis verið bent á nauðsyn víðtæks samstarfs allra flokka, til þess að leysa þessi margþættu vandamál. Ef til vill er tilgangslaust um þetta að ræða, en þá verður að fá úr því skorið, svo að þjóðin sjái hverjir skerast úr leik. í IVIorgunblaðinu fyrir 25 árum Þá var hjer mikill áhugi á flugi. 19. ágúst. ,,Það er nú talið áreiðanlegt, að flugvjel Fabers komi með ,,Villemoes“, sem er um það bil að fara frá Leith. Og flugvjela skálanum á Briemstúni miðar áfram“. ★ Þá birtist í Morgunblaðinu grein, ekki beinlínis frjetta- grein, eftir Elendínus um Lax- veiðar í Elliðaánum. 19. ágúst. „í brunarústunum í Austur- stræti hjeldu laxveiðimenn bæjarins fund á laugardags- kvöldið. Pjetur Ingimundarson, sem altaf er „hæstur", bæði hvað laxatölu og annað snertir, hafði orðið, þegar jeg af tilvilj un ráfaði framhjá. Hann skýrði fundarmönnum frá því, að nú bæri vel í veiði, því að borgar- stjórinn hefði gefið út „ordru“ um, að stífla Elliðaárnar og breyta farveginum, svo að nú gætu allir laxveiðigarparnir, sem, eins og allir vita, altaf veiða alt „á flugu“, þó einu sinni „mokað honum upp“. — Menn þyrftu ekki annað en vera dálítið handlagnir — þá gætu menn mokað. Pjetur end aði mál sitt með því að skora á menn að mæta „með áhöld“ næsta dag, og það var samþykt í einu hljóði að bjóða undirrit- uðum með“. ★ „Elendínus“ fór svo til „Brínka Bja“ og keypti sjer laxaflugur og festi þeim í húf- una sína, „því að allir laxveiða menn verða að hafa flugu í hausnum“. Svo heldur Elendín us áfram: „Við mættumst allir laxagarp arnir og jeg, hjá nýja Hafnar- fjarðarveginum, sem einu sinni átti að verða. Skálmuðum við inneftir, og þótti mjer heldur vígamóður í sumum. Höfðu menn búið sig sem til langferð- ar, báru þungar baktöskur, en Lúðvík Lárusson hjelt á „hálf- um skósólum“ í hægri hend- inni. Annað hafði hann ekki með. Hjörleifur tók nú „be- holdningu“ á áhöldunum, og kom í ljós, að menn höfðu hlýtt boðum Pjeturs um að vera vel útbúnir. Pjetur Ingimundarson hafði með sjer amerískt spor- járn, Kristinn Sveinsson stóra stoppunál, bogna í endann, Þor steinn gamli Jónsson tvær tóm ar grútartunnur, Skúli í Aber- deen botnvörpubát frá Elíasi, Ásgeir Gunnlaugsson tvö títu- prjónabrjef, Ludvig Andersen nál og enda, Watson tappatog- ara, Kjartan Gunnlaugsson kló setkúst, Tómas Jónsson tvær citronur í brjefi og Kristinn múrari nýmóðins slettireku. Guðmundur frá Hól var til allr ar hamingju með sundbelti, enda var hann sá fyrsti, sem datt í ána og hefði líklega drukknað, hefðu Thorsbræður ekki ekið bifre.iðinni út í ána og bjargað honum“. ★ Og enn segir Elendínus: „Áttu nokkuð, Elendínus?“ spurði Hjörleifur, þegar við Framhald af bls. 8. SKÝRT ÍÚ STAflREYNDUM Á LAUGARDAGINN var er smágrein í Morgunblaðinu frá hr. alþingismanni Ingólfi Jóns- syni, þar sem hann er að gera tilraun til að hnekkja ummæl- um mínum um kjötbirgðir og kjötskemdir í einu frystihúsi á Norðurlandi. Þessi tilraun al- þingismannsins er vægast sagt klaufaleg. Stappar nærri að segja, að hún sje ódrengileg, þar sem hann býr sjálfur til setninguna, sem hann svo er að hrekja, en segir mig hafa sagt. I grein minni um daginn „O- trúlegar frjettir“, segi jeg, að jeg hafi fengið upplýst, að á einu frystihúsi norðanlands lægju um 10.000 dilkaskrokkar. Þetta er staðreynd, sem ekki verður hrakin, en alþingismað- urinn segir mig hafa sagt, að 10.000 skrokkar lægju þar ó- seldir. Það sagði jeg ekki, af þeirri einföldu ástæðu, að jeg vissi ekkert um það. Sem sagt í minni grein spyr jeg aðeins og fanst ósköp sak- laust, -um það sem jeg ekki vissi, en skýrði hinsvegar frá staðreyndum bæði hvað snerti birgðir og skemdir, og sem hvor ugt verður hrakið. Það er oft svo óþægilégt að ýta staðreyndum til hliðar, — hvað feginn sem maður vill, þó að þær komi óþægilega við einn eða annan. Nú skal jeg taka fram, að jeg kem ekki auga á, að þessar staðreyndir komi sjerstaklega illa við Ingólf Jónsson, því þó að hann sje formaður kjötverð lagsnefndar, dettur mjer ekki í hug að halda hann eiga ein- hverja sök á því, þó að kjöt hafi skemst í raunalega stórum stíl í einu eða öðru fyrstihúsi norð anlands, eða hvar helst sem er, en hitt furðar mig, að hann skuli endurtaka lof sitt um frystihúsin undantekningar- laust, að þau sjeu fyrsta flokks sem matvælageymsla. Þar held jeg, að maðurinn viti betur en hann segir, svo mörg eru þau tilfelli þekkt hjer á landi, að matvara skemmist í frystihús- um, að þau hljóta að minnsta kosti nokkur að vera líka þekt af Ingólfi. Alþingismaðurinn vill vara mig við að gera mikið úr þess- um matvöruskemdum. Það muni vafasamur greiði við bændurna. Þetta finst mjer nú bara broslegt. Ætli hitt sje ekki vafasamari greiði, að gera of lít ið úr því sem aflaga fer, bæði í þessu efni o. fl. Hvort yfirhöf- uð ætli sje hættulegri farar- tálmi á leið til framfara og full kominnar tækni í vinnubrögð- um, að kannast við ágallana, sem eru til staðar, horfa beint gegn þeim, sem hverri annari raunalegri staðreynd, eða loka augunum fyrir því, sem ábóta- vant er og þar af leiðandi búa við síendurteknar misfellur og skakkaföll. Nei, herra alþingis- maður, jeg held að bændagreið inn verði rftín megin, jeg meina minnar skoðunar megin, það er ekki að mikla þetta um of fyr- ir sjer frekar en annað mót- drægt, en aðeins viðurkenna staðreyndir og krefjast úrbóta. Alþingismaðurinn segir þessa 10.000 skrokka selda, það skal ekki dregið í efa, en ástæðan fyrir því, að þeir eru-ekki farn ir og komnir í hendur kaup- enda, finst mjer ekki full upp- lýst, eða hvernig stóð á því, að skip, sem kom á þessa viðkom- andi höfn ekki als fyrir löngu og átti að sögn að taka að minsta kosti eitthvað talsvert af þessu kjöti, fór þaðan án þess að taka nokkurn skrokk, eftir að kjötmatsmaður, sem með skipinu var, hafði skoðað kjöt- ið í einum bát, sem kom fram að skipshliðinni. Sennilega hef ir þó verið tekið af betri end- anum svona sem sýnishorn. Já, spyr sá, sem ekki veit. Jeg get nú ekki endað þess- ar fáu línur án þess að benda á þá smekkleysu í áminstri grein alþingismannsins, þar sem hann segir berum orðum, að Morgunblaðið hafi spurt sig, hvort jeg segði satt um þessar kjötbirgðir. Hann kannski fær einhvern til að trúa því, en ekki þá sem þekkja mig, að jeg leggi undir þeim grun hjá Morgun- blaðsritstjórunum eða nokkr- um öðrum, að jeg fari með bein ósannindi í umræðum um op- inber mál. Hitt mun sanni nær, að sumum finst, að jeg segi stundum fullmikið af sannleik- anum, en það kann svo sem líka að þykja ámælisvert, en því er jeg albúinn að mæta. Reykjavík, 6. ágúst 1944. Sig. A. Björnsson frá Veðramóti. Hjeraðsmól U M 5 D HJERAÐSMÓT Ungmenna- sambands Dalamanna var hald- ið að Sælingsdalslaug sunnu- daginn 23. júlí. Form. Sambandsins? Halldór Sigurðsson bóndi að Staðarfelli, setti mótjð og stjórnaði því. • Þá fór fram keppni í eftir- töldum íþróttagreinum og urðu þessir hlutskarpastir: 50 m. bringusund drengja: Einar Jónsson (Unnur djúp- úðga) 46.4 sek. 100 m. sund karla (frjáls að- ferð: Kristján Benediktsson (Stjarnan) 1.22.3 mín. 80 m. hlaup drengja: Bragi Húnfjörð (Dögun) 10.4 sek. 3000 m. hlaup: Gísli Ingi- mundarson (Stjarnan) 10.40.7 mín. 100 m. hlaup karla: Kristján Benediktsson (Stjarnan) 12.7 sek. 'Langstökk: Kristján Bene- diktsson (Stjarnan) 5.65 m. Hástökk: Kristján Benedikts- son (Stjarnan) 1.55 m. 2000 m. hlaup drengja: Stefn ir Sigurðsson (Dögun) 7ý6 mín Stigahæsta fjelagið var Umf. Stjarnan með 47 stig; næst var Dögun með 19 stig. Stigahæsti einstaklingurinn á mótinu var Kristján Bene- diklsson með 16 stig. Ræður fluttu: Þorleifur Bjarnason námsstj. og Þorst. Einarsson íþróttafulltrúi. sem mætti á mótinu í boði ÚMSD. Ávörp fluttu: Jón Emil Guð- jónsson form. Breiðfirðingafje- lagsins og Guðmundur Einars- son. Ungfrúrnar Anna Þórhalls- Framhald á 8. síðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.