Morgunblaðið - 11.08.1944, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 11.08.1944, Blaðsíða 5
Föstudag-ur 11. ágúst Í944. MOROUNBLA810 5 Viðhorf í dýrtíðarmálun um II: Samstaif eða bardtta um þjóðskipulag? Eftir Ólaf Björn.sson. dósent I SIÐUSTU GREIN minni leitaðist jeg við að sýna fram á það, að knýjandi nauðsyn bæri til þess að dýrtíðarmálin verði tekin föstum tökum þeg- ar í stað. I þessari grein og þeirri næstu verður rætt nokk- uð um skilyrði þess að þau megi leyast og ráðstafanir, er til greina gætu komið. Ekkert myndi skapa slíkri lausn hagstæðari skilyrði en það, ef stjórnmálaflokkarnir gætu komið sjer saman um ein hverjar ráðstafanir gegn áfram haldandi verðbólgu og beittu áhrifum sínum til þess að slík- ar ráðstafanir mættu ná til- gangi sínum. Aðalskilyrðið fyr- ir því að slíkt samstarf sje hugs anlegt, hlýtur þó að verða það, áð allir flokkarnir geti Samein- ast um það markmið að leysa þessi mál á grundvelli núver- andi þjóðskipulags. Ef allir eru sammála um þetta, ætti að vera von til þess að samkomulag næðist um einhverjar leiðir. Þetta atriði er hjer dregið fram.vegna þess að nokkur á- stæða er til þess að ætla, að innan eins stjórnmálaflokksins a. m. k., en það er Sósíalista- flókkurinn, sjeu öfl að verki sem telji, að slíkt samstarf um lausn dýrtíðarmálanna sje alls ekki æskilegt, eða a. m. k. sje engu 'fórnandi fyrir það. Hve Sterk þessi öfl eru, mun siðar koma í ljós. En af afstöðu að- almálgagns flokltsins og ýmissa stjettarsamtaka, þar sem áhVifa hans gætir, virðist þó mega ráða, að flokkurinn telji það að svo stöddu a. m. k. ékki hlut- verk sitt að beita sjér fyrir lækkun verðlags. Engar kröfur um kauphækkanir hafa komið fram, hvort heldur er frá iðn- aðarmönnum, faglærðum eða ó- faglærðum, sjómönnum, opin- berum starfsmönnum eða al- mennum verkamönnum, þann- ig að flokkurinn hafi ekki stutt þær af alefli, og talið fremur of skammt en langt gengið í kröfunum. Kröfur at- vinnurekenda um verðhækk- anir, til þess að þeim ýrði unt að greiða hærra kaup, hafa jafn vel verið studdar. Þar sem kaup gjald er stærsti liður fram- leiðslukostnaðarins og jafn- framt vöruverðsins, virðast sós íalistar ekkert hafa við það að athuga, þótt verðbólgan fái enn óhindrað að halda áfram. Eng- in ástæða virðist til þéss að ætla, að þeir sjeu það skyni skróppnir að þeir sjái ekki eins og aðrir hvert stefnt er með þessu. Slík framkoma er líka ofur- eðlileg frá sjónarmiði þeirra, sem álíta að öll viðreisnarstarf- semi í núverándi þjóðskipulági sje óskynsamleg, þar sem hún verði aðeins til þess að tefja óhjákvæmilegt hrun „auð- valds“ skipulagsins. Af óhindr- aðri verðbólgu hlýtur að leiða hrun og öngþveiti, og hvers vegna þá að stemma stigu við henni? Hvers vegna að slá hend inni á móti liðveislu svo öruggs bandamanns sem verðbólgan er^ til þess að flýta þeirri þró- un sem róttækir sósíalistar telja í senn æskilega og áhjákvæmi- lega? Frá þeirra sjónarmiði eru all- ar ráðstafanir til viðreisnar at- vinnulífinu, meðan núverandi skipulag ríkir, því gagnslausar og óæskilegar. Rjett sje því að lofa málunum að ganga sinn gang og bíða með viðreisnar- starfið þar til er hið nýja’ skipu lag, þjóðnýtingarskipulagið, hef ir risið upp á rústum gamla skipulagsins. ★ AÐ ÞESSU sinni verður hjer ekki fjölyrt um sósíalisma og þjóðnýtingu. Það skal fúslega viðurkent, að þjóðnýting at- viilnufyrirtækjanna væri að vissu leyti leið út úr ógöngun- um, þótt sú leið yrði með tals- vert öðrum^ætti en margir á- hangendur hennaf gera sjer Ijóst. Það m^ aðeins vekja at- hygli á því, að hætt er við að lítið verði af kjarabótum þeim til handa hinum „vinnandi stjettum“ sem sósíalistar lofa. Til þess að slíkar kjarabætur yrðu mögulegar, yrðu þær ann- aðhvort að verða á kostnað ann ara stjetta en hinna ,,vinnandi“, eða þá að hægt yrði að auka afköst framleíðslunnar vegna hins nýja skipulags. Nú er jöfnun lífskjaranna milli stjetta og einstaklinga þjóðfjelagsins og þjóðnýting at vinnufyrirtækjanna reyndar sitt hvað, þótt sósíalistum hafi tekist að vekja þann átrúnað, að þetta tvent hljóti óhjákvæmi lega að fara saman. En hvort sem jafnari tekjuskifting er framkvæmd innan núverandi þjóðskipulags eða í sósíalistisku þjóðfjelagi, hljóta að verða mjög takmarkaðir möguleikar fyrir því að launþegastjettin svonefnda, ef hún er tekin sem heild, geti bætt kjör sín á kostn að eignastjettarinnar sVoköll- uðu. Eftir því sem náest verður komist, munu 80—90% af þjóð artekjunum vera vinnulaun í einhverju formi. Af þeim 10— 20%, sem til skifta yrðu, fer þegar mikið í skatta og til fjármagnsmyndunar, gjöld sem launþegastjéttin yrði að taka á sínar herðar, ef eigna- tekjiynar yrðu gerðar upptæk- ar. En nú er það ekki einu sinni sétlun sósíalista að afnema eignatekjur. Sósíalistiskir hag- fræðingar hafa að vísu hdldið því fram, að slíkar tekjuxvættu ékki að renna til einstaklinga, én 'stjórnmálamenn Rússa háfa fyrir löngu sjeð, að sparnaðar- hvöt einstáklingsins var þjöð- fjelaginu ómissanleg driffjöð- ur til aukningar fjármagni sínu. Mönnum er því leyft að eignast fje og fá vexti af því, og ekki er ástæða til þess að ætla, að þetta yrði framkvæmt öðruvísi annársstaðar. . . * ÞA ER hitt atriðið, er hægt að auka frgmleiðsluna? Þar sem allir framleiðslukraftar þjóðfjelagsins eru nú í notkun, yrði sú framleiðsluaukning -því aðeins möguleg, að framleiðsl- an yrði rekin á hagkváemari hátt en nú er, ef fyrirtækin væru þjóðnýtt. Það myndi leiða of langt að ræða þá spurningu hjer, aðeins eitt atriði skal bent á. Trúir því nokkur lif- andi maður, að fyrirtækin yrðu betur rekin ef þau væru tekin úr höndum þeirra manna, sem reynslu og þekkingu hafa hvað reksturinn snertir og eiga af- komu sína undir því komna að rekstrinum sje hagað á sem hagkvæmastan hátt, en feng- in í hendur pólitískra lýð- skrumara, sem aldrei hafa kom ið nálægt neinum atvinnu- rekstri, en gætu hirt laun sín sem .embættismenn, hvernig sem reksturinn gengi? Nei, ef maður ekki trúir á kraftaverk, er erfitt að koma auga á möguleikana fyrir því, að þjóðin hefði meira að bíta og brenna, þótt þjóðnýtingin yrði framkvæmd. Að því leyti yrði sami grundvöllur fyrir því og áður, að einstaka stjettir yrðu óánægðar með kjör sín og gerðu kröfur um kjarabætur á hendur þjóðfjelaginu. Hið sós- íalistiska þjóðfjelag yrði hins- vegar að tryggja vinnufriðinn, ekki þó þannig, að það geti gert alla ánægða, heldur með hinu, að ríkisvaldið myndi banna vinnustöðvanir og á- kveðá sjálft kaup og kjör hvers einstaks. Víðtælt skipulagning þjóðarbúskaparins er ómögu- leg, ef hið opinbera hefir ekki vald til þess að ákveða, ekki einungis fyrir hvaða kaup menn vinna í þjónustu þess, heldur einnig hvað menn vinna. Annars Verður ekki farið léngra út í þessa sálma hjer, en aðeins bent á það, að framund- an geta verið átök urp það, hvort þjóðfjelagið eigi að starfa á gi’undvelli lýðræðis og atvinnufrelsis eða einræðis og ánauðar. ★ ÞAÐ, sem hjer hefir verið sagt, ber þó ékki að skoða sem fullyrðingu um það, að Sósíal- istaflokkurinn standi óskiftur að þeirri stefnu að láta dýrtíð- ina leika lausum hala, til þess að skapa á þann hátt upplausn í þjóðfjelaginu. Til skamms tíma hefir því meira að segja verið haldið fram af ýmsum ráðamönnum hans, að enda þótt sósialisminn sje æskilegur. sje hann ekki tímabær ennþá hjer á landi. Ef til vill verða aukin áhrif Rússa í álfunni eftir styrj öldina þó til þess að breyta þessai’i afstöðu. . Þess .er einnig skylt að. geta, að í árslok 1942 gerði Sósíalista flokkurinn samþykt þess efn- is, að hann vildi beita sjer til þess að „vinna á móti dýrtíð og upplausn“ og lagði fram til- lögur um dýrtíðarráðstafanir, sem ýmislegt nýtilegt fólst í. En eins og fyrr segir munu línurnar brátt skýrast í því efni, hvor stefnan verður ofan á í flokknum. En svo mikið er aðeins óhætt að fullyrða, að sje flokknum alvara með að taka þátt í því að vinna gegn dýr- tíðinni, getur hann ekki haldið áfram að kynda. undir kröfum stjettarfjelaganna um gegndar lausar kauphækkanir svo sem hingað til, því að verði engar skorður settar við þeim, er bar- áttan gegn áframhaldandi verð bólgu vonlaus. ÚTSÖLUVERÐ á amerískum vindlum má ekki vera hærra en hjer segir: Lucky Strike 20 stk. pakkiim Kr. 3.40 Old Gold 20 — — — 3.40 Raleig’k 20 — — — 3.40 Camel 20 —— — 3.40 Pall M'all 20 — — — 4.00 Utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar má útsöluverðið vera 5% hærra vegna flutnings- kostnaðar. Tóbakseinkasala ríkisins Nýleg búðarinnrjetting fæst til kaups á Laufásveg 4. ÚTSÖLUVERÐ á amerísku reyktóbaki má ekki vera hærra en hjer segir: Sir Walter Raleigh Dills Best rubbed 1 lbs. pappadós Kr. 30.00 % lbs. — — 15.00 1% oz. — — 3.75 1% oz. — — 4.00 1 lbs. blikkdós — 40.00 1% oz. pappadós — 4.00 J/2 ibs. blikkdós — 15.00 7/8 oz. pappadós — 3.50 Utan Reykjavíkur og Hafnarf jarðar má útsöluverð vera 5% hærra vegna flutningskostnaðar. Tóbakseinkasala rikisins Góðan bifreiðastjóra vantar okkur. X 5 r ? Bifreiðastöð Steindórs I V ♦> V *- Nokkra vjelvirkja vantar oss nú þegar. Hamar h.f.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.