Morgunblaðið - 26.08.1944, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.08.1944, Blaðsíða 12
12 Laugardagur 26. ágíist 194| Forseti Islands situr veislu í Hvíta húsinu FORSETI ÍSLANDS og föru neyti hans kom tit Washing- ton kl. 4 e. h. síðastliðinn fimtu dag. Á fimtntudagskvöhiið var forseti, utanríkisráðherra og annað föruneyti gestir forseta, líandaríkjanna í Hvíta húsinu. Meðal boðsgestanna voru ráðherrar, Jnestar.jettariiómar- pr, ýinsir helstu þingmenn. for ítjórai' sjálfstæðra stjórnar- íleilda. Stettinius, varautan- ríRisráðherra, fulltrúar fyrir her og flota og ýmSir ráð- gjafar. ennfremur voru meðal gesta, sendiherra Islands í íWashington, Thor Thors Og Tíeudrik Sv. Björnsson, seiidi- ráðsritari. Roosevelt líandaríkjaforseti ávarpaði forseta Islaiuls með hlýjum orðum í garð lslands pg Sveinn Björnsson forseti J>akkaði með stuttri ræðu. (Frá utanríkisráðuneytinu). Forsetaúrskurð- ur um 10 fána- daga á ári FORSETI ÍSLANDS hefir samkvæmt tillögum forsætis- ráðherra og fyrirmælum Al- þingis sett eftirfarandi ákvæði um fánadaga og hve lengi flagga skuli með þjóðfána Is- lands á degi hverjum: 1. gr. Draga skal fána á stöng á húsum opinberra stofnana, sem eru í umsjá valdsmanna eða sjerstakra forstöðumanna ríkisins, eftirgreinda daga: 1. Fæðingardag forseta Is- lands. 2. Nýársdag. 3. Föstudaginn langa. 4. Páskadag. 5. Sumardaginn fyrsta. 6. 1. maí. 7. Hvítasunnudag. 8. 17. júní. 9. 1. desember. 10. Jóladag. Alla ofangreinda daga skal draga fána að hún, nema föstu daginn langa. þá í hálfa stöng. 2. gr. Hverja daga aðra en í 1. gr. segir, og við hvaða tæki- færi flagga skal á landi, fer eft ir ákvörðun dómsmálaráðuneyt isins. 3. gr. Á tímabilinu 1. mars- 31. október skal eigi draga fána á stöng á landi fyrr en kl. 8 árdegis, en á tímabilinu 1. nóv. til febrúarloka eigi fyrr en kl. 9 árdegis. 4. gr. Fáni skal eigi uppi vera lengur en til sólarlags og aldrei lengur en til kl. 8 síðdegis, nema flaggað sje á stað við úti samkomur, þá má láta fána vera uppi meðan samkoman varir og bjart er, þó eigi leng- ur en til miðnættis. Hjónaefni. Nýlega hafa opin berað trúlofun sína ungfrú Gyða Kjartansdóttir, Ásvalla- götu 49 og Júlíus Baldvinsson frá Siglufirði. Yfirvofandi stöðvun síldveið- anna vegna skorts á síidar- mjölspokum! Siglufirði, föstudag. — Frá frjettaritara vorum. EFTIR 3 til 4 daga verður því aðeins hægt að taka á móti síld hjá Síldarverksmiðjum ríkisins, að nægijegt rúm verði í mjölgeymslum verksmiðjanna til þess að láta njjölið laust í stíur, 1 því að pokabirgðir eru á þrotum. I En mjög lítið pláss er í vöru- j hinsvegar fengist þeir pokar^ geymsluhúsunum, vegna þess sem um var beðið. að atvinnumálaráðherra varð Eina úrræðið nú til þess að ekki við beiðni stjórnar verk- hindra stöðvun flotans eftir 3 I smiðjanna 21. júlí s.l. um út- j til 4 daga er, að nægilega mik- flutningsleyfi á 50 þús. sekkj-|ið síldarmjöl verði, nú þegar um á síldarmjöli, nema að tekið úr birgðageymslum verk- minna en hálfu leyti. Leyfi ráðuneytisins fekkst ekki fyrr en 24. ágúst. er síldarhrotan hafði staðið í 11 daga. í vor og sumar tókst ekki að útvega frá Englandi nema % hluta af síldarmjölspokum þeim, sem panfaðir voru með miiligöngu Viðskiftaráðs og atvinnumála- ráðherra. Undanfarin ár hföðu smiðjanna, til þess að rúm fáist fyrir stiur fyrir laust mjöl. Von er um að 2000 tonn verði tekin fljótlega, en það þyrfti strax að rýma 40 þúsund sekkjum á Siglufirði og 20 þús. á Rauf- arhöfn. Hjer bíða menn með ugg og kvíða, því að hver dag- ur sem sildveiðiílotinn stöðvast, getur orðið óbælanlegur. Stöðvast Strætis vagnar vegna verkfallsins? VEGNA VERKFALLA Dagsbrúnar hjú Ölíufj elögim- um mun, ef ekki nást samningar, rekstur strætisvagna hjer í 1>æ stöðvast að allmiklu leyti um mið.ja næstu viku. Framkvæmdastjóri Strætis- vagna fór þess á leit við stjórn Dagsbrúnar í gær, að hún leyfði starfsmönnum S. V. R. að sækja hráolíu, sem er í tunnum í olíustöð h.f. Shell. Því neitaði stjórn Dagsbrúnar, og munu því allir hráolíuvagn- ar Strætisvagna stöðvast um miðja næstu viku, ef samning- ar takast ekki innan þess tíma. Hráolíuvagnar fjelagsins eru 11 að tölu og eru þeir allir í flutningum á utanbæjarleiðum; eru t. d. 4 vagnar í ferðum að Kleppi, 2 í Sogamýri og 1 til Skerjafjarðar; tveir þessara olíuvagna eru litlir bílar og yfirleitt ekki notaðir nema í neyð, en svo aftur hinir tveir, sem eru stórir, notaðir sem varabílar. Bensínvagnar fjelagsins geta hinsvegar keypt bensín hjá h.f. Nafta og kemur því ekki til, að fjelagið verði að stöðva rekstur þeirra. — Þeir eru 9 að tölu, þar af eru fjórir vagn- anna litlir, og koma því eig- inlega ekki nema fimm vagn- ar til greina til flutninga á hin um ýmsu leiðum. Jarðskjálftj í Irak. London: — Nýlega varð vart allsnarps jarðskjálftakipps á olíulindasvæðinu í Irak. Skemd ir urðu þó ekki miklar, nema hvað bænahústurn einn hrundi til grunna. — Fram fær íþrótla- svæði við Hofðaborg BÆJARRÁÐ samþykti á fundi sínum í gær að heimila borgarstjóra að veita knatt- spyrnufjelaginu Fram leyfi til afnota af íþróttasvæði austur . af Höfðaborg. Landspilda þessi er 2% ha.' að stærð og vel fallin til slíkra hluta. Hefir Benedikt Jakobs- son íþróttaráðunautur gert upp drætti af svæðinu og verða samkvæmt honum einn knatt- spyrnuvöllur og einn æfinga- völlur og verður hann nokkru minni. Framarar munu sjálfir vinna að framræsir.gu og annars, er þarf að lagfæra á svæðinu, í sjálfboðavinnu. íþróttabandalag Reykjavíkur slolnað í FYRRADAG var stofnað hjer í bæ íþróttabandalag Reykjavíkur. — Er stofnun slíks bandalags samkvæmt íþróttalögunum frá árinu 1940, en í þeim segir svo, að landinu skuli skift í íþróttahjeruð. — Þetta er annað bandalagið, sem stofnað er hjer á landi. Hitt er íþróttabandalag Vestfjarða. Giflisl í júní Irene Manning, þessi snoppu fríða leikkona, sem sjest hjer á myndinni kvæntist nýlega leynilögreglumanni í tos Ange les. Skyldi það hjónaband standa lengi? Nýr skólastjóri við Gagnfræðaskóla Reykvíkinga KNÚTUR ARNGRÍMSSON kennari hefir verið ráðinn skólastjóri Gagnfræðaskóla Reykvíkinga frá 1. okt. n.k. Frá sama tíma hefir prófessor Ágúst H. Bjarnason sagt skóla- stjórastarfinu lausu, en hann hefir gegnt því starfi frá því að skólinn hóf göngu sína og rækt það með ágætum. Hinn nýi skólastjóri, Knútur Arngrímsson hefir um langt skeið verið kennari við Gagn- fræðaskóla Reykvíkinga og átt að fagna miklum vinsældum hjá nemendum. Hann er ágæt- ur kennari og fyrirlesari. Skátaskólinn hæítir störfum SKÁTASKÓLINN að Úlf- ljótsvatni lauk störfum í gær. Á skólanum stunduðu 24 til 27 skátar nám, en auk þeirra dvaldi þar fjöldi skáta um lengri eða skemri tíma í sum- ar. — Skólastjóri var Ingólfur Guð brandsson kennari, en kenn- arar voru Hjörleifur Sigurðs- son og Ragnar Stefánsson. — Kennarar og nemendur koma til bæjarins í dag. Að Úlfljótsvatni mun Banda lag skáta starfrækja foringja- skóla dagana 9. til 16. sept. 30 þúsund króna gjöf lil Slaðaslaðar kirkju ÞAU HJÓN, Thor Jensen og frú Margrjet kona hans hafa enn á ný sýnt af sjer rausn og höfðingsskap. Þau hafa nýlega gefið 30 þús. kr. til þess að ljúka byggingu Staðastaðar- kirkju á Snæfellsnesi. Kirkjan á Staðastað hefir verið í smíðum, en ekki til nægilegt fje, til þess að hægt hafi verið að ljúka við bygg- inguna. Thor Jensen og frú hans voru nýlega á ferð vestra og afhentu þá formanni sókn- arnefndar fyrgreinda gjöf, svo að nú verður hægt að ljúka byggingunni. Hreindýrum fjölgar ört Akureyri í gær. Frá frjettaritara vorum. í NÓTT, 25. ág., komu þeir Helgi Valtýsson, rithöfundur, Eðvald Sigurgeirsson^ ljósmynd ari og Torfi Guðlaugsson, versl- unarmaður, heim aftur úr nær þriggja vikna öræfaferð um hreindýraslóðir undir norður- brún Vatnajökuls. Er þetta fjórða ferð þeirra síðan 1939. Telur eftirlitsmaður hrein- hjarðarinnar, að dýrin muni nú vera full fimm hundruð og verð ur það vitað nánar í haust. — Eru hreindýrin nú að sögn þeirra mun dreifðari en áður en þeim fór að fjölga svö ört, sem nú er raun á orðin. Munu þau nú fara alllangt vestur með norðurbrún Brúarjökuls, eins og áður fyrr. Þeir fjelagar urðu að fara inn á jökul til þess að krækja fyrir Kringilsá, sem reyndist óreið, en á heimleiðinni sundr- riðu þeir hana. Veður var frem- ur óhagstætt framan af, en batn aði er á leið. Snjóaði í Háfjöll, Snæfell og Kverkfjöll niður að rótum, en snjór festi eigi á sjálf um öræfunum.Voru síðustu dag arnir inndælir sólskinsdagar og var þá kvikmyndað vel og ræki lega; en Eðvard Sigurgeirsson mun nú hafa lokið við öræfa- kvikmynd sína „Hreindýraslóð- ir“, sem hann hefir unnið að á þessum ferðum sínum. Bæjarrráð sam- þykkir tillögur í raf magnsmálum EFTIR tillögu rafmagns- stjóra samþykkti bæjarráð áj fimdinum í gær að fela hon« um að viuna að því: að haldið verði áfram mæis ingum og rannsóknum á virkj-< pn Neðri-Fossa í Sogi, ásamtl nýrri iiáspennulínu þaðan tit Jteykjavíkur og undirbúningil Undir útboð, að á sama hátt verði unniði (að ítarlegri virkjunaváætlun um Botnsá í Hvalfirði, í sam< vinnu við Rafmagnseftiriiti ríksins,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.